Morgunblaðið - 07.12.1996, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýtt rit um Úthafsveiðisammng Sameinuðu þjóðanna á ensku
GUNNAR G. Sehram, höfundur bókarinnar, afhendir Halldóri
Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, eintak af bókinni.
Unnið að sameiningu á Héraði
Fá 6,5 milljónir
úr Jöfnunarsjóði
Gefið út af
hollensku
forlagi
FYRIR skömmu kom út rit á ensku
um Úthafsveiðisamning Sameinuðu
þjóðanna sem gerður var á síðasta
ári. Útgefandinn er hollenska forlag-
ið Martinus Nijhoff (Kluwer Inter-
national). Höfundur bókarinnar eru
Gunnar G. Schram, prófessor og
Jean-Pierre Lévy, fyrrverandi yfir-
maður Hafréttardeildar Sameinuðu
þjóðanna í New York.
í bókinni eru, auk samningsins,
birtar allar greinargerðir, tillögur
og skjöl sem fram komu á fundum
Úthafsveiðiráðstefnunnar frá upp-
hafi hennar 1993. Er þar m.a. að
finna greinargerðir einstakra ríkja.
Fremst í bókinni er að finna ítar-
legan inngang höfunda um þróun
þjóðaréttar varðandi úthafsveiðar og
réttarstöðuna í dag.
Útgefendur benda á að þar sem
engar fundargerðir Úthafsveiðiráð-
stefnunnar voru skráðar og gefnar
út af fjárhagsástæðum er hér um
að ræða einu heimildina sem út hef-
ur komið um tillögur og meðferð
mála á ráðstefnunni, segir í fréttatil-
kynningu.
Bókin er 840 bls. Unnt er að panta
hana hjá skrifstofu Lagadeildar
Háskólans.
Kluwer Law International er
stærsta lagabókaútgáfufyrirtæki
veraldar og er þetta í fyrsta sinn sem
bók eftir íslenskan höfund hér á
landi er gefin út á þess vegum.
NEFND sem unnið hefur að undir-
búningi nánari samvinnu eða sam-
einingu þriggja sveitahreppa í norð-
urhluta Fljótsdalshéraðs, Jökuldals-,
Hlíða- og Tunguhrepps, leggur til
að hrepparnir sameinist í nýtt sveit-
arfélag.
Nefndin leggur til að ráðinn verði
sveitarstjóri. Gert er ráð fyrir sjö
manna hreppsnefnd, tveir verði úr
Tungu, tveir úr Hlíð og þrír úr Jök-
uldal. Lagt er til að nýja sveitarfé-
lagið taki við eignum og skuldum
sveitarfélaganna. Það taki við og
ljúki við þau verkefni sem byijað er
á og ákveðin hafa verið.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
málið verður borið undir íbúa sveit-
arfélaganna. Gert er ráð fyrir því
að skömmu fyrir sameiningarkosn-
ingar verði haldnir almennir kynn-
ingarfundir. Samhliða kosningunum
verður gerð skoðanakönnun um nafn
á nýja sveitarfélagið.
Samkvæmt upplýsingum sem
nefndin aflaði sér mun sameinað
sveitarfélag fá liðlega 14 milljóna
kr. framlag úr Jöfnunarsjóði sveitar-
félaga, 6,5 milljónum meira en sveit-
arfélögin þtjú fá úr sjóðnum nú.
Jöfnunarsjóðurinn greiðir laun sveit-
arstjóra fyrstu árin til að greiða fyr-
ir sameiningu.
Skuldir sveitarfélaganna þriggja
voru rúmar 16 milljónir kr. um síð-
ustu áramót, tæpum 2 milljónum
lægri en veltufjármunir. Þegar tekið
hefur verið tillit til langtímakrafna
er peningaleg staða þeirra jákvæð
um 6 milljónir. Eigið fé hreppanna
þriggja var alls 67 milljónir um síð-
ustu áramót.
TVÆR I SERFLOKKI
„A tmdonförnum drum hef éfl kynnsl 8rion Troty gegnum bskur hons, fflyndbönd
og hll6&$n*ldur, Hqnn ef tvímœlotetnl í hópi hæfuslu monno ó svíði sfdlfsþekklngar,
Irmosljórnunor og þjólfonor lil drongurj.' - Thomt Mofirr fr«»iliv»»d«rfóri
TIUNDA
INNSÝNIN
AÐ FANGA HUGSÝNINA
James Redfield
Mewöluhúfumlur C.FI KSTINF HANDRITSINS
Ummæli:
„í ævintýralegum og spennandi söguþræði er okkur sýnt
fram á hversu andleg auðlind, sterk sjálfsmeðvitund og
kærleikur kemur til meða að skipta miklu máli í framtíðinni
- þegar við síglum inn í nýja tíma."
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.
LOKSINS
er þessi bók komin út á íslensku. Höfundur
bókarinnar, Brian Tracy, er einn helsti
sérfræðingur heims í velgengni og persónulegum
árangri.
Hámarks árangur er hreint frábær bók sem
inniheldur ótal aðgengilegar leiðbeiningar um það
hvernig þú getur breytt lífi þínu.
Ummæli:
„í bókinn Hámarks árangur setur Brian Tracy fram einfaldar aðferðir til
að leysa úr læðingi það besta í hverjum einstaklingi. Með því að beina at-
hyglinni inn á við, í stað þess að bíða eftir tækifærum sem aldrei koma,
lærir lesandinn að skapa aðstæður til að koma sér áfram í lífinu og gera
sig að heilsteyptari einstaklingi. Þessi bók er einstök í röð sjálfshjálparbóka
að því leiti að hún dregur lesandann út úr heimi óraun-
hæfra draumóra og inn í raunveruleika, þar sem hon-
um eru allir vegir færir, ef hann tileinkar sér ákveðnar
meginreglur í lífsbaráttunni. Þessi bók er grundvallar-
lesning fyrir hvern þann sem vill ráða eigin örlögum."
Árni Þór Hilmarsson,
sálfræðingur og höf-
undur Tilfinningalífs
karla og Uppkomin
börn alkóhólista.
Metsölubókin sem fer sigurför um heiminn...
Úr bóksölulista
Morgunblaðsins
T
f^Öttar SYeirisson.
Útg. Islenska bókaútgáfan
TÍUNDAIIMNSÝNIN (10-12)
Jamcs Redfkld. Útg. Leíðarljós
ehf.
SAKLAUS í klóm
RÍTrVISINNAR (2)
Magnús Leópoldssoo
Jónan Jónasson.
Útg. Vaka-Helgafell hf.
HÁMARKS ÁRANQUR (-)
Briin Tracy. Ötg. Leiðarljóa ehf.
'IIPA fyrir sAuna
8
...sjólfstætt framhald af
margfaldri metsölubók,
CELESTINE HANDRITINU,
sem selst hefur í rúmlega
fimm milljón eintökum og
hefur verið á New York
Times listanum yfir söluhœstu bœkur í 110 vikur. Til
marks um trú manna hjá Warner Books á Tíundu Inn-
sýninni þá prentuðu þeir 1.000.000 eintök af henni í
fyrstu prentun.
Bók sem vekur verðskuldaða athygli
LEIE)ARLJ*S ehf,
Leiðandi í útgáfu á sjálfsræktarefni
Okkar markmið er...
að hjálpa þér að ná þínu!
FÁST í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM
Dreifing í síma: 567 3240
Brekkubæ, Hellnum, 355 Snæfellsbæ,
sími 435 6800, fax 435 6801.
Umboðsmaður
barna
Athugandi
að allir sýni
sakavottorð
ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður
barna, segir sjálfsagt að skoða tillög-
ur um að allir sem vinna með börn-
um framvísi sakavottorði. Umboðs-
maður barna í Noregi hefur krafist
þess til að sýna fram á að viðkom-
andi hafi ekki gerst sekur um glæpi
gegn börnum.
Þórhildur segir að ýmsir sem
starfa með börnum, til dæmis dag-
mæður, verði að framvísa sakavott-
orði til þess að fá starfsleyfi. „Hið
sama gildir um ábyrgðarmann sum-
ardvalarheimilis fyrir börn. í vor
skrifaði ég Sambandi íslenskra sveit-
arfélaga bréf og lagði til að settar
yrðu lágmarksreglur um starfsemi
sumarnámskeiða á vegum sveitarfé-
laga, meðal annars um hæfi leiðbein-
enda, og nefndi til dæmis að um-
sækjendur leggðu fram sakavott-
orð,“ segir hún.
Þórhildur segir athugandi að gera
samskonar kröfur til annarra sem
starfa með börnum. „Þá á ég ekki
bara við kennara, heldur leikskóla-
kennara og þá sem starfa að barna-
verndarmálum," segir umboðsmaður
barna. Hyggst hún fylgjast með ráð-
stöfun umboðsmanns barna í Noregi.
----------♦ ♦ ♦---
1 árs fang-
elsi fyrir
brot gegn
stjúpdóttur
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest eins
ár fangelsisdóm yfir manni, sem var
fundinn sekur um brot gegn stjúp-
dóttur sinni.
Brotin framdi maðurinn á árunum
1987-1990, þegar stjúpdóttir hans
var 4-7 ára gömul, en hún skýrði
móður sinni frá þeim þegar hún var
9 ára. Maðurinn var dæmdur fyrir
að hafa látið telpuna fara höndum
um getnaðarlim sinn, svo honum
varð sáðfall. Hann játaði brotin fyr-
ir dómi, en neitaði öðrum hluta
ákærunnar, þ.e. að hafa farið hönd-
um um kynfæri telpunnar og taldist
það ekki nægjanlega sannað.
Hæstiréttur vísaði til niðurstöðu
héraðsdóms, sem sagði brot manns-
ins alvarlegs eðlis og þegar til þess
væri litið að hann m.a. misnotaði
aðstöðu sína og trúnaðartraust ungs
sambúðarbarns þætti refsing hans
eftir atvikum hæfilega ákveðin 12
mánaða fangelsi.