Morgunblaðið - 26.10.1996, Page 4
4 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Utlit fyrir verulegan samdrátt í úthafsveiðum á næsta ári
Byrjað að leita að nýjum
verkefnum fyrir flotann
VERÐI sá samdráttur í úthafsveiðum á næsta
ári sem útlit er fyrir þýðir það kringum tveggja
mánaða úthald fyrir um 50 íslenska togara.
Menn verða þá að leita annað eftir verkefnum
fyrir þennan flota og eru reyndar þegar byijað-
ir.
Þetta kom fram í máli Sigurbjörns Svavars-
sonar útgerðarstjóra Granda á ráðstefnu um
úthafsveiðar íslendinga í gær og hann spurði
jafnframt hvert flotinn ætti að leita.
Sigurbjöm lýsti því í upphafi máls síns hversu
umfangsmiklar úthafsveiðar íslenska togara-
flotans væru orðnar, í Smugunni, á Flæmska
hattinum, á úthafskarfa og sfld; 20-40 skip
væru á hveiju svæði í nokkra mánuði í senn
og aflaverðmætið skipti milljörðum.
Sigurbjörn^ Svavarsson og Jens Valdemars-
son forstjóri ísbús fjölluðu um möguleg úthafs-
veiðisvæði fyrir íslensku skipin. Sagði Sigur-
björn að lítið væri um stofna á Norður-Atlants-
hafi sem nýta mætti meira, nema hugsanlega
rækju í Smugunni, og hefðu verið gerðar lítils-
háttar tilraunir í þá átt. Á Atlantshafshrygg
væru helst möguleikar fyrir stóra línu- og neta-
báta sem frysta myndu aflann um borð og fyr-
ir togskip væm kannski helst möguleikar í lög-
sögum annarra ríkja eða á öðrum alþjóðlegum
hafsvæðum, og nefndi hann Falklandseyjar og
Namibíu sem dæmi og að hugsanlegt væri að
komast að hjá ESB- ríkjum. Sagði hann þó ljóst
að þróunin og aukningin í þessum veiðum yrði
hægari á næstu árum en verið hefði.
Helstu möguleikarnir
á fjarlægum miðum
Jens Valdemarsson minnti á að ekki ætti að
vera íslendingum framandi að stunda veiðar
fjarri heimahögum, aðrar þjóðir hefðu fyrr á
árum veitt hér við land, nánast upp undir kart-
öflugörðum landsmanna. Jens sagði að úthafs-
veiðin væri ekki tilviljanakennd, menn hefðu
verið og væru að leita skipulega að nýjum
möguleikum, og sagði þá vera m.a. við strend-
ur Suður-Ameríku, svo sem við Falklandseyjar,
Chile og Argentínu, í Indlandshafi, við Víetnam
og Kamtsjatka. Við Suður-Ameríku mætti til
dæmis veiða mun meiri rækju en nú væri gert
og það sama mætti segja um Indlandshaf. Þar
ættu Islendingar þegar ítök í rækjuvinnslu og
væri unnið bæði úr veiddri rækju og ræktaðri.
Jens sagði mjög ólíkt að stunda veiðar við
Suður-Ameríku og Indland. Stormar og kuldi
gerðu mönnum erfitt fyrir við strendur Suður-
Ameríku en þangað gætu menn hins vegar siglt
skipum sínum beint og hafið veiðar, engan sér-
stakan búnað eða breytingar þyrfti að gera á
skipunum. Það yrði hins vegar að gera væri
förinni heitið til Indlands. Þar væri hiti slíkur
að setja yrði í skipin kælibúnað bæði fyrir mann-
skap og vél og það kallaði á dýrar breytingar.
Fimm til-
boð í vín-
búðir í
Kópavogi
FORVALSGÖGN um áfengisútsölu
í Kópavogi, sem áætlað er að opna
1. mars nk., voru opnuð sl. fimmtu-
dag. Fimm tilboð bárust en í for-
valsgögnum var kveðið á um að
húsnæði sem boðið væri fram yrði
að vera í verslunarhverfi í Engi-
hjalla, Hamraborg eða Smáranum.
Hulda Finnbogadóttir, eigandi
umboðs- og heildverslunarinnar
Lyon, bauð fram Hamraborg 5,
Bónus bauð fram Smáratorg, en
Bónus er leigutaki verslunarmið-
stöðvar sem reist verður í Smára-
hvamminum. Faghús ehf. og Miðjan
ehf. bjóða fram húsnæði í Hlíða-
smára 12, Fofnir ehf., eignarhalds-
félag Kópavogs-Kjarnans, húsnæði
í Engihjalla og Listakaup ehf. hús-
næði á Dalvegi 2.
Umfangsmikill björgunarleiðangur varnarliðsins tókst giftusamlega
Þrjátíu í
áhöfnum
björgun-
arvélanna
ÞRJÁTÍU vamarliðsmenn, sem
eru í áhöfn tveggja Sikorsky-
þyrla, einnar Orion eftirlitsvélar
og einnar Hercules-eldsneytisvél-
ar, tóku þátt í björgun japansks
sjómanns á fimmtudag. Upplýs-
ingaskrifstofa varnarliðsins segir
að kostnaður vegna hverrar ferð-
ar sé aldrei reiknaður út sérstak-
lega og þar á bæ vildu menn ekki
giska á kostnaðinn. Þyrlubjörgun-
arsveit varnarliðsins hefur bjarg-
að 296 mannslífum á síðustu 25
árum, eða tæplega 12 mannslífum
áári.
Eins og Morgunblaðið hefur
skýrt frá barst Landhelgisgæsl-
unni beiðni um aðstoð á miðviku-
dag vegna alvarlega veiks sjó-
manns um borð í japönsku skipi.
Flugdrægi TF-LIF, Super Puma
þyrlu Landhelgisgæslunnar, er
ekki nóg til að hægt væri að sinna
beiðninni, en japanska skipið var
480 milur suður í hafi.
Tvær þyrlur
og aðstoðarvél
Leitað var til þyrlubjörgunar-
sveitar varnarliðsins og lögðu
tvær Sikorsky HH-60G Pave
Hawk þyrlur af stað frá Keflavík-
urflugvelli kl. 16.40 á miðvikudag.
Með í för var HC-130 Hercules-
eldsneytisvél, þar sem nauðsyn-
legt reyndist að taka eldsneyti á
leiðinni. í björgunarleiðangra af
þessu tagi fara ávallt tvær þyrl-
ur, önnur aðalþyrla, með fjögurra
manna áhöfn, og varaþyrla með
5 manna áhöfn. I Hercules-vélinni
voru 8 í áhöfn.
Þegar þyrlurnar komu að jap-
anska skipinu, Shinmei Maru, var
mjög hvasst, níu vindstig, úrhell-
isrigning og ölduhæðin var 12
metrar. Lágskýjað var og dimmt
og voru tilraunir til að hífa sjó-
manninn um borð í þyrlu gefnar
upp á bátinn. Þyrlurnar tvær og
eldsneytisvélin sneru því aftur til
Keflavíkurflugvallar, en Shinmei
Maru var siglt áleiðis til íslands,
þar sem reyna átti björgun á ný
á fimmtudeginum.
Á fimmtudagsmorgun kl. 10.35
fóru þyrlurnar tvær aftur af stað.
Að þessu sinni var með í för P-3C
GRÆN-(
LANDÍÍ
7Lent við Sjúkrahús
r
Reykjavíkur kl. 14.30
/'
/
.... 7" \
/ . \ L //r
/■' *■-■■'■ / \ L-~...- jc ,
í___________/ ______________\ Kcflavíkur-
2Tvær Sikorsky HH-60G 1...............-l-u-^-ö"ur;
Pave Hawk þyriur fóm
frá Keflavíkurflugvelli kl. 16.40
á miðvikudag. Með í för var
Hercules-eldsneytisvél.
ISLAND
4Á fimmtudagsmorgun kl. 10.35
fóm þyriumar aftur af stað.
Með í för var P-3C Orion vél sjóhersins
og þar um borð var japanskur túlkur.
rv11"1;." , /■
SHerkúles-eldsneytisvél iagði upp
kl. 12.30 til móts vi£ þyrlumar.
t~q;
L'
3Sjö til átta stiga vindur
og um 12 metra ölduhæð
komu í veg fyrir björgun.
Þyriur og eldsneytisvél sném við.
, .. -
6Japanska skipið var statt um 180
milur undan Reykjanesi þegar
þyriurnar komu að því. Sjómaðurinn
var hífður um borð kl. 12.47
w
|V
< HAlTOiÍ^- /'.Rockall X |J * <a)
C ROCKAfÍ /y/ ' \\ ^
SLÉTTAN //,/■■:''-■ j)
'
l ■
"//// .c;
„ .. } \ . // „s
j. ' --- « //
W/
■’ -v <
IJapanska skipið Shinmei Mam var 480 sjómílur suður af Isiandi,
utan flugdrægis TF-LÍFAR. Um borð var veikur sjómaður
/\ \
&
Þrjú tilboð
á Patreksfirði
Sama dag voru opnuð forvals-
gögn um áfengisútsölu á Patreks-
firði sem einnig er áætlað að opna
á næsta ári. Þtjú tilboð bárust, frá
versluninni Högginu, Aðalstræti 8,
Geirseyrarbúðinni, Áðalstræti 73,
og Byggingafélaginu Byggi á Þórs-
götu 10.
Einungis var um forval að ræða
en ÁTVR mun velja þá sem hún
telur hæfa til að taka þátt í út-
boði. Gert er ráð fyrir að tilboð
verði opnuð 15.-30. nóvember og
þá verði tilboð metin og hagstæð-
asta boði tekið eða öllum hafnað.
Samningar verði síðan undirritaðir
um miðjan desember.
♦
Hátt í 40.000
hafa séð
Djöflaeyjuna
NÚ HAFA um 37.500 íslendingar
séð nýjustu kvikmynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar, Djöflaeyjuna. I
fréttatilkynningu frá framleiðanda
kemur fram að engin íslensk kvik-
mynd hafi hlotið jafn mikla aðsókn
hérlendis undanfarin ár.
Fram kemur að myndin hafi hlot-
ið mikla aðsókn á landsbyggðinni,
til dæmis hafi yfir 1.000 áhorfendur
séð hana á Akranesi.
í fréttatilkynningu segir að allt
útlit sé fyrir að fjörutíuþúsundasti
gesturinn komi að sjá Djöflaeyjuna
á sunnudag.
Orion eftirlitsvél sjóhersins með
13 manna áhöfn. Um borð í henni
var japanskur túlkur, starfsmað-
ur öryggislögreglunnar á Kefla-
víkurflugvelli, en enginn um borð
í Shinmei Maru talaði ensku.
Þegar björgunarleiðangurinn
kom að japanska skipinu kl. 12.15
var það statt um 180 mílur suðsuð-
austur af Reykjanesi. Greiðlega
gekk að hífa sjómanninn um borð
í aðalþyrluna og var því lokið kl.
12.47. Þyrlurnar sneru þá á ný
til íslands.
Eldsneyti á leið
til Reykjavíkur
Þrátt fyrir að síðari flugferðin
væri mun skemmi en ferðin á
miðvikudag þurftu þyrlurnar að
taka eldsneyti á flugi. Hercules-
eldsneytisvél lagði af stað frá
Keflavíkurflugvelli kl. 12.30 til
móts við þyrlurnar sem tóku elds-
neyti á leið til Reykjavíkur.
Aðalþyrlan lenti við Sjúkrahús
Reykjavíkur kl. 14.30 á fimmtu-
dag þar sem japanski sjómaður-
inn var lagður inn. Hann var með
þrálátt magasár og innvortis
blæðingar.
Búið að veiða um 20
þúsund tonn af síld
TILKYNNT hafði verið um veiðar
á tæplega 20 þúsund tonnum af
síld á vertíðinni á hádegi í gær,
skv. upplýsingum Samtaka fisk-
vinnslustöðva. Þar af höfðu tæp
sjö þúsund tonn farið í söltun, rúm
fjögur þúsund tonn í frystingu og
tæp sex þúsund í bræðslu.
Góð sfldveiði hefur verið að und-
anfömu í Héraðsflóa, út af Borgar-
firði eystra, og hafa verið á annan
tug sfldveiðiskipa á þeim slóðum
seinustu daga. Lítil veiði var þó í
fyrrinótt þar sem síldin stóð djúpt
en menn gera sér vonir um viðvar-
andi veiði á vænni og góðri síld sem
þama er.
Síldarvinnslan í Neskaupstað
hefur tekið á móti um fimm þúsund
tonnum það sem af er vertíðinni.
„Við erum búnir að salta í 25 þús-
und tunnur. Það er 4-5 þúsund
tunnum meira en á sama tíma í
fyrra,“ segir Haraldur Jörgensen,
löndunarstjóri hjá Síldarvinnslunni.
„Síldin er mjög góð. Jón Sigurðsson
GK kom í gær (fimmtudag) með
þá bestu síld til löndunar sem við
höfum séð á vertíðinni. Það var
allt saman stórsfld en hann var
með 300 tonn,“ segir Haraldur.
Síldartorfa við Eldeyjarboða
er enn óveiðanleg
Fundist hefur síld í torfum suð-
vestur af landinu, við Eldeyjarboða,
og héldu þijú skip sem til veiða á
svæðinu aðfaranótt föstudags en
síldin reyndist ekki veiðanleg. Sjó-
menn gera sér þó vonir um að veið-
ar geti hafist á svæðinu innan tíðar
og var Víkingur AK á siglingu á
miðin við Eldeyjarboða í gær þar
sem reyna átti aftur við sfldina í
nótt.
Sjórinn heitari en venjulega
Að mati Viðars Karlssonar, skip-
stjóra á Víkingi, eru aðstæður í
sjónum óvenjulegar miðað við árs-
tíma. „Sjórinn er kannski um fjór-
um gráðum heitari heldur en hann
ætti að vera miðað við árstíma.
Þetta er allt óreglulegt og við vitum
því ekki hvemig fiskurinn bregst
við. Þegar við vorum að veiða síld
í reknet í gamla daga var alltaf
talað um að það þýddi ekkert að
veiða á þessum slóðum fyrr en
færi að kólna,“ sagði hann.