Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 39 AÐSEIMDAR GREINAR > --------------------------------------------- • Hugleiðing vegna Schengen > n i j . i i i i I i i i i I ENSKUMÆL- ANDI þjóðir eiga sér orðtak, „Nature imit- ates art“, um það hvernig í náttúrunni, þ.e. veruleikanum, getur fyrr eða síðar að líta jafnvel hið fár- ánlegasta sem ofan í mannshugann kann að detta. Á hinn bóg- inn gerast ósjaldan í raunveruleikanum svo ótrúlegir hlutir að ekki þýddi með nokkru móti að setja þá í skáldsögu. Slíkar uppákomur eru reyndar daglegt brauð hér á landi enda minnist ég tíðum orða gam- als kennara míns og síðar kollega í Menntaskólanum. Hann sat oft í frímínútum í hálfliggjandi stell- ingu á kennarastofunni og reykti sígarettur með undraverðum hraða (þetta var í fornöld þegar eitt og annað var enn leyfilegt). Hann hlýddi á menn býsnast yfir nýjustu furðufregnum úr pólitík- inni og lét sér yfirleitt fátt um finnast. Þó kom fyrir að hann leit upp fyrir sig og horfði eins og út í fjarskann og sagði: „ís- iand! Það er óperetta!" Svo sem kunnugt er um leik- húsverk af því taginu þá koma jafnan upp í þeim einhver skringi- leg og kátleg vandræði sem kalla á reddingar í svipuðum stíl. Ætli það væri. En þarna er reyndar kominn helsti listræni gallinn á óperettunni ísland, að það gengur ekki á öðru en slíku hér. Áhorf- endur, ef einhveijir eru, hætta að taka eftir, hvað þá hrífast með, í því ofhlæði skemmtiefnis sem sífellt hrannast upp. Við skul- um staldra við annað af tveimur alveg nýjum atriðum í þessari sýningu, sem vonandi tekur aldrei enda. Atriðin tvö eru ólíkrar gerðar og öldungis óskyld, fljótt á litið, og vitna þannig um leikni okkar, söngvaranna, í að snarstefja með • ótrúlegri hugkvæmni alls konar efni án þess að depla auga. En þegar vel er að gáð kemur í ljós að atriðin eru bæði tengd presta- kallinu Lúxemborg, og það sýnir hversu geirnegld og pottþétt óperettan ísland er i sínum ólík- ustu liðum. vel, langt úti í hafi, fjarri öllum landa- mærum sem fyrr. Fer kannski einhver óper- ettusöngvari með fullu viti til útlanda hvort eð er án þess að taka með sér vega- bréf? Kannski hefur einn og einn flækst til Kjöben svona eins og í misgripum án þess að hafa passa. En einhver skilríki verða menn að sýna til að sanna hveijir þeir eru og að þeir þurfi ekki passa. Hvað er betra til þess arna en almennilegt vegabréf? Skilríkin, sem allir verða að bera í Scheng- en-ríkjunum heita ýmist Ausweis bitte! eða Carte d’Identité (með mynd auðvitað). Nei, nei. Óperett- an ætlar öll að steðja í Schengen til að vera eins og hinir og þurfa ekki að standa í röð í flugstöðvum Schengen-ríkja með villiþjóðum eins og Bretum, Irum og Sviss- lendingum. Þá gerir nú lítið til þótt kosta þurfi milljörðum til að Þar mun koma að óper- etturíkið, segir Þórður Örn Sigurðsson, ávinnur sér fulla aðild að ESB samkvæmt punktakerfi. breyta Flugstöð Leifs Eiríkssonar í þágu Schengen, ráða fjölda manns aukalega í útlendingaeftir- lit hins væntanlega útvarðar Schengen í vestri og setja flug- rekstur og fríhöfn í uppnám vegna tímans sem óhjákvæmilega fer í að afgreiða Bandaríkjamenn og aðra úr Nýja heiminum inn á svæðið. Af Schengen-svæðinu mega svo allir, sem þangað inn eru sloppnir á annað borð, koma hingað án þess svo mikið sem að sýna vegabréf, þeir þurfa ekki einu sinni að segja „Góðan dag- inn“. Þórður Örn Sigurðsson Hjarðhvötin norræna Mötunin Schengen heitir staður í Lúxem- borg. Þar komu saman fyrir nokkrum misserum fulltrúar Evr- ópusambandsríkja á meginlandinu og gerðu með sér samning um að opna landamæri sín í milli og af- nema vegabréfaskyldu. Þá gerðist það að í Evrópusambandið gengu Austurríkismenn, Finnar og Svíar. Austurríkismenn áttu einir þess- ara þjóða landamæri að Schengen- ríkjunum og sáu sér ekki annað fært en að gerast aðilar að Schengen. Norðurlandamennimir, Finnar og Svíar, sem ráða sér aldrei fyrir bévítans hvatvísinni og nýunga- girninni, sóttu einnig um upptöku í Schengen, þótt þeir hefðu ekkert þangað að gera og fómuðu í leið- inni samkomulagi Norðurlanda um afnám vegabréfaskyldu sín í milli. Nú fóra Norðmenn að ókyrrast enda komnir í nábýli við Schengen og það með lengstu landamæri sem til vora. Þeir sáu sig tilneydda að sækja um inngöngu í Schengen þrátt fyrir mikinn tilkostnað og önnur óþægindi sem af því hljótast. Sjálfboðavinnan Maður skyidi nú ætla að óper- ettueyríkið Island þættist sleppa Schengen-málið vekur litla at- hygli hér og alls engin viðbrögð fólks. Því er einfaldlega treyst að okkur sé fyrir bestu að vera þar með. Duglegur blaðamaður á Morgunblaðinu og mikill Evrópu- sinni (Evrópusinni táknar núorðið ESB-sinni) birti ítarlegar greinar fyrr á árinu um Schengen. Niður- staða hans var að þarna ættu ís- iendingar svo mikilla hagsmuna að gæta að varla kæmi annað til greina en að slást í hópinn. í grein- unum var hins vegar aldrei getið um hveijir þessir hagsmunir væra og lítið var gert úr tilkostnaði okkar og fyrirhöfn út af væntan- legri aðild. Sannleikurinn er nefni- lega sá að hagur okkar af þessu er nákvæmlega enginn en ókostir gríðarlegir, eins og áður var vikið að. En „Evrópumenn viljum við vera“, og „dirigentar" óperettunn- ar horfa ekki í kostnað okkar söngvaranna þegar um er að ræða að færa okkur stórum lengra inn í ESB. Þar mun koma, með þessu móti, að óperetturíkið ávinnur sér fulla aðild að ESB samkvæmt punktakerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjóm. Enn bíða námsmenn ÞAÐ bólar ekkert á nýjum lögum um LÍN þrátt fyrir að nefnd um endurskoðun laga sjóðsins hafi starfað í næstum eitt og hálft ár. Kröfur náms- manna hafa þó lengi verið ljósar og loforð framsóknarmanna eru mönnum í fersku minni. En hvar er Sjálfstæðisflokkur- inn? Hefur hann kannski enga stefnu í þessu máli? Menntamálaráð- herra hefur sagt að bankakostnaður námsmanna vegna eftirágreiðslna sé 1.500 krónur, miðað við námsmann sem fær 400.000 kr. í námslán. Náms- menn hafa komist að annarri niðurstöðu, þ.e. að þessi sami námsmaður þurfi að greiða 8.100 krónur í kostnað, hann fær að láni frá LÍN, í formi vaxtaábótar, 5.806 kr. þannig að það sem náms- maður þarf að greiða beint til bankans er 2.294 kr. Rétt er að minna á að vaxtaábótina þarf námsmaðurinn að greiða til baka eins og önnur lán. Hann fær því lán fyrir láni. Námsmenn hafa skorað á menntamálaráðherra að gera grein fyrir þeim reikniaðferð- um sem notaðar voru til að fá þá útkomu sem hann fékk. Ég ítreka óskir námsmanna um að svar ber- ist. Enda er nauðsynlegt, í jafn mikilvægu máli og Lánasjóðsmál- inu, að menn viti hvaða aðferðum er beitt við útreikninga. Aðeins með því móti er hægt að fjalla um það á málefnalegan hátt. Náms- menn hafa þegar gert grein fyrir sínum útreikningum, nú er komið að ráðherranum. Námsmenn eru sammála menntamálaráðherra um það að lækka þurfi endur- greiðsluhlutfall námslána. En svo virðist sem aðrir þing- menn Sjálfstæðis- flokksins séu ekki á sama máli. Á Alþingi 3. desember kom fram í máli Sigríðar Önnu Þórðardóttur að fuli- yrðingar námsmanna um afleiðingar 5-7% endurgreiðsluhlutfalls væra stórlega ýktar. Staðreyndirnar tala sínu máli. Námsmað- ur með meðaltekjur 150.000 kr. á mánuði greiðir 126.000 krónureða 10,16% af ráðstöfunartekjum sínum á ári þegar endurgreiðslan er 7% af heildarlaunum. Eða meira en ráð- stöfunartekjur eins mánaðar. Það era því engar ýkjur þegar því er haldið fram að slík endurgreiðsla geri námsmönnum nánast ómögu- legt að festa kaup á húsnæði að námi loknu. Það er vert að geta þess að námsmaður sem lauk námi 1975 og hafði tekið eina milljón í námslán greiddi LÍN til baka 43.783 kr. Námsmaður sem lýkur námi á morgun og skuldar jafn- mikið í námslán greiðir til LÍN 1.088.272 kr. enda eru lánin nú verðtryggð og bera auk þess 1% vexti. A þessu sést hve gríðarlegur aðstöðumunur kynsióðanna er. Námsmenn eru ekki að fara fram á að fá námslán fyrir ekki neitt. Það er eðlilegt og sjálfsagt að greiða það til baka sem menn fá lánað. En hlutverk LÍN er að gera fólki kleift að stunda nám óháð efnahag og ákvörðun fólks um að ganga menntaveginn á ekki að Von mín er, segir Þórður Kristleifsson, að teknar verði upp samtímagreiðslur. vera á kostnað þess að eignast húsnæði. Það er von mín að ráðamenn þessa lands komi til móts við námsmenn og taki upp samtíma- greiðslur, lækki endurgreiðslu- byrði námsiána og komi þannig á sátt um nýjan Lánasjóð. Höfundur er formaður Bandalags íslenskra sérskólanema. Þórður Kristleifsson r Topptilboð Herrakuldaskór Tegund: Outdoor Litir: Svartir og brúnir Stærðir: 40-46 Verð áður: Verð nú: 3.995j" Ath.: Mjög vatidaðir og hlýfóðraðir Fótlagainniskór Tegund: 3007 Litur: Hvítur Stærðir: 36-41 Verð: 995,- Ath.: Höfutn aukþessfleiri teg. ofinniskótn Götuskór Tegund:2234 Litir: Svartir og brúnir Stærðir: 36-42 Verð áður: 5,995 Verð nú: 1.995," Ath.: Mjúkt leður m/gúmtnísóla. Barna- íþróttaskór Tegund: Hanx Litur: Svartur Stærðir: 28-35 Verð áður: 2i995y Verð nú: 1.995," Ath.: Meðþykkufóðri oggrójúm sóhi Póstsendum samdægurs Toppskórinn • Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 552 1212. Opið laugardagfrú kL 10-18, sunnudagfrd kl. 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.