Morgunblaðið - 12.10.1996, Page 22

Morgunblaðið - 12.10.1996, Page 22
22 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Nemendur í heimilisfræði undirbúa kennslu Sjón er sögn ríkari SÝRUSTIGIÐ í Tomma og Jenna ávaxtasvaladrykk er svipað og í kóki og í einum gulum M&M- hnetupoka er sykur sem samsvar- ar 94 sykurmolum og fita sem samsvarar 8 grömmum af litlum smjörstykkjum. Hópur nemenda á þriðja ári í heimilisfræðivali við Kennarahá- skóla Islands var í vikunni að setja upp kennslufræðiverkefni þar sem þeir áttu að sýna fram á næring- arinnihald fæðunnar á hlutlægan hátt'. „Tilgangurinn með verkefn- um af þessu tagi er að segja frá innihaldi matvörunnar á áþreifan- legan hátt. Það er ekki að furða að nemendur hafí valið fítu, sykur og sýrustig matvæla því þessir þættir hafa verið áberandi í um- ræðunni um mataræði skólabama að undanfömu", segir Brynhildur Briem, kennari þeirra. Matvörum- ar völdu nemendumir af handa- hófi en svona verkefni eru hugsuð til að setja upp í skólum. Súrir drykkir leysa upp tennur Einn nemandinn hafði samband við framleiðendur ýmissa drykkja og fékk uppgefíð sýmstig þeirra. Því lægri sem talan er því súrari er vökvinn. Súrir vökvar leysa upp tennur bama og unglinga. Eins og sést í meðfýlgjandi töflu kom kók verst út en vatnið var besti kosturinn. Sumar mjólkur- afurðir feitar Þá kannaði einn nemandínn sykur-, og fítuinnihald í engja- þykkni með morgunkomi, skyri, hrísmjólk með karamellusósu, þykkmjólk með pemm og eplum, kvargi með blábeijum og skóla- skyri með vanillu. Niðurstaðan var sú að engjaþykknið væri fítu- mest, innihéldi 8,1% fítu í 100 grömmum og næst á eftir kæmi hrísmjólkin með 6,3% fítu í 100 grömmum. Fituminnst var skyrið sem inniheldur engan viðbættan sykur og einungis 0,2% fítu. Kvargið inniheldur mestan syk- ur af þessum tegundum, alls em 9 grömm í hveijum 100 grömm- um. Eins og sést á myndunum er áhrifaríkt að sjá næringarinni- haldið framsett á þennan hátt. Sýrustig ýmissa drykkja Nemandinn fékk eftirfarandi upplýsingar frá framleiðendum. Heiti Sýrustig (pH) Kók 2,8 Tommi og Jenni ávaxtadrykkur 3,0 Tommi og Jenni appelsínudrykkur 3,1 Epla Svali 3,2 „Diet“ kók 3,4 Hi-C 3,4 Appelsínu Svali 3,5 Trópí eplasafi 3,6 Trópí appelsínusafi 3,8 Trópí ananassafi 4,1 Mjóik 6,7 Kakómjólk 6,7 Vatn í Reykjavík 9,0 SEM dæmi tók einn nemandinn húðaða hafrahringi sem heita Frosted Cheerios. I 30 gramma skammti af þessu tiltekna morgunkorni eru 13 grömm af sykri. Borði börn 30 grömm af þessu morgunkorni daglega í einn mánuð borða þau þar- með 390 grömm af sykri. í EINUM 454 gramma poka af M&M-hnetum eru 2.420 hitaeiningar. Fitan er um 121 g sem samsvarar um það bil 8 litlum smjörstykkjum og pokinn inniheldur um 242 g af sykri sem eru um 94 sykurmolar. NEMENDURNIR sem stóðu að verkefnunum. Aftari röð frá vinstri: Rósa Guðbjartsdóttir, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ólafía Sigurðardóttir, Klara Sig- urmundadóttir, Björg Ársælsdóttir, Harpa Hafliðadóttir, Sigurborg Stefáns- dóttir, Steingerður Olafsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Matthildur Hanens- dóttir og Helga Guðjónsdóttir. Ljósmynd/Kristinn 200 GRAMMA staukur af kartöfluflögum inniheldur 76 grömm af fitu, þar af eru 20 grömm mettuð fita en 56 grömm ómettuð fita. 3,6 grömm af salti eru í skammtin- um. Engjaþykkni með morgunkorni er fitumest, í hverjum 100 grömmum er 8,1 g af fitu og 5,0 grömm af viðbættum sykri. Næst á eftir kemur hrísmjólk með kara- mellusósu. í 100 grömmum er 6,3 grömm af fitu en ekki vissi nemandinn um sykur- magnið. Þá er kvargið sykurmest, eða alls um 9 grömm í 190 grömmum. Fitan er hinsvegar 5,8 grömm í hveijum 100 grömmum. Brettamarkaður hjá Blómavali Ljósmynd/Jón Svavarsson Handverksfólk á Garðatorgi Kaffi Pucc- ini opnar f GÆR, föstudag, var opnað nýtt kaffíhús, Kaffí Puccini, á Vitastíg 10A. Auk þess verður starfrækt þar verslun sem selur kaffí, te og tengd- ar vörur. í fréttatilkynningu frá Kaffi Pucc- ini kemur fram að fyrirtækið hefur einkaumboð fyrir Norðurlönd á kaffi, te og tengdum vörum frá bandaríska fyrirtækinu Bamies Coffee & Tea Company Inc. Sérstakir sæikera- drykkir verða á boðstólum, boðið upp á smárétti, léttvín og bjór. Um þess- ar mundir eru vatnslitamyndir eftir Svein Bjömsson listmálara til sýnis á kaffihúsinu. Kaffi Puccini verður opið frá klukkan 10-23.30 frá sunnu- degi til fimmtudags og frá 10-01 á föstudögum og laugardögum. í DAG, laugardag, opnar Blóma- val við Sigtún brettamarkað sem hiotið hefur nafnið: Á einu bretti. Þar gefst fólki kostur á að kaupa ýmsan varning á ódýrara verði en gengur og gerist. Vörurnar eru settar fram á einfaldan og hráan hátt og öllum kostnaði haldið niðri. Um 100 vöruliðir standa til boða með þessum hætti. Til dæm- is er þarna að finna reykelsi á 99 krónur, reiðhjólakörfu á 250 krónur, brauðkassa á 399 krón- ur, útidyramottu úr kókos á 249 krónur og serviettur á 99 krón- ur. Ekki er langt í að jólavörur verði teknar upp og stendur til að brettamarkaðurinn verði til frambúðar í Blómavali. I dag, laugardag og á morgun, sunnudag, mun handverksfólk sýna og selja vörur sínar á Garðatorgi í Garðabæ. Að þessu sinni eru það um fjörutíu einstaklingar sem koma með vörur á torgið og meðal þeirra er Árni Elfar sem teiknar andlits- myndir á staðnum. Kvenfélag Garðabæjar sér um kaffísölu og verslanir á torginu verða opnar lengur en venjulega á laugardaginn. Handverksmarkaðurinn er opinn frá 10-18 í dag en frá 12-18 á morgun, sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.