Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sent er heim til íbúa á höfuðborg- arsvæðinu tvisvar á dag, mánudaga til föstudaga, kl. 12-13 og 18-20, en á laugardögum frá kl. 11.30 til 14. Ef höfuðborgarbúar kaupa fyrir meira en 4.000 kr. er heimsending- arþjónusta ókeypis en kostar ann- ars 290 kr. Hægt er að panta vörur til kl. tvö á næturnar sem svo eru sendar heim í hús daginn eftir. Oft tekur það sólarhring lengur að koma pöntun til fólks á landsbyggð- inni en ef keypt er fyrir meira en 10.000 kr. kostar heimsendingin ekki neitt. 12.000 matvörur í póstverslun Arndís er einnig umsjónarmaður póstverslunar Hagkaups sem rekin er á sama stað, en í gegnum hana er hægt að fá sendar heim þær 12.000 matvörur sem fást í verslun Hagkaups í Kringlunni, auk þess sem fæst í sérversluninni á annarri hæð. „Fjöldi viðskiptavina versiar á netinu en hringir síðan eða mynd- sendir til okkar og bætir við inn- kaupalistann." í bígerð er að hafa sérstakt netfang fyrir þá sem hafa fyrirspurnir til starfsmanna eða vilja bæta við innkaupin. Netkaup er ársgamalt fyrirtæki sem hefur lítið sem ekkert verið auglýst en þó hafá viðskiptavinirnir ekki látið á sér standa I að ;sögn Arndísar. „Við vildum fara rólega af stað en nú erum nú komin á réttan kjöl og tilbúin í slaginn.“ Slóð Netkaups á alnetinu er: http://www.saga.is/netkaup. Mat- vörurnar eru þar flokkaðar á að- gengilegan hátt fyrir neytendur. „Það eina sem þarf að gera er að merkja viðkomandi vörutegundir, færa í innkaupakörfuna og þá fæst heiidarupphæðin uppgefin." í fyrsta sinn sem verslað er, velur viðskipta- / Morgunblaðið/Ásdís ARNDÍS Sigurgeirsdóttir segir sifellt fleiri notfæra sér netþjónustu og póstverslun Hagkaups. vinurinn lykilorð svo enginn annar geti verslað í hans nafni. „Fyrir þá sem versla oftar en einu sinni er í boði flýtilisti þar sem uppgefnar eru þær vörur sem pantaðar hafa verið áður, síðan er hægt að bæta nýjum vörum við þann lista,“ segir Arndís. Starfsmenn fyrirtækja, jafnt sem heimavinnandi húsmæður og -feður notfæra sér þjónustu Netkaups. Arndís segir fatlaða sem ekki eiga heimangengt vera meðal fastra við- skiptavina. „Hópurinri fer stækk- andi en enn sem komið eru það aðallega íbúar á Suðvesturhorninu sem versla hjá okkur.“ íslendingar í útlöndum hafa einnig notið góðs af þjónustu Netkaups. „Við höfum gert töluvert af því að senda jóla- hangikjöt út fyrir landsteinana í gegnum pöntun á netinu." Hjá Netkaupi og póstverslun Hag- kaups eru sex starfsmenn og oft er unnið að næturlagi við að tína til í matarkörfurnar. „Þá eru teknar þær þurrvörur sem pantaðar hafa verið og settar í körfu en kælivörum er síðan bætt við daginn eftir.“ Kynning kl. 13 Erla Björlc frá Makc U i") Forevcr Snyrtistofan HELINt FAGRA A6% OfPI Gervinaglak Laugavegur 1 O1 2. haeð (horni Snorrabrautar og Laugavegs) sími 55 1 61 60 Nilfisk Silver Jubile 5.000,-kr. afmælis- afsláttur fíAimælis- móclel í íi lúxus- ij útfærslu, f/ framleidd í tilefni 90 ára jj| fafmælis Nilfisk - kjarni málsins! iFOrax HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 IMEYTENDUR Söluaukning hjá matvöru- versluninni Netkaupi í desember Jólaös á alnetinu „FÓLK er greinilega farið að hugsa til jólanna því innkaupin hjá okkur hafa aukist mikið í desember meðal annars af hveiti, sykri og fleiri bök- unarvörum. Meira að segja er tölu- verð spurt eftir jólasteikinni," segir Arndís Sigurgeirsdóttir umsjónar- maður Netkaups, sem er tölvuversl- un Hagkaups, staðsett í Kringlunni. Stöðugt fleiri nýta sér verslunar- möguleika Netkaups að sögn Arn- dísar, en með því að vera tengdur við alnetið er hægt að panta um 2.000 matartegundir, grænmeti, mjólkurvörur, kjötvörur og þun-vör- ur og fá þær sendar heim í hlað. „Við seljum allt mögulegt matar- kyns, meira að segja ís til höfuð- borgarbúa." Von bráðar mun vöru- tegundum fjölga hjá Netkaupi, en til stendur að bæta við listann hin- um ódýru, sérmerktu matvörum Hagkaups. Á netinu er einnig að finna viku og hálfsmánaðartilboð matvöruverslana Hagkaups. Greiðslan er innt af hendi við afhendingu vörunnar, en allt er selt á sama verði og í öðrum versl- unum Hagkaups og hægt er að borga með greiðslukorti. Sent heim tvisvar á dag J)ásamlegar sannanir og dularfull fyrirbrigði Bþmi Guðmarsson og Póll ÁsgeirÁsgeirsson höfundar bókorínnar. Frægustu miðlar Islands settu þjóðfélagið á annan endann. Voru þeir i beinu sambandi við annan heim - eða ómerkilegir loddarar? „Þetta er stórmerkileg bók... Myndirnar eru ótrúlegar." (bþs - rúv) NYTT Fræðslubækl- ingur fyrir starfsfólk matvælafyrir- tækja FRÆÐSLUBÆKLINGUR urn hreinlæti starfsfólks í matvælafyr- irtækjum var að koma út. Hann heitir „Með allt á hreinu“ og er samstarfsverkefni Hollustuverndar, Fiskistofu og Embættis yfirdýra- læknis. Bæklingurinn á að höfða til starfsfólk í öllum gerðum mat- vælafyrirækja, hvort sem um er að ræða rækjuvinnslu, bakarí, mat- vöruverslun, sláturhús og svo fram- vegis, þó hreinlætiskröfur séu mis- miklar. Fjallað er um atriði sem eru á valdi starfsfólksins til að tryggja nauðsynlegt hreinlæti. Isterta - | frá Kjörís JÓLANÝJUNGIN frá Kjörís í ár er 8 manna vanilluísterta með marsíp- ani og súkkulaðibitum. Gott að vita TIL að koma í veg fyrir að skornir ávextir oxist og dökkni, má nudda skurðarfleti þeirra með sítrónu eða leggja ávaxtabitana í vatn með sít- rónusafa. Jólailmur í húsið AUÐVELT föndur sem flestir ráða við, jafnvel minnstu börnin, er að stinga negulnöglum í mand- arínu, appelsínu eða sítrónu. Það er óvitlaust að teikna mynstur á ávöxtinn og raða siðan negul- nöglunum eftir því. Hengið upp eða skreytið skál með þessum hætti og ekki sakar að setja nokkra kanilstangir með til að fá í húsið fullkomna jólalykt. kirsuberjatréð vesturgötu 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.