Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Um veiðileyfagjald
og lóðarleigu
Svar við hugleiðingum Sighvats Bjarnasonar
um veiðileyfagjald
„SAMTOK iðnaðar-
ins hafa haft uppi há-
værar kröfur um að
setja veiðileyfagjald á
sjávarútveginn og/eða
sveiflujöfnun ... Sam-
starf iðnaðar og sjáv-
arútvegs er báðum
greinum bráðnauðsyn-
legt og því óskiljanlegt
af hveiju iðnaðurinn
þarf að höggva í sjáv-
arútveginn,“ ritaði
Sighvatur Bjamason í
aðsendri grein tii
Morgunblaðsins sem
birt var 27. nóvember
síðastliðinn. Sighvatur
kvartar undan skiln-
ingsleysi og er grein þessi rituð til
hjálpar honum sem og öðrum sem
í hans sporum standa.
Samstarfið er gjöfult
Samstarf útgerðar og iðnaðar
hefur verið landsmönnum gjöfult í
áraraðir. Stór hluti iðnaðarins
starfar við fullvinnslu sjávarafurða
sem og framleiðslu og þróun að-
fanga útgerðar og iðngreina sem
tengjast útgerð með einum eða
öðrum hætti. Virðisauki þessarar
starfsemi teygir síðan anga sína
víðar í formi aukinnar eftirspurnar
eftir afurðum iðnfyrirtækja s.s.
fyrirtækja í byggingariðnaði. Sig-
hvatur hefur því rétt fyrir sér hvað
varðar tengsl útgerðar og iðnaðar.
Þau eru báðum greinum bráðnauð-
synleg jafnt á afurða- sem að-
fangamörkuðum. Um það hafa
leysa með gjaldtöku einni saman. I
fyrstu þarf að skilgreina eignarrétt-
inn, hver hann er og hvernig honum
megi ráðstafa. Þetta hefur verið
gert varðandi aðgang að fiskistofn-
um hér við land með kvótakerfinu.
Hið sama gildir varðandi nýtingu
hluta af þeirri orku sem felst i fall-
vötnum landsins.
Munurinn á orkuverum og út-
gerðarfyrirtækjum landsmanna
felst hins vegar í stöðu þeirra á
afurðamörkuðum. Orkuverin njóta
Auðlindagjald er færsla
á arðsemi eignar, að
mati Ingólfs Bender,
til eigandans,
þjóðarinnar.
einokunar gagnvart viðskiptavinum
sínum en útgerðarfyrirtækir. eiga í
samkeppni. Það kemur þó fyrir að
orkuverin lendi í samkeppni um við-
skiptavini, t.d. þegar ákvörðun er
tekin um hvort staðsetja eigi álver
hér á landi eða annars staðar. Þess-
ar aðstæður móta verðákvarðanir
sem fela í sér eðlilega greiningu
milli viðskiptavina. Þetta yfirsést
Sighvati þegar hann ritar í grein
sinni: „Stóriðjunni á íslandi ber að
greiða svipað verð og annar iðnað-
ur, þar á meðal fiskiðnaðurinn, fyr-
ir raforkuna." Fiskiðnaðurinn og
stóriðjan eiga að kaupa aðföng sín
á verði sem leiðir til þess að þjóðin
Samtök iðnaðarins
heldur aldrei deilt.
Mismunun og ...
Þrátt fyrir gagn-
kvæman hag eiga
greinarnar tvær í sam-
keppni um vinnuafl,
fjármagn og aðföng. I
slíkri samkeppni er
mikiivægt að keppt sé
á jafnréttisgrundvelli
þannig að framleiðslu-
þættirnir leiti þangað
sem þeir skapa sem
mestan virðisauka fyrir
hagkerfið í heild. Jöfn
samkeppnisskilyrði
milli greina eru því for-
senda þess að hagvöxtur hér á landi
sé sem mestur. Við núverandi að-
stæður er þessu ekki svo farið.
Útgerðin fær gefins mikilvæg að-
föng, úthlutaðan heildarkvóta, sem
veitir henni óeðlilegt forskot í sam-
keppni við aðrar greinar, þ.m.t. iðn-
aðinn. Með því að rétta þessa
skekkju í samkeppnisstöðu má auka
hér landsframleiðslu, hækka tekjur
launþega og hagnað fyrirtækja.
Veiðileyfagjald má nota í þeim til-
gangi.
Að sjálfsögðu á eitt yfir alla að
ganga í þessum efnum. Mismunun
á ekki að eiga sér stað milli greina
sama hvort hún er í formi aðgangs
að sameiginlegum auðlindum þjóð-
arinnar, ákvæða skattalaga eða
útgjalda hins opinbera. Ágreiningur
um sameiginlegar auðlindir er þó
djúpstæðari en svo að hann megi
Ingólfur
Bender
fái sem mestan arð af eign sinni í
fiskistofnum og fallvötnum. For-
senda þess að þjóðin fái þann arð
greiddan er síðan sú að útgerðarfyr-
irtækin og orkuveiturnar greiði
hann þjóðinni en haldi honum ekki
til eigin þarfa. í því felst krafan
um auðlindagjald.
... sveiflur sem draga
úr hagsæld
Fleira en mismunun í samkeppn-
isstöðu gerir það að verkum að
greinarnar tvær, sjávarútvegur og
iðnaður, skila ekki þeim arði til
þjóðarinnar sem þær gætu ella.
Hvað eftir annað hefur þjóðin reynt
að sækja arð veiðanna með hækkun
launa á hinum almenna vinnumark-
aði. Þetta hefur valdið algeru takt-
leysi launa og framleiðni vinnuafls
í iðnaði. Með veiðileyfagjaldi má
ráða á þessu bót.
Með veiðileyfagjaldi felst færsla
á arðsemi fiskistofnanna, eignatekj-
um, frá útgerðarfyrirtækjum til
þjóðarinnar. Því er það alrangt þeg-
ar Sighvatur ritar að „Staðreyndin
er sú að sjávarútvegurinn greiðir
nú þegar veiðileyfagjald, er kallast
í dag þróunarsjóðsgjald". Þjóðin sér
aldrei tekjurnar af þessu gjaldi því
að þeim er fyrirfram veitt beint til
útgerðarinnar. Útgerðarfyrirtækin
greiða ekki veiðileyfagjald með því
að greiða sjálfum sér styrki vegna
úreldingar fiskiskipa og þátttöku í
verkefnum erlendis. Þau greiða ekki
veiðileyfagjald með því að safna í
sjóð sem nýttur er til að veita þeim
sjálfum ábyrgðir og lán. Fullyrðing
Sighvatar er því miður alger rök-
leysa og má líkja við það að halda
því fram að eigendur húsa hér á
landi greiddu lóðaleigu með því að
skipta um borðstofuhúsgögn öðru
hverju.
Að lokutn
Hér að framan hafa verið færð
rök gegn nokkrum staðhæfingum
í grein Sighvats Bjarnasonar,
„Sjávarútvegurinn greiðir nú þegar
veiðileyfagjald." Hún var sú siðari
af tveimur greinum um sama efni
sem hann sendi Morgunblaðinu til
HINN 22.-24. nóvember síðast-
liðinn héldu Framsóknarmenn
flokksþing í Reykjavík. Flokksfor-
ystan virtist leggja sig í líma við
að koma í veg fyrir almennar um-
ræður um utanríkismál. í stjórn-
málanefnd þingsins var tekist á um
málefni Evrópusambandsins, en
umræðan leið fyrir að formaður
stjórnmálanefndarinnar, Jón Krist-
jánsson, virtist lítið um málefni
sambandsins vita. Þar sem ekki
hefur verið greint frá neinu sem
snertir þessar umræður á þinginu
verður hér vikið að nokkrum atrið-
um sem snerta Evrópusambandið
og Schengen-samkomulagið.
Ásælni Evrópusambandsins
Það blandast fáum hugur um
að Evrópusambandið sækir stöðugt
á hér á landi og fátt virðist um
.varnir hjá íslenskum stjórnmála-
mönnum. Málflutningur margra
þeirra er með þeim hætti að þeir
þora ekki að taka af skarið með
eða á móti aðild íslands að sam-
bandinu og hanga í ákveðnum at-
riðum sem þeir telja þess eðlis að
þau hindri aðild landsins að banda-
laginu. Eitt þessara atriða er sjáv-
arútvegsstefna Evrópusambands-
ins. Vart þarf að ímynda sér að
miklar breytingar verði á henni í
náinni framtíð okkur í hag. Þannig
yrði vegið að grundvallaratriðum
bandalagsins, sjálfum Rómarsátt-
málanum.
íslendingar hafa nú látið kreppa
þannig að sér að hreinum vandræð-
um veldur. Tilskipanir
frá Brussel streyma
inn í landið og Alþingi
samþykkir ýmislegt
sem torskilið er þeim
sem þurfa að fara eftir
reglugerðunum. Þann-
ig hafa íslenskir sér-
fræðingar orðið að
leita í þýska eða enska
frumtexta tilskipana
sem Alþingi hefur lög-
leitt því að íslenska
þýðingin skilst ekki.
Hefur ónefndur jarð-
eðlisfræðingur látið
hafa eftir sér að al-
þingismenn hafi orðið
sér til skammar vegna
þessara samþykkta og greinilegt
sé að þingmenn lesi minnst af því
sem kemur frá Evrópusambandinu.
Fáir stjórnmálamenn eða em-
bættismenn virðast hafa gert sér
grein fyrir þeim skuldbindingum
sem felast í samþykkt samningsins
um hið evrópska efnahagssvæði.
Hið sama mun verða um Scheng-
en-samkomulagið. Þar setjum við
okkur undir stjórn sérstaks ráðs
sem mun fara með eins konar eftir-
lit og stjórnun framkvæmdar sam-
komulagsins. Lögregla landsins
verður sett undir yfirþjóðlegt vald
og rétturinn til þess að gera gagn-
kvæma samninga um niðurfellingu
vegabréfsáritana millum íslands
og annarra landa verður afnum-
inn. Utanríkisráðherra hefur ný-
lega lýst því yfir að íslendingum
beri að gera samninga
um gagnkvæma nið-
urfellingu vegabréfsá-
ritana millum íslands
og Eystrasaltsrík-
janna. Slíkur samn-
ingur yrði einskis virði
eftir að landið gengur
í Schengen-bandalag-
ið.
Samkvæmt úttekt
sem gerð var á
Schengen-samningn-
um á vegum Háskól-
ans í Helsinki á síðast-
liðnu ári virðist margt
óljóst um ýmsa hliðar-
samninga sem gerðir
hafa verið í tengslum
við samninginn. Þannig fengust
ýmis atriði ekki upplýst þegar
samningurinn var lagður fyrir
franska þjóðþingið árið 1992 og
urðu þingmenn að afla upplýsinga
eftir ýmsum krókaleiðum. Höfund-
ur skýrslunnar kemst að þeirri nið-
urstöðu að Schengen-samkomulag-
ið muni mynda „eins konar Kínam-
úr“ utan um ríkin sem staðfesta
samninginn.
í gögnum sem Samstaða um
óháð ísland hefur aflað frá Bret-
landi, Norðurlöndum og Bandaríkj-
unum kemur fram að útflytjendur
eiturlyfja til Evrópu líta með
ánægju til stækkunar Schengen-
svæðisins. Afnám innra landa-
mæraeftirlits mun auðvelda mjög
flutning fíkniefna millum Evrópu-
landa og vandinn mun því marg-
faldast frá því sem nú er. Þá halda
ýmsir íslenskir tollverðir því fram
að ásókn á ytri landamæri Evrópu-
sambandsins á Íslandi muni stór-
aukast og litlar líkur séu á að
nægilegt fjármagn fáist til að halda
uppi nægilega öflugri gæslu.
Jón Kristjánsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, viðurkenndi
í umræðum að hann hefði ekki les-
ið samninginn. Hann tjáði nefndar-
mönnum að samningurinn hefði
verið kynntur þingmönnum og að
hann gerði sér grein fyrir því að
nokkur kostnaður hlytist af fram-
kvæmd Schengen-samkomulags-
ins. En málið snýst ekki eingöngu
um kostnað og stækkun flug-
stöðvarinnar í Keflavík heldur afsal
réttinda.
Vonandi bera þingmenn
gæfu til þess, segir Arn-
þór Helgason, að láta
ekki stjómast af
skammtímasjónarmið-
um þegar að afgreiðslu
samningsins kemur.
Norræna vegabréfafrelsið
Spyija má, hvers misst yrði félli
hið norræna vegabréfafrelsi niður.
Við þyrftum eftir sem áður að
sæta vegabréfaskoðun þegar ferð-
ast væri til Bretlands, en Bretar
og írar hafa ákveðið að standa
utan Schengen-bandalagsins og
sömu reglur myndu gilda um Norð-
urlönd og önnur Schengenríki.
Fæstir landsmenn fyndu fyrir þess-
ari breytingu aðrir en nokkrir
stjórnmála- og embættismenn sem
þurfa vegna starfa sinna að þeyt-
ast landa á millum. Ríkisstjórnin
virðist því vera að toga íslendinga
Evrópusambandið,
Schengen og hringlanda-
háttur Framsóknarflokksins
Arnþór
Helgason
birtingar. Sú fyrri var birt 26. nóv-
ember síðastliðinn. í henni ritar
hann: „Staðreyndin er því sú að
velflestir landsmenn eru, beint eða
óbeint, hluthafar í stóru sjávarút-
vegsfyrirtækjunum sem hafa til
umráða verulegar aflaheimildir."
Það er rétt að hluthafar útgerðar-
fyrirtækja á þeim tíma, sem afla-
hlutdeildir fengust gefins, fá arðinn
af veiðunum í sinn vasa. Fæstir
landsmenn voru hluthafar í þessum
fyrirtækjum á þeim tíma. Aðrir ís-
lendingar eru síst betur settir þó
að erlendir aðilar ættu fiskimiðin
hér við land.
„Frjálst framsal aflaheimilda,
sem er forsenda hagræðingar í
greininni, hefur leitt til þess að
nokkrir útgerðarmenn hafa brugð-
ist sjávarútveginum og þjóðinni allri
og leigt afla- heimildir frá sér ... “
ritar Sighvatur í fyrri grein sinni.
Hann er þar með í sömu setningu
að segja að útgerðarmenn hafi
brugðist sjávarútvegi og þjóðinni
með því að detta í hug að nýta
ftjálsa framsalið til hagræðingar í
greininni. Hann leggur til að „ein-
ungis yrði hægt að skipta á afla-
marki“ og telur að með „þessu
móti myndi verð á aflamarki ekki
verða baksíðufrétt í Morgunblað-
inu.“ Þetta er undarleg hugsun hjá
manni sem réttiiega segir „Umræð-
an um kvótakerfið og veiðileyfa-
gjaldið er alltof samtvinnuð, því um
tvö ólík mál er að ræða.“ Sighvatur
er að leggja til að fiskveiðistjórnun-
arkerfinu verði fórnað til að bægja
frá kröfum um alls óskylt mál, veiði-
leyfagjald. Að hans mati er rétt að
gera veiðarnar óarðbærar til að
forðast veiðileyfagjald sem hann
þó telur að sjávarútvegurinn greiði
nú þegar. Þessu má líkja við það
að húseigandi, sem stendur ekki í
skilum með lóðaleigu sína, teldi að
innheimtuaðgerðum yrði hætt ef
honum yrði bannað að leigja út
herbergi en heimilað að selja húsið.
Er ekki eitthvað einkennilegt í þess-
ari röksemdafærslu?
Höfundur er hagfræðingur
Samtaka iðnaðaríns.
inn í Schengen-svæðið einungis
vegna ímyndaðra hagsmuna og
eftirsjár eftir hinu liðna en virðist
um leið ætla að fórna öryggishags-
munum þegnanna.
Lokaorð
Haldið er áfram að spinna blekk-
ingarvefinn kringum Schengen sem
felst m. a. í því að einungis eru
dregin fram fá atriði Schengen-
samningsins og þau fegruð fyrir
almenningi. Samningurinn er enn
ekki til i íslenskri þýðingu og verða
áhugamenn um hann að afla sér
hans á einhveiju erlendu tungu-
máli sem þeir skilja. Til að mynda
segist Siv Friðleifsdóttir, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, hafa lesið
hann á norsku, en hún er eini þing-
maðurinn auk Hjörleifs Guttorms-
sonar, sem hefur játað því að hafa
lesið þennan samning. Stjórnvöld
hafa nú þegar byijað nauðsynlegan
undirbúning til þess að ísland geti
orðið aðili að áður nefndu sam-
komulagi. Álit þingmanna byggist
fyrst og fremst á hlutdrægum
greinargerðum embættismanna
sem flestir hafa lært sína lexíu hjá
starfsmönnum Evrópusambandsins
og geta því tæpast talist óháðir.
Samkomulagið hefur ekki verið
kynnt neitt að ráði hér á landi og
engin skoðanakönnun gerð á fylgi
almennings við það. Þær kannanir
sem gerðar hafa verið í Evrópu og
birtar sýna aftur á móti að því
norðar sem dregur, harðnar and-
staðan við Schengen-samkomulag-
ið.
Vonandi bera þingmenn gæfu til
þess að láta ekki stjórnast af
skammtímasjónarmiðum þegar að
afgreiðslu samningsins kemur,
heldur meta hagsmuni landsins
með framtíðarheill þess á heimsvísu
í huga. Umheimurinn er stærri en
Evrópusambandið!
Höfundur er formaður Samstöðu
um óháð ísland.
>
>
>
\
>
i
I
:
I
I
:
I