Morgunblaðið - 26.10.1996, Page 27

Morgunblaðið - 26.10.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 27 GEITAOSTAR hafa ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá mér og yfírleitt vel ég mér nokkra slíka af ostaborðum í Frakk- landi, hvort sem er á veitingahúsum eða í verslun. Bragð geitaosta er töluvert frá- brugðið bragði þeirra osta er unnir eru úr kúamjólk. Oft er sagt að þeir séu með „ullarbragði". Peir eru yfir- leitt skjannahvítir en geta verið nær hvernig sem er í laginu. Margir af vinsælustu ostunum líkjast helst rúllutertum, sem sneiðar eru skom- ar af. Aðrir eru í formi pýramíta, keilna eða kúlna. Geitaostar era sjaldan mjög stórir. Bragðsvið þeirra er sömuleiðis allvítt. Þeir geta verið mildir og þægilegir eða bragðsterkir og kröfuharðir. Skiptir þar mestu máli hversu lengi osturinn hefur fengið að þroskast, en jafnframt auðvitað hvers konar ost er um að ræða. Mildan, hrærðan brauðost eða „alvöm“ geitaost. Bestu geitaostamir koma frá Mið-Frakk- landi og þeir þekktustu frá héraðinu Berry. Geitaostar geta verið mjög góðir í matargerð og til dæmis er forréttur er sam- anstendur af grænu salati og heitum geitaosti mjög vin- sæll í Frakklandi. Margs- konar vín geta gengið með geitaosti. I Sancerre drekka menn hvítvín sitt með ostunum en sjálfum fínnast mér rauðvín oftast eiga betur við. Með mildum ostum myndi ég mæla með vönduðum Beaujolais- vínum (Brouilly, Morgon, Beaujola- is-Village) eða þá ungu Búrgundar- víni. Með bragðmiklum geitaostum á borð við Crottin getur hins vegar verið alveg óvitlaust að fá sér öflugra rauðvín, t.d. Búrgundai-vín af góðum árgangi eða vandaðan Bordeaux. íslenska úrvalid Það er orðið nokkuð síðan inn- flutningui' á erlendum ostum var heimilaður en leit mín að geitaostum var árangurslaus í fyrstu. En nú fyrir skömmu flæddu geitaostarnir inn í verslanir. í ostaborði og kæliskápum Hag- kaups kom ég auga á alls sjö geita- osta sem hlýtur að teljast ágæt frammistaða. Ostar þes.sir reyndust jafnframt spanna allt sviðið frá mildum, mjúkum ostum upp í alvöi-u ost er skilaði verulegum geitarkeim til neytandans. Sælkerinn Franskur geitaostur er farinn að sjást í íslensk- um verslunum en hann á sér marga aðdáendur. Steingrímur Sigur- geirsson er einn þeirra og bragðaði á þeim tegundum er hann fann. I mildasta flokknum lentu ostarn- ir Cabridoux, Langot de Berry og Chavroux. Cabridoux og Chavroux eru litlir hvítir turnar en Langot- osturinn rúlla með dökku „ösku- falli". Cabridoux reyndist mjög bi'agð- mildur, rjómakenndur og mjúkur. Það vottar fyrir geitarbragði, en ekki það miklu að það ætti að stuða neinn. Langot var ekki síður mildur, feitur og mjúkur. Bragð hans er þægilegt, þetta er viðkunnanlegur ostur en að sama skapi ekki mikill ostur. Chavroux-turninn var aftur á móti töluvert saltari en þessir tveir. Það er minni geit í honum, hann er bragðdaufur og fremur óspennandi að mínu mati. Þessa osta mætti flokka sem geistaosta fyrir byrjendur og Frakkar myndu líklega frekar telja þá hæfa sem smurost ofan á brauð heldur en alvöruost sem sómar sér á kvöldverðarborðinu eftir aðalrétt- inn. Osturinn La Zick de France sker sig nokkuð úr í þessum hópi. Rúlla þessi er hvað öll einkenni varðar lík- ari ágætum Brie en því sem maður tengir venjulega við geitaosta. Rúll- an sem smökkuð var reyndist vera með þokkalegan kjarna og osturinn var farinn að þroskast nokkuð, sem kannski dregur úr geitareinkennun- um í osti af þessu tagi. En þótt Zick þessi teljist ekki mjög geitarkennd- ur vakti hann þó athygli og ánægju þeirra er hann smökkuðu. Ur ostaborðinu í Hagkaup í Ki-inglunni var hægt að kaupa sneiðar af osti er ber nafnið Zickli og í kæhskáp var að finna ostinn Soignon en þá myndi ég vilja setja í milli- flokk. Soignon er þykkur ostur og minnir meira á skyr en rjóma hvað ein- kenni varðar. Bragðið er töluvert sýi'umikið og einnig töldu menn sig greina nýtínda sveppi. Þokkalegur ostur að flestu leyti. Zickli var þó meira fyrir minn smekk og í bragði hans mátti gi'eina sitt lítið af hvoru. Hann er mildur en geitarbragðið þó áberandi. Hann er þurrari en mjúku ostarnir en samt feitur og rjómakenndur. I honum er þó nokkur sýra en samt ekki of mikil. Sem sagt hinn þokkaleg- asti miðlungsostur, tilvalinn viðbót á ostabakkann og lík- lega sá ostur sem líklegastur er til að finna breiða hóp aðdáenda. Crntrtin bestur en ekki fyrir alla Langbesti osturinn reyndist hins vegar vera Crottin de Chavignol, sem framleiddur er í Sancerre. Crottin-ostar eru litlir hnoðrar og nafnið þýðir hrossatað, sem væntan- lega er jafnt ætlað að vísa til lögun- ar og stærðar ostsins sem hinnar sterku iyktar. í þessum osti kemur geitarbragðið fram í sinni hreinustu mynd. Hann er ullarmMl, bragð- sterkur og góður. Bragðið er nátt- úrulegt og sveitalegt (les íjósalegt). Hann er þurr og sýra töluverð og ekki fyrir alla. Þetta er ekki að- gengilegur ostur heldur ostur seni gerir kröfur til neytandans. Fyrir þá sem á annað bragð kunna að meta góða bragðmikla osta og geita- osta sérstaklega er það mikill við- burður að svona ostar skuli nú vera fáanlegir hér á landi. Vonandi verð- ur framhald á því. Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Heimasíöa: http://www.apple.is Krafibiddi tðha • lul af ámM f| fréið!( Color StyleWriter 1500: Prentaðterð: „Thermal“-bleksprauta Prentgæúi: 720x360 pát með mjúkum útiínum í sv/hv 360x360 pát fyrir lita- og grátónaprentun Tengi: Háhraöa raötengi (885 Kbps) Beintenging viö tölvunet meö StyleWriter EtherTalk Adapter (aukabúnaður) Hraði: Allt aö 3 síður á mínútu í svart/hvítu Leturgerðir: Stuðningur við TrueType- og Adobe PostScript letur Pappírsmötun: Fjölnota bakki sem tekur allt aö 100 síöur eöa 15 umslög Prentefni: Flestallur pappir, glærur, „back-print film“, umslög og limmiöar i.ibvswV^m-vW' PowerMacintosh 6320/120: Örgjörvi: PowerPC 603e RISC Tiftiöni: 120 megariö Vinnsluminni: 12 Mb (má auka í 64 Mb) Skjáminni: Harðdiskur: Geisladrif: Skjár: Diskadrif: 1 1.200 Mb Apple CD1200Í (átta hraða) Apple Multiple Scan 14" litaskjár 3.5" - les Mac- og PC-diska Hnappaborð: Apple Design Keyboard Nettengi: Innbyggt LocalTalk (sæti fyrir Ethernet-spjald) Hljóö: 1B bita hljóð inn og út Stýrikerfi: System 7.5.5, sem að sjálfsögðu er á íslensku Hugbúnaður: Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagna- grunnur og samskiptaforrit. Ritvöllur 3.0 - stafsetningarleiðrétting og samheitaoröabók og Málfræöigreining - kennsluforrit í íslenskri málfræöi. Öll þessi forrit eru á íslensku. Leikir o.fl.: Mac Gallery Clip Art, Thinkin' Things, At Ease, Millies Math House, Click Art Performa, Spin Doctor og Supermaze Wars. Geisladiskar: Groliers Encyclopedia, Myst, Mega Rock Rap 'n' Roll, RedNex, The Way Things Work, Deadalus Encounter, Making Music, Aladdin Activity Centre, Lion King Story Book og Toy Story Preview

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.