Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ Í8 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 Ljóska Smáfólk I NEVERHAVE TIME TO PO MV HOMEWÖRK,MARCIE VOU NEED A COURSE IN TIME MANA6EMENT,5IR WHV 5H0ULD I TAKE A C0UR5E IN ONE THIN6 50 I CAN TAKE A COURSEIN ANOTHER THIN6? MTADVICE C0ME5 FROM o THE HEART, i s fJ 1 I 1 r==<J s I KNOU), MARCIE.. SOMEPAV, WHEN I OU)N A MAJOR LEA6UE CLUB, I'LL LET YOU 5IT IN ONE OF OUR LUXURV B0XE5.. Ég hef aldrei tíma til að lesa undir morgun- daginn, Magga. Þú þarft að fara á nám- skeið í tíma- stjórnun, herra. Hví skyldi ég fara á námskeið í einu svo að ég geti tekið námskeið í öðru? Ráðlegg- ing mín kom frá hjartanu, herra... Ég veit, Magga ... Ein- hvern tímann, þegar ég er orðin eigandi að meiriháttar íþrótta- klúbbi skal ég láta þig sitja í einni af lúxus stúkunum ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Áskirkja Vetrarstarfið í Áskirkju Frá sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni: Á MORGUN, 6. október, hefst vetrarstarf Áskirkju. Breytist þá messutíminn frá því sem var í sumar og verða guðsþjónustur kl. 14 hvern sunnudag í vetur en barnaguðsþjónustur alla sunnu- daga kl. 11. í guðsþjónustunni á sunnudaginn syngur Ingibjörg Marteinsdóttir einsöng. Barnaguðsþjónustur verða á sunnudagsmorgnum með áþekku sniði og undanfarin ár. Barna- sálmar og hreyfisöngvar eru sungnir og bömunum kenndar bænir og vers og þeim sagðar sögur. Auk þess fá afmælisböm litla gjöf. Eins og áður gat verða almenn- ar guðsþjónustur í Áskirkju hvern sunnudag kl. 14. Fyrsta sunnudag mánaðarins hefur Safnaðarfélag Ásprestakalls kaffísölu eftir guðs- þjónustuna en alla aðra sunnudaga er kirkjugestum boðið upp á kaffi eftir messu. Líkt og undanfarin ár mun Safnaðarfélagið gefa íbúum dval- arheimila og annarra íbúa stærstu bygginga í sókninni kost á akstri til og frá kirkju annan hvern sunnudag frá og með næsta sunnudegi. Félagsfundir Safnaðarfélags Ásprestakalls verða mánaðarlega í vetur og dagskrá fjölbreytt. Fyrsti fundurinn verður þriðjudag- inn 15. október kl. 20.30. Er það afmælisfundur Safnaðarfélagsins, en tuttugu ár era síðan Kven- og Bræðrafélag Ásprestakalls sam- einuðust í Safnaðarfélagi Ás- prestakalls. Æskulýðsfélagið Ásmegin hef- ur fundi á mánudagskvöldum kl. 20. Starf með tíu til tólf ára börnum er hvern miðvikudag kl. 17. „Opið hús“ er í Safnaðarheimili Áskirkju alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14-17. Þangað eru allir velkomnir, jafnt yngri sem eldri, en börn og unglingar eru þar aufúsugestir, engu síður en þeir sem komnir eru til ára sinna. Heitt er jafnan á könnunni og starfsfólk kirkjunnar til viðtals og aðstoðar. í „Opnu húsi“ á þriðjudögum er söngvastund, en ljóða- og sögu- lestur á fimmtudögum. Samverustundir foreldra ungra barna eru á miðvikudögum kl. 10-12. Umsjón með því starfi og „Opnu húsi“ hefur Guðrún M. Birnir. Biblíulestrar verða í Safnaðar- heimili Áskirkju á fimmtudags- kvöldum kl. 20.30 í vetur, í fyrsta sinn 10. október. Fram að jólum mun sóknarprestur kynna og fræða um Daníelsbók. SR. ÁRNIBERGUR SIGURBJÖRNSSON sóknarþrestur. Hvað skal segja? 30 Væri rétt að segja: Það var tekið af honum bílinn. Rétt væri: Bfllinn var tekinn af honum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Sœtir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata)-Kópavogi-simi 564 1475 Opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.