Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hundruð þúsunda flóttamanna frá Rú- anda eru á leið heim, frá Zaire og Tansan- íu. Leiðin er löng og erfíð og örmagna flóttamennimir vita fátt um það sem bíð- ur þeirra. Þorkell Þorkelsson ljós- myndari slóst í för með flóttafólki á leið til höfuðborgar- innar Kigali og heim- sótti flóttamanna- búðir sem verið er að reisa skammt frá tansanísku landa- mærunum en þar dvelur fólkið fyrst eftir heimkomuna. Morgunblaðið/Þorkell ÞAÐ rignir á réttláta og rangláta. Rúandískir flóttamenn nýkomnir yfir Iandamærin frá Zaire, reyna að skýla sér fyrir hellidembunni, sem er nánast daglegt brauð í þessum heimshluta. ÞRÁTT fyrir að flóttafólkið í Rúanda sé á leið heim, veit það ekki hvað bíður þess. Flestir eru hútúar sem flúðu blóðbaðið í heimalandinu árið 1994, sumir hafa verið á flótta mun lengur, allt að þrjá áratugi. En nú hafa yfirvöld í Zaire og Tansaníu ákveðið að loka flóttamannabúðun- um við landamærin að Rúanda og hundruð þúsunda manna hafa nú þegar haldið af stað, fótgangandi. Stór hluti er kominn til heimalands- ins en það er langur vegur frá því að fólkið sé komið heim. Er skelfmgin hófst í Rúanda árið 1994 voru flest fómarlömbin tútsar, síðar gekk ofbeldisaldan yfir hútúa. Tútsar náðu völdum í Rúanda og þá sneri langstærstur hluti tútsa úr hópi flóttafólks aftur heim. Nú er röðin komin að hútúum. Yfir ein milljón á leið heim Misjafnlega er ástatt um flótta- fólkið. Þeir sem koma frá Tansaníu eru sæmilega á sig komnir en marg- ir þeirra sem hafa dvalið í Zaire eru illa haldnir, að sögn Jónasar Þóris- sonar, hjá Hjálparstofnun kirkjunn- ar. Um 600.000 flóttamenn sneru aftur til Rúanda frá Zaire um miðjan nóvember vegna stríðsátaka. Nú hafa stjómvöld í Tansaníu krafist þess að allir rúandískir flóttamenn í landinu haldi heim fyrir árslok, um 540.000 manns. Þreytu og vonleysi er að sjá í svip Dagleiðin langa margra sem eru á leiðinni heim, ferð- in er erfið og sækist seint. Starfs- menn hjálparstofnana reyna að koma fólkinu til aðstoðar, því er gefið orkuríkt kex, sem inniheldur m.a. þrúgusykur og prótein, svo að það geti haldið göngunni áfram. Þegar bömin sjá aðkomumenn, hóp- ast þau að þeim til að biðja um meira kex. Það kemur þó að tak- mörkuðu gagni og einhveijir ör- magnast á leiðinni. Aldrað fólk sést sjaldan í flótta- mannahópnum en ekkjur og ungir munaðarleysingjar eru áberandi. Margir flóttamannanna óttast heimkomuna, telja að enn séu marg- ir í hefndarhug vegna morðanna 1994. Þá hafa fyrrverandi hermenn og félagar í vopnuðum sveitum hvatt flóttafólkið til að fara hvergi og telja talsmenn hjálparstofnana að aðskilja verði þá frá flóttafólkinu svo að það fáist til að halda af stað frá Tansaníu. Hjálparstofnanir hafa komið upp flóttamannabúðum víðs vegar í Rú- anda og þær eru fyrsti áfangi flótta- fólksins á leiðinni heim. Gert er ráð fyrir því að þar muni fólk dvelja næstu vikur og mánuði. Dæmi um ORKURÍKT kex er ein eftirsóttasta varan í huga flóttafólksins. það eru búðir sem Sameinuðu þjóð- irnar, Lútherska heimssamhandið og fleiri alþjóðlegar hjálparstofnanir eru að reisa í og við bæinn Kibungu , í austurhluta Rúanda. Þar verður nokkrum tugum þúsunda manna, sem koma frá Tansaníu, komið fyrir. i Flóttafólkið fær mat og húsaskjól, útsæði, sætar kartöflur og maís, til að hefla ræktun. Þegar það heldur heim í bæi og þorp, fær það bygging- arefni til að koma sér þaki yfir höfuð- ið ef ekki er að neinu að hverfa. Bankað upp á hjá ókunnugum Fjölmörg hús voru eyðilögð í ógn- j aröldunni sem gekk yfir sumarið 1994, í öðrum hafa ókunnugir kom- 1 ið sér fyrir. Talið er að í fæstum ) tilfellum sé um árásarmenn íbúanna að ræða, heldur hafi flutt í húsin fólk sem einnig hafi hrakist frá heimilum sínum, en orðið fyrra til að snúa aftur. Oft þarf því að banka upp á hjá ókunnugum þegar snúið er aftur til gamla heimilisins en samkvæmt lög- um í Rúanda verður sá sem hefur . komið sér fyrir í yfírgefnu húsi að * hafa sig á brott innan flmmtán daga, I takist þeim sem snýr aftur að sanna k eignarrétt sinn. Ekki er komin mikil reynsla á þetta en hingað til hafa húsaskiptin gengið að mestu átakalaust. En Rúanda er geysilega þéttbýlt land og hundruð þúsunda flóttamanna eru enn á leiðinni. Enginn veit því hvernig heimkoman verður. ÞREYTAN og örvæntingin skin úr svip flóttakonunnar, sem býst til að leggja upp frá náttstað sínum, skammt frá bænum Ruhengeri í vesturhluta Rúanda. Hún ferðast í stórum hópi fólks sem er á leið til höfuðborgarinnar Kigali. FLESTIR flóttamennirnir fara fótgangandi mörghundruð kílómetra leið. Heppnin var með þessum hóp, sem fékk far með flutningabíl drjúgan spotta. Hver fersenti- metri er nýttur á palli bílsins til að sem flestir komist með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.