Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
H
+ Kristín J6-
hannsdóttir
fæddist á Hamars-
heiði í Gnúpverja-
hreppi 29. október
árið 1917. Hún lést
á Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi 29.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Jó-
hann Kolbeinsson
frá Stóru-Más-
tungu, bóndi á
Hamarsheiði, og
kona hans Þorbjörg
Erlendsdóttir frá
Hamarsheiði. Kristín var næst-
yngst sex systkina. Látin eru
Kolbeinn, f. 1909, d. 1990, og
Ingigerður, f. 1923, d. 1991.
Eftirlifandi systkini Kristínar
eru Sigríður, f. 1910, Erlendur,
f. 1913 og Jóhanna, f. 1914.
Kristín ólst upp á Hamars-
heiði en fór ung að heiman og
vann víða við ýmis störf. Arið
Ágústínus kirkjufaðir segir frá
^því í Játningum sínum hvernig
hann brást við fráfalli móður
sinnar. Ungur drengur sem var
viðstaddur, þegar andlátsfregnin
barst fór að gráta, en þeir fullorðnu
þögguðu allir niður í honum stend-
ur þar. Á sama hátt vildi bamið í
mér bijótast út í tárum, segir Ág-
ústínus, en ég þaggaði niður í því.
Okkur kemur þessi foma lýsing
í hug við andlát Stínu á Hamars-
heiði. Hún þaggaði ekki niður í
baminu í sér. Að vísu verður aldrei
um hana sagt, að hún hafi verið
1942 giftist Kristín
Guðmundi Sveins-
syni frá Mýrarkoti
í Grímsnesi, f. 1904.
Þau hófu búskap í
húsmennsku á
Stóra-Núpi, en
fluttu síðar að
Haga. Þar lést Guð-
mundur árið 1948.
Sama ár flutti
Kristín að Más-
tungu til Harðar
Bjarnasonar
frænda síns og Að-
alheiðar Ólafsdótt-
ur konu hans og
starfaði þar í um áratug. Eftir
það flutti Kristín heim að Ham-
arsheiði og bjó þar síðari hluta
ævi sinnar. Þar stundaði hún
fjárbúskap með Ingigerði
yngstu systur sinni fram á
þennan áratug.
Kristín verður jarðsungin frá
Stóra-Núpskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
grátgjörn, svo óvflsöm og ókvart-
sár, sem hún var, en bamið í henni
braust samt út með margvíslegum
hætti. Við sjáum hana fyrir okkur
þar sem hún kemur á dráttarvél-
inni og bömin hlaupa fagnandi á
móti henni. Bamið í henni bregður
strax á leik og það eru hlátrasköll
og ærsl og óvæntar uppákomur,
sem fylla húsið. Þegar okkur for-
eldrunum þykir orðið nóg um reyn-
um við af veikum mætti að þagga
niður í bömunum svo þau geri ekki
út af við gestinn, en Stína er kímin.
Þær em margar minningamar,
MINNINGAR
sem verma okkur um hjartarætum-
ar og fá okkur til að brosa, þegar
við hugsum til Stínu á Hamars-
heiði. Hún var okkur öllum í fjöl-
skyldunni ákaflega kær vinur, au-
fúsugestur, sem bar með sér sól-
skin í bæinn, - og líf og fjör. Stína
var mjög félagslynd og fundvís á
tilefni til að bregða sér bæjarleið.
Hún sótti heim nágranna, frændur
og vini og árvisst fór hún um lengri
veg á dráttarvélinni sinni, niður í
Flóa til Eiríks á Gafli með viðkomu
hjá Eiríki og Ellu á Votamýri. Stína
var mikill vinur vina sinna. Bömun-
um okkar færði hún lömb að gjöf,
sem urðu að fijósömum ættmæðr-
um. Hún var svo gjafmild og höfð-
ingleg, að hún átti það til að gefa
frá sér hlutina jafnskjótt og hún
hafði sjálf eignast þá.
Fjallferð, sem Sigfinnur fór fyrir
þær systur Ingu og Stínu, er
ógleymanleg margra hluta vegna.
Þær nestuðu fjallmanninn af slíkri
rausn að nokkurra mánaða villa
hefði varla komið að sök.
Það segir sína sögu af hrein-
skilni Stínu, að þegar Sigfinnur var
kosinn prestur, þá var einn at-
kvæðisseðill auður. Að lokinni taln-
ingu kom Stína og tilkynnti honum,
að þetta væri sitt atkvæði. Og nú
veistu, að það var ég sem skilaði
auðu og þarft ekki að hafa frekari
áhyggjur af þvi. Það er lítið
skemmtilegt í kosningum, þegar
einn er í boði, bætti hún við.
Stína var hringjari í Stóra-Núps-
kirkju og sinnti því hlutverki af
mikilli trúmennsku. Það var glaður
og kröftugur hljómur í klukkunum,
þegar Stína hringdi inn til helgra
tíða og ekki vantaði smáfólkið, sem
var henni til aðstoðar í tuminum.
Stína var af góðu bergi brotin.
Hamarsheiði var staðurinn hennar
frá vöggu til grafar. Þar var frá-
sagnarlistin í hávegum höfð og
tungutakið kjamyrt. Þar var ör-
yggið í veröld, sem getur verið
saklausum válynd. Þegar foreldr-
amir, Þorbjörg og Jóhann, vom
fallnir frá héldu þær heimili saman
í gamla bænum systumar Inga og
Stína. Hin systkinin og ijölskyldur
þeirra vom í næsta nágrenni, Elli
og Margrét og dætur þeirra alveg
við hliðina, og svo Kolli og Hall-
dóra í Hamarsholti, og Sigga í Víði-
hlíð og Jóa og Haraldur í Haga.
í þeirri stórbrotnu og Qörmiklu
mynd, sem við eigum af Hamars-
heiðarfólkinu, em drættimir
málaðir sterkum og líflegum litum.
Þar er þáttur Stínu áberandi. Og
nú er tónninn hennar þagnaður og
horfinn inn í hljómkviðu himinsins.
Við trúum þvi að þar sé klukkum
hringt, þegar Stína gengur spor-
léttum skrefum inn í þann fögnuð,
sem er óaflátanlegur. Sá enduróm-
ur, sem hún skilur eftir hjá okkur,
er skær og bjartur. Og við munum
áreiðanlega nema hann áfram í
hvert eitt sinn er við hugsum til
hennar og leyfum baminu í okkur
að bijótast fram í lífí og í leik.
Blessuð veri minningin um Stínu á
Hamarsheiði.
Sigfinnur og Bjarnheiður.
Níu ára gamall fór ég í sveit að
Hamarsheiði í Gnúpveijahreppi til
þeirra systra Ingu (Ingigerðar) og
Stínu (Kristínar), sem þá ráku þar
bú undir styrkri stjóm foreldra
sinna, Jóhanns Kolbeinssonar
(1883-1971) og Þorbjargar Er-
lendsdóttur (1879-1969). Upphaf-
lega fór ég til reynslu í fáeina daga,
en þeir dagar urðu að níu sumrum
áður en yfír lauk, og raunar hefur
Hamarsheiði verið mitt annað
heimili allar götur síðan.
Þær systur, sem vom sérstæðar
um margt, skiptu með sér verkum
þannig að Stína sá um öll véla- og
viðhaldsverkefni og gaf karlmönn-
KRISTÍN
JÓHANNSDÓTTIR
um þar ekkert eftir, en Inga annað-
ist heimilisstörf og önnur bústörf.
Því var það svo að sveinninn ungi
laðaðist mjög fljótt að Stínu og
elti hana út um allt, eins og lamb
eltir lambrollu. Á næstu níu ámm
lærði ég m.a. af Stínu vélaviðgerð-
ir, öll almenn bústörf, reiðtygja-
gerð, veiðimennsku og að tefla, en
eitt var það sem ég náði engum
tökum á og það var að spila lom-
ber, en það var mikið spilað á
Hamarsheiði á vetmm.
í mínum huga tel ég að margt
sem ég lærði á þessum ámm hafí
gagnast mér hvað best í lífínu síð-
an, og á ég þeim systmm báðum
mikið að þakka og raunar öllu fólk-
inu á Hamarsheiði, en þar er tví-
býli. Tvö af systkinum mínum,
Sólveig og Eggert, vom einnig í
sveit á Hamarsheiði um árabil,
Sólveig bæði hjá þeim systmm og
hjá Erlendi bróður þeirra í nýja
bænum og Eggert eingöngu hjá
Erlendi. Eiga þau ekki síðri minn-
ingar þaðan en ég.
Stína hafði alla tíð mjög gaman
af að flandra um allar jarðir og var
hún hvers manns hugljúfi hvar sem
hún fór, jafnvel þó að oft gustaði
hraustlega af henni og ekki gengi
hún alveg hljóðalaust um. Var hún
sérlega hressileg og opinská í allri
framgöngu sinni. Hafði hún sér-
staklega gaman af að gera fólki
bilt við og fór þar ekki í manngrein-
arálit.
Nú em liðin 33 ár síðan ég kom
fyrst til að vera í sveit á Hamars-
heiði og eftir að níu sumra kaupa-
vist minni lauk þar hef ég komið
þangað hvenær sem tími hefur
unnist til, fyrst einn, en síðar með
konu minni og dætrum og höfum
við átt margar góðar stundir bæði
í vinnu og leik með Stínu. Segir
það e.t.v. nokkuð um hug minn til
Stínu að ég skírði dóttur mína,
Selmu Kristínu, í höfuðið á henni
-
í
Æ
á
%
á
Í
I
(
(
i
+ Bryndls Krist-
jánsdóttir fædd-
ist á Húsavík 11.
desember 1964. Hún
lést á Landspítalán-
um 2. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar eru Ragn-
hild Hansen, f. 19.4.
■JÍir 1943 í Reylgavík, og
Kristján Sigurð-
arson frá Lundar-
brekku, f. 18.7.
1942.
Bryndís giftist 2.
október 1993 Gísla
Rafni Jónssyni, f.
20.4. 1964, frá Vík-
umesi í Mývatnssveit. Synir
þeirra eru Arnar Rafn, f. 26.12.
1991, og Fannar Rafn, f. 11.5.
1996.
Útför Bryndísar fer fram frá
Reykjahlíðarkirkju í dag, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Kenndu mér ldökkum
- ~ að gráta
kynntu mér lífíð í svip
Færðu mér friðsæld
í huga
finndu mér leiðir á ný
Og sjáðu hvar himinn heiður
handan við þyngstu ský
er dagur sem dugar á ný
(Sigmundur Emir Rúnarsson)
Elsku Bryndís.
Það er erfíðara en orð fá lýst að
standa frammi fyrir því að þú sért
'"•Farin. Við sem vorum rétt að byija
að fóta okkur á ný eftir fráfall elsku
mömmu. Það er ekki á okkar valdi
að skilja hvers vegna þú í blóma llfs-
ins varst hrifín burt frá Gilla og litlu
drengjunum ykkar.
Mig langar að þakka fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman
bæði í sveitinni okkar, fyrst í Víkur-
nesi og síðar i fallega húsinu ykkar,
Amamesi, og hjá okkur
á Akureyri. Þær stundir
voru stundum erfiðar,
eins og í veikindum
mömmu, oftar
skemmtilegar en alltaf
góðar. Þær munu
geymast í minningunni
og verða okkur enn
dýrmætari þegar sár-
asta sorgin dvínar. Mig
langar líka að þakka
þér fyrir hversu vel þú
reyndist alltaf Jóni
Áma mínum sem átti
heimili sitt hjá ykkur
tvö síðastliðin sumur og
var að passa Amar
Rafíi frænda sinn.
Við munum öll reyna að standa
þétt saman, vera Gilla styrkur og
vaka yfír litlu drengjunum ykkar af
fremsta megni. Ég veit, elsku Bryn-
dís, að mamma mín hefur tekið á
móti þér og að hún mun leiða þig
og hjálpa eins og svo oft héma
megin.
Takk fyrir allt og megi góður Guð
gæta þín á ókunnum stigum og
styrkja og blessa elsku bróður minn
og litlu strákana ykkar.
Sólveig.
Kær vinkona er dáin. Það syrtir
í hjörtum okkar. Spurningar um til-
gang verða áleitnar, spumingar sem
ekki er að vænta svara við.
Haustið ’86 hófum við nám í fé-
lagsráðgjöf við HÍ. Fljótt varð hóp-
urinn samheldinn og átti Bryndís
stóran þátt í því, þar sem glaðværð
og drift voru hennar aðalsmerki.
Bryndís kom til dyranna eins og hún
var klædd. Hreinskilni var ríkjandi
þáttur í fari hennar og miðlaði hún
henni á jákvæðan hátt.
Á þessum tímamótum rifjast upp
margar ánægjustundir sem við átt-
um með Bryndísi og Gísla manni
hennar. Það var ánægjulegt að fylgj-
ast með eldmóði Bryndísar þegar
hún og Gísli höfðu ákveðið að stofna
heimili og standa í sameiginlegum
atvinnurekstri. Það var augljóst að
á milli þeirra ríkti kærleikur.
Elsku Gísli Rafn, Amar Rafn,
Fannar Rafn og aðrir ástvinir. Megi
kærleikur guðs styrkja ykkur í sorg-
inni.
Anna, Auður, Birna, Harpa,
Inga, Kristjana og Ragna.
Vinkona okkar og fyirum vinnu-
félagi, Bryndís Kristjánsdóttir, er
látin, aðeins 31 árs að aldri.
I endurminningunum sem leita á
hugann er sólskin og heiðríkja í
Mývatnssveit. Bryndís hafði lengi
hlakkað til að taka á móti okkur
vinnufélögunum og eyða með okkur
degi í sveitinni sem var henni svo
kær. í vel heppnaðri vinnustaðarferð
sýndu þau Gísli Rafn okkur náttúm-
undur ýmiss konar og gömul mann-
virki og fræddu okkur eins og þeim
var báðum lagið. Að því loknu var
slegið upp veisluborði á heimili for-
eldra hans og að sjálfsögðu boðið
upp á reyktan Mývatnssilung, nýorp-
in egg og annað hnossgæti. Þá var
hún hrókur alls fagnaðar eins og
ávallt endranær.
Bryndís var öðram duglegri að
efna til mannfagnaðar og veita gest-
um sínum af því besta sem hún átti.
Þau hjónin vora einstaklega glæsileg
þegar þau gengu að hljóðfærinu, hún
söng negrasálma fyrir gesti sína
hljómmikilli röddu og hann spilaði
undir.
Við kynntumst Bryndísi fyrst þeg-
ar hún kom sem félagsráðgjafanemi
í starfsþjálfun á Félagsmálastofnun
Akureyrar. Hún sýndi strax hvaða
hæfileikum hún bjó yfir, varð undur-
fljótt hagvön og tengdist okkur sam-
starfsfólkinu sterkum böndum. Eðlis-
kostir hennar komu síðan enn betur
í Ijós þegar hún kom til starfa á stofn-
uninni að loknu námi. Bryndís var
ákaflega dugleg, fumlaus og afkasta-
mikil, hugrökk og gagntýnin, og hún
hikaði ekki við að taka af skarið
þegar henni þótti ástæða til. Bryndís
deildi með okkur gleði og sorg, og
við hrifumst af mannkostum hennar.
Okkur er sérlega minnisstætt þeg-
ar Bryndís fór á slægjuball í Mý-
vatnssveit og kynntist mannsefninu
sínu. Milli þeirra mynduðust strax
sterk og innileg tengsl, byggð á
gagnkvæmri virðingu og væntum-
þykju. Hún heillaðist af mörgu í
fari hans, meðal annars því hvað
hann sagði fallega frá. Ekki hefði
hún getað valið sonum sínum betri
föður; laginn við böm, umhyggju-
saman og þolinmóðan. Þau Gísli
Rafn vora einstaklega samhent og
heimilið, fjölskyldan og börnin sátu
í fyrirrúmi hjá þeim báðum. Úr varð
að þau settust að í Mývatnssveit og
saman byggðu þau sér reisulegt hús
á bökkum Mývatns og hafði Bryndís
sérstaklega á orði að ekki þyrfti
málverk á veggi í svona fallegri
sveit. Bryndís smitaðist af áhuga á
fjölskyldufyrirtækinu og ásamt
tengdaforeldram hennar færðu þau
út kvíamar og hófu rekstur gisti-
þjónustu. Sú vinna lék í höndum
hennar, skipulögð og gestrisin eins
og hún var og með hugann fullan
af framtíðaráformum.
Nú er hún öll, hrifin á braut með
sviplegum hætti. Við vissum að hún
átti við veikindi að stríða síðustu
vikumar, og þau reyndust alvarlegri
en nokkum granaði.
Elsku Gilli, nú er okkur orða vant.
Við sendum þér og sonunum ungu
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd vinnufélaganna,
Guðrún, Valgerður og Hulda.
Af hveiju er lífið svona óréttlátt?
Af hveiju er ung og hamingjusöm
kona hrifin svo skyndilega á brott
frá yndislegum eiginmanni og litlum
börnum?
Elsku Bryndís! Við verðum að trúa
því að einhver ástæða liggi að baki
brottfór þinni. Ef til vill vantaði Guð
rödd í kórinn sinn og þar valdi hann
sannarlega vel, því þú hafðir alveg
frábæra söngrödd. Það var svo gam-
an að koma til ykkar Gilla, hann
spilaði á píanóið og þú söngst með.
Þið áttuð svo sannarlega vel saman,
voruð samstíga i einu og öllu, þó
ólík væruð. Elsku Bryndís, það gu-
staði oft af þér. Þú lást ekki á skoð-
unum þínum og varst ákaflega
hreinskiptin og það var eiginleiki
sem við kunnum allar að meta. Það
var svo gaman þegar þú hafðir tæki-
færi til að koma að norðan í sauma-
klúbbinn. Þá var nú mikið spjallað
og hlegið. Hlátur þinn var svo smit-
andi og þú hreifst okkur með. Þú
varst svo ánægð með hann Gilla
þinn og litlu augasteinana ykkar og
það skal engan undra.
Elsku Bryndís, nú ertu farin frá
okkur allt of snemma og við sem
eftir eram, eram fátækari án þín.
En við eigum eftir að hittast á ný
og þá skulum við syngja saman,
hlæja og spjalla eins og okkur er
einum lagið. Þakka þér fyrir allt,
elsku vinkona.
Elsku Gilli! Þú hefur verið Bryn-
dísi góður og við eram þakklát fyrir
að hún átti þig að. Þetta ár hefur
verið tími þungra högga fyrir þig.
Við biðjum góðan Guð að gefa þér
styrk til að standast þessar miklu
raunir og vemda litlu drengina ykk-
ar, Amar Rafn og Fannar Rafn.
Við vottum öllum aðstandendum
okkar dýpstu samúð.
Berglind, Elfa, Sigrún,
Valgerður, Þórunn
og makar.
Fyrir nokkram áram lenti ég í lífs-
háska með ungum manni sem heitir
Gísli Rafn.
Ég trúði því að viðbrögð hans og
yfirvegun hefðu bjargað lífi okkar.
Hann trúði því að æðri máttar-
völd hefðu hjálpað sér að afstýra
stórslysi.
Nú bið ég þess heitt að æðri
máttarvöld styrki hann og litlu
drengina hans þegar þeir horfa á
eftir ástkærri eiginkonu og móður,
Bryndísi Kristjánsdóttur.
Mér auðnaðist því miður ekki að
kynnast Bryndísi vel.
En þessi hlýja og glaðlega kona
er öll. Við stöndum eftir höggdofa.
Trúum ekki, skiljum ekki. Hvers
vegna? Hver er tilgangurinn?
liðin er ævi. Lokið er degi.
Ég leitaði að orði, og fann það eigi.
Leitaði að von og leitaði að söp.
Leitaði að bæn, og fann aðeins þögn.
(S.F.)
Öllum aðstandendum og vinum
Bryndísar vottum við dýpstu samúð.
Dagbjört Bjarnadóttir
og fjölskylda.
BRYNDÍS
KRISTJÁNSDÓTTIR