Morgunblaðið - 06.12.1996, Page 48

Morgunblaðið - 06.12.1996, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ 5x86133 MHz 16 MB vinnsluminni Hraðvirkt 60ns, 72 pinna EDO minni 1620 MB Harður diskur Mjög hraðvirkur Enhanced IDE, 9 ms, 15" Super VGA skjár Tölvustýrður PnP, Energy Star, MPRII 8x hraða geisladrif Play og skip takkar til að spila hljómdiska Sound Blaster 16PnP Stórgott hljóðkort.innbyggt FM útvarp 200 W Risa Hátalarar Skila allri tónlist og hljóði óaðfinnanlega k,129,900 5x86180MHz 16 MB vinnsluminni Hraðvirkt 60ns, 72 pinna ED0 minni 1280 MB Harður diskur Mjög hraðvirkur Enhanced IDE.10 ms 14" Super VGA skjár Full screen PnP, Energy Star, MPRII 8x hraða geisladrif Play og skip takkar til að spila hljómdiska 16 Bita PnP hljóðkort Meö Wave uppfærslumöguleika 120 W Stórir Hátalarar Góður kraftur og góð hljómgæði ».99,900 Tölvulistinn Skúlagötu 61 • 105 RVK Sími 562 6730 Hágöngfumiðlun - óbyggðir í vörn MORGUNBLAÐIÐ hefur á undanförnum mánuðum vakið athygli á nauðsyn þess að stefnumarkandi um- ræður fari fram á Al- þingi og meðal almenn- ings um það hvemig beri að standa að vernd- un óbyggða og öræfa. Fjöldi einstaklinga hef- ur bent á að ef okkur á að takast að lifa í sátt og samlyndi við náttúru landsins verði að brejrta þeirri skilgreiningu á hagsmunum okkar að stundargræðgi fái að ráða á kostnað um- hverfís og mannlífs. Ákvörðun skipulagsstjóra höfð að engu Nú hefur það gerst að umhverfis- ráðherra hefur fellt úr gildi úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um að fram fari nýtt mat á umhverfisáhrifum vegna byggingar Hágöngumiðlunar. Skipulagsstjóri ríkisins úrskurðaði að svo mikið skorti á rannsóknir vegna fyrirhugaðrar miðlunar að ekki væri hægt að fallast á framkvæmdina, ekki einu sinni með skilyrðum. Hing- að til hefur gætt nokkurrar sjálf- virkni í afgreiðslu svipaðra mála. Samkvæmt lögum um mat á um- hverfísáhrifum Ieggur framkvæmda- raðili fram skýrslu um mat sitt á umhverfisáhrifum til Skipulagsstjóra ríkisins sem ákveður hvort heimila skuli framkvæmdina, hafna henni, eða leyfa með tilteknum skilyrðum. Almenningi og fagaðilum gefst kostur á að gera athugasemdir við skýrsl- una. Þar til nú hefur skipulagsstjóri fallist á nær allar óskir fram- kvæmdaraðila og um- hverfisráðherra staðfest þá úrskurði athuga- semdalaust. Náttúran alltaf í vörn Umræður um eignar- hald á hálendinu og framtíðarskipan þess með tilliti til vaxandi umferðar ferðamanna um óbyggðirnar hafa ekki leitt til neinnar nið- urstöðu, því miður. Smæð íslensku þjóðar- innar hefur gert það að verkum að okkur hefur enn ekki tekist að menga umhverfí okkar óbætanlega eða gjö- reyða dýralífi cg skóglendi svo að ekki verði til baka snúið. En við ger- um okkar besta. Skotveiðimenn ösla um óbyggðirnar og skjóta það sem til næst, árnar eru ofveiddar og sum- staðar mengaðar og viðkvæm nátt- úra landsins er særð svöðusárum sem aldrei gróa. Vegna skuldbindinga okkar við evrópska efnahagssvæðið voru sett lög um mat á umhverfis- áhrifum sem kveða meðai annars á um að tilgreint skuli á viðeigandi hátt bein og óbein, jákvæð og nei- kvæð, skammtíma og langj;íma, aft- urkallanleg og óafturkallanleg áhrif sem fyrirhuguð starfsemi hefur t.d. á dýr og plöntur, jarðmyndanir og landslag. Rannsóknir á lífríki þess svæðis sem Hágöngumiðlun á að þekja liggja ekki fyrir og skipulags- stjóri úrskurðaði að þær skuli fara fram áður en ráðist verður í fram- Jón Kjartansson $ # $ • • • SH UTILIF Hffl G LÆSIBÆ . SlMI BB1 2022 Úlpur, kr. 7.895 - 9.795,-. Treyjur, (úr pile) kr. 3.895 - 4.195,- Húfur, kr. 1.150 - 2.295,-. Fingravettlingar, kr 1.250 -1.295,- Treflar, kr. 1.095,- Stæröir: 4-16 Það á ekki að breyta farvegi fallvatna eða sökkva hálendinu, segir Jón Kjartansson, til þess eins að uppskera spúandi málmbræðslur. kvæmdina. Embætti skipulagsstjóra hefur einnig bent á það að fleiri kostir séu mögulegir og má í því sambandi benda á þá meginreglu stjórnsýslulaga sem kveður á um að stjórnvaldi sé ávallt skylt að velja það úrræði sem vægast er. Umhverf- isráðherra lætur sér nægja að „ás- ættanleg" vitneskja liggi fýrir um áhrif framkvæmdarinnar. Það er ekki ábyrg stjómsýsla. Víkingslund ráðamanna Með fyrirhyggjulausum fram- kvæmdum og þeirri skilgreiningu að peningasjónarmið fái að ráða á kostnað náttúrunnar verða mistök gerð sem aldrei verður hægt að bæta. Sú tæknihyggja sem virðist ráða ákvörðunartöku stjórnmála- manna er óábyrg. Hinn mikli frmkvæmdamaður og mannvinur Thor Jensen komst svo að orði árið 1925: „Þeir, sem hingað komu og slógu eign sinni á þetta land og reistu hér byggðir og bú, voru víkingar í eðli sínu og uppruna. Með víkings- lund slógu þeir eign sinni á landið. Með víkingslund létu þeir greipar sópa um hin upprunalegu gæði fjall- konunnar. Þeir fundu landið með víð- lendum skógum og víðáttumiklum graslendum. Þeir tóku landið til nota, en ekki til ræktunar. Þeir eyddu, brenndu og spilltu gróðri og ftjó- magni jarðarinnar, svo að nú eru víða sandauðnir, melar og blásin börð, þar sem áður voru grösugar lendur.“ Hollt væri hveijum þeim sem tek- ur endanlega ákvörðun um tiltekna framkvæmd sem framkajlar óaftur- kallanleg áhrif á náttúru íslands sem við fengum í vöggugjöf að hafa þessi spakmæli heimsmannsins að leiðar- ljósi. Þess vegna á ekki að breyta farvegi fallvatna eða sökkva hálend- inu undir uppistöðulón til þess eins að tryggja spúandi málmbræðslum orku. Við skulum vera fyrirmynd þeirra sem taka landið til ræktunar en ekki nota. Höfundur er bóndi. Helgarpósturinn o g krabbameins- læknirinn SKAÐSEMI tóbaks og áhrif óheftari versl- unar með tóbak var viðfangsefni tveggja nýlegra tölublaða Hel- garpóstsins, 44. tbl. og 46. tbl. í seinna tölu- blaðinu var rætt við Þórarin E. Sveinsson yfirlækni krabba- meinsdeildar Land- spítala _ og stjórnar- mann í ÁTVR. Viðtalið við Þórarin var lesið fyrir hann áður en blaðið fór í prentun. í grein í Morgunblaðinu 28. nóv. sl. segir Þór- arinn að „fyrirsögn og inngangur fréttarinnar var í engu samræmi við innihald hennar“. Fyrirsögn fréttarinnar var: „Vill afnema einkasölu ríkisins á tób- aki.“ í Morgunblaðsgreininni stað- festir Þórarinn fyrirsögnina: „Á þeim níu mánuðum sem ég hef starfað í stjóm ÁTVR hefur sú skoðun mín styrkst að ríkið eigi að hætta innkaupum og heildsölu- dreifingu tóbaks.“ Að svo miklu leyti sem inngangur og yfirfyrir- sögn fréttarinnar i Helgarpóstinum voru ekki orðrétt ummæli Þórarins sjálfs var vakin athygli á að af- staða Þórarins til óheftari tóbaks- verslunar er á skjön við samþykkt- ir krabameinsfélaganna. í Morgun- blaðsgreininni nefnir Þórarinn þessar andstæður ekki einu orði. Rök Þórarins fyrir óheftri tób- aksverslun eru markaðspólitísk; ríkisstofnun eins og ÁTVR ætti ekki að vasast í innflutningi og dreifingu á tóbaki. Heilbrigðisrök hníga aftur í þá átt að ríkissjóður, eða opinber stofnun eins og ÁTVR, skuli sjá um tóbaksinnflutning og sölu. Takmarkandi aðgerðir til að draga úr neyslu tóbaks leiða óhjá- kvæmilega til fjárhagslegs tjóns fyrir þá aðila sem höndla með þessa vöru. Af leiðir að því fleiri sem hagnast á tóbaksinnflutningi og sölu því erfiðara verður að tak- marka neysluna. Á meðan ríkis- sjóður er stærsti aðilinn á þessum markaði er auðveldara að kalla almannavaldið til ábyrgðar og fá það til að stemma stigu við neyslu tóbaks. Á forsíðu Helgarpóstsins var viðtalið við Þórarin kynnt undir eftirfarandi fyrirsögn: „Krabbameinslæknir vill auðvelda aðgang að tóbaki.“ Fyrirsögn- in er ályktun af skoð- unum Þórarins. Ef tóbaksinnflutningur, sala og dreifing verður alfarið færð í hendur einkaaðila er eins víst og nótt fylgir degi að hagsmunaaðilar munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að auka söluna. Fjár- munir sem áður voru hjá ÁTVR yrðu rekstr- arfé innflutningsfyrir- tækja. Með margvís- legri kynningu, auk auglýsinga sem lög og reglur leyfa, yrði sá þröskuldur lækkaður sem fólk þarf að fara yfir áður en það fær sér reyk. Flestir vita um þá heilsufars- legu áhættu sem þeir taka með reykingum. Markmið tóbaksfram- leiðenda er að telja fólki trú um að eftirsóknarvert sé að neyta tób- Rök Þórarins gegn óheftri tóbaksverzlun, segir Páll Vilhjálms- son, eru markaðs- pólitísk. aks og fá það til að taka áhætt- una. Aðgangurinn að tóbaki verður auðveldari eftir því sem það þykir sjálfsagðara að reykja, eftir því sem það verður sjálfsagðari þáttur í lífsháttum okkar. Auglýsingar tóbaksframleiðenda hafa nánast ekkert upplýsingagildi, enda eiga þær að búa til ímynd sem læknis- fræðin veit að er fölsk; að heii- brigði og reykingar fari saman. Hugmyndir Þórarins um einka- væðingu ÁTVR stuðla að aukinni neyslu tóbaks. Það er fréttnæmt þegar krabbameinslæknir er í þess- ari stöðu og út á það gekk frétt Helgarpóstsins. í stað þess að agnúast út í Helgarpóstinn ætti Þórarinn að velta fyrir sér hugtaki sem heitir mótsögn. Höfundur er ritstjóri Helgarpóstsins. Páll Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.