Morgunblaðið - 06.12.1996, Síða 47

Morgunblaðið - 06.12.1996, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 47 AÐSENDAR GREINAR Hækkun sjálf- ræðisaldurs leys- ir engan vanda I FYRRI grein minni sýndi ég fram á að hækkun sjálfræðis- aldurs úr sextán árum í átján tryggir ekki vernd barna og ung- menna betur en gert er í dag. Einnig sýndi ég fram á að ekki hentar alltaf að sam- ræma íslensk lög er- lendum. I þessari grein hyggst ég hrekja þá röksemd fyrir hækkun sjálfræðisald- urs sem mest hefur verið fjallað um í fjöl- miðlum þ.e. að hún auðveldi meðferð á ungum fíkniefnaneytendum. Leysir sjálfræðissvipting fíkniefnavandann? Sú napurlega staðreynd blasir við þjóðinni að hluti íslenskra ung- menna glímir við aivarleg vandamál varðandi neyslu fíkniefna. Það er eðlilegt að bregðast við slíkri stað- reynd með ósk um að ungmenni verði vernduð fyrir skaðlegum áhrifum þess konar efna. Spurning- in er því: Hvernig er best að hjálpa ungmennum sem eiga við sh'k vandamál að stríða og hindra að aðrir leiðist út í neyslu fíkniefna? Segja má að tvær leiðir séu færar. Fyrri leiðin er sú einfaldari. Hún felst í því að svipta íslensk ung- menni sjálfræði og gefa þeim þann- ig þá tilfinningu að þau beri enga ábyrgð á lífi sínu. Þess í stað fram- Ég bið þingmenn að sýna ekki það pólitíska getuleysi að taka undir slíkar kröfur, segir Elsa B. Valsdóttir í þessari síðari grein sinni gegn hækkun sjálfræðisaldurs. lengist ábyrgðarleysi æskunnar og við sem eldri og „vitrari" erum munum axla ábyrgðina fyrir þau. Seinni leiðin snýst um traust og ábyrgð fólks á eigin lífi. Hún felst í því að treysta ungmennum til að velja rétt þegar fíkniefni eru annars vegar og hjálpa þeim til þess með fræðslu og forvörnum. Nauðungarmeðferð? Með því að grípa til aðgerða eins og þeirrar, að hækka sjálfræðisald- ur, án þess að sýnt hafi verið fram á að það muni skila einhverjum árangri, erum við einungis að friða okkar eigin samvisku. Það eru léleg rök fyrir hækkun sjálfræðisaldurs að hún sé nauðsynleg til að hægt sé að skikka ungmenni í fíkniefna- meðferð án tillits til vilja þess. Meðferð sem byggist á nauðung í stað samvinnu er ekki líkleg til að skila árangri. Auk þess er þegar heimild í íslenskum lögum til að svipta einstaklinga sjálfræði stofni þeir sjálfum sér eða öðrum í hættu með framferði sínu. Þetta ákvæði er m.a. látið ná yfir þá sem hafa skerta dómgreind af völdum neyslu vímuefna, jafnt ungmenna sem ann- arra einstaklinga. Oþolandi heimilisaðstæður Því miður er hag ungmenna ekki alltaf best borgið á heimili foreldra sinna. Óregla, vanræksla og ofbeldi hefur gert æsku of margra að hreinu hel- víti. Þeim, sem við slíkar aðstæður búa, er enginn greiði gerður með því að framlengja vistina. Þessu hafa talsmenn hækkunar sjálfræð- isaldurs svarað á þann veg að taka verði sérstaklega á undantekning- artilvikum sem þessum. Með því kveða þeir sinn eigin málflutning í kútinn: íslendingar á aldrinum 16 til 18 ára eru um ellefu þúsund'og flestir þeirra eru heilbrigðir og hraustir, sem betur fer. Það er und- antekning en ekki regla að ung- menni neyti fíkniefna og það er á þeim undantekningartilvikum, sem á að taka sérstaklega, í stað þess að svipta heila kynslóð sjálfræði í misskilinni tilraun til bjargar fá- mennum hluta hennar. Skyldur og réttindi haldist í hendur í fyrri grein minni nefndi ég stuttlega þær skyldur sem að lögum fylgja því að verða sextán ára og sjálfráða. Ein þeirra er skattskyld- an. Maður skyldi ætla að fylgis- menn hækkunar sjálfræðisaldurs legðu til að skyldur sem þessi myndu falla niður samhliða sjálf- ræðissviptingunni. Úr því að taka ætti í burtu réttindi hlytu skyldurn- ar að að fara sömu leið, enda eigi einstaklingur, sem ekki er hæfur til að ráða sínum dvalarstað eða gera eigin vinnusamninga lengur, varla að borga skatta. En nei, þetta hefur enginn forræðishyggju- sinnanna minnst einu orði á. Ung- menni mættu áfram vera féþúfa fyrir ríkissjóð þó að þau þyrftu jafn- framt að þola sviptingu borgara- legra réttinda sinna. Pólitískt getuleysi Fyrir Alþingi liggja nú þegar frammi tvö frumvörp, frá Kvenna- lista annars vegar og Þjóðvaka, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi hins vegar, sem bæði fela í sér þá réttindasviptingu ungmenna sem hér hefur verið fjallað um. Við ger- um ungu fólki engan greiða með því að taka frá því lýðræðisleg rétt- indi og ábyrgð á lífi sínu. Það er einungis ódýr leið til að friða sam- visku þeirra sem ekki geta á annan hátt tekið á vandamálunum sem við blasa. Eg bið þingmenn að sýna ekki af sér það pólitíska getuleysi að taka undir þessa kröfu. Höfundur er formaður Heimdallar, FUS. Elsa B. Valsdóttir - Gœðavara Gjafdvara — matar- og kaffistell. Allir verdflokkar. ^GVIóv)y\V\V- VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. Margfalt betri myndgæði - það er á kristaltæru! PHILIPS ryður brautina að fullkomnum mynd- og hljómgæðum með tækninýjungum eins og 100 riðum (hz), Digital Scan, stafrænni leiðréttingu á mynd, Crystal Clear, DNR myndsuðeyðir, Incredible Sound o.fl. Þettu eru kannski torskilin hugtök en árangurinn er öllum Ijós: Flöktminni, hreinni og skarpari mynd en þú hefur nokkurn tíma séð og hljómur sem erhrein unun að upplifa! PHILIPS 29" PT9131 PHILIPS 29" PT828 » Svartur, flatur Black line Super Crystal Clear myndlampi sem gefur allt að 35% meiri skerpu. • 100Hz flöktfrí, stafræn úrvinnsla á mynd. • DigitalScan • DNR (Digital Noise Reduction) myndsuðeyðir. ■ 120W Dolby Pro-logic heimabíómagnari með bassa- miðju og 2 bakhátölurum o.m.fl. ' Svartur, flatur Black line myndlampi sem gefur allt að 35% meiri skerpu. * lOOHzflöktfrímyndfyrirþá kröfuhörðu • Digital Scan * DNR (Digital Noise Reduction) myndsuðeyðir. • 120W Pro-logic hljóðkerfi með bassa- miðju og 2 bakhátölumm o.m.fl. PHILIPS 28" PT8702 • Svartur, flatur Black line Super Crystal Clear myndlampi sem gefur allt að 35% meiri skerpu. • lOOHzflöktfrímyndfyrir þá kröfuhörðu • „Digital Scan“ • DNR (Digital Noise Reduction) myndsuðeyðir. • „Incredible sound“ stilling og sér bassahátalari o.m.fl. PHILIPS 28" PT7302 • Svartur, flatur Black line myndlampi sem gefur allt að 35% meiri skerpu. • 100Hz flöktfrí mynd fyrir þá kröfuhörðu • DNR (Digital Noise Reduction) myndsuðeyðir. • „Incredible sound“ stilling o.m.fl. 218.405 kr.stgr. I I 189.900 kr.stgr. I miniiiimna I 139.900 kr.stgr. © Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO Umboðsmenn um land allt. Fyrir þá sem spá í myndgæði:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.