Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ
Í8 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996
Ljóska
Smáfólk
I NEVERHAVE
TIME TO PO MV
HOMEWÖRK,MARCIE
VOU NEED A
COURSE IN TIME
MANA6EMENT,5IR
WHV 5H0ULD I TAKE
A C0UR5E IN ONE
THIN6 50 I CAN
TAKE A COURSEIN
ANOTHER THIN6?
MTADVICE C0ME5 FROM o
THE HEART, i
s
fJ 1 I 1
r==<J s
I KNOU), MARCIE..
SOMEPAV, WHEN I OU)N
A MAJOR LEA6UE CLUB,
I'LL LET YOU 5IT IN
ONE OF OUR LUXURV
B0XE5..
Ég hef aldrei
tíma til að lesa
undir morgun-
daginn, Magga.
Þú þarft að
fara á nám-
skeið í tíma-
stjórnun,
herra.
Hví skyldi ég fara
á námskeið í einu
svo að ég geti tekið
námskeið í öðru?
Ráðlegg-
ing mín
kom frá
hjartanu,
herra...
Ég veit, Magga ... Ein-
hvern tímann, þegar ég
er orðin eigandi að
meiriháttar íþrótta-
klúbbi skal ég láta þig
sitja í einni af lúxus
stúkunum ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Áskirkja
Vetrarstarfið
í Áskirkju
Frá sr. Árna Bergi
Sigurbjörnssyni:
Á MORGUN, 6. október, hefst
vetrarstarf Áskirkju. Breytist þá
messutíminn frá því sem var í
sumar og verða guðsþjónustur kl.
14 hvern sunnudag í vetur en
barnaguðsþjónustur alla sunnu-
daga kl. 11. í guðsþjónustunni á
sunnudaginn syngur Ingibjörg
Marteinsdóttir einsöng.
Barnaguðsþjónustur verða á
sunnudagsmorgnum með áþekku
sniði og undanfarin ár. Barna-
sálmar og hreyfisöngvar eru
sungnir og bömunum kenndar
bænir og vers og þeim sagðar
sögur. Auk þess fá afmælisböm
litla gjöf.
Eins og áður gat verða almenn-
ar guðsþjónustur í Áskirkju hvern
sunnudag kl. 14. Fyrsta sunnudag
mánaðarins hefur Safnaðarfélag
Ásprestakalls kaffísölu eftir guðs-
þjónustuna en alla aðra sunnudaga
er kirkjugestum boðið upp á kaffi
eftir messu.
Líkt og undanfarin ár mun
Safnaðarfélagið gefa íbúum dval-
arheimila og annarra íbúa stærstu
bygginga í sókninni kost á akstri
til og frá kirkju annan hvern
sunnudag frá og með næsta
sunnudegi.
Félagsfundir Safnaðarfélags
Ásprestakalls verða mánaðarlega
í vetur og dagskrá fjölbreytt.
Fyrsti fundurinn verður þriðjudag-
inn 15. október kl. 20.30. Er það
afmælisfundur Safnaðarfélagsins,
en tuttugu ár era síðan Kven- og
Bræðrafélag Ásprestakalls sam-
einuðust í Safnaðarfélagi Ás-
prestakalls.
Æskulýðsfélagið Ásmegin hef-
ur fundi á mánudagskvöldum kl.
20.
Starf með tíu til tólf ára börnum
er hvern miðvikudag kl. 17.
„Opið hús“ er í Safnaðarheimili
Áskirkju alla þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 14-17. Þangað
eru allir velkomnir, jafnt yngri sem
eldri, en börn og unglingar eru
þar aufúsugestir, engu síður en
þeir sem komnir eru til ára sinna.
Heitt er jafnan á könnunni og
starfsfólk kirkjunnar til viðtals og
aðstoðar.
í „Opnu húsi“ á þriðjudögum
er söngvastund, en ljóða- og sögu-
lestur á fimmtudögum.
Samverustundir foreldra ungra
barna eru á miðvikudögum kl.
10-12. Umsjón með því starfi og
„Opnu húsi“ hefur Guðrún M.
Birnir.
Biblíulestrar verða í Safnaðar-
heimili Áskirkju á fimmtudags-
kvöldum kl. 20.30 í vetur, í fyrsta
sinn 10. október. Fram að jólum
mun sóknarprestur kynna og
fræða um Daníelsbók.
SR. ÁRNIBERGUR
SIGURBJÖRNSSON
sóknarþrestur.
Hvað skal segja? 30
Væri rétt að segja: Það var tekið af honum bílinn.
Rétt væri: Bfllinn var tekinn af honum.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Sœtir sófar
á óviðjafnanlegu verði
HÚSGAGNALAGERINN
Smiðjuvegi 9 (gul gata)-Kópavogi-simi 564 1475 Opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-14.