Morgunblaðið - 05.10.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.10.1996, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Aðalfundur Gilfélagsins Skertir ferðastyrkir grafa undan listum GERBREYTT túlkun Félagsheimila- sjóðs á reglum um ferðastyrki vegna menningarstarfsemi á Akureyri kom til umræðu á aðalfundi Gilfélagsins sem haldinn var í Deiglunni nýlega, en félagsmenn telja hana hafa grafið undan starfsemi Listasumars sem og annarri skyldri starfsemi í bænum. í ályktun fundarins vegna þessa máls er lýst furðu og andúð á af- stöðu Félagsheimilasjóðs tii lista- starfsemi á vegum félagsins „sem meðal annars kemur fram í því að ekki hafa fengist styrkir vegna ferðalaga listamanna til Akureyrar. Fundurinn skorar á stjórn Félags- heimilasjóðs að endurskoða þessa afstöðu sína,“ segir í ályktuninni. Þá var einnig fjallað um umferð- armál í Grófargili og lýsti aðalfund- urinn þeirri skoðun sinni að „há- vaði, hraðakstur og hætta sem búin er gangandi vegfarendum í Grófar- gili sé meiri en við verði unað,“ eins og segir orðrétt og því beint til bæjarstjórnar Akureyrar að úrbætur verði gerðar áður en slys verða í götunni. Ný stjórn var kjörin á aðalfundin- um, Þröstur Ásmundsson var end- urkjörinn formaður félagsins, en aðrir í stjórn eru Gísli Gunnlaugs- son, Hrefna Harðardóttir, Kristján Pétur Sigurðsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Komur skemmtiferðaskipa 38 í sumar Tekjur Akureyrar- hafnar um 5 millj. TEKJUR Akureyrarhafnar vegna komu skemmtiferðaskipa til bæjar- ins í sumar námu um 5,1 milljón króna, sem er heldur iægri upphæð en í fyrra. Skipakomurnar í sumar urðu alls 38, eða jafn margar og á síðasta ári. Guðmundur Sigurbjörnsson hafn- arstjóri segir að tekjur hafnarinnar vegna komu skemmtiferðaskipanna ráðist töluvert af stærð þeirra. Einn- ig skipti miklu máli hvort þau geta lagst að bryggju eða liggi á Pollin- um. Skipin sem liggja á Pollinum borga um 50% minna í hafnargjöld en skipin sem leggjast að bryggju. Ekki er skylda fyrir skipin að taka hafnsögumann, sem einnig hefur áhrif á tekjur hafnarinnar, en Guð- mundur segir að aðeins tæp 40% skipanna hafi tekið hafnsögumann um borð. Hann er bjartsýnn fyrir komandi ár og vonast til að skipa- komunum íjölgi á næsta ári. Morgunblaðið/Kristján FRIÐFINNUR K. Daníelsson verkfræðingur að leita eftir heitu vatni í landi Brimness i Árskógshreppi. Hann hefur þegar bor- að sjö holur en áætlar að þær verði alls tólf. Leitað að heitu vatni í Arskógshreppi Alls verða boraðar sjö holur FRIÐFINNUR K. Daníelsson verk- fræðingur hefur síðustu daga verið að vinna fyrir Árskógshrepp við jarðhitaleit á ýmsum stöðum í hreppnum. Hann á og rekur fyrir- tækið Alvarr sem er verktaki við jarðhitaleitina. Hann hefur þegar borað sjö holur vítt og breitt en áætlar að bora 12 holur í allt. „Það væri mjög gaman ef mér tækist að finna heitt vatn hér,“ sagði hann þar sem hann var í óða önn við borinn í landi Brimness skammt sunnan við Árskógssand. Holurnar sem hann hefur borað eru tvö til þijú hundruð metra djúpar. Þegar lokið er við að bora holurnar eru þær hitamældar en Orkustofn- un kemur að verkefninu og sér m.a. um þann þátt auk þess að velja þá staði sem borað er á. Velgja í einni holu Friðfínnur sagðist vera búinn að bora bæði á Árskógssandi og Hauganesi, þréttbýliskjömum sveit- arfélagsins, en báðar holurnar reyndust kaldar. Svo hefur einnig orðið raunin með þær holur sem gerðar hafa verið fram til þessa, utan að nokkur velgja fannst í einni sem er skammt frá fískhjöllum norð- an Hauganess. Friðfínnur sagði að vitað væri um heitt vatn í námunda við Ytri-Vík og ekki væri ólíklegt að það svæði yrði skoðað nánar. V — GJALD IO00-1730 VIRKA DAGA Bifreiðastæðasjóður Akureyrar kynnir: gjoldskylt Mánudaginn 7. október n.k. verður tekið í notkun nýtt gjaldskylt stæði við Geislagötu sunnan Búnaðar- bankans. Miðamælir verður á stæðinu og gjald verður það sama og í þá mæla sem fyrir eru eða 10 kr. á hverjar byrjaðar 10 mín. Hægt verður að greiða með 5, 10, 50 og 100 kr. mynt. Þó aldrei minna en 10 kr.(2x5 kr.) OÞegar greitt er í mælinn kemur kvittun sem segirtil um hvenær greiddur tími er útrunninn. Miðann skal leggja á mælaborð bifreiðarinnar þannig að hann sjáist í gegnum framrúðu til glöggvunar fyrir stöðuvörð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.