Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 35 í ÞESSARI grein mun ég færa rök fyrir því að Fósturskóli Islands er ekki framhaldsskóli heldur er hann sambærilegur skólum á há- skólastigi ef miðað er við tvískipt háskólastig eins og tíðkast hjá mörgum þjóðum. Síðastliðið vor heimilaði núver- andi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, Háskólanum á Akur- eyri að starfrækja þriggja ára leik- skólakennarabraut í tengslum við kennarabraut skólans. Náminu lýkur með B.Ed.-gráðu. Menntun leikskólakennara er því formlega á háskólastigi á Akureyri og því er fagnað. Flutningi menntunar leikskóla- kennara á háskólastig er ekki lok- ið, þar sem Fósturskóli Islands er talinn vera á framhaldsskólastigi samkvæmt lögum um skólastig frá 1974. Nám og vinnubrögð við skólann hafa hins vegar færst nær starfs- og kennsluháttum háskóla. Miklar breytingar hafa að auki verið gerðar á námsskipulagi Fóst- urskóla íslands í haust. Mestar breytingar eru á fyrsta námsári í skólanum, þar er námið metið til háskólaeininga. Vonir standa til að nemendur sem byrjuðu í haust geti útskrifast með B.Ed.-gráðu eftir þijú ár eins og félagar þeirra fyrir norðan. Þegar þetta er ritað er ekki ljóst hvernig á að meta þetta nám Fósturskólans. Helst er horft til Uppeldisháskóla sem væntanlega verður að veruleika innan tíðar. Þau viðfangsefni sem Fósturskóli íslands fæst við núna eru þríþætt: a) Áframhaldandi gerð nýrrar námskrár í samræmi við tillögur nefndar um innihald og skipulag leikskólakennaranáms á háskólastigi. b) Ákvörðun um hvernig þetta nám verður metið til B.Ed.-gráðu. Hún þarf að liggja fyrir um áramót, annars er hætta á því að námsframboð skólans sé of óljóst og það getur bitnað á aðsókn nýrra nemenda næsta vor sem vilja skýr svör. c) Tengsl eldra náms í skólanum við B.Ed.-nám. Nauðsynlegt er að meta hve miklu þeir nemendur sem hafa lokið og eru að ljúka námi samkvæmt gamla kerfinu þurfa að bæta við sig til þess að öðlast B.Ed.-gráðu. Tvískipting Aðdragandi tvískipts háskóla- stigs var í megindráttum eftirfar- andi: Eftir seinni heimsstyijöld kröfðust mun fleiri nemendur inn- göngu í háskólana en áður og bar mikið á svokölluðum minnihluta- hópum svo sem lituðum, konum og fátækum nemendum. Háskólamenntun breyttist þar með úr menntun sem var ætluð einungis um það bil 4-5% aldurs- hóps. Nemendur voru yfirleitt úr efri stigum þjóðfélagsins. Þessi Elitu-háskóli var algengur í Evr- ópu fram að síðari heimsstyijöld. Evrópa, Bandaríkin og Ástralía mættu þessari fjölgun á mismun- andi hátt. Æðri menntun var ann- að hvort tví- eða þrískipt. Með tvískiptingu háskólastigsins átti að reka viðunandi menntastofnan- ir til hliðar við Elitu-háskólana eða Universitetin. Þeir síðarnefndu áttu að haldast óbreyttir, velja úr nemendum og stunda rannsóknir. (Hugtakið háskóli verður notað hér á eftir.) Hitt stigið (svo sem „Polytec- hnic og College") áttu að vera í nánum tengslum við atvinnulífið. Nemendur áttu að útskrifast með skírteini (diploma) en ekki með háskólagráðu. Nemendum var gef- inn kostur á að vera í hlutanámi, oft var um að ræða nemendur sem þurftu að vinna með náminu. Kennarar áttu sömu- leiðis að vera í hluta- starfi við skólann og í hlutastarfi úti í at- vinnulífinu. Þetta átti að efla tengslin milli skóla og atvinnulífs. Ekki var ætlast tii að kennarar stunduðu rannsóknir að neinu marki, ef einhveijar, þá áttu þær að vera hagnýtar. í raun náð- ist góð sátt um þetta fyrirkomulag. Uni- versitetin samþykktu þetta fyrir sitt leyti og sáu fram á að geta varðveitt stöðu sína þar sem þeir gátu ekki tekið á móti þeirri nem- endaaukningu sem blasti við, fyrst og fremst af ijárhagsástæðum en einnig vegna fyrirsjáanlegrar of- fjölgunar háskólamenntaðra manna. Yfirvöld, ríki og sveitarfélög sáu hag sinn í því að efla þessar nýju stofnanir sökum þess að námið varð styttra, hagnýtara og bauð upp á aukin tengsl við atvinnulíf- ið. Þessar stofnanir áttu heldur ekki að njóta hins svokallaða aka- demiska frelsis og þar sáu yfirvöld sér leik á borði að koma inn í stjórnun þessara skóla. Þróun þessara stofnana varð hins vegar önnur en ætlast var til. Kennarar þeirra voru háskóla- menntaðir og fluttu háskólahefð- ina með sér. Skólarnir fóru smám saman að veita prófgráður. í byijun voru prófgráður veitt- ar í samvinnu við við- urkennda háskóla sem brautskráðu nemend- ur. Starf kennara varð fullt starf og nemend- ur voru í fullu námi. Ýmsir fræðimenn telja að ein af skýringunum á þessari þróun hafi verið aukin fag- mennska ýmissa starfsstétta svo sem kennara, hjúkrun- arfræðinga, bóka- safnsfræðinga og fé- lagsráðgjafa. Þessar stéttir hafa smám saman krafist starfsmennt- unar á háskólastigi sökum þeirrar fræðilegu sérþekkingar sem þær þurfa á að halda. Þessi þróun hefur að mörgu leyti brúað bilið á milli þessara stofnana. Þær hafa færst nær hver annarri. Þróun háskólastigs Á íslandi hefur átt sér stað sam- bærileg þróun. Nemendum hefur íjölgað sem ljúka stúdentsprófi úr framhaldsskóla og þeir hafa sótt í háskólanám í síauknum mæli eins og annars . Skólum á háskólastigi hefur fjölgað á síðastliðnum tveimur áratugum. Þrátt fyrir það hafa yfirvöld ekki skilgreint háskóla- stigið né skipulagt þróun þess formlega. Eina skilgreiningin á háskóla er að inntökuskilyrði er stúdentspróf. Mér finnst þessi þró- un hafa verið nokkuð handahófs- kennd. Núverandi menntamála- ráðherra, Björn Bjarnason, hyggst hins vegar taka á þessum vanda. Hann hefur skipað nefnd til þess að semja rammalöggjöf fyrir há- skólastigið í heild. Verið er að leggja lokahönd á frumvarp um nýjan Uppeldisháskóla, en þeirri stofnun er ætlað að sameina Kenn- araháskóla íslands, Fósturskóla íslands, Þroskaþjálfaskóla íslands og íþróttakennaraskólann að Laugarvatni. Sambærilegur skóli Því er haldið fram að Fóstur- skóli íslands sé sambærilegur „College“ eða „Högskola" og hafi í raun þróast svipað og þessar stofnanir eins og lýst var hér að framan. Það sama á í raun við um Þroskaþjálfaskólann og íþrótta- Verið er að leggja loka- hönd, segir Gyða Jó- hannsdóttir, á frum- varp um nýjan uppeldis- háskóla. kennaraskólann. Fósturskóli ís- lands er tekinn sem dæmi, ég þekki hann best. Rökin eru eftir- farandi: 1) Aðsókn stúdenta hefur auk- ist mjög að skólanum og fá nú nær eingöngu stúdentar inngöngu í skólann. 2) Námið í Fósturskóla íslands er í síauknum mæli metið jafngilt háskólanámi bæði hér á landi og erlendis. 3) Fósturskólinn er þátttakandi í alþjóðlegum samstarfsnetum há- skóla. 4) Kennarar skólans sinna þró- unar- og rannsóknarverkefnum í síauknum mæli og oft í samvinnu við erlenda háskóla. 5) Kennarar skólans eru marg- ir með námsgráðu til þess að kenna við háskóla og níu kennarar eru nú í framhaldsnámi. 6) Námstilhögun skólans hefur verið breytt eins og að framan getur og mun væntanlega metin til B.Ed.-gráðu. Samningar Ef ekki verður gengið frá stofn- un Uppeldisháskóla innan tíðar bendi ég á þá leið sem fara má. Það er sú leið sem aðrar þjóðir fóru þegar þær stóðu andspænis samskonar vanda og hér hefur verið lýst. Þá var viðurkenndur háskóli fenginn til þess að annast brautskráningu. Möguleiki er á að leita eftir samningum við Kenn- araháskóla íslands um að braut- skrá nemendur frá Fósturskóla Islands. Tíminn er afar dýrmætur og námslok við Fósturskóla ís- lands þurfa að liggja ljós fyrir um áramót. Að öðrum kosti er hætta á því að það bitni á aðsókn að skólanum og það má ekki eiga sér stað. Mikill skortur er á leikskóla- kennurum, því enn vantar leik- skólakennara í um það bil 1.200 stöður. Að lokum: Fimmtíu ára afmæli Fósturskóla íslands var 1. október síðastliðinn. Af því tilefni verður efnt til afmælishátíðar í Háskóla- bíói þann 6. október nk. kl. 14. Leikskólakennarar, fyrrverandi kennarar skólans og aðrir velunn- arar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Höfundur er skólasljóri Fósturskóla Islands. Menntun leikskóla- kennara á tímamótum Gyða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.