Morgunblaðið - 06.12.1996, Page 64

Morgunblaðið - 06.12.1996, Page 64
34 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Ferdinand WEY, I HEAR^/fiR5T YOUR C0L0RIN6/ PLACE BOOK WON IN FIR5T PlAŒ^j^WHAT?^ THE TEACHER ENTEREP YOUR PICTURE5IN THE C0L0RIN6 C0NTE5T, AhlD Vni) IijnN' I DIDN T C0L0R ANh' PICTURE5ÍÍ I KEEP TELLIN6 _JTHEM THATÍ^ ^ Ég heyri að Fyrsta Kennarinn sendi Ég litaði ekki nein- litabókin þín sæti í myndirnar þínar ar myndir! Ég er Hann er hund- urinn þinn, Ég þoli þetta ekki. sé í fyrsta hverju? sæti. í litasamkeppn- alltaf að segja ina og þú vannst! þeim það! Kalli Bjarna. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Um „tjónabíla“ Frá Birni Péturssyni: í MORGUNBLAÐINU 28. nóvem- ber sl. birtist lesendabréf frá Bjarna Þór Gylfasyni, þar sem fjallað er um „tjónabíla“ og jafn- framt um siðferði mitt í viðræðu við blaðamann DV sem hringdi fyrir nokkru og spurði um bílasölu- mál. Niðurlagi bréfs Bjarna Þórs vil ég svara með því að biðja hann að lesa aftur það sem hann tekur orðrétt úr DV-viðtalinu .. að tryggingafélag tekur ekki við bíl nema bíllinn verði fyrir altjóni eða svo miklu að ekki þyki borga sig að geta við hann“. Hér er að sjálf- sögðu verið að íjalla um þann rétt tryggingafélaga að ákvarða sjálf hvort hagstæðara sé að kaupa bíl af tjónþola eða bæta tjónið með viðgerð og því fráleitt að túlka orð mín svo, að allir bílar sem trygg- ingafélög kaupi séu gjörónýtir. Ef Bjarni Þór hefði nú haft fyr- ir því að hringja sjálfur og kynna sér skoðanir mínar á „tjónabílum" í stað þess að gera mér upp skoðanir og þekkingarskort efa ég að iiann hefði drepið niður penna og ritað umrætt lesendabréf. Það er staðreynd að svokallaðir „tjónabílar" eru verðminni og ann- markar eru á sölu þeirra, t.d. til bifreiðaumboða sem uppítökubif- reiðar í nýjar. En hver er orsökin? Ef „tjónabílar“ færu eingöngu í hendur fagmanna væri þetta ekki staðreynd. Astandið er fyrst og fremst tilkomið vegna þess að hver sem er getur keypt „tjónabíl“ og gert við hann að vild með til- liti til gæða og kostnaðar. Ekki má heldur gleyma því að alltaf er talsvert um að bílar lendi í tjóni sem ekki fæst bætt (m.a. vegna óréttar í umferðinni) og þessir bíl- ar fara gjarnan „heim í skúr“ og þar er reynt að gera við á sem ódýrastan hátt og oft af vangetu og skorti á fagþekkingu. „Tjónabíll“ sem fengið hefur fullnægjandi viðgerð af fagmanni, er yfirleitt jafngóður og annar sambærilegur. Það er hörmulegt að „fúskarar eða bílabraskarar" hafa í raun skaðað orðstír og hag fagmanna eins og staðreynd er. I starfi mínu hjá Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda hefi ég kynnst alltof mörgum dæmum þar sem fólk hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum seljendum „tjóna- bíla“. Tjónið hefur verið sagt „smávægilegt“ en reynst mikið og viðgerð síðan ófullnægjandi. Fé- lagið hefur haft á stefnuskrá sinni að allir bílar sem verða fyrir miklu tjóni verði sérskoðaðir og gengið úr skugga um að þeir hafi fengið fullnægjandi viðgerð og faglega skoðun að henni lokinni, áður en þeir fari út í umferðina á ný. Við skulum taka saman hönd- um, fagmenn, bílasalar og bif- reiðaeigendur og reyna að færa það ástand sem ríkir í ásættanlegt horf. BJÖRN PÉTURSSON, starfsmaður FÍB. Skrekkur og Hagaskóli Frá Flosa Kristjánssyni: í MORGUNBLAÐINU hinn 3. desember er örstutt grein, rituð af nemanda í Arbæjarskóla, þar sem leitt er að því getum að nem- endur Hagaskóla hafi haft sig mjög í frammi með ólátum á Hæfileikakeppni grunnskólanna hinn 21. nóvember síðastliðinn. Rétt mun vera hermt að hávær mótmæli brutust út er dómnefndin tilkynnti niðurstöðu sína. Viðstödd börn létu ýmsu lauslegu rigna yfir leiksviðið til að tjá andstöðu sína við úrslitin. Vi.rðist sem þeim hafi ekki verið ljóst að það var hlut- verk dómnefndar að meta, út frá sínum eigin forsendum, hver atrið- anna væru verðugust að skipa efstu sætin. Hátt í tvö þúsund unglingar voru í Laugardalshöllinni þennan dag og meðal þeirra voru um það bil 250 nemendur úr Hagaskóla. Þeir sátu aftarlega á áhorfendap- öllunum og létu vísast sitt ekki eftir liggja í hávaðamyndun. Ritari áður nefnds bréfs telur að mjög mikið hafi borið á hávaða frá Hagaskólanemendum og er þetta fyrsta og eina ábending í þá veru sem félagsstarfskennurum í Hagaskóla hefur borist um mál- ið. Forsvarsmenn keppninnar hafa ekki haft eitt einasta orð um slæma framkomu okkar barna við þetta tilefni. Mun þess nú verða freistað að ganga úr skugga um sannleiks- gildi fram kominna ásakana og gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að meint ólæti verði aftur höfð í frammi. Enn fremur munum við kappkosta, hér eftir sem hingað til, að styðja við bakið á þeim nemendum okkar sem leggja í það mikia vinnu og sköpun að búa til frumsamin atr- iði til að bera fram á hæfileika- keppni grunnskólanna. Virðingarfyllst, FLOSI KRISTJÁNSSON, foreldri í Vesturbæ og kennari í Hagaskóla. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.