Morgunblaðið - 06.12.1996, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.12.1996, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stórar sérverslanir taka við Bókabúðin sem vin í markaðs- kapphlaupi Morgunblaðið/ Ásdís GUNNAR B. Dungal (í miðið) vill reka bókabúð sem stendur undir nafni. A myndinni eru auk Gunnars Rannveig Pálsdóttir verslunarstjóri og Jónfinn Joensen. ÞEGAR opnuð er ný og stór bóka- búð þar sem nær eingöngu eru til sölu bækur hlýtur það að vekja at- hygli. Algengast er að bækur hverfi smám saman úr hillum bókabúða og annað komi í staðinn: ritföng hvers konar, myndbönd, dúkkulís- ur, leikföng. Nýju Eymundsson bókabúðinni í Kringlunni er ætlað að koma til móts við kaupendur bóka og bókamenn með ýmsum hætti, en þó einkum í því að leggja höfuðáherslu á bækur. Auk bóka má reyndar fá blöð og tímarit, inn- lend og erlend (um 800), gjafapapp-' ír og gjafakort, hljóðbækur og myndbönd. Stólar í hornum gefa fyrirheit um að fólk geti látið fara vel um sig meðan bókum er fiett, kannski er kaffikrókur ekki langt undan, en enginn skortur er þó á veitinga- stöðum í Kringlunni. Þeir sem vanið hafa komur sínar í bókabúðir erlendis, ekki síst í London, geta vitnað um hve að- gengilegar sumar þeirra eru og andrúmsloft þægilegt. Þetta er að aukast hérlendis. í Máli og menn- ingu við Laugaveg er nýopnað bókakaffi, Súfistinn. Þar hafa verið vel sóttar bókakynningar að undan- förnu. Hjá Braga Kristjónssyni í Bókavörðunni við Vesturgötu hefur verið hægt að fá í nefið, enda selur hann mikið af svokölluðum „neftób- aksbókum" auk ljóðabóka eftir „ung skáld“ um eða yfir sjötugt. Dickens á 200 krónur Gunnari B. Dungal er ofarlega í huga rekstur góðrar bókabúðar sem á að vera fjölbreytt og laga sig eft- ir kröfum tímans, óskum viðskipta- vina. Bókabúðin nýja er 400 fer- metrar með 11.000 titlum og hlýtur því að teljast stærst á landinu. Bækur eru flokkaðar í hillur eftir efni og töluvert er um opnunartil- boð og önnur verðtilboð. Athygli vekur framboð á góðum erlendum bókum í kiljubroti, en valið miðast einkum við enska heiminn og nú- tímaskáldverk eru af skornum skammti. Ljóðabækur samtímaskálda eru vart sjáanlegar. Fá má sígildar skáld- sögur á ensku fyrir 190 kr. stykkið, m. a. eftir höfunda eins og George Elliot (Middlemarch), Jane Austen (Sense and Sensibility), D. H. Lawrence (Sons and Lovers) og Nathaniel Haw- thorne (The Scarlet Letter). David Copperfield Dickens er fáanlegur á 200 kr. Meðal erlendra skáldsagna eru Sophie’s Choice eftir William Styron á 1.045 kr. og fjöldi spennu- og ástarsagna á innan við 1.000 kr. Erlendar metsölubækur eru á 700-1.000 kr. af lista New York Times sem hangir uppi í búðinni. Innbundnar bækur eru í verðflokk- um 1. 295 kr. til 2.495. íslenskar kiljur eru til frá 545 kr. til 899 kr., flestar frá Máli og menningu, en einnig Margit San- demo gefin út af Reykholti. „BÓKAMENN þurfa að hafa gaman af að koma í búðina.“ Eymundsson Kringlunni er stærsta bókabúð landsins. Ný Eymundsson bókabúð, hin stærsta á landinu, hefur verið opnuð í Kringlunni. Búðin hefur sérstöðu að því leyti að nær eingöngu eru á boðstólum bækur. Jóhann Hjálmarsson ræddi við Gunnar B. Dungal, eiganda og forstjóra Pennans og Eymunds- son, og Jónfinn Joensen innkaupastjóra, sem sér um erlendar bókapantanir hjá Eymundsson bókabúðunum. erlendra Bókabúðin nýja er 400 fm með 11.000 titlum Nokkrar hillur eru með nýjum erlendum bókum. Clandestine eftir James Ellroy er á 1.198 kr. The Life and Lies of Bertolt Brecht eft- ir John Fuegi í 732 blaðsíðna kilju kostar 1.790 kr., The Road Ahead, bók um Bill Gates 1. 540 kr., Ævi- saga Bjarkar eftir Martin Aston 1.860 kr. (myndabók, eldri útgáfa, um Björk eftir Paul Lester 1.195 kr.) Vísindaskáldsögur, hrollvekjur, heilsurækt, sagnfræði eru meðal aðgengilegra bóka- flokka. Nokkuð er um tilboð og má fá allan Shakespeare í stórri inn- bundinni bók fyrir 3.499 kr.: The Globe Iliustrated Shakespeare, einnig listaverkabækur og bæk- ur af ýmsu tagi. Höfðað til bókamanna Jónfinn Joensen sem sér um er- lendar bókapantanir fyrir Ey- mundsson segir að búðin njóti hvað varðar innkaup verðstríðs á bresk- um markaði. Wordsworth lækkaði fyrst, síðan fylgdu Oxford Univers- ity Press, Everyman’s Library og Penguin í kjölfarið. Ódýrustu bæk- urnar koma frá Wordsworth, en þær eru án formála og skýringa. Jónfinn segir að íslendingar séu ekki tilbúnir að kaupa nýja erlenda bók á sama verði og innlenda. „Er- lendum sölumönnum hefur verið boðið upp á innkaup sem íslending- ar telja sig ráða við. í staðinn fyrir að neita hafa þeir fallist á að láta okkur hafa bækurnar á viðeigandi verði“, segir Jónfinn og bætir við að sölumennirnir vilji sjá sínar bæk- ur í hillum bókaverslana hér „Þess vegna eru nýjar innbundnar bækur á sama verði hér og erlendis." Jónfinn sem hefur bæði unnið hjá Eymundsson og Máli og menn- ingu vill auk hefðbundinna met- sölukilja hafa góðar bókmenntir til sölu og nýjasta nýtt í umræðunni. Það er áhugamál hans að i búðinni séu líka til norrænar bækur. Fyrir það girðir að verulegu leyti hátt verð á norrænum bókum. Dregið hefur úr eftirspurn eftir norrænum bókum og líka þýskum, en ætlunin er að kanna betur þann markað. Hjá Eymundsson í Austur- stræti þar sem Jónfinn var verslun- arstjóri hafa verið haldnir bóka- markaðir með dönskum, græn- lenskum, þýskum og bandarískum bókum og þeir hafa gefið góða raun þótt ágóði hafi í sumum tilvikum verið lítill sem enginn. „Til þess að búð geti kallast al- vöru bókabúð þurfa norrænar bæk- ur að vera í boði“, segir Jónfinn. Hann segir að búð eins og í Kringl- unni þurfi að vera í senn glæsileg og fjölbreytt og þar þurfi að vera til erlendar bækur því að íslending- ar séu heimsborgarar. „Bókamenn þurfa að hafa gaman af að koma í búðina, þeir hafa verslað mikið í miðbænum en vonandi gera þeir sér einnig ferð í Kringluna. Áhuga- menn um bækur vilja mikið og fjöl- breytt úrval, þeir fylgjast vel með, vita nákvæmlega hvað er að gerast erlendis." Öflugt tölvuvætt upplýsingakerfi veitir aðgang að ítarlegum listum með bókum, höfundum og útgef- endum í mörgum löndum, bækurnar er hægt að panta með nokkurra vikna fyrirvara. Sérstakt upplýs- ingaborð er til dæmis í Eymundsson Kringlunni og þangað geta við- skiptavinir snúið sér. Um þetta leyti eru íslenskar jólabækur í fyrirrúmi í bókabúðum og er Eymundsson í Kringlunni engin undantekning hvað það varð- ar. Eldri bækur er þó líka hægt að fá þar og eru þær ágætlega flokkað- ar eftir efni, en úrvalið er mjög háð því sem stærstu forlögin gefa út. Þetta getur breyst því að ætlunin er að leita einnig til minni forlaga. Eftir útskúfun rofar til íslenskar bækur hafa yfirleitt ekki langa viðdvöl í bókabúðum. Seljist þær ekki eru þær endur- sendar til útgefenda. I búðunum er ekki nægilegt rúm til að geyma bækur árum saman. Það er vissu- lega hvimleitt þegar nýútkomnar bækur eru ekki fáanlegar í bóka- verslunum og líka að ekki skuii vera hægt að ganga að bókum eft- ir helstu höfunda. Afar takmarkað úrval eldri bóka, jafnvel fárra ára, er að finna í búðum. Utsölumarkað- ir og fornsölur virðast látin um þennan markað. Það er miður, en vissulega þyrfti eftirspurnin að vera meiri. Góðar bókmenntir eru ekki strax fallnar úr gildi. Jafn stór búð og Eymundsson Kringlunni getur bætt úr þessu og beitt sér fyrir að auðvelda mönnum að ná í eldri bækur. í mörgum bóka- verslunum erlendis eru deildir forn- bóka. Það vekur því sérstaka at- hygli og er til mikillar fyrirmyndar um hina nýju bókabúð að slík starfsemi er þegar hafin þar og er stefnt að því að auka hana smám saman. í búðinni á að Góðar bók- menntir eru ekki strax vera til úrval bóka eftir fallnar úr gildi helstu íslenska höfunda. ................. Viðskipti og menning Dagskrár með rithöfundum, hin- ar og þessar bókakynningar laða að. Gunnar B. Dungal vill auka þessa starfsemi. En með hvaða hætti? „Nú er mest lagt upp úr kynn- ingu höfunda jólabóka með upp- lestrum og áritunum þeirra, en ver- ið er að vinna að dagskrá fyrir næsta ár og í því dæmi eru erlend- ir bókamarkaðir og fleira", segir Gunnar. Er hlutverk bókabúðar fyrst og fremst sölulegs eðlis eða er það einnig menningarlegt? „Þetta eru vissulega viðskipti, en menningin ekki undanskilin. Lista- sjóður Pennans hefur til dæmis styrkt uunga myndlistarmenn.“ Talað er um verðstríð í bóksölu, viii Eymundsson taka þátt í því? „Þetta er mest kringum jólin. Stórmörkuðum dugar best til að ná árangri að lækka verðið og skiptir þá ekki máli með hvaða hætti at- hyglin fæst. Búð eins og í Kringl- unni með alla sína titla er rekin alla tólf mánuði ársins, en aðrir setja upp langborð síðasta mánuð- inn fyrir jól og loka síðan. Við erum til í verðstríð fari það af stað. Und- anfarin tvö ár hefur ástand í bók- sölu verið vont. Salan hefur beinst til stórmarkaðanna þar sem álagn- ing er lítil eða engin. Við svörum þessu en hvernig er ekki hægt að upplýsa." Hvernig er með bóksölu utan jólamarkaðstímans? „Hún er of lítil að mínu mati, en ætlunin er að auka hana. Við fækkum starfsfólki á þeim tíma. Ég get nefnt að sala landkynning- arbóka hefur aukist mjög, einkum í Eymundsson Austurstræti sem að því leyti er vel staðsett. Námsbækur og annað efni er árs- tíðabundið.” Hvað um ákveðna tilhneigingu eða þróun í bóksölu? „Ég hef trú á stórum sérverslun- um, stærri einingum, allar verslanir eru að verða stærri einingar, það er þannig í verslun yfirleitt. Minni bókabúðum á líklega eftir að fækka og stærri taka við. Víða í bókabúð- um eru bækur ekki nema brot af vöruvalinu, bækur eru kannski 1/3 af veltunni. Ég er bjartsýnn á að reka bókabúð sem stendur undir nafni.“ i Gunnar B. Dungal leggur áherslu á síðustu orðin. Hann seg- ir að fólk sem „rambað“ hafi inn í búðina í Kringlunni hafi farið út með bækur þótt það hafi ekki ætl- að sér að kaupa neitt. Viðbrögð hafa verið jákvæð og hann segist reyna að fara eftir ábendingum. „Það er mikill áhugi á bókum. ís- lendingar hafa áhuga á svo mörgu, fyrir utan góðar bók- menntir vilja menn til dæmis bækur um flugu- hnýtingar eða eitthvað álíka, golf, húsbúnað, matreiðslu, listir.“ Meðal þess sem spurt er eftir eru veigamiklar bækur sem Bretar kalla „kaffi- borðsbækur", kannski frekar sófa- borðsbækur á íslensku, það eru bækur um til dæmis innréttingar og listir sem látnar eru liggja á sófaborðum til skoðunar fyrir gesti. Þetta „stofustáss" má fá frá 2.000 krónum vegna hagstæðs bókaverðs. Afgreiðslufólk í Eymundsson Kringlunni segir að aðsókn hafi verið mjög mikil síðan opnað var. Fólk virðist kunna því vel að koma í búð sem leggi höfuðáherslu á bækur. En það benti á að mynd- bönd með klassískum bíómyndum eftir Fellini og fleiri seldust afar vel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.