Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt rit um Úthafsveiðisammng Sameinuðu þjóðanna á ensku GUNNAR G. Sehram, höfundur bókarinnar, afhendir Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, eintak af bókinni. Unnið að sameiningu á Héraði Fá 6,5 milljónir úr Jöfnunarsjóði Gefið út af hollensku forlagi FYRIR skömmu kom út rit á ensku um Úthafsveiðisamning Sameinuðu þjóðanna sem gerður var á síðasta ári. Útgefandinn er hollenska forlag- ið Martinus Nijhoff (Kluwer Inter- national). Höfundur bókarinnar eru Gunnar G. Schram, prófessor og Jean-Pierre Lévy, fyrrverandi yfir- maður Hafréttardeildar Sameinuðu þjóðanna í New York. í bókinni eru, auk samningsins, birtar allar greinargerðir, tillögur og skjöl sem fram komu á fundum Úthafsveiðiráðstefnunnar frá upp- hafi hennar 1993. Er þar m.a. að finna greinargerðir einstakra ríkja. Fremst í bókinni er að finna ítar- legan inngang höfunda um þróun þjóðaréttar varðandi úthafsveiðar og réttarstöðuna í dag. Útgefendur benda á að þar sem engar fundargerðir Úthafsveiðiráð- stefnunnar voru skráðar og gefnar út af fjárhagsástæðum er hér um að ræða einu heimildina sem út hef- ur komið um tillögur og meðferð mála á ráðstefnunni, segir í fréttatil- kynningu. Bókin er 840 bls. Unnt er að panta hana hjá skrifstofu Lagadeildar Háskólans. Kluwer Law International er stærsta lagabókaútgáfufyrirtæki veraldar og er þetta í fyrsta sinn sem bók eftir íslenskan höfund hér á landi er gefin út á þess vegum. NEFND sem unnið hefur að undir- búningi nánari samvinnu eða sam- einingu þriggja sveitahreppa í norð- urhluta Fljótsdalshéraðs, Jökuldals-, Hlíða- og Tunguhrepps, leggur til að hrepparnir sameinist í nýtt sveit- arfélag. Nefndin leggur til að ráðinn verði sveitarstjóri. Gert er ráð fyrir sjö manna hreppsnefnd, tveir verði úr Tungu, tveir úr Hlíð og þrír úr Jök- uldal. Lagt er til að nýja sveitarfé- lagið taki við eignum og skuldum sveitarfélaganna. Það taki við og ljúki við þau verkefni sem byijað er á og ákveðin hafa verið. Ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður borið undir íbúa sveit- arfélaganna. Gert er ráð fyrir því að skömmu fyrir sameiningarkosn- ingar verði haldnir almennir kynn- ingarfundir. Samhliða kosningunum verður gerð skoðanakönnun um nafn á nýja sveitarfélagið. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin aflaði sér mun sameinað sveitarfélag fá liðlega 14 milljóna kr. framlag úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga, 6,5 milljónum meira en sveit- arfélögin þtjú fá úr sjóðnum nú. Jöfnunarsjóðurinn greiðir laun sveit- arstjóra fyrstu árin til að greiða fyr- ir sameiningu. Skuldir sveitarfélaganna þriggja voru rúmar 16 milljónir kr. um síð- ustu áramót, tæpum 2 milljónum lægri en veltufjármunir. Þegar tekið hefur verið tillit til langtímakrafna er peningaleg staða þeirra jákvæð um 6 milljónir. Eigið fé hreppanna þriggja var alls 67 milljónir um síð- ustu áramót. TVÆR I SERFLOKKI „A tmdonförnum drum hef éfl kynnsl 8rion Troty gegnum bskur hons, fflyndbönd og hll6&$n*ldur, Hqnn ef tvímœlotetnl í hópi hæfuslu monno ó svíði sfdlfsþekklngar, Irmosljórnunor og þjólfonor lil drongurj.' - Thomt Mofirr fr«»iliv»»d«rfóri TIUNDA INNSÝNIN AÐ FANGA HUGSÝNINA James Redfield Mewöluhúfumlur C.FI KSTINF HANDRITSINS Ummæli: „í ævintýralegum og spennandi söguþræði er okkur sýnt fram á hversu andleg auðlind, sterk sjálfsmeðvitund og kærleikur kemur til meða að skipta miklu máli í framtíðinni - þegar við síglum inn í nýja tíma." Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur. LOKSINS er þessi bók komin út á íslensku. Höfundur bókarinnar, Brian Tracy, er einn helsti sérfræðingur heims í velgengni og persónulegum árangri. Hámarks árangur er hreint frábær bók sem inniheldur ótal aðgengilegar leiðbeiningar um það hvernig þú getur breytt lífi þínu. Ummæli: „í bókinn Hámarks árangur setur Brian Tracy fram einfaldar aðferðir til að leysa úr læðingi það besta í hverjum einstaklingi. Með því að beina at- hyglinni inn á við, í stað þess að bíða eftir tækifærum sem aldrei koma, lærir lesandinn að skapa aðstæður til að koma sér áfram í lífinu og gera sig að heilsteyptari einstaklingi. Þessi bók er einstök í röð sjálfshjálparbóka að því leiti að hún dregur lesandann út úr heimi óraun- hæfra draumóra og inn í raunveruleika, þar sem hon- um eru allir vegir færir, ef hann tileinkar sér ákveðnar meginreglur í lífsbaráttunni. Þessi bók er grundvallar- lesning fyrir hvern þann sem vill ráða eigin örlögum." Árni Þór Hilmarsson, sálfræðingur og höf- undur Tilfinningalífs karla og Uppkomin börn alkóhólista. Metsölubókin sem fer sigurför um heiminn... Úr bóksölulista Morgunblaðsins T f^Öttar SYeirisson. Útg. Islenska bókaútgáfan TÍUNDAIIMNSÝNIN (10-12) Jamcs Redfkld. Útg. Leíðarljós ehf. SAKLAUS í klóm RÍTrVISINNAR (2) Magnús Leópoldssoo Jónan Jónasson. Útg. Vaka-Helgafell hf. HÁMARKS ÁRANQUR (-) Briin Tracy. Ötg. Leiðarljóa ehf. 'IIPA fyrir sAuna 8 ...sjólfstætt framhald af margfaldri metsölubók, CELESTINE HANDRITINU, sem selst hefur í rúmlega fimm milljón eintökum og hefur verið á New York Times listanum yfir söluhœstu bœkur í 110 vikur. Til marks um trú manna hjá Warner Books á Tíundu Inn- sýninni þá prentuðu þeir 1.000.000 eintök af henni í fyrstu prentun. Bók sem vekur verðskuldaða athygli LEIE)ARLJ*S ehf, Leiðandi í útgáfu á sjálfsræktarefni Okkar markmið er... að hjálpa þér að ná þínu! FÁST í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM Dreifing í síma: 567 3240 Brekkubæ, Hellnum, 355 Snæfellsbæ, sími 435 6800, fax 435 6801. Umboðsmaður barna Athugandi að allir sýni sakavottorð ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna, segir sjálfsagt að skoða tillög- ur um að allir sem vinna með börn- um framvísi sakavottorði. Umboðs- maður barna í Noregi hefur krafist þess til að sýna fram á að viðkom- andi hafi ekki gerst sekur um glæpi gegn börnum. Þórhildur segir að ýmsir sem starfa með börnum, til dæmis dag- mæður, verði að framvísa sakavott- orði til þess að fá starfsleyfi. „Hið sama gildir um ábyrgðarmann sum- ardvalarheimilis fyrir börn. í vor skrifaði ég Sambandi íslenskra sveit- arfélaga bréf og lagði til að settar yrðu lágmarksreglur um starfsemi sumarnámskeiða á vegum sveitarfé- laga, meðal annars um hæfi leiðbein- enda, og nefndi til dæmis að um- sækjendur leggðu fram sakavott- orð,“ segir hún. Þórhildur segir athugandi að gera samskonar kröfur til annarra sem starfa með börnum. „Þá á ég ekki bara við kennara, heldur leikskóla- kennara og þá sem starfa að barna- verndarmálum," segir umboðsmaður barna. Hyggst hún fylgjast með ráð- stöfun umboðsmanns barna í Noregi. ----------♦ ♦ ♦--- 1 árs fang- elsi fyrir brot gegn stjúpdóttur HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest eins ár fangelsisdóm yfir manni, sem var fundinn sekur um brot gegn stjúp- dóttur sinni. Brotin framdi maðurinn á árunum 1987-1990, þegar stjúpdóttir hans var 4-7 ára gömul, en hún skýrði móður sinni frá þeim þegar hún var 9 ára. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið telpuna fara höndum um getnaðarlim sinn, svo honum varð sáðfall. Hann játaði brotin fyr- ir dómi, en neitaði öðrum hluta ákærunnar, þ.e. að hafa farið hönd- um um kynfæri telpunnar og taldist það ekki nægjanlega sannað. Hæstiréttur vísaði til niðurstöðu héraðsdóms, sem sagði brot manns- ins alvarlegs eðlis og þegar til þess væri litið að hann m.a. misnotaði aðstöðu sína og trúnaðartraust ungs sambúðarbarns þætti refsing hans eftir atvikum hæfilega ákveðin 12 mánaða fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.