Morgunblaðið - 05.10.1996, Page 17

Morgunblaðið - 05.10.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 17 Umboð Eimskips í nýtt hús- næði UMBOÐ Eimskips í ísafjarðarbæ tók formlega í notkun nýtt skrif- stofu- og vöruhús við Ásgeirs- götu í Sundahöfn á ísafirði í vik- unni. Húsnæðið hefur fengið nafnið Eyrarskáli og vísar þar í upprunalegt nafn ísafjarðar- kaupstaðar, Eyri við Skutuls- fjörð. Vinna við hið nýja hús hófst í nóvember á síðasta ári og hafa framkvæmdir gengið vel. Húsið er alls 670 fermetrar að stærð. Þar af er vörugeymsla 440 fer- metrar og skrifstofuaðstaða rúmir 180 fermetrar. Lóð félags- ins er alls 3.200 fermetrar og er gert ráð fyrir tengingu fyrir 30 frystigáma. Viðlega skipa Eimskips verður framvegis við Sundahöfn á _ Isafirði en hafnaryfirvöld í Isa- fjarðarbæ hafa byggt aðstöðu fyrir kaupskip og gámaflutn- ingaskip í höfninni. Eimskip hefur haft vöru- og hafnaraðstöðu við Ásgeirsbakka frá árinu 1972. Skrifstofa um- boðs félagsins í bænum hefur hins vegar verið til húsa við Aðalstræti frá árinu 1934. „Nýtt húsnæði Eimskips í ísafjarðarbæ er til marks um þá áherslu sem félagið leggur á að auka sífellt þjónustu við viðskiptavini sína á landsbyggðinni. Með tilkomu þessa nýja húsnæðis er þjónusta félagsins í ísafjarðarbæ samein- uð á einn stað og verður fyrir vikið skilvirkari. Þá mun ný að- staða gera Eimskip kleift að auka þjónustu á sviði vörudreif- ingar og birgðahalds," segir í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist. Metsala á bókum í heiminum Frankfurt. Reuter. SALA bóka í heiminum í fyrra jókst um 8%, sem er met, og söluaukning- in verður langmest í Kína út öldina samkvæmt nýrri könnun. Skýrt var frá því á bókasýning- unni í Frankfurt að samkvæmt könnum markaðsrannsóknastofn- unarinnar Euromonit hefði sala bóka í heiminum 1991-1995 aukizt um 24,3% úr 64.3 milljörðum doll- ara í 80 milljarða. Að sögn Euromonitor er megin- ástæða aukins söluverðmætis hækkun á pappírsverð, sem þrýsti upp verði á bókum. Mest var selt í Bandaríkjunum fyrir 25.5 milljarða dollara 1995, en næst komu Japan, Þýzkaland, Bretland og Frakkland. Euromonitor spáir því að Banda- ríkin verði áfram stærsti markaður- inn í heiminum til ársins 2000 þeg- ar söluverðmæti muni nema 37 milljörðum dollara. Stofnunin segir að stórverzlanir séu mesta ógnun, sem hefðbundnar bókaverzlanir standi frammi fyrir. Markaðshlutdeild þeirra sé enn lítil, en aukist alls staðar í heiminum. Fulltrúi Euromonitors spáði gíf- urlegri aukningu í Kína. Því er spáð að hún verði tvöfalt meiri en í öðr- um þróuðum löndum um aldamótin og yfir 28% á árunum 1996-2000. Aukningin hefur verið örust á Asíu- Kyrrahafssvæðinu á undanfömum fjórum árum. Ráðstefna um fjarskipti PÓSTUR og sími efnir til ráð- stefnu um fjarskiptaþróun mánu- daginn 7. október í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá því að sæsíminn var lagður til Seyðisfjarðar og Landsími íslands var stofnaður. Meðal fyrirlesara eru Ólafur Tóm- asson, póst- og símamálastjóri, Tormod Hermansen, forstjóri Te- lenor í Noregi, og Frosti Bergsson, forstjóri Opinna kerfa. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum og hefst hún klukkan 13. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig í síma 550 6003. fM rn 0 ^lK - ausuaukar nfi5 -nú er rétti tíminn- TIUéíOÐ JL aukœharfa kr. 990,- 10 túlípanar kr. 169,- í körfunni eru: 10 túlípanar 10 krókusar 8 páskaliljur 12 anímónur 12 stjörnuliljur 3 jólahýasintur Alls 55 laukar. Bastkarfa fylgir. Fullt verð kr. P61Í0,- 10 krókusar kr. 169,- Jólahýasintur 3 í pakka kr. 169,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.