Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 52
-52 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HJÓNIN Vilhjálmur Hjálmarsson og Margrét Þorkelsdóttir á tröppunum hjá Erlu Kaldalóns í íslendingabyggðum vestan hafs. Á HÁTÍÐ Vestur-íslendinga í Kanada í ágúst 1975. Ferðaslangfur FRAMLENGDAR kveðjur: Vilhjálmur, Guðrún Hallgrímsdóttir, Wilcatschev, Traikov forseti, Andreev, Ágúst Þorvaldsson, Þráinn Valdimarsson og Amalía. Æskan hefur gefíð út bókina Ferðaslangur — Austan tjalds og vestan. Þar segir Vil- hjálmur Hjálmars- son fyrrverandi ráðherra frá ferðum sínum. í bókarkynn- ingu segir m.a. að engum komi á óvart að í íslendingabyggð- um vestan hafs hafí orðið fagnaðarfundir, en hitt kunni ein- hverja að undra að austan tjalds skyldi einatt vera líf o g fjör — ekki síst í Búlgaríu. Ieftirfarandi kaflabrotum segir einmitt frá ferðinni til Búlg- aríu, þegar Vihjálmur,^ Þrá- inn Valdimarsson og Ágúst bóndi Þorvaldsson á Brúnastöðum var boðið á afmælisþing Bænda- flokksins í A-Þýskalandi þar sem þeim var óvænt boðið heim af for- seta Búlgaríu. Því næst segir frá heimsókninni í íslendingabyggðir. Georgi Traikov ÞEGAR leið að hádegi fórum við til fundar við forseta lýðveldisins og formann Bændaflokksins, Ge- orgi Traikov, manninn sem bauð okkur heim í Magdeburg fyrir tíu dögum. Nú var komið að því að kveðja hann og þakka fyrir sig. Núna, nærri þrjátíu árum eftir að þetta gerðist, á ég aðeins eftir í huganum ljúfa minningu um sér- þekkilega glaða og góða stund á kontórnum hjá þessum þjóðhöfð- ingja. En ekki alllöngu eftir heim- komuna skrifaði ég brot úr ferða- sögunni og þar stendur þetta: „Ge- orgi Traikov er maður á áttræðis- aldri, ljónfjörugur og léttur í hreyf- ingum, enda kveðst hann ganga tíu •'kílómetra á dag hið minnsta. Hann er og glaður við gesti sína og sann- arlega góður heim að sækja. Hér verð ég að koma að áróðri! Móttaka þessi var fyrir hádegi. Drykkjarföng margvísleg voru á borðum, þar með vatn. Skenkt var í koníaksstaup. Gerið svo vel! — _ Síðan ekki söguna meir. Sá mis- skildi þáttur íslensku gestrisninnar góðu, sem kemur fram í nánast uppáþrengjandi ítroðslu matar og drykkjar, var ekki fyrir hendi þar eða annars staðar (í lýðveldinu), þrátt fyrir ofgnótt hvors tveggja. Mættu ýmsir landar af því læra — mannasiði, mér liggur svo við að segja. Forsetinn sagði okkur sitthvað af högum síns lands og hversu menn hefðu brotist áfram til vélvæð- ingar í landbúnaði og iðnaði og þar með til betri lífskjara. Og hann innti grannt frétta úr okkar átthögum. Hann ræddi og ástandið í heiminum, lét í ljósi andúð á nýnasistum í Vestur-Þýskalandi og „heimsvalda- sinnum" og virtist uggandi út af Maó. Síðan léttara hjal. Tíu kílómetrar Nú er það Þráinn (Valdimarsson- )sem spyr hvort forsetinn vilji ekki vera svo góður að gefa hinum ís- lensku gestum sínum glögg og góð ráð svo þeir megi halda snerpu og léttleika fram á efri árin. Túlkarnir okkar komu spurning- unni áleiðis með sínu lagi — Guð- rún (Hallgrímsdóttir) til Amalíu á þýsku og Amalía til forsetans á þeirra móðurmáli. Og svarið kom viðstöðulaust, klárt og kvitt: Fara snemma á fætur. Borða lítið. Drekka lítið. Ganga tíu kílómetra á dag! Þegar við nokkru seinna höfðum kvatt Georgi Traikov forseta spurð- um við gistivini okkar og fylgdar- menn um tíu kílómetrana, hvort forsetinn hefði ekki bara verið að spauga! Því neituðu þeir eindregið — svona væri þetta í raun og veru. Það var enginn asi á forseta og þó komið að kveðjum. Af einhverju tilefni létum við þess getið, ég eða Þráinn, að Ágúst bóndi (Þorvalds- son) og Ingveldur kona hans ættu sextán börn úti á Islandi. Varð þá uppi fótur og fit, vægast sagt! Kvaðst forseti mundi sæma hús- freyjuna á Brúnastöðum æðstu orðu Búlgaríu ef hún kæmi þar í sveit síðar, og sendi henni góðar gjafir. Þessi lokaþáttur móttökunnar hjá forseta átti sér stað eftir að við vorum staðin upp og komin út af skrifstofu hans fram á þröngan gang þar í byggingunni. Teygðist nokkuð úr þessu „atriði“ meðan rætt var um barnahópinn á Brúna- stöðum og aðskiljanleg vandamál í sambandi við barnsfæðingar í Búlgaríu. Kom upp úr dúrnum að búlgarskar fjölskyldur eignast margar aðeins eitt barn svo varla nægir til viðhalds stofninum! En í landinu býr einnig minnihlutahópur af tyrknesku bergi brotinn og af honum er allt önnur saga. Þar hlaða hjón niður börnum á hveijum bæ! — Þess konar misvísun í mannfjölg- un þykir stjórnvöldum Búlgara hið versta mál. Til að spyrna við brodd- unum voru barnabætur ákveðnar hæstar með öðru barni en fóru síð- an snarlækkandi og munu jafnvel hafa verið felldar alveg niður þar sem keyrði úr hófi! Svo lauk þessari eftirminnilegu móttöku hjá forseta iýðveldisins, sem var án efa hápunktur heim- sóknar okkar til Búlgaríu. Og við kvöddum með kærleikum þetta aldraða ungmenni, forsetann Ge- orgi Traikov, og báðum honum góðs — sáum hann auðvitað aldrei aftur. Einn tangó Nú tóku við hversdagslegri hlut- ir. Við fórum til herbergja okkar, árituðum íslenskar myndabækur handa gestgjöfum okkar til minja og Þráinn náði talsambandi við Kaupmannahöfn og bjó í haginn fyrir heimferðina. Síðdegis áttum við tal við blaðamenn frá Bænda- flokknum og fleiri fréttamenn og svöruðum venjubundnum spurning- um þeirra um ferðalag okkar og fóstuijörð og það sem þar væri á dagskrá. Þá var og farið út að líta á lífið á götum borgarinnar. Mig minnir enginn hafi haft döngun í sér að ganga í búðir að versla og létum okkur nægja að rölta um, huga að umferðinni og virða fyrir okkur „manninn á götunni". Á göngugötu einni var mikil mann- þröng svo sveitamönnum af íslandi ofbauð. Ekki mun það hafa verið af neinu sérstöku tilefni, blessað fólkið aðeins átt þarna leið um. Hér gilti sama og í Austur- Þýskalandi, fólk virtist ekki áber- andi uppábúið en vel búið eigi að síður og hið mennilegasta. Það var þennan dag sem við sáum tvo menn slompaða en hvorki fyrr né síðar. Hvorki í Búlgaríu né DDR. Mér er enn ráðgáta hveiju þetta sætti og skipti í tvö horn þegar kom til Kaupmannahafnar daginn eftir. Um kvöldið vitjuðu þau okkar hin sömu og tóku á móti okkur við komuna til Búlgaríu, fulltrúinn, ráðherrann og frú Stamboliisky. Snæddum við kvöldverð öll saman og var margt skrafað að vanda. Fórum síðan á annan veitingastað, bættum ögn á okkur í mat og drykk og nutum skemmtiatriða í ofaná- lag. Drátthagur maður gerði skiss- ur af gestum eftir hendinni. Við stigum dans með öðru fólki þarna en hér var allt á rólegri nótum en kvöldið áður. Ég herti upp hugann og dansaði einn tangó við frú Stam- boliisky, hið eina sem ég man frá því balli. Og þá var bágt að kunna ekki betur að bera sig um á dans- gólfi. Leidd í bæinn Wynyard er engin stórborg, íbú- ar rösklega tvö þúsund. í samræmi við það voru móttökurnar, persónu- legar eins og komið væri í kunn- ingjahóp. í útjaðri bæjarins stöðv- aði okkur roskinn maður og kvaðst mundi aka á undan okkur heim að samkomuhúsi bæjarbúa. Þetta kom strax vel við okkur öll og við ókum í hlað syngjandi ættjarðarsöngva fullum hálsi. Við vorum sannarlega orðin góðu vön frá Winnipeg, Selkirk og Gimli og áttum eftir að mæta mik- illi vinsemd hvar helst sem okkur bar að garði. En koma okkar til Wynyard var — liggur mér við að segja — engu lík. Ahrifin frá þeim vörmu viðtökum, sem við fengum í þessu héraði, voru slík að ennþá, tuttugu árum síðar, mun mér reyn- ast erfitt að segja frá blátt áfram — án barnalegra upphrópana. Við samkomuhúsið tók fjöldi fólks á móti okkur. Margir töluðu íslensku. Einn úr hópi heimamanna ávarpaði leiðangurinn og bauð okk- ur velkomin. Hann skýrði líka frá því hvernig fólkið í byggðinni hafði hugsað sér alla tilhögun meðan við yrðum gestir þeirra. Síðan var — í sjónhending — öllum hópnum skipt upp til dvalar og allrar að- hlynningar á einkaheimilum. Virt- ist síður en svo hörgull á slíkri þjón- ustu. Meðal fjölmargra gestgjafa þarna voru Dunlop-systur. Önnur þeirra, Guðrún, formaður Þjóð- ræknisfélagsins, slóst í för með okkur vestur að Kyrrahafi að heim- sækja frændfólk þar. Við Margrét fórum heim með þeim manni sem komið hafði til móts við bílana. Þórfinnur Jóseps- son hét hann, bóndi í nágrenninu, sjötugur að aldri og hafði nýlega látið af oddvitastörfum fyrir sveit sína. Margrét kona hans var á lík- um aldri. Bæði áttu þau ættir að rekja til Skagafjarðar. Fleiri ís- lenskir ferðalangar höfðu dvalist hjá þeim þetta sumar og ein hjón voru þar fyrir þegar við komum. Margrét og Þórfinnur voru ein- staklega þægileg í viðmóti; frá þeim stafaði í senn hlýju og glað- værð. Þau bjuggu í góðu húsi á óðali sínu, dijúgan spöl frá bænum. Hús þeirra var þó hvorki tiltakan- lega stórt né heldur nýlegt en heim- ilið var með miklum myndarbrag og fjarskalega notalegt. Húsfreyj- an fagnaði vel gestum sínum og bar fram ijúkandi kaffisopann meðan beðið var eftir steikinni. Áhrifamikil heimsókn Ég gekk að bókaskápnum í stof- unni og varð strax starsýnt á þtjár bækur fornlegar. Þær reyndust all- ar vera íslenskar. Elst var Safn til sögu íslands frá 1851, að ég held. Næst komu Ný félagsrit frá 1858, 18. árgangur. Og loks handskrifuð bók, Riddarasaga eða sögur, skrif- að hafði Jón Magnússon í Stykkis- hólmi árið 1878. Það var stærðar bók, dáindis fallega skrifuð og inn- bundin, alveg heil og nánast óskemmd með öllu. Það ieyndi sér ekki að hjónin höfðu dálæti á þess- um bókum. Hér bar allt að sama brunni um ræktarsemi við uppruna sinn, forfeður og feðratungu. Var þó fóstuijörðin Kanada á engan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.