Morgunblaðið - 26.10.1996, Síða 21

Morgunblaðið - 26.10.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 21 ERLEIMT Talsmaður SAS segir óvíst að sviknir varahlutir hafi verið í Douglas-þotum félagsins „í FYRSTA lagi er alls óvíst að um svikna varahluti hafi verið að ræða. í öðru lagi verður að teljast ólíklegt að þessar flugvélar hafi verið notaðar á íslandsleiðinni, þó ekki sé hægt að útiloka að ein þeirra hafi flogið þangað á þessu tímabili," sagði Simen Revold, tals- maður SAS-flugfélagsins í Ósló, í samtali við Morgunblaðið um meinta svikna varahluti sem fund- ust í nokkrum þotum félagsins fyr- ir skömmu. Skipt var um þrýstivökvaleiðslur í hreyfibúnaði stjómflata á vængj- um sjö SAS-þotna, einni MD-80 og sex DC-9, eftir að ábendingar komu frá bandaríska loftferðaeftir- litinu (FAA) um, að hugsanlega Heilagar miðalda- konur voru haldnar lystarstoli Róm. The Daily Telegraph. HEILÖG Katrín frá Síena og fleiri helgar konur á miðöldum voru haldnar lystarstoli, að því er fram kom á ráðstefnu lækna og sálfræð- inga í San Gimignano á Ítalíu á dögunum. Rauði þráðurinn í fyrirlestrunum var að lystarstol væri ekki nútíma- fyrirbæri, heldur sjúkdómur sem hefði heijað á mannkynið í margar aldir. Margar helgar konur á mið- ötdum hefðu verið haldnar lystar- stoli, þeirra á meðal heilög Teresa frá Avila, dulhyggjukona sem end- urbætti reglu karmelíta og gerði hana að strangri meinlætareglu. í fyrirlestrunum kom fram að margar nútímakonur, sem eru haldnar lystarstoli, eigi það sameig- inlegt með miðaldakonunum að hneigjast til dulhyggju vegna bældra tilfinninga. Uppreisn gegn stjórnsamri móður Heilög Katrín frá Síena var dul- hyggjukona sem stuðiaði að trúar- vakningu meðal samtímamanna sinna og lést 33 ára að aldri. Skömmu áður hafði hún fengið hugboð um að hún væri „kramin af skipi kirkjunnar“, sem hún hafði helgað líf sitt. Hún lamaðist vegna heilablóðfalls og lést skömmu síðar. Þegar heilög Katrín var 15 ára tók hún að neita að borða og bar þvi við að hún vildi hreinsa sig af „ódyggðinni græðgi“. Hún sagði að hún vildi borða en það væri vilji Guðs að hún fastaði til að bæta fyrir syndirnar. Einn fyrirlesaranna, Mario Reda, yfirmaður sálfræðistofnunar há- skólans í Síena, sagði hins vegar að Katrín hefði í reynd verið að hafna stjórnsamri móður sinni og umheiminum. Móðir hennar, sem varð barns- hafandi 25 sinnum og náði 100 ára aldri, vildi að Katrín yrði íturvaxin og reyndi að þröngva henni til að borða. Katrín fann einnig til sektar- kenndar vegna dauða systur sinn- ar, sem var ári yngri, og föður síns. Þegar önnur systir Katrínar lést reyndi móðirin að knýja hana til að giftast mági sínum til fjár. Katr- ín var þá fimmtán ára og neitaði að giftast manninum, helgaði sig guði og fastaði. - kjarni málsins! Kröfur stöðugt hertar Þotur með vafasömum leiðslum fiugu vart til íslands hefði varahlutabirgir, Jacman Airc- raft, selt svikna varahluti í McDonnel Douglas-þotur. „Við settum í gang mikla rann- sókn á þotum okkar og varahluta- lager vegna ábendingar FAA. Hún varðaði vökvaleiðslur, sem Jacman hafði selt á tímabilinu 1988-92. Við keyptum ekki slöngur af þeim á þessu tímabili, heldur miklu síð- ar, eða 1993-94. Þeim fylgdu eðli- leg vottorð þess efnis, að um raun- verulega varahluti í Douglas-vélar væri að ræða. En þegar við báðum um frekari upplýsingar virtist erf- iðleikum bundið af hálfu framleið- anda að útvega þær. Eins og al- vöruflugfélagi sæmir vildum við ekki velkjast í vafa um öryggi leiðslanna og tókum þær úr flug- vélunum, sem þær höfðu verið sett- ar í. „Fræðilega séð getur hafa verið um svikna hluti að ræða, en þó ekkert sem bendir til að svo hafi verið að ræða. Við rannsökuðum þrýstivökvaleiðslumar hvetja fyrir sig eftir á og í ljós kom, að þær uppfylltu allar kröfur sem gerðar eru og gott betur. Það var aldrei um hættu að ræða þó þær væru í flugvélunum. Og þó ein slanga springi eru hreyfikerfi stjórnflat- anna venjulega tvö eða þreföld,“ sagði Revold. „Það er stöðugt verið að herða öryggiskröfur og bæta eftirlit með flugvélum og viðhald þeirra. í því sambandi vinnum við eftir mjög ströngum stöðlum evrópskra flug- málayfirvalda. Þá eiga flugfélög og yfirvöld samstarf þvert á öll landamæri er leitt hefur til framf- ara á sviði flugöryggismála," bætti hann við. Aðspurður um hvort þotumar sjö hefðu verið brúkaðar á Islandsr- útu SAS, sagði Revold: „Það verð- ur að teljast afar ólíklegt. Hugsan- lega gæti MD-80 þotan hafa flogið einhvern tímann á flugleiðinni, en Grand Cherokee - fullkominn farkostur 19 4 6 - 1 9 9 6 Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 Grand Cherokee sameinar á einstakan máta þægindi iúxusbíls og kraft og styrk jeppans. Ríkulegur staðalbúnaður, vandaður frágangur, gott innra rými og öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur gera Grand Cherokee að fyrirmynd annarra bifreiða. Grand Cherokee Laredo 4.0 185 hestöfl Grand Cherokee Limited 4.0 185 hestöfl Grand Cherokee Limited 5.2 220 hestöfl Grand Cherokee Turbo Diesel 2.5 116 hestöfl kr. 3.780.000- kr. 4.460.000- kr. 4.650.000- kr. 3.430.000- Búðu þig undir veturinn og festu kaup á Grand Cherokee jeppa. Jeep Grand Cherokee er framleiddur af Chrysler Corporation. Jöfur hf. er einkaumboðsaöili Chrysler á Islandi. Chrysler veitir ekki ábyrgð á þeim bifreiöum sem fluttar eru á milli landa af fyrirtækjum eða einstaklingum, öðrum en Chrysler eða einkaumboðsaðilum þess. ðJeep

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.