Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bíl ekið á Hamra- borgarbrú í Kópavogi Farþegi alvarlega slasaður UMFERÐARSLYS varð við Hamra- borgarbrú í Kópavogi í gærkvöldi. Tvennt var i bifreið sem ók á brúar- stólpa og slasaðist hvort tveggja mikið. Að sögn læknis á slysadeild er farþeginn alvarlega slasaður. Meiðsl ökumanns voru ekki fullrann- sökuð í gærkvöldi, en hann var ekki talinn í bráðri lífshættu. Bíllinn var á leið suður Hafnar- fjarðarveg þegar ökumaðurinn missti vald á honum og lenti á grjóti norðan við Hamraborgarbrú. Við það snerist bifreiðin á veginum, skall á brúarstöpul og stöðvaðist sunnan við brúna. Ökumaður og farþegi voru fastir í bílnum þegar lögregla kom á slys- stað. Kallað var á tækjabíl frá slökkviliði sem losaði þá úr bílnum. Ökumaður var fluttur meðvitundar- laus á slysadeild. Loka varð umferð suður Hafnar- fjarðarveginn í um klukkutíma meðan lögregla og sjúkraflutninga- menn aðstoðuðu hina slösuðu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gengið frá kaupum SH, Burðaráss og hóps fjárfesta á 24,3% hlutabréfa í ÚA Keyptu hlutabréf í ÚA fyrir 1205 milljónir VIÐSKIPTI áttu sér stað í gær með hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa að upphæð samtals 1205 milljónir króna. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna keypti 13% hlut í félaginu af Akureyrarbæ fyrir 660 milljónir og hópur fjárfesta undir forystu Burðaráss, eignar- haldsfélags Eimskipafélags ís- lands, keypti 11,3% hlut Kaupfé- lags Eyfirðinga í félaginu fyrir 545 milljónir króna. Báðir aðilar keyptu hlutabréfin á genginu 5,25. Meirihluti bæjarráðs Akureyrar samþykkti á aukafundi sem hald- .inn var í gærkvöld að ganga að 'tilboði Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Bæjarstjóra var veitt fullt umboð til að ganga frá sölu bréfanna. Akureyrarbær á áfram um 20% hlutafjár í ÚA, rúmlega GRÝLA 120 milljónir að nafnvirði eða um 960 milljónir miðað við gengi bréf- anna. Á fundinum var einróma sam- þykkt viljayfirlýsing sem er þess efnis að Ákureyrarbær og SH sem stórir hluthafar í ÚA myndu kanna hagkvæmni þess að byggð yrði upp veiðafæragerð á Ákureyri í samstarfi við Kaupfélag Eyfírð- inga og Samherja og hugsanlega fleiri aðila. Jafnframt var sam- þykkt að þessir aðilar, auk Háskól- ans á Akureyri og fyrirtækja í bænum, könnuðu áfram mögu- leika á að komið yrði á fót mat- vælastofnun á Akureyri. Viðunandi verð að mati bæjarstjóra Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði eftir fundinn að hann væri sáttur við söluna og verðið sem fyrir bréfin fékkst væri viðunandi. Bæjarstjóri sagði að ekki hefði verið um samflot Akureyrarbæjar og KEA að ræða við sölu bréf- anna, „en menn vissu hver af öðr- um, hver var að tala við hvern. Við höfum verið meðeigendur í þessu félagi í fjöldamörg ár og fylgdumst því að að því marki, en þeir áttu sín viðskipti og við okk- ar. Það voru ekki nein skilyrði í gangi varðandi sölu okkar bréfa. Við hinkruðum til að sjá hveiju fram yndi í málinu,“ sagði Jakob en eftir að línur skýrðust í gær var gengið frá sölu bréfanna. í HÓPNUM „aðrir hluthafar“ á enginn stærri hlut en 2% Fulltrúar minnihlutans, Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks, óskuðu á fundinum eftir skriflegri greinargerð frá bæjarstjóra um það hvers vegna ekki hefði verið hægt að afgreiða tilboð SH fyrr en á aukafundi í bæjarráði, en til- boðið er frá 28. nóvember síðast- liðnum. Gengið var frá kaupum hóps fjárfesta, undir forystu Burðaráss, dótturfyrirtækis Eimskips, á 11^3% hlut Kaupfélags Eyfirðinga í ÚA síðdegis í gær. Ekki liggur endanlega fyrir hveijir skipa hóp- inn með Burðarási, en fyrir á Burðarás um 11,5% hlutafjár í ÚA. Samtals á þessi hópur, Burðarás, SH og fjárfestar, nú ríflega þriðjung hlutafjár í ÚA og hefur greitt fyrir þann hlut um 1,5 milljarð króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var það skilyrði sett fyrir sölunni á hlut Akureyrarbæjar í ÚA til SH, að Burðarás keypti hlut KEA í ÚA. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjórnar KEA, segist ánægður með þá nið- urstöðu, sem náðst hafi í þessu máli. Andvirði hlutabréfanna í ÚA verði notað til að styrkja efnahag kaupfélagsins og efla eigin útgerð þess og fiskvinnslu. Dreifð eignaraðild Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsviðs Eim- skips, segir að unnið hafi verið að þessum kaupum í náinni samvinnu við KEA. Hann segir að ekki sé endanlega hægt að segja til um hvetjir skipi þann hóp, sem nú hefur sameinazt um kaup á hlut KEA, en ljóst sé að Burðarás muni ekki eiga nema hluta hluta- fjárins. Kaupendur komi víða af landinu og eignaraðildin sé tölu- vert dreifð. „Við höfum áhuga á því að styrkja atvinnureksturinn í bæn- um og teljum þetta öllum viðkom- andi aðilum til góðs,“ segir Þor- kell Sigurlaugsson. EES-reglur um umbúðamerkingu Áhrif á bandarísk- ar vörur REGLUR Evrópska efna- hagssvæðisins um umbúða- merkingar matvæla verða teknar upp hér á landi um mitt næsta ár. Hingað til hef- ur ísland fengið undanþágu frá reglunum vegna þess að vörur, sem hingað hafa verið fluttar frá ýmsum löndum utan EES, þar á meðal Bandaríkjunum, hafa ekki uppfyllt þessar reglur. Um er að ræða reglur um upplýsingar á umbúðum um innihald, geymsluþol og sið- asta söludag. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra sagði að bandarískar umbúða- merkingar væru öðruvísi upp- byggðar en þær evrópsku og einhveijir innflytjendur vöru frá Bandaríkjunum hefðu þegar aðlagað sig evrópsku reglunum. En aðrir teldu of dýrt að breyta vöruumbúðum fyrir íslenskan markað þar sem hann væri of lítill. Ekki hjá reglunum komist „Við höfum átt viðræður við Kaupmannasamtökin um hugmyndir þeirra til að leysa málið, svo sem um hillumerk- ingar, dreifimiða og upplýs- ingabæklinga; og við höfum sent þær til Brussel til skoðunar og freistað þess að fá þær samþykktar. En niður- staðan er ótvírætt sú, að við munum ekki komast upp með það lengur að fylgja ekki evr- ópsku reglunum,“ sagði Guð- mundur Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.