Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Bygging nýs bama- spítala draumur eða vemleiki Á MEÐAN lands- menn sátu agndofa og fylgdust með frétt- um af eldgosi undan Vatnajökli hittist hópur kvenna úr kvenfélögum í Gull- bringu- og Kjósar- - sýslu. Tilefnið var að ýta úr vör söfnun til styrktar byggingu nýs bamaspítala og leggja þannig lóð á vogarskálarnár til stuðnings styrktar- sjóðs Barnaspítala Hringsins. Hljótt hefur verið um málefni Barnaspítalans en þar með er ekki sagt að þörfin fyrir nýtt húsnæði sé ekki lengur til staðar. Veik börn, aðstandendur þeirra, læknar og hjúkrunarlið hafa oftar en ekki þurft að heyja mikla baráttu til bjargar lífi lítils einstaklings í húsnæði sem eng- inn fullorðinn sjúklingur léti nokkurn tíma bjóða sér. Nú er mál að linni og menn opni augun fyrir því vandamáli sem húsnæðiseklan skapar. Það er engin tilviljun að merkið sem kvenfélagskonur munu bjóða til sölu laugardaginn 5. okt. nk. er auga þar sem augasteinninn er í líki blómsins gleym-mér-ei. Hönnuður þess er búlgarskur en hefur verið búsettur á Islandi um nokkurt skeið. Hugs- un bak merkinu er sú að: „Augað er merki hreinnar samvisku, þekkingar, einlægni og uppljómunar. Auk þess er augað merki verndunar og að- gætni. Að halda fyrir augun þýðir, ég vil ekki vita, mér er alveg sama.“ Ég vona að vel verði tekið á móti sölukonum kven- félaganna á laugar- dag og sýnum að: (okkur) er ekki sama um Takið vel á móti sölukonum, segir Katr- ín Gunnarsdóttir, styrkjum byggingu barnaspítala. vandamál annarra. Það er merki um veikleika. Að horfast í augu við vandamálin sýnir styrkleika, ábyrgð og einlægni.“ Höfundur er í varastjórn Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu. Katrín Gunnarsdóttir >» • * • Aukið hjúkrunar- rými fyrir aldraða VERULEGUR skortur er á hjúkrun- arrými og þjónustu- húsnæði fyrir aldraða og er ástandið alvar- legast í Reykjavík. Á síðustu árum hafa bið- listar lengst og er ljóst að ef ekki kemur til sérstakt átak umfram það sem þegar hefur verið ákveðið að fram- kvæma í byggingu hjúkrunarheimila, mun stefna í algjört óefni. Það á að vera keppikefli hverrar þjóðar að tryggja öldruðum öryggi og stöðugleika, ýmist með góðri heim- ilisþjónustu og heimahjúkrun eða vistun á hjúkrunarheimilum og í þjónustuhúsnæði. Ábyrgð sveitarfélaga Skyldur ríkis og sveitarfélaga eru miklar í þessum efnum. Þann- ig eru sveitarfélögin t.d. ábyrg fyrir félagslegri þjónustu, en heimahjúkrun er verkefni ríkisins. Stofnkostnaður hjúkrunarheimila er borinn af Framkvæmdasjóði aldraðra (40%) og sveitarfélögum, auk þess sem mörg verkalýðsfélög og félagasamtök hafa lagt fram verulega fjármuni til bygginga hjúkrunarheimila. Þau eru ýmist rekin gegn daggjöldum frá Trygg- ingastofnun eða íjárveitingum úr ríkissjóði. Á undanförnum árum hefur það átt sér stað, að verulega stór hluti af fjármun- um Framkvæmdasjóðs aldraðra hefur farið til að greiða rekstr- arkostnað hjúkrunar- heimila. í dag fer ein- ungis helmingur af fjármagni sjóðsins til stofnframkvæmda. Samkvæmt lögum er það ekki síst hlut- verk sveitarfélaga að stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má og jafnframt að sjá til þess að nauðsynleg stofnanaþjónusta sé fyrir hendi þegar hennar er þörf. Það er enn- fremur hlutverk sveitarfélaga að leitast við að tryggja framboð á hentugu húsnæði fyrir aldraða og skipuleggja fyrir þá félagslega heimaþjónustu og félagsstarf. Brýn þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými í Reykjavík Öldruðum einstaklingum í Reykjavík, sem hafa þörf fyrir vist- un á hjúkrunarheimilum eða í þjón- ustuhúsnæði, hefur fjölgað tölu- vert á undanförnum árum. U.þ.b. 500 manns eru nú á biðlista, þar af tæplega 200 einstaklingar í mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunar- rými og um 140 í sömu þörf fyrir þjónustuhúsnæði. Tæplega 90 manns eru skilgreindir í brýnni þörf og u.þ.b. 70 í þörf fyrir þessi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Fiölmargar gerðir af simum á ðtrúlegu tilboðsverði! Sími með símsvara Símanúmerabirtir (ID-30)-------J— 20% afsláttur 15-30% afslánur af öðrum símum! Heimilistæki hf 3.950 « & Átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila, segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, er tvímæla- laust eitt mikilvægasta verkefnið. vistunarúrræði. Nú er í byggingu hjúkrunarheimili í Reykjavík með 72 rýmum, sem tekin verða í notk- un 1997 og 1998. Ekki liggur fyr- ir nein samþykkt borgaryfirvalda um byggingu fleiri hjúkrunarheim- ila á næstu árum. Átaks er þörf Hlutfallstala aldraðra af heild- aríbúaijölda landsins fer stöðugt vaxandi og samfélagið hefur mikl- um skyldum að gegna við þann aldurshóp. Því er ljóst að áfram þarf að verja verulegum íjármun- um til uppbyggingar margvíslegr- ar öidrunarþjónustu. Frumskilyrði er að gera flestum kleift að búa heima svo lengi sem mögulegt er þegar ekki er lengur unnt að tryggja þeim vistun í þjónustuhús- næði eða á hjúkrunarheimilum. Síðasta stórátakið sem gert var á þessum vettvangi í Reykjavík var bygging hjúkrunarheimilanna Eir- ar og Skjóls á árunum 1985-1993. Þessi hjúkrunarheimili, sem eru sjálfseignarstofnanir, voru byggð í samvinnu Reykjavíkurborgar og fjölmargra félagasamtaka og í dag dvelja þar u.þ.b. 230 manns. Átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila er tvímælalaust eitt mikilvægasta verkefnið sem sveitarfélög og ríki standa frammi fyrir. Stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í því að tryggja öldruðum öryggi og góðan aðbúnað á ævikveldi í samræmi við þarfir hvers og eins. Á árinu 1997 á Elliheimilið Grund 75 ára afmæli og Hrafnista í Reykjavík 40 ára afmæli. Frum- kvöðlar þessara stofnana unnu þrekvirki á sviði öldrunarþjón- ustunnar og lögðu grunninn að dvalar- og vistheimilum fyrir aldraða. Það væri vel við hæfi að minnast þessara tímamóta með þjóðarátaki í byggingu hjúkrunar- heimila og um leið að útrýma þeim löngu biðlistum sem hafa einkennt þennan málaflokk i alltof langan tíma. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður Sambands ísl. sveitarfélaga. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflngvelli og Rábhústorginu UftorgunMftlrifr -kjarnl málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.