Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 15 FRÉTTIR Davíð Oddsson forsætisráðherra um ÖSE-fundinn Tengsl NATO við Eystrasalts- ríkin verði efld DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ísland muni leggja áherzlu á að tengsl Atlantshafsbandalags- ins (NATO) við Eystrasaltsríkin verði efld, verði ríkin ekki í fyrsta hópi nýrra aðildarríkja bandalags- ins. Hann segir að líkurnar á stækk- un Atlantshafsbandalagsins hafi ekki aukizt, í ljósi þess hvernig mál þróuðust á leiðtogafundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Lissabon fyrr í vikunni. í lokaályktun leiðtogafundarins koma fram sömu sjónarmið og Davíð setti fram í ræðu sinni á fund- inum, þ.e. að aðildarríki ÖSE séu fijáls að því að ráða eigin öryggis- málum, að ríki virði réttindi ann- arra í þessu efni og að enginn geti litið á hluta af ÖSE-svæðinu sem hluta af sínu áhrifasvæði. Ákveðnari og herskárri afstaða Rússa Aðspurður hvort hann telji að lík- ur á stækkun NATO hafi aukizt eða minnkað eftir fundinn, segir Davíð hins vegar: „Ég held að þær hafi út af fyrir sig ekki aukizt eftir þennan fund. Afstaða Rússanna var ekki ný, en að mörgu leyti ákveðn- ari og herskárri en áður. Margir fleiri tóku undir þau sjónarmið, sem ég orðaði gætilega, og lúta sérstak- lega að Eystrasaltslöndunum og viðhorfi Rússa til þeirra. Á hinn bóginn getum við ekki neitað því að Bandaríkin hafa, með því að setja fram ákveðin sjónarmið sín um fyrstu og aðra lotu stækkun- ar NATO, sett þessi lönd í nokkra óvissu. Það væri óraunsætt að segja annað. Við erum auðvitað ekki ánægðir með þetta. Þótt ekki sé líklegt að það takist að breyta þess- ari ákvörðun, viljum við að á móti komi að tengsl Atlantshafsbanda- lagsins við Eystrasaltsríkin verði efld og þá gengið út frá því að ekki sé verið að útiloka aðild þeirra, heldur forgangsraða tímaröð nýrra aðildarríkja." VES verði ekki eineggja tvíburi ESB Davíð segir að afstaða Evrópu- ríkja til mikilvægis tengslanna yfir Atlantshafið, við Bandaríkin og Kanada, hafi breytzt til_ batnaðar og sé nú líkari áherzlum íslendinga en verið hafi á undanförnum árum. „Afstaða Frakka hefur breytzt mjög hvað það varðar, þótt enn sé ákveðin togstreita milli þeirra og Bandaríkjamanna um frumkvæði á ýmsum sviðum. Afstaðan innan Atlantshafsbandalagsins hefur orð- ið skýrari og hagstæðari þessum sjónarmiðum um mikilvægan öxul yfir hafið, sem Bretar, Norðmenn og íslendingar hafa einkum talað fyrir. Þótt Evrópa eigi auðvitað að huga að eigin vörnum og koma á samstarfi í þeim efnum, eigi ekki að horfa framhjá tengslunum við Bandaríkin. Atburðir í Bosníu sanna þörfina á samstarfi Evrópu- ríkjanna við Bandaríkjamenn." Davíð segir, aðspurður hvernig hann meti stöðu íslands í nýju, evr- ópsku öryggiskerfi, að hann leggi áherzlu á sjálfstæði Vestur-Evrópu- sambandsins og bindi vonir við þá afstöðu Breta að VES sameinist ekki Evrópusambandinu. „Við erum í Vestur-Evrópusambandinu og höf- um lagt áherzlu á að það verði ekki eineggja tvíburi við Evrópu- sambandið, heldur lifi áfram sjálf- stæðu lífi. Við erum hins vegar hlynntir áformum um að VES geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir þegar málum er þannig skipað að Banda- ríkin kjósa að vera utan við aðgerð- ir NATO. Þróunin í því sambandi er okkur hugstæð," segir Davíð. Forseti raunvísindadeildar Háskólans Nemendur skilji að nám er vinna NIÐURSTÖÐUR alþjóðlegrar rann- sóknar á kunnáttu grunnskólanem- enda í stærðfræði og náttúrufræði- greinum eiga ekki að koma Islending- um á óvart, að því er Þorsteinn Vil- hjálmsson, forseti raunvísindadeildar Háskóla íslands, heldur fram. I því sambandi vitnar hann í Töl- fræðihandbók um menntun og menn- ingu, sem menntamálaráðuneytið gaf út í september síðastliðnum. „Þar kemur til dæmis fram í tölum, töflum og súluritum að fjórtán ára íslensk ungmenni hafa verið miklu skemmri tíma í skóla en jafnaldrar þeirra í fleslum öðrum löndum. Þannig sýn- ist mér að tiltölulega dæmigerður evrópskur fjórtán ára unglingur hafi að baki um það bil 7.500 kennslu- stundir í skóla en íslenskur ungling- ur á sama aldri hafi setið um 5.000 stundir. Þetta samsvarar því að ís- lenski nemandinn hafi verið tveimur til þremur árum skemmri tfma í skóla en jafnaldri hans úti í Evr- ópu,“ segir Þorsteinn. Þannig telur hann nær að bera fjórtán ára nem- endur á íslandi saman við tólf ára nemendur í öðrum löndum. Hann segir það skipta sköpum í skólastarfi að kenna nemendum góð vinnubrögð og raunhæf viðhorf til verkefna sinna. Þannig þurfi nem- endur að skilja að nám er vinna og að það sé engin önnur leið til að læra raungreinar né aðrar greinar en að vinna skipulega og leggja sig fram með hjálp góðra og áhuga- samra kennara og vandaðra kennslugagna. Lífseigar goðsagnir Þorsteinn gagnrýnir þá goðsögn sem hann neínir „nám gegnum húð- ina“ og hann telur lífseiga hér á landi. Hana segir hann felast í trúnni á að hægt sé að læra á því einu að vera til eða vera í skóla, án þess að leggja sig endiiega fram við námið. Aðra lífseiga goðsögn kallar hann „tarnakenninguna", sem birtist þannig að nemendur hyllast til að halda að þeir þurfi ekkert að vinna á önninni, heldur dugi að vera bara nógu duglegur að lesa undir próf. Hann segir það eina helstu skapraun íslenskra kennara að sjá efnilega nemendur fara þannig á mis við það sem margir myndu kalla sanna menntun. Kynni þeirra af námsefn- inu verði mjög yfirborðsleg og þeir læri ekki heppilegt vinnulag. Kauptu I heimilistölvuna hjá fólkinu sem selur Á 30 árum hafa Heimilistæki hf. lært að skynja þarfir íslenskra heimila fyrir vönduð heimilistæki. heimilistækin Laser Expression Pentium Laser tölvurnar hafa verið á íslenskum rnarkaði lengur en nokkur önnur PC - samhæfð tölvutegund, eða frá árinu 1986. MLASER 16mb vinnsluminni • 1,2 gb harður diskur • 8 hraða geisladrif 16 bita hljóðkort • 80w hátalarar 14" litaskjár»Windows95* Windows 95 lyklaborð • Microsoftmús. 100 mhz. 119.900« 133 mhz. 129.900 sur. Heimilistölvan er nýjasta heimilistækið og býður upp á ótal möguleika til gagns og gamans fyrir alla fjölskylduna. 10 ára traust reynsla af Laser heimilistölvum hér á landi ertrygging fyrir góðri endingu - og verðið er mjög gott! Heimilistæki hf TÆKNl-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 • http://www.ht.is Kynnið ykkur málið betur og lítið inn til okkar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.