Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 FRÉTTIR Þrýstibylgj- ur líktust jarðskjálfta IBUAR á suðvesturhorninu, Vesturlandi og á Höfn í Hornafirði urðu varir við mikinn titring um tíuleytið í gærmorgun, sem líktist því helst að um jarðskjálfta væri að ræða. Titringurinn reyndist hins vegar vera af völdum loftbylgna sem mynduðust þegar flugvélar á heræfingu yfir Faxaflóa rufu hljóðmúrinn. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur á Veðurstofu segir að þrýstibylgjan sem myndaðist hafi farið yfir allt landið og á hljóð- hraða. Nokkrar F-15 vélar varnarliðsins voru við heræfingar í gær ásamt F-16 vélum frá norska hernum yfir Faxaflóa og segir Carla McCarthy lautinant á Upplýsingaskrifstofu varnarliðsins að vélarnar hafí verið um 30 mílur frá landi og í lögboð- inni 10.000 feta hæð. GSM-útboð auglýst á næstu dögum Morgunblaðið/Golli Foldasafn opnað BORGARBÓKASAFN opnar í dag útibú, Foldasafn, í Grafarvogs- kirkju í 702 fermetra húsnæði sem borgarsjóður hefur leigt af sókn- amefnd Grafarvogskirkju. I safn- inu verða um 27 þúsund einingar, nær eingöngu bækur, tímarit og blöð. Stefnt er að því að safnkost- urinn tvöfaldist á næstu tveimur til þremur árum. Á síðustu þremur árum hefur 90 milljónum króna verið varið til uppbyggingu safns- ins. Fjárveiting til safnsins á næsta ári verður 17 milljónir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri skoðaði safnið í gær undir leiðsögn Unu N. Svane deild- arstjóra. Aburðar- verksmiðj- an til sölu LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur falið einkavæðingarnefnd ríkisstjórnarinnar að auglýsa Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi til sölu. Var þetta kynnt á ríkis- stjórnarfundi í gær. Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra sagðist í sumar hafa falið einkavæðingarnefnd ríkis- stjórnarinnar að kanna hvernig hægt væri að standa að sölu Áburðarverksmiðjunnar. Nefndin hefði lagt sínar tillögur fram fyrir skömmu um að auglýsa verksmiðj- una til sölu bæði hér á landi og erlendis og hefði Guðmundur fall- ist á þá tillögu. Verksmiðjan mun vera metin vel á annan milljarð króna. Guðmund- ur sagði að verðmætin væru ekki eingöngu falin í verksmiðjunni sjálfri heldur aðstöðu á svæðinu til uppskipunar, geymslu, og dreif- ingu á áburði ef innflytjandi vildi kaupa verksmiðjuna. Fijáls inn- flutningur er nú á áburði en ekki hefur enn gætt mikillar samkeppni við Áburðarverksmiðjuna. Alþingi setti árið 1994 lög um að breyta Áburðarverksmiðjunni í hlutafélag í eigu ríkisins og heim- ila þau landbúnaðarráðherra að selja hlut ríkisins. Guðmundur sagði miðað við að selja verksmiðj- una alla en hugsanlega kæmi til greina að selja hana að hluta. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hyggst á næstu dögum auglýsa eftir umsóknum um eitt leyfi til starfrækslu GSM-farsímaþjónustu og áætlar að virk samkeppni á því sviði geti hafist hér á landi haustið 1997. Nú um áramót rennur út frestur stjórnvalda samkvæmt EES-samningnum til að innleiða samkeppni í farsímaþjónustu. Um áramótin mun nýtt hlutafé- lag, Póstur og sími hf., yfirtaka það leyfi sem Póst- og símamálastofn- unin hefur haft með höndum sem einkaleyfi á sviði farsímaþjónustu en stefnt er að afnámi einkaleyfis Pósts og síma til að veita almenna talsímaþjónustu frá og með 1. jan- úar 1998. Gjaldtaka Sú krafa verður gerð til þeirra sem taka þátt í útboði til að hreppa GSM-leyfið sem auglýst verður tii umsóknar á næstunni, að þjónusta þeirra nái til 80% allra landsmanna fyrir mitt ár 2001 og til allra kaup- staða með a.m.k. 1.500 íbúa, en kerfi Pósts og síma hefur þegar náð þeirri útbreiðslu, að því er kemur fram í minnisblaði frá samgöngu- ráðherra til ríkisstjórnarinnar. Sérstakt gjald verður tekið fyrir starfsleysi beggja fyrirtækjanna, Pósts og síma og þess aðila sem hreppir leyfi til samkeppnisrekstr- arins, og segir í minnisblaðinu að gjaldið verði grundvallað á kostn- aði við útboðið og öðrum undirbún- ingi verkefna innan stjórnsýslunn- ar sem af þessari samkeppni muni leiða. Samgönguráðuneytið hyggst ííta í heild til þeirra tilboða sem berast þegar leyfishafi verður valinn en það mat mun m.a byggjast á tækni- búnaði, gjaldskrá og hraða upp- byggingar kerfis viðkomandi. Ráðuneytið áætlar að sjö mánaða frest þurfi til að veita sem tilboðs- frest og frest til að fara yfir þau tilboð sem berast. Hyundai Coupé sýndur HYUNDAI umboðið, Bifreiðar og með tveggja lítra og 150 hestafla Iandbúnaðarvélar í Reykjavík, sýnir vél og talsverðum staðalbúnaði. Má í dag, laugardag, nýjan Hyundai þar nefna tvo líknarbelgi, rafknúnar Coupé FX sportbíl. speglastillingar og samlæsingar með Þessi nýi sportbíll var kynntur þjófavörn. Opið er hjá Bifreiðum og fyrr á árinu en hann er fáanlegur landbúnaðarvélum milli kl. 12 og 16. Opid í dag KRINGMN Jra morgni til kvölds Björn Hermannsson tollsljóri er ósammála athuga- semdum Ríkisendurskoðunar vegna vörslusviptingar „Misskilningur > og rangtúlkanir“ ‘ BJÖRN Hermannsson tollstjóri seg- ir að athugasemdir Ríkisendurskoð- unar í skýrslu um ríkisreikning 1995 vegna innheimtu tollstjóra- embættisins á vangoldnum gjöldum til ríkissjóðs séu byggðar á „mis- skilningi og rangtúlkunum". Auk þess segir Björn að í skýrslunni séu „alvarlegar staðreyndavillur“. „Ríkisendurskoðun var send ítar- leg greinargerð þar sem misskiln- ingur og rangar staðhæfingar voru leiðréttar. Ríkisendurskoðun hefur í engu sinnt þeim leiðréttingum og ábendingum, sem ber ekki vott um vandvirkni og er í andstöðu við stjórnsýslulög," segir tollstjóri. Morgunblaðið greindi frá gagn- rýni Ríkisendurskoðunar í gær og segir Björn að samningurinn um framkvæmd vörslusviptinga sem athugasemdir voru gerðar við hafi verið Ríkisendurskoðun kunnur í þijú ár. Engin athugasemd hafi verið gerð við samninginn þann tíma. „Það er rangt að lögfræðingar embættisins fái almennt greiðslur fyrir fjárnám. Mæti boðaðir gjald- endur hins vegar ekki til ijárnáms er lögreglan fengin til þess að fá þá til að mæta. Takist það ekki fer fulltrúi sýslumanns heim til viðkom- andi og verður fulltrúi frá okkur að vera viðstaddur. Þetta er alltaf gert eftir vinnutíma og fyrir þessa vinnu og akstur er greitt sérstak- lega,“ segir hann. Tollstjóri segir ennfremur að þennan kostnað verði að greiða þótt fjárnámið beri engan árangur. „Þarna er oftast um að ræða sömu skuldarana sem enga greiðslugetu hafa og því endar slík innheimta oftast með árangurslausu fjárnámi og gjaldþroti þar á eftir, sem er forsenda fyrir því að viðkomandi skattskuld fáist felld niður úr eftir- stöðvunum." Hinir skuldseigu skapa sér aukinn kostnað Björn Hermannsson er jafnframt ósammála því að óeðlilegt sé að innheimtukostnaður af þessu tagi sé færður til skuldar hjá viðkom- andi gjaldendum. „Þarna er aukinn kostnaður sem viðkomandi skuldari hefur óneitanlega bakað sér, um- fram þá gjaldendur sem standa í skilum. Það er óréttmætt að láta skattgreiðendur sem í skilum standa greiða auka innheimtu- kostnað fyrir hina skuldseigu," seg- ir hann. Ríkisendurskoðun dregur í efa að lagaleg heimild sé fyrir gjaldtök- unni og segir Björn það misskiln- ing. „í 1. grein laga um aðför núm- er 90/1989 er heimild til að gera fjárnám fyrir sköttum til ríkissjóðs og þar segir síðan: Aðför til fulln- ustu kröfu samkvæmt 1. málsgrein verður eftir því sem við á einnig gerð fyrir verðbótum, vöxtum og lögbundnum vanskilaálögum, kostnaði afkröfu, málskostnaði eða innheimtukostnaður, endurgjaldi kostnaðar af gerðinni sjálfri og væntanlegum kostnaði af frekari^ fullnustuaðgerðum,“ segir hann. I Tollstjóri segir að samkvæmt skýrslu umboðsmanns Alþingis frá 1992 þar sem fjallað er um hlið- stæð tilvik sé það almenn regla að kröfuhafi geti krafið skuldara um kostnað sem stafar af réttmætum ráðstöfunum til innheimtu kröfu vegna vanskila skuldara þannig að kröfuhafi verði skaðlaus. „Um- boðsmaður segir einnig að á grund- velli þessarar almennu réttarreglu geti kröfuhafi krafið skuldara um greiðslu kostnaðar við innheimtu sem er í vanskilum þannig að kröfuhafi verði skaðlaus," segir hann. Vörslusvipting á sér langan aðdraganda Ríkisendurskoðun gagnrýnir að greitt hafi verið fyrir vörslusvipt- ingu sem ekki hafi farið fram í raun. „Þetta getur verið rétt og er líka eðlilegt vegna þess að vörslu- sviptingin á sér langan formlegan aðdraganda og mikið er búið að vinna í málinu áður en af raunveru- legri sviptingu verður. Greiði skuld- ari á þessu ferli er árangri náð. Umboðsmaður Alþingis hefur fjall- að um hliðstætt atvik í áðurnefndu áliti og þar segir efnislega að í stjórnsýslurétti gildi sú meginregla að stjórnvöldum beri, ef fleiri kosta er völ, að beita vægara úrræði sem að gagni getur komið, áður en til strangari ráðstafana er gripið." Loks segir Björn Hermannsson að sú umfangsmikla innheimta sem embætti tollstjóra annist verði ekki gerð án verulegra útgjalda. „Hún er heldur ekki vinsæl, sérstaklega vanskilainnheimtan, sem orsakar allan þennan aukakostnað. Það er því auðvelt verk að gera hana tor- tryggilega og þá sem að henni vinna. En hveijum sá óvinafagnað- ur þjónar er vandséð í fljótu bragði." í I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.