Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ gegn kulda. Svo má nota þau sem kyndil ef á þarf að halda. Já, það má gera ýmislegt fleira við Mogg- ann gera en bara lesa hann. Eg held að þið Moggamenn hafið aldrei gert ykkur grein fyrir hvað hægt er að nota Moggann mikið.“ Sigmar glottir og Moggamaðurinn á ekkert svar við þessari yfirlýs- ingu enda hefur viðmælandinn sjálfsagt rétt fyrir sér. Jánas barðaði rjúpur Við ákveðum að fara í fjallgarð- inn fyrir ofan Djúpavatn. Sigmar er vopnaður haglabyssu, Stefano númer 20, og segir hana afar hent- uga á rjúpnaveiðum vegna þess hversu létt hún er. Við höfum ekki gengið langt út fyrir veginn þegar við sjáum ummerki eftir rjúpu, bæði spor og bæli, og einnig rek- umst við á spor eftir ref. Veðrið þennan dag er einstaklega milt og fallegt og ljósrauðum geislum sólar slær á fjallstoppana. Sigmar hefur á orði að stór þáttur í veiðimennsk- unni sé útiveran og þörfin fyrir samneyti við náttúruna. „Það er einstök tilfinning að vera úti í nátt- úrunni á þessum árstíma." Eg spyr hann hvort honum verði aldrei hugsað til kvæðisins Ohræs- ið eftir listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, þegar hann hleypi af byssu inn í hóp af rjúpum? „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég hafi samviskubit út af þessum veið- um þá er svarið neitandi. Maðurinn er dýr sem lifir á öðrum dýrum. A sama hátt og refurinn lifir mann- skepnan meðal annars á rjúpum. Gæðakonan í kvæði Jónasar sneri rjúpuna úr hálsliðnum og stakk henni umsvifalaust í pottinn af því að hún var svöng. Þú hefðir gert það sama. Hefði konan hins vegar drepið rjúpuna og síðan hent henni væri „óhræsið" réttnefni. Annars held ég að skáldið hafi verið að yrkja um sálarástand sitt og notað líkingamál í þessu kvæði. Sjálfur borðaði Jónas rjúpur og í bréfi til kunningja síns biður hann um að sér verði sendar rjúpur til Kaup- mannahafnar.“ Fjórar hamflettar rjúpur Bringurnar skornar frá. Lærin skorin frá og beinin hlutuö niður. Rjúpnasoð Beinin, hjörtu og fóarn steikt í blöndu af smjöri og matarolíu í pönnu eða í ofni. Þegar beinin eru farin að taka lit, er sellerístilk, hálfum blaðlauk og einni gulrót, sem skorin hefur verið niður í sneiðar, bætt á pönn- una með beinunum og brúnað í 3 til 5 mínútur. Bein, hjörtu, fóarn og grænmeti sett í pott, ásamt fjórum einiberj- um, sex hvítum piparkornum og 1 lítra af vatni. Þetta er soðið í 90 mínútur eða þar til helmingur vökvans hefur gufað upp. Soðið er nú síað frá, helst í gegn- um klút, og látið sjóða kröftuglega í augnablik. Sósan er nú þykkt með maísmjöli og bragðbætt með einni teskeið af sojasósu, svörtum pipar og 8 til 10 þurrkuðum bláberjum. Nota má bláberjasultu ef þau eru ekki til. Sósan er nú látin malla við vægan hita, á meðan við steikjum bring- urnar. Kjötið steikt Bringurnar eru steiktar í smjöri á pönnu u.þ.b. eina og hálfa mínútu á hvorri hlið. Þær eru kryddaðar með salti og pipar. Bringumar eru svo settar inn í 160 gráðu heitan ofn í 10 mínútur. Lokið við sósuna Áður en sósan er borin á borð er um einn dl. af rjóma settur saman við hana. Sósan er síðan bragðbætt með salti eða einni matskeið af gráð- osti. Leyndarmál Sigmars: Gott er að sjóða lærin með rjúpnasoðinu í u.þ.b. 45 mínútur. Þá eru teknar fjórar matskeiðar af rjúpnasoði, tvær matskeiðar af smjöri og ein matskeið af sojasósu og biandað hressilega saman í skál og lærin borin fram með þessari sósu sem smakk meðan fjölskyldan bíður eftir rjúpunum og kokkurinn dreypir á rauðvíni kvöldsins. Rauðkál Eitt rauðkálshöfuö, tvö græn epli, tvær matskeiðar smjör, sex einiber, tveir dl. vatn, hálfur dl. balsa- mikedik, ein teskeið sykur, salt og pipar. Vinnulýsing: Stilkurinn skorinn frá rauðkálinu og kálið skorið í þunna strimla. Eplin skræld og skorin í bita, hver biti eins og sykur- moli. Rauðkál og epli steikt í smjöri í potti. Vatninu bætt samanvið og rauðkálið soðið við vægan hita í 30 mínútur. Þá er balsamikediki, sykri, salti og pip- ar bætt saman við og rauðkálið soðið í 20 mínútur í við- bót. Hinsegin Waldorf-salat Tvær perur, einn sellerí- stöngull, ein matskeið val- hnetuflögur, tvær mat- skeiðar sýrður rjómi, ein matskeið majones. Perurnar flysjaðar og skomar í hæfilega stóra bita. Sellerístöngullinn skorinn í þunn- ar sneiðar. Sýrðum rjóma og majonesi bland- að saman. Þessu öllu er svo blandað saman við perurnar. Sal- atið er svo kælt í ísskáp í klukku- tíma. Að lokum Ágætt er að hafa pönnusteiktar kartöflur með rjúpunum og góða berjasultu, helst gerða úr aðalblá- berjum, sem gjarnan hafa verið tínd á Ströndum. Ekki sakar að hafa gott rauðvín með rjúpunum, það auðveldar meltinguna og gefur ímyndunar- aflinu lausan tauminn þegar farið er að segja veiðisögur haustsins. RJúuur tmJm m f ijrir fjúru Rjúpnaveiðin hefur gengið vel hjá Sigmari í ár. „Mér hefur gengið betur en undanfarin tvö ár. Að vísu hefur veiðin verið frekar dræm hér á höfuðborgarsvæðinu, en betri víð- ast hvar annars staðar á landinu. Rjúpnastofninn er í lágmarksupp- sveiflu, eins og kallað er, en á móti kemur að það hefur viðrað vel til veiðanna." Á heimavelli við eldavélina Sigmar segir að í sínum huga séu rjúpan og aðfangadagskvöld sam- ofnir og óaðskiljanlegir þættir í jólahaldinu: „Það eru engin jól án rjúpna,“ segir hann með þunga og við höldum heim á leið þar sem Sig- mar ætlar að sýna mér ákveðið til- brigði við að matreiða þennan ágæta fugl, sem svo lengi hefur verið jólamatur fjölmargra fjöl- skyldna, kynslóð fram af kynslóð. Sigmar segir ennfremur að það, að veiða rjúpuna sjálfur auki gildi þessarar hefðar í sínum huga. „Pabbi veiddi sínar rjúpur sjálfur og það gerði afi einnig á undan hon- um.“ Við eldavélina er Sigmar á heimavelli. Eftir að hafa hamflett rjúpuna æfðum handtökum hefst hann handa við matreiðsluna. „Ég ætla aðeins að bregða út af þessari hefðbundu aðferð, sem flestir fara eftir við matreiðslu á jólarjúpunni. Það er líka óþarfi að vera endur- taka það, því þá aðferð kunna flest- ir,“ segir hann. Á heimili Sigmars er þessi aðferð kölluð „að hætti pabba“, en kona hans, Helga Thor- berg, vill aðeins matreiða rjúpurn- ar á hinn „klassíska“, íslenska hátt og kallast sú aðferð „að hætti mömmu“. Hér skal ekki farið út í smáatriði varðandi framgang eldamennsk- unnar, en af látbragði Sigmars og fasi mátti ráða að hann umgengst eldhúsið og hráefnið með mikilli virðingu, ekki síður en náttúruna og dýr merkurinnar þegar hann gengur til veiða. Og um bragðið þarf ekki að fjölyrða, enda geta les- endur sjálfir sannreynt það af með- fylgjandi uppskrift. Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær, út um hamra hjalla, hvít með loðnar tær, brýst í bjargarleysi, ber því hyggju gljúpa, á sér ekkert hreysi útibarin rjúpa. Valureráveiðum, vargur í fuglahjörð, veifar vængjum breiðum, vofiryfirjörð, otar augum skjótum yfir hlíð og lítur kind, sem köldum fótum krafsar snjó og bítur. Rjúpa ræður að lyngi, - raun er létt um sinn, - skýst í skafrenningi skjótt í krafsturinn, tínir mjöllu mærri mola, semafborði hrjóta kind hjá kærri, kvakar þakkarorði. Valur í vígahuga varpar sér á teig, eins og fiskifluga fyrst úr löngum sveig hnitar hringa marga. Hnífill er að bíta. Nú er bágt til bjarga, blessuð rjúpan hvita! Elting ill er hafin. Yfir skyggir él. Rjúpan vanda vafin veit sér búið hel. Eins og álmur gjalli, örskot veginn mæli, fleygist hún úr fjalli að fá sér eitthvert hæh. Mædd á manna besta miskunn loks hún flaug, inn um gluggann gesta guðs í nafni smaug. Uti garmar geltu, gélið hrein í valnum. Kastar hún sér í keltu konunnar í dalnum. Gæðakonan góða grípur fegin við dýri dauðamóða, - dregur háls úr lið. Plokkar, pils upp brýtur, pott á hlóðir setur, segir: „Happ þeim hlýtur!“ - og horaða rjúpu étur. Jónas Hallgrímsson Þér birtist ný lífsýn Gunnar Dal áritar Lögmálin hjá Eymundsson í Austurstræti laugardag kl. 14 - 15, sunnudag kl. 14 - 15 og sunnudag kl. 13 - 14 í Hagkaupi, Kringlunni / A metsölulistum: fHt>t0mtbIðbÍb hreinasta perla.“ Sólveig Eiríksdóttir „... hvetjandi og gefandi lesning ... djúp viska.“ Jón Baldvin Hannibalsson „... þýðing Gunnars Dal er meistaraverk.“ Signrjón Sighvatsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.