Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Til varnar uppeldis- og kennslufræði MÁL málanna undanfamar vikur, ofbeldi og fíkniefnaneysla unglinga gleymdust snarlega þegar birtar voru niðurstöður úr alþjóðlegri könnun á stærðfræði- og raungreinakunnáttu íslenskra barna. Fréttir af slælegri frammistöðu bamanna kom eins og skvetta úr næturgagni yfir sjálfumglaða þjóð- ina, þjóð sem hafði nýlega brosandi og ánægð skoðað auglýsingar frá íslenskum framleiðendum þar sem stóð að íslendingar væm fallegasta þjóð í heimi, og gáfaðasta þjóð í heimi! Við getum svo sem enn þá verið fal- legust, en það dugir skammt. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram frammistöðunni lélegu, m.a. að við eyddum svo miklum tíma í dönsku og móðurmál. Gaman væri að heyra álit viðkomandi kennara á því. Senni- lega eru flestar skýringarnar að ein- hveiju leyti réttar. Hér er um að ræða flókið samspil margra þátta, og því rétt að hrapa ekki að neinu. Eitt hefur þó vakið athygli mína umfram annað í umfjöllun blaðanna um málið. Það eru viðtöl og greinar við stærðfræðikennara og raun- greinamenn, þar sem ráðist er harka- lega að uppeídis- og kennslufræðum og þau talin til mestu óþurftar. Ummælin bera vott um hroka og vanþekkingu, enda hafa þessir menn ekki sjálfir neina reynslu af áður- nefndum fræðum. Jón Hafsteinn Jónsson, gamalreyndur stærðfræði- kennari í framhaldsskólum, segist (í Morgunblaðinu 19. nóv.), hafa „efa- semdir um gildi uppeld- is- og kennslufræða", og enn fremur „Ég held að aðalviðfangsefí skól- anna sé hið faglega, þá kemur hitt af sjálfu sér, eins og áður.“ Betur að satt væri og að við byggjum í hinum besta allra heima. Allir sem þekkja til kennslu vita að nemendur bíða sjaldnast opinmynntir af spenningi eftir að nema hin dásamlegu fræði lærimeistaranna. Kennarinn verður að vekja áhuga nemand- ans (og stundum hrein- lega að vekja nemandann!) Og þar dugar engin einföld vekjaraklukka. Sú „vekjaraklukka" nefnist kennslu- aðferðir. Þær geta verið mjög marg- víslegar. Súmar líkjast helst matreiðslu og af- greiðslu á skyndibita- stað, aðrar eru flókin listsköpun. Það má vel vera að einhveijir þurfi ekki að læra kennslu- fræði í skólum eða af bókum, rétt eins og margt annað, sem með- fæddir snillingar geta tileinkað sér á annan hátt. Sjálf vil ég hins vegar að mín börn njóti kennslu fagfólks sem ég get treyst að viti hvað það er að gera, rétt eins og ég vil að tannlæknir- inn þeirra hafi próf í tannlækningum og ökukennarinn réttindi til ökukennslu. Kennslu er hægt að líkja við margt, svo sem matreiðslu, leiklist, skurð- gröft og hnefaleika. í nútímasamfé- lagi er ef til vill einfaldast að líkja henni við sölumennsku. Það skilja allir (við vitum öllu hve nauðsynlegt er að selja fisk og ferðaþjónustu). Kennarar bjóða fram „vöru og þjón- ustu“ til sölu, en einn er sá munur á kennslu og sölumennsku að kennar- amir verða að sjá til þess að nemend- ur „kaupi“ með góðu eða illu. Mark- Markmiðið með kennslu er að miðla þekkingu, segir Þórey Einarsdóttir, og fá nemendur til að hlusta, hugsa og vinna. aðsfræði er vinsæl og gagnleg há- skólagrein, byggð á verslunar- og viðskiptafræðum. Kennslufræði er að nokkru leyti markaðsfræði kennsl- unnar, byggð m.a. á uppeldis- og sálarfræði. Markmiðið með kennslu er að miðla þekkingu og fá nemend- ur til að hlusta, hugsa og vinna. AIl- ir sem til þekkja vita að það getur verið erfitt að miðla blessaðri þekk- ingunni í stórum hópum fjörmikilla barna og unglinga, sem verða fyrir stöðugu áreiti úr öllum áttum daginn út og inn. Dægurmál umliðinna mánaða snerust um ofbeldi og fíkniefna- neyslu unglinga. Þegar slík mál ber á góma er iðulega bent á „ábyrgð skólanna". Hið sama má segja um fjölmörg önnur mál sem lúta að uppeldi og þroska barna og ungl- inga, en koma í sjálfu sér ekki kennslunni við. Krafan er jafnan sú að skólinn láti málið til sín taka og bregðist við. Skiptar skoðanir eru á því hvort rétt sé og sanngjarnt að skólinn sinni slíkum málum. Sjálf álít ég það óhjákvæmilegt. Heimili, skóli og samfélag í heild sjá í samein- ingu um uppeldi nútímabarna. Hvernig getur skólinn tekið á hinum ýmsu málum án þess að hafa á að skipa fólki með einheveija menntun í uppeldis- og sálarfræði? Við skulum kanna ástæður hinnar dapurlegu frammistöðu barna okkar vel og vandlega og fordómalaust. Það skiptir höfuðmáli fyrir framtíð þjóðarinnar að hér sé vel menntað fólk á öllum sviðum. Engar aðrar fjárfestingar eru mikilvægari. Höfundur er kennari og móðir. n ^ m Kínverskt veitingahús Nýbýlavegi 20, Kópavogi, sími 554 5022, fax 554 2333 Takið með heim: 5 rétta máltíð kr. 1.100 2ja rétta máltíð kr. 790 Borðað á staðnum: 5 rétta máltíð kr. 1.250 Veisluþjónusta Frí heimsending im Verslunin Tónaflóö hefur sérhæft sig í að bjóða upp á tónlist sem illfáanleg er í öðrum hljómplötuverslunum, á viðráðanlegu verði Lordagsbal - 2 CD verð 1899,- Vikingarna, Sven Ingvars, Sten og Stanley og fleiri. Alls 36 dansperlur. Frábært úrval af Jasstónlist frá Giants of Jazz á aðeins kr. 690,- Hundruðir klassískra titla á kr. 450.- Þýsk og Skandinavísk tónlist í úrvali Richard Clayderman - The Collection Nú getur þú eignast 20 vinsælustu lög þessa hugljúfa píanóleikara á einum geisladiski. ísjensk Poppsaga -Úrval af því besta 1972-1977 Á plötunni er að finna mörg vinsælustu lög þessa tímabils, t.d. Don't try to fool me, Blue Jean Queen, Jenny Darling, Rabbits og 5 áður óútkomin lög með hljómsveitunum Celsius og Póker. <£þzÍáx þábcemz iólaj)lötm verð 999,- Þú finnur þessa titla einnig hjá eftirfarandi söluaðilum: Akranes: Bókaskemman - Borgarnes: Kaupfél. Borgf. - Ólafsvík: Steinprent - Stykkishólmur: Versl. Ella Patreksfjörður: Geirseyrarbúðin - ísafjörður: Ljónið - Blönduós: Kaupfél. Húnvetninga - Sauðárkrókur: Versl. Hegri - Siglufjörður: Versl. Tumalína - Dalvík: Versl. Sogn - Akureyri: Bókval hljómdeild, Hagkaup Húsavík: Bókav. Þórarins Stef. - Vopnafjörður: Kauptún - Egilsstaðir: Versl. Skógar - Seyðisfjörður: Turnbræður Neskaupstaður: Tónspil - Eskifjörður: Trausti Reykdal - Djúpivogur: BH búðin - Hornafjörður: Hornabær Seifoss: KÁ - Vestmannaeyjar: KÁ-Tanginn - Keflavík: Hljómval - Hafnarfjörður: Músík og Sport Kópavogur: Tónborg - Reykjavík: Magasín,Taktur, Virgin Megastore Þar sem ódýru geisladiskarnir fóst! Bíldshöfða 18 Sími 567 1840 Og nú á nýjum stað Laugavegi 20 Sími 552 0181 (Aður Plötubúðin) Þórey Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.