Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 49 okkar systkina að minnast hennar í fáeinum orðum. Auðvitað ná þau orð ekki að tjá nema lítið brot af öilu því sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um ömmu. Þess- ar minningar eiga það þó sam- eiginlegt að yfir þeim er birta og heiðríkja. Það sem einkenndi iíf ömmu öðru fremur var hjarta- gæska og þörfin á að næra og gefa öðrum. Það voru hennar ær og kýr og að því vann hún með einum eða öðrum hætti allt sitt líf. Ohætt er að segja að Kristín amma okkar hafi lifað tímana tvenna. Þær breytingar á mannlíf- inu sem hún fylgdist með og tók þátt í á langri ævi eru í raun með ólíkindum. Aðstæður til heimilis- halds og búskapar hafa tekið mun meiri breytingum á þeim tíma sem hún lifði, heldur en frá söguöld og fram að þeim tíma sem hún fæddist. Hún sagði sjálf að mesta byltingin sem hún upplifði hefði verið tilkoma rafmagns og renn- andi kranavatns. Þetta sem okkur þykir svo sjálfsagður hluti af dag- legu lífi og eigum erfitt með að vera án þó ekki sé nema stutta stund, var eðlilega bylting í augum ömmu því hún hafði þurft að lifa án þess þangað til hún og afi fluttu í Þórunnarsel 1936. Amma var ótrúlega minnug og það var alltaf gaman að hlusta á hana segja frá. Hún var fædd á Gilsbakka í Öxarfirði 25. október 1906, ein af fjórtán systkinum. Hún sagði okkur frá æskuárunum heima á Gilsbakka, þar sem hún hefur snemma þurft að taka til hendinni ásamt systkinum sínum. Við sáum hana fyrir okkur unga stúlku skoppandi á sauðskinns- skóm á milli þúfna í leit að lömb- um. Hún sagði líka frá þeim vikum sem hún sat á skólabekk hjá far- kennara og presti áður en hún fermdist að ógleymdum deginum þegar hún, tæplega tvítug, kom sem ráðskona fram á Svínadal. Hún talaði um að það liði sér seint úr minni þegar hún í fyrsta sinn horfði yfir Vesturdalinn og Hljóða- kletta, upp með Jökulsárgljúfri og heim að Svínadal. Sá staður átti alltaf eftir að skipa sérstakan sess i hjarta hennar. A Svínadal kynnt- ist hún Jóni afa og þar bjuggu þau saman og eignuðust flest sín börn. Það var sérstaklega mikils virði að koma með ömmu fram á Svínadal og hlusta á hana segja frá. Allar sögurnar hennar urðu ljóslifandi fyrir augunum á okkur okkur Gísla mikils virði, þegar'við giftum okkur um páskana og þið drifuð ykkur norður, þú oj* Viddi. Þú sagðist nú ekki láta veikindin aftra þér frá að koma. Svo komuð þið aftur um Verslunarmannahelg- ina, en þá var Gísli því miður á sjó eins og oft er. Ég var úti á snúru þegar ég heyrði kallað hátt um miðjan dag, „góða kvöldið, þetta er hún Þorbjörg frá Vestmannaeyj- um“. Ég held að flestir í götunni hafi heyrt í þér. Og það var mikið hlegið. En svona varst þú, það gustaði af þér. Enda áttir þú marga vini Tobba mín. Það leið varla sá dagur sem að einhver kíkti ekki inn. Eins og þú sagðir, alltaf bul- landi gestagangur. Maður kom aldrei að tómum kofanum, þú pass- aðir það nú, að það væri alltaf eitt- hvað með kaffinu. Ég gleymi því ekki hvað þú varst stolt amma þegar þú fékkst að halda á dóttur okkar, henni Sylvíu Rut undir skírn. Litlu tönginni eins og þú kallaðir hana. En því miður fær hún ekki að kynnast þér, en hún á eftir að eiga minningarnar um allar myndirnar þar sem þið eruð saman. Elsku Tobba, nú ertu komin til móður þinnar. Ég kveð þig með söknuði. Elsku Viðar, Einar, Gísli, Gunnar og flölskylda, megi Guð styrkja okkur í þessari miklu sorg. Þú sæla heimsins svalalind, 6, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. sem hlustuðum og munu búa með okkur meðan við lifum. Þó að amma byggi um tveggja áratuga skeið í Reykjavík, fyrst á Flókagötu og síðar á Þórsgötu, átti hugur hennar og hjarta þó alltaf heima fyrir norðan og þang- að flutti hún aftur 1986. í Reykja- vík var alltaf gott að koma í heim- sókn til hennar og ósjaldan hringdi hún og bauð manni að koma og borða hjá sér. Þó að maður kæmi án þess að gera boð á undan sér var alltaf eins og hún gæti galdrað fram svignandi veisluhlaðborð. Henni gat líka sárnað mjög ef maður gaf sér ekki tíma til að borða hjá henni. Hún var snillingur að útbúa mat. Hvort sem um var að ræða hinar margbreytilegu af- urðir sauðkindarinnar eða fjalla- grasamjólk, hennar víðfrægu flat- kökur og steiktu kleinur, sykraðar pönnukökur og fleira góðgæti að ógleymdu laufabrauðinu, sem maður fékk hvergi betra en hjá henni. Hún lagði alúð og metnað í alit sem hún gerði og það var ómögulegt að fara svangur úr hennar húsum. Einu sinni bað hún mig að koma og finna sig á Þórsgötunni. Þá var ég á leiðinni norður í Aðalvík. Hún hafði áhyggjur af að ömmu- strákurinn hennar væri að leggja í langferð án þess að fá góðan morgunmat áður. Ekki fannst henni nóg að ég fengi að borða hjá henni og flatkökur í nesti, heldur var hún líka búin að pijóna á mig þessa fínu lopapeysu sem ég notaði mikið næstu árin. Þegar ég þakkaði henni fyrir peysuna vildi hún helst gefa mér aðra. Þannig var amma. Sístarfandi og sífellt gefandi. Fyrir rúmum mánuði hélt amma upp á 90 ára afmæli sitt. Hún var þá ennþá hress í huganum, þó svo að líkamlega væri hún ekki jafn vel á sig komin og áður. Hún rifj- aði upp gamlar minningar frá Svínadal og sagði frá geit sem hún átti og dapurlegum örlögum kið- linga sem hún missti. Ég var þakk- látur fyrir að fá enn eitt tækifær- ið til að hlusta á ömmu segja frá og fá að halda um vinnulúnar hendur hennar í síðasta sinn. Það var ekki svo lítið sem þessar hend- ur höfðu fengist við á langri ævi. Við systkinin þökkum ömmu allt sem hún gaf okkur. Guð geymi þig elsku amma og blessi minningu þína alla tíð. Magnús Valur Pálsson. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin min, - ég trúi og huggast læt. (Kristj.J.) Þín tengdadóttir, Svava. Elsku amma, við munum seint gleyma þessum degi, þegar mamma sagði okkur að þú værir farin upp til Guðs, og að nú liði þér vel, því þú varst búin að vera svo mikið lasin. Það er svo erfitt að vera lítill, og skilja ekki tilgang lífsins, af hveiju þú varst tekin svo fljótt frá okkur. Sylvía Rut sem var augasteinn- inn þinn var svo lítið búin að kynn- ast þér. En við munum segja henni hve góð amma þú varst. Elsku amma, Guð geymi þig, eins og þú sagðir alltaf við okkur. Megi Guð vera með okkur og styrkja. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Siguij.) Hafdís Björk, Hreinn Marinó og Sylvía Rut. KRISTIN ÁRNADÓTTIR + Kristín M. Árnadóttir var fædd á Breiðumýri í Vopnafirði 6. ág- úst 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. des- ember siöastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi á Breiðumýri og síðar Áslaugar- stöðum og kona hans Hólmfríður Jóhannesdóttir. Systkini Kristínar er upp komust voru Ármann, Jóna, Guðni, Jóhanna, Pétur Kr., Dagbjört og Þórar- inn. Hinn 20. október 1934 giftist Kristín Ólafi Ó. Þórðarsyni bónda og hreppssljóra frá Æsu- stöðum i Mosfellssveit , f. 22. janúar 1904, d. 27. júní 1989. Börn þeirra eru: 1) Þórir, f. 27. 1. 1936, maki Ingunn Valtýs- dóttir og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. 2) Arn- fríður, f. 17. 6. 1937, d. 26. 1. 1995, maki Bruno Hjaltested og eiga þau eitt barn og þrjú barnabörn. 3) Ólafur Kristinn, f. 28. 11. 1946, maki Þórunn Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Útför Kristínar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Það er svo margt að minnast á frá morgni æskuljósum er vorið hló við bamsins brá og bjó sig skarti og rósum. Við ættum geta eina nátt vom anda látið dreyma um dalinn ljúfa i austurátt þar átti hún mamma heima. (Einar E. Sæmundsen) Jesús sagði: Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. Það ljós hefur hún tengdamóðir mín örugglega, jafnmikil öðlingskona og hún var. Hún kvaddi þennan heim með æðruleysi og hetjulund eftir dvöl á sjúkrahúsi lengst af þessu ári. Hún hafði lifað tímana tvenna og kunni frá mörgu að segja. Kristín Málfríður Árnadóttir fædd- ist og ólst upp á Vopnafirði, næst elst tíu systkina. Ung fór hún í vist til séra Jakobs á Hofi og flutti um tvítugt með skyldmennum hans suður í Reykjahlíð í Mosfellsdal. Þar kynntist hún ungum bónda- syni af næsta bæ, Ólafi á Æsustöð- um, og giftust þau 1934. Ári síðar byggðu þau sér nýbýli á Varma- landi við hverasvæði á Æsustaða- jörðinni og stunduðu þar margþætt- an búskap, m.a. garðyrkju í þijátíu ár. Þá brugðu þau búi og fluttu á Fálkagötuna í Reykjavík. Þau eign- uðust þijú börn, Þóri, Arnfríði (Bíbí) og Ólaf Kristin. Andlát einkadóttur- innar fyrir tæpum tveimur árum var mikið áfall fyrir Kristínu en samband þeirra var mjög náið. Ekki höfðu þau hjón Ólafur og Kristín búið í mörg ár er húsmóðir- in veiktist af berklum og varð að dvelja langdvölum á Landakotsspít- ala og Vífilsstöðum. Geta má nærri að ótti var við þennan skæða sjúk- dóm yfir heimilinu, en systur Krist- ínar og fleiri aðstoðuðu Ólaf við heimilishaldið og ungu börnin í nokkur ár. Með aðstoð snjallra lækna á Vífílsstöðum náði Kristín fullri heilsu eftir margra ára bar- áttu. Hjónaband þeirra hjóna var sér- lega kært og heimilisfaðirinn bar konu sína á höndum sér alla tíð. Kristín var mikil hannyrða- og saumakona og saumaði margan kjólinn og blússuna fyrir sveitunga sína, vini og vandamenn á þeim dögum er úrvalið í verslunum var minna en nú. Það nægði að koma með efni og hugmynd eða mynd af kjól til hennar, tekin voru mál og umbeðin flík saumuð. Dætur mínar fóru ekki var- hluta af þessari náðar- gáfu ömmu sinnar því ár eftir ár voru þær í jólakjólum saumuðum af henni og fermingar- dragtirnar saumaði hún einnig. Kristín var mjög félagslynd enda gott að umgangast hana. Hún starfaði um langt árabil í Kvenfé- lagi Mosfellssveitar og húsbóndinn var alla tíð virkur í félags- og sveitarstjórnar- málum. Kristín hafði yndi af ferða- lögum og mér er minnisstæð ferð með þeim hjónum til Parísar og London sem lauk með siglingu heim á Gullfossi. Mér var hún einstaklega góð tengdamóðir sem gott var að eiga að og þess nutu barnabörnin í ríkum mæli. Hún lifði mesta umbótatíma- bil í sögu íslands, fæddist i torfbæ, lifði breytta búskaparhætti í sveit og endaði lífshlaupið í húsi fyrir aldraða með útsýn yfir sundin blá til Esjunnar. Blessuð sé minning tengdamóður minnar. Hún lifi í friði. Ingunn Valtýsdóttir. Kveðjustundin er runnin upp og tengdamóðir mín hefur lagt af stað í ferðina, sem allra bíður. Hugurinn leitar aftur í tímann, allt til þess, þegar ég fór með konuefninu mínu í fyrstu heimsókn til tilvonandi tengdaforeldra minna, sæmdar- hjónanna Kristínar Árnadóttur og Öiafs Þórðarsonar, hreppstjóra að Varmalandi í Mosfellsbæ. Ekki ætla ég að rekja þá sögu hér, en fljót- lega eftir að ég kvæntist dóttur þeirra, Arnfríði, sem flestir þekktu undir nafninu Bíbi, tóku foreldrar okkar beggja okkur sem dóttur og syni. Jafnframt hófust mikil og góð kynni milli foreldra okkar, sem stóðu, meðan allir lifðu. í yfir 20 ár voru gagnkvæmar heimsóknir og sameiginleg ferðalög, sem við og fleiri úr fjölskyldunum tókum þátt í. Þetta voru góð ár. En svo fór aldurinn og veikindi að segja til sín og árunum 1987-1989 létust foreldrar mínir Magnús og Guðrún og Ólafur tengdafaðir minn. Kristín var orðin ein eftir af þessari kyn- slóð. En næstu árin á eftir heimsótti Kristín okkur Bíbí oft og gisti stundum marga daga í senn og var þá oftast tekið í spil á kvöldin. Þá kynntist ég Kristínu enn betur og alltaf að góðu einu. Þessum dögum lauk eins og öðrum vegna veikinda og eftir að hún missti einkadóttur sína fyrir tæpum tveimur árum fannst henni, þrátt fyrir mikla um- hyggju sona hennar Þóris og Ólafs, barnabarnanna, svo og annarra í fjölskyldunni, lífið verða tilgangs- lausara jafnframt því, sem heilsunni fór skyndilega að hraka. Og nú er hún 811. Betri tengdaforeldra en Kristínu og Ólaf hlýtur að vera erfitt að finna. Hlýja, hreinskilni, umhyggja og heiðarleiki í öllu einkenndi þessi hjón. Aldrei hljóp snurða á þráðinn milli okkar. Þetta hlýtur að vera fágætt. Það er margt, sem hægt er að minnast á hér, sem yrði of langt mál. Þetta eru aðeins fáein fátæk- leg kveðjuorð til þín Kristín mín. Guð blessi þig á þeirri leið, sem þú hefur nú lagt út á. Kærar þakkir fyrir allt. Bruno Hjaltested. Hún amma var alveg einstök. Frá því að ég var smástrákur á Laugarvatni og fram til síðasta dags minnist ég þess hvernig hún amma fylgdist með allri fjölskyld- unni af áhuga, hvort heldur við nám okkar, leik eða störf. Heimsóknir þeirra ömmu og afa til okkar á Laugarvatni þegar ég var lítill strákur eru mér minnis- stæðar. Man ég eftir því að maður fylgdist spenntur með hveijum bíl sem kom eftir þjóðveginum því að amma og afi voru að koma. Þegar fjölskyldan flutti í Birkigrund þá var það fyrsti langi leiðangur okkar bræðranna á hjóli að fara til ömmu og afa á Fá'.kagötu. Þar iærði mað- ur að spila á spil. Mikið spilaði hún amma og ef hún hafði ekki spilafé- laga þá lagði hún kapal. Oft fylgd- ist maður með og kenndi hún manni hvernig best væri að haga sér í spihim. Á háskólaárunum bjuggum við Hrefna á tímabili beint á móti ömmu á Fálkagötu. Komum við þá oft við hjá henni á leið okkar úr skólanum og færðist yfir mann ein- hver ró við að koma til hennar. Alltaf var hún róleg, yfirveguð og ánægð og losnaði maður oft við óþarfa streitu við stutta heimsókn til hennar. Amma fylgdist með þjóðmálun- um af miklum áhuga og öllu því sem var í fréttum á hveijum tíma. Gat það jafnvel borið við að hún var betur að sér en ég í málum sem starfa minna vegna ég hefði átt að vera mjög upplýstur um. En engin frétt fór framhjá ömmu og allt fram á allra síðustu daga hennar fylgdist hún með öllu sem fram fór. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, i þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku amma, bestu þakkir fyrir allt. Böðvar Þórisson. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, LAUFEY ÁRNADÓTTIR, lést 6. desember sl. Valgerður Valsdóttir, Ingimundur Sigfússon, Valur Valsson, Guðrún Sigurjónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KARL PÁLSSON, Birkivöllum 26, Selfossi, lést á Landspítalanum 5. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Lára Björnsdóttir, Ragnar Snær Karlsson, Málfrfður Jóhannsdóttir, Kristrún Karlsdóttir, John Lowrey og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.