Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MiNIMINGAR
BENEDIKT
KRISTJÁNSSON
+ Benedikt _ Kristjánsson
fæddist í Álfsnesi á Kjalar-
nesi 8. mars 1904. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn
22. nóvember síðastliðinn og
fór útför hans fram frá Lága-
fellskirkju 6. desember.
Hann kom ríðandi í hlaðið á
Reykjum fyrir rúmum þrjátíu árum.
Hafði þijá brúna til reiðar og póló-
derhúfu úr brúnu leðri á höfðinu.
Ég man þetta eins og það hefði
gerst í gær. Derhúfan sú var reynd-
ar eitt af einkennismerkjum Binna
lengi vel. Hann hafði hana jafnan
á höfðinu þegar hann reið út og
við önnur hátíðleg tækifæri.
Hann var greinilega hrifinn af
brúna litnum, enda átti hann yfir-
leitt brúna hesta. Það var einhvern
veginn ekki viðeigandi að sjá Binna
á öðruvísi litum hestum. Og ekki
var tildur i kringum nafngiftimar:
Brúnka gamla, Litla-Brúnka,
Brúnki (sem hét nú reyndar „Hann
Brúnn minn“ fullu nafni) og Stóri-
Brúnn, svo einhveijir séu nefndir
til sögunnar af þessum vinum Binna
í gegnum tíðina.
Það fylgdi því nokkur eftirvænt-
ing að fá Binna í hópinn að Reykj-
um. Hann var þekktur í héraðinu,
einkum að hestamennsku. Hann var
skeiðmaður, líkt og frændur hans,
Geiri í Gufunesi og Jón í Varma-
dal. Skeið var þá talin göfugust
hestaíþrótta og frægðarljómi staf-
aði af góðum skeiðmönnum. Þegar
Binni var sestur á bak var eins og
maður og hestur rynnu saman í
eina fullkomna heild. Þá kemur mér
jafnan í hug atvik sem verður mér
ætíð minnistætt. Það var langt liðið
á einn reiðtúrinn. Binni reið Stóra-
Brún, en Stóri-Brúnn var glæsileg-
ur hestur, kröftugur og viljugur en
á stundum rokgjarn. Það var langt
liðið á túrinn og hann búinn að fá
sér „svima í andlitið og orðinn þó-
dáldið óskýr í efri tasíunni," svo
notuð séu hans eigin orð. Hann fór
á bak Stóra-Brún, með nokkrum
erfíðismunum og hesturinn tók á
rás. Skiptir engum togum að hann
hendist fram af rofabarði, ofan í
drulluna fyrir neðan og barðist þar
um nokkuð við að komast á þurrt.
Það gekk ekki lítið á þegar Stóri-
Brúnn var annars vegar en Binni
haggaðist ekki; var eins og límdur
á hestinn. Flestir hefðu sjálfsagt
lent einhvers staðar úti í móa við
slíkar aðfarir.
Við krakkarnir sóttumst eftir að
vera með honum við vinnu. Hann
var bamgóður og ólatur að segja
okkur til og leiðbeina. Manni leið
einhvem veginn eins og fullgildum
samstarfsmanni með honum. Það
virkaði hvetjandi, enda hafði maður
metnað og löngun til að sýnast eldri
og verða tekinn í hóp fullorðinna,
helst sem fyrst.
Með tímanum fóru sukksamir
menn að venja komur sínar til Binna
og hann tók þátt í „gleðinni". Það
fór greinilega ekki vel í hann og
svo fór, að hann flúði sollinn og fór
austur í Fljótshlíð, þar sem hann
undi hag sínum vel hjá Garðari á
Lambalæk og síðar Kristjáni og
Helgu Jömndar. Það var greinilegt
að Fljótshlíðarárin höfðu góð áhrif
á hann. Síðustu árin dvaldi hann í
hominu hjá foreldmm mínum á
Reykjum. Þar undi hann hag sínum
vel, enda starfaði hann svo lengi
sem kraftar entust við hirðingu á
hrossum og fé, og lét honum það
afar vel. Hann var góður og um-
hyggjusamur hirðir; þótti greinilega
mjög vænt um skepnurnar og lét
þær aldrei skorta neitt.
Nú eru vistaskipti hjá Binna og
hann horfinn á vit nýrra ævintýra.
Hann var sjálfsagt hvíldinni feginn
enda orðinn lélegur til heilsunnar
og ekki lengur fær um lifa og starfa
innan um búfénaðinn og stunda
reiðtúra; sem var jú hans líf alla
tíð. Hann skilur eftir sig ótal ljúfar
og lifandi minningar sem munu
fylgja mér um aldur og ævi. Hafí
hann kæra þökk fyrir samfylgdina.
Ég mundi ekki hafa viljað missa
af henni. Blessuð sé minning Bene-
dikts Kristjánssonar.
Bjarni Snæbjörn Jónsson.
t
Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við and-
lát og útför
GUÐRÚNAR KRISTINSDÓTTUR
fyrrv. einkaritara,
Klapparstíg 1a.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórður Sverrisson.
t
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
RÓSU KRISTINSDÓTTUR
frá Árhóli,
Dalvík.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Kristinsdóttir,
Njáll Skarphéðinsson,
María Jónsdóttir
og fjölskyldur.
t
Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýju við
andlát og útför föður okkar, tengdaföð-
ur, afa og langafa,
STEFÁNS JÓHANNSSONAR,
Heiðargerði 5.
Sigrún Stefánsdóttir,
Hólmfríður Stefánsdóttir,
Ólafur Stefánsson,
Stefama Stefánsdóttir,
Jóhanna Stefánsdóttir,
Garðar Halldórsson,
Sigurður Samúelsson,
Gunnhildur S. Alfonsdóttir,
Baldur Eyþórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
ANNAR SUNNUDAGUR í AÐVENTU
Aðventukvöld
í Kópavogi
AÐVENTUKVÖLD Kórs Hjalla-
kirkju verður haldið í Hjallakirkju
í Kópavogi sunnudagskvöldið 8.
desember kl. 20.30. Sígildir jóla-
söngvar verða fluttir af kómum.
Efnisskráin verður fjölbreytt
með kvennakór, karlakór, kvartett
og tvísöng. Sigríður Gröndal sópr-
ansöngkona syngur einsöng. Und-
irleik annast Lára Eggertsdóttir.
Stjórnandi kórsins er Oddný Jóna
Þorsteinsdóttir organisti.
Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.
Aðventusam-
koma Átthaga-
félags
Strandamanna
ÁRLEG aðventusamkoma Kórs átt-
hagafélags Strandamanna verður í
Bústaðakirkju sunnudaginn 8. des-
ember kl. 16.30. Kórinn ásamt
barnakór flytur jólalög undir stjórn
Þóm Guðmundsdóttur.
Svanur Valgeirsson syngur ein-
söng. Píanóleikari er Brynhildur
Ásgeirsdóttir. Einnig verður leikið
á þverflautur og gítar og Sæunn
Andrésdóttir segir frá jólunum í
skáldskap Stefáns frá Hvítadal. Á
eftir er kaffihlaðborð og er það
innifalið í aðgangseyri.
Aðventuhátíð í
Grafarvogskirkju
Árlegt aðventukvöld verður
haldið á sunnudag í Grafarvogs-
kirkju. í þetta sinn verður hátíðin
haldin í aðalsal kirkjunnar, en
áður hefur þar farið fram guðs-
þjónusta og tónleikar á liðnu vori.
Síðan þá hafa verið þó nokkrar
framkvæmdir í kirkjuskipinu, m.a.
hefur verið lagt í öll gólf kirkjunn-
ar.
Eins og fyrr verður dagskráin
fjölbreytt. Kór Grafarvogskirkju
mun syngja jólalög undir stjórn
Harðar Bragasonar organista og
kórstjóra. Unglinga- og bamakór
mun syngja undir stjórn Áslaugar
Bergsteinsdóttur. Söngkonan Em-
iliana Torrini syngur við undirleik
Jóns Ólafssonar.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson,
kennari við Foldaskóla, flytur
frumsamin ljóð. Fermingarbörn
úr yngri deild æskulýðsfélagsins
flytja helgileik. Skólahljómsveit
Grafarvogs leikur frá kl. 20.00 í
aðalsal kirkjunnar undir stjórn
Jóns Hjaltasonar. Eiríkur Örn
Pálsson leikur á trompet, Birgir
Harðarson á bassa, Guðlaug As-
geirsdóttir á flautu. Nemar úr
Tónlistarskóla Grafarvogs spila.
Athöfnin endar með fjöldasöng
kirkjugesta.
Aðventuhátíð
Grindavíkur-
kirkju
Aðventuhátíðin verður haldin á
sunnudagskvöld kl. 20.00. íjöl-
breytt dagskrá í táli og tónum.
Jólasaga og stutt hugleiðing sókn-
arprests. Fermingarbörn flytja
helgileikinn „Heródes könungur
og konungur konunganna". TTT-
krakkarnir leika stuttan helgileik
um „Ljósið" og syngja jólalag.
Stjórnendur helgileikjanna eru
sóknarprestur og starfsfólk í ungl-
inga- og barnastarfi. Barnakórinn
flytur söngleikinn „Litla ljót“.
Stjórnendur Siguróli Geirsson og
Vilborg Siguijónsdóttir. Kór
Grindavíkurkirkju syngur hátíðar-
söngva. Elstu krakkarnir í barna-
kórnum syngja nokkur lög og
einnig verður almennur söngur
með þátttöku kirkjugesta. Stund
fýrir alla fjölskylduna.
*
Aðventuhátíð Ar-
bæjarsafnaðar
Aðventuhátíðin verður haldin í
Árbæjarkirkju sunnudaginn 8.
desember, 2. sd. í aðventu og hefst
kl. 20.30. Dagskrá aðventukvölds-
ins verður á þessa leið: Formaður
sóknarnefndar, Jóhann Björnsson,
setur samkomuna. Kirkjukór Ár-
bæjarkirkju syngur undir stjórn
organistans, Kristínar Jónsdóttur.
Sr. Þór Hauksson, prestur Árbæj-
arsafnaðar, flytur ávarp. Þuríður
Sigurðardóttir syngur einsöng við
undirleik Kristínar Jónsdóttur. Sr.
Heimir Steinsson, útvarpsstjóri,
flytur ræðu. Barnakór Árbæjar-
kirkju syngur undir stjórn Mar-
grétar Mannheim og loks verður
helgistund í umsjá sóknarprests,
sr. Guðmundar Þorsteinssonar.
Fermingarbörn lesa ritningar-
lestra, stutt hugleiðing, aðventu-
ljósin tendmð og sálmur sunginn.
Að athöfn lokinni er kirkjugest-
um boðið að þiggja veitingar í
safnaðarheimili kirkjunnar. Kynn-
ir á aðventusamkomunni Sigur-
laug Kristjánsdóttir, ritari sóknar-
nefndar. Állir em boðnir hjartan-
lega velkomnir.
Dagur
skírnarinnar í
Dómkirkjunni
Á sunnudaginn kemur, 8. des-
ember, verður minnst þeirra
tengsla sem Reykvíkingar, eldri
sem yngri, hafa við Dómkirkjuna
fyrir skírn sína í því aldna guðs-
húsi. Af því tilefni verður helgi-
stund fyrir allan aldur í Dómkirkj-
unni kl. 15.
Þar verður flutt tónverkið
„Leyfið börnunum að koma til
mín“ eftir Jón Ásgeirsson, tón-
skáld. Flytjendur verða Dómkór-
inn, Kór Vesturbæjarskólans og
einsöngvarar Sigrún Vala Þor-
grímsdóttir og Eiríkur Hreinn
Helgason. Pavel Manasék leikur á
orgelið og Kristín Valsdóttir og
Marteinn H. Friðriksson stjórna.
Eftir almennan söng, stutta
hugleiðingu og bæn verður sleginn
hringur um kirkjuna og sunginn
jólasálmurinn „Bjart er yfir Betle-
hem“. Þetta er næst á undan
tendmn jólatrésins á Austurvelli.
Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Aðventukvöld
í Óháða
söfnuðinum
Aðventukvöld/endurkomukvöld
verður sunnudagskvöldið 8. des-
ember kl. 20.30 í kirkju Óháða
safnaðarins við Háteigsveg. Á
dagskrá verður kórsöngur undir
stjórn organista kirkjunnar, Pét-
urs Máté. Fiðluleikarinn Zbignier
Dubik og flautuleikarinn Martial
Nardeau leika saman ásamt org-
anistanum.
Ræðumaður kvöldsins verður
Ómar Ragnarsson fréttamaður og
safnaðarbarn í Óháða söfnuðinum
til margra ára. Að lokinni dagskrá
er kirkjugestum boðið að bragða
á smákökum í Kirkjubæ, safnaðar-
heimili Óháða safnaðarins.
Fríkirkjan í
Hafnarfirði
Aðventusamkoma verður
sunnudagskvöldið 8. desember í
Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst
dagskráin kl. 20.30 og verður fjöl-
breytt að venju.
Kirkjukórinn flytur séræft efni
og leiðir söng undir stjórn Þóru
Guðmundsdóttur og barnakór
kirkjunnar syngur undir stjórn
Sigríðar Ásu Sigurðardóttur.
Flautuleikaramir Petrea Ósk-
arsdóttir og María Cederborg
koma fram og þá mun Örn Arnar-
son syngja einsöng.
Sr. Árni Pálsson fyrrv. sóknar-
prestur í Kópavogskirkju flytur
aðventuhugleiðingu.
Sr. Einar Eyjólfsson.
Kvennakirkjan
Aðventumessa Kvennakirkj-
unnar verður haldin í Dómkirkj-
unni sunnudaginn 8. desember kl.
20.30. Umfjöllunarefni messunnar
verður aðventan. Séra Hanna
María Pétursdóttir prédikar.
Lesin verða jólaljóð og fjallað
um jólaundirbúninginn. Kristjana
Stefánsdóttir syngur lög af nýút-
kominni jólaplötu Jasskvartetts
Kristjönu Stefáns, „Ég verð heima
um jólin“. Kór Kvennakirkjunnar
leiðir söng á jólalögum undir stjórn
Bjameyjar Ingibjargar Gunn-
laugsdóttur og hljóðfæraleik Aðal-
heiðar Þorsteinsdóttur. Kaffi á
eftir í safnaðarheimilinu.
Gerðubergskór-
inn syngur í
Breiðholtskirkju
Á morgun, annan sunnudag í
aðventu, fáum við góða heimsókn
í Breiðholtskirkju í Mjódd. Þá kem-
ur Gerðubergskórinn, kór félags-
starfs aidraðra við Gerðuberg, og
syngur við messu kl. 14, en sú hefð
hefur skapast að kórinn syngi við
messu í kirkjunni þennan sunnudag
kirlq'uársins og hefur sú heimsókn
ávallt verið mjög vel heppnuð.
Að messu lokinni verður síðan
kaffisala til styrktar orgelsjóði
Breiðholtskirkju en nýlega var
ákveðið að ganga til samninga við
Björgviri Tómasson, orgelsmið, um
smíði 18 radda pípuorgels fyrir
kirkjuna. Er það von okkar, að sem
flestir safnaðarmeðlimir og aðrir
velunnarar kirkjunnar hafi tæki-
færi til að taka þátt í guðsþjón-
ustunni með okkur og styðja síðan
starf safnaðarins með því að
þiggja veitingar á eftir.
Sr. Gísli Jónasson.
Aðventuhátíð í
Háteigskirkju
Aðventuhátíð Líknar- og vinafé-
lagsins Bergmáls verður í Háteigs-
kirkju sunnudaginn 8. desember kl.
16.00. Á dagskrá verður fiðluleikur
ungra bama, Kór Bústaðakirkju
með einsöngvurum syngur undir
stjóm Guðna Þ. Guðmundssonar og
Svanhvít Pálsdóttir flytur hugvekju.
Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur ein-
söng, Gunnar Guðmundsson leikur
á dragspil og jólasálmar verða
sungnir. Að athöfn lokinni verður
veitingasala í safnaðarheimili kirkj-
unnar. Gleðilega hátíð!
Kolbrún Karlsdóttir.
Aðventukvöld í
Flateyrarkirkju
Aðventukvöld verður haldið í
Flateyrarkirkju laugardaginn 7.
desember. Samkór Vesturbyggðar
og blandaður kvartett flytja að-
ventusöngva. Stjómandi er Sandy
Miles og undirleikari John Gear.
Sóknarprestur flytur hugleiðingu.
í lokin verður kveikt á kertaljósum.
Sunnudaginn 8. desember er
barna- og fjölskylduguðsþjónusta
í Flateyrarkirkju kl. 11.15.
Gunnar Björnsson.