Morgunblaðið - 06.12.1996, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.12.1996, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 27 LISTIR Jóhann G. sýnir á Argentínu JÓHANN G. Jóhannsson mynd- listar- og tónlistarmaður sýnir um 20 ný myndverk í Jakobsstofu Argentínu steikhúss, Barónsstíg lla, Reykjavík í tengslum við „Jólaævintýri Argentínu" sem hófst 28. nóvember s.l. Öll verkin sem eru á sýning- unni eru unnin á þessu ári. Sjö verkanna voru á samsýningunni „Myndlist + 4“ sem haldin var í Stúdíói Bubba í október sl. Jóhann hefur starfað jöfnum höndum að myndlist og tónlist frá því að hann hélt fyrstu einkasýn- ingu sína 1971. Hann hefur hald- ið ijölda einkasýninga og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hann hefur áður haldið tvær einkasýningar í Argentínu steik- húsi í tengslum við Lyst & List. Jólatónleikar í Grafarvogi JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskól- ans í Grafarvogi verða laugardag- inn 7. desember í Grafarvogs- kirkju. Yngri deild kl. 10, eldri deild kl. 11 og 14. Allir velkomnir. Ólöf sýnir í Skotinu NÚ stendur yfir málverkasýning Ólafar R. Guðjónsdóttur í Skotinu, Félagsmiðstöð aldraðra, Hæðar- garði 31. Ólöf er að mestu sjálfmenntuð í myndlist og hefur málað frá því á unga aldri. Hún hefur haldið einka- sýningar í Bergen, Ósló, Jónshúsi og í veitingahúsinu Tilverunni í Hafnarfirði, einnig tók hún þátt í samsýningu aldraðra í Ráðhúsinu í Reykjavík 1993. Á sýningunni eru eldri og yngri verk, olía á striga, akrýl, vatnslitir og blönduð tækni. „Upplifun á ís- lensku landslagi, blómum og fólki, náin skoðun myndefnis og tjáning þess sem fyrir augun ber og ekki verður sagt með orðum er það sem Ólöf leitast við að fá fram í mynd- um sínum“, segir í kynningu. Sýningin stendur til 29. des- ember og er opin alla virka daga frá kl. 10-16. Anna Leós sýnir vatns- litamyndir ANNA Leós opnar sína fimmtu myndlistarsýningu laugardaginn 7. desember kl. 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Anna sýnir 43 vatnslitamyndir, sem allar eru unnar á þessu ári. Áður hefur Anna haldið nokkrar sýningar. Ráðhúsið er opið virka daga frá kl. 8-19 en um helgar frá kl. 12-18. Nemendatón- leikar í Lang- hoitskirkju TÓNSKÓLI Sigursveins D. Krist- inssonar heldur tvenna nemenda- tónleika um þessa helgi. Tónleikar forskóladeildar verða í Langholts- kirkju laugardaginn 6. desember ki. 14. Þar koma fram u.þ.b. 150 nemendur í söng, Ieik og dansi og flytja m.a. tónverkið Árstíðirnar eftir John Speight. Sunnudaginn 8. desember verða svo tónleikar Suzukideildar kl. 14 í Fella- og Hólakirkju. Þar koma fram 70 nemendur deildarinnar og flytja íjölbreytta efnisskrá. Állir velkomnir. Konur lesa úr verkum sínum ÁRLEG bókmenntakynning menningar- og friðarsamtaka ís- lenskra kvenna verður á morgun laugardag kl. 14 að Vatnsstíg 10, en þar munu átta konur lesa úr verkum sínurn. Þær eru; Dagný Kristjánsdótt- ir, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Herdís Helgadóttir, Hrafnhildur Valgarðsdóttir, Jó- hanna Kristjónsdóttir, Vigdís Grímsdóttir og Vilborg Dagbjarts- dóttir. euphorbia pulcherrima Slaðsetning: Plantan þarf að njóta góðrar birtu. Kjörhitastig er um 20°C. Vökvun: Haldið moldinni rakri. Áburðargjöf er ekki nauðsynleg á blómgunar- tímanum. Athugið: Plantan er viðkvæm fyrir dragsúg og kulda, því er nauðsynlegt að söluaðilar pakki henni vel inn fyrir viðskiptavini sína. Blómaframleiðendur Húsgögn unnin úr íslenskum rekaviði FRANK Reitenspiess, þýskur myndlistarmaður opnar sýn- ingu á húsgögnum unnum úr íslenskum rekaviði í gullsmiðju og listmunahúsinu „Ofeigi“ Skólavörðustíg 5, laugardaginn 7. desember kl. 17. Frank er búsettur hérlendis og hefur undanfarið ár hannað og smíðað húsgögn úr íslensk- um reka. Hönnun þessi hefur þá sérstöðu að ekki er um fjöldaframleidda hluti að ræða, hver hlutur er einstakur og efnið í hann sérstaklega valið af kostgæfni. Hann leggur áherslu á að veðrað yfirborð rekans njóti sín og kallar hrá- leika efnisins ennfremur fram með því að tefla saman ólíkum efnum. Hver hlutur hefur sína sér- stöku sögu þrátt fyrir að vera nýsmíðaður. Húsgögnin eru sérsmíðuð og númeruð. Frank nam við Myndlistahá- skólann í Berlín og hef- ur tekið þátt í samsýningum hérlendis. Sýningin er opin á verslunartíma og lýkur 23. desember HEIMILI - HEILSA - BÆKl OKKAR FYRSTU M KYNNI TISKA 9 KONUR SEM j SÖÐLUÐU UM LÓFALESTUR Ný þjónusu víð lesendur! JOLASKRAU Islendingar segja frá f/rrverandi forseti íslands i einstöku viðtaii Unnur Arngrimsdóttir og Felix Bergsson á ólíkum krossgötum ÁRAMOTASPÁ AMY ENGILBERTS GEKK EG YNR SJO OG LAND... fewSPOKTTOI Heimsfrægir gönguskór! SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425, FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.