Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 21 ERLENT Reuter A Astand versnar í N-Kóreu MATVÆLASKORTURINN í Norður-Kóreu versnar á næsta ári að mati tveggja stofana Sameinuðu þjóðanna, sem birtu skýrslur um ástandið í landinu í gær. Spá stofnanirnar því að matarskortur verði viðvarandi og meiri en í ár, komi ekki til hjálp erlendis frá. Kohl til Rússlands HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, heldur til Rúss- lands 4. jan- úar á næsta ári, til við- ræðna við Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta. Munu leiðtogarnir ræða sam- Kohl skipti ríkjanna og ýmis alþjóðleg málefni. Kohl er helsti bandamaður Jeltsíns á Vesturlöndum en leiðtogarnir hittust síðast í september. Búist er við að Jeltsín, sem gekkst undir hjartauppskurð í nóvem- ber, snúi aftur til starfa undir árslok. Spillingar- ákærur á flokk Chiracs RANNSÓKNARDÓMARAR í Frakklandi framlengdu í gær gæsluvarðhaldsúrskurð á skrif- stofustjóra Gaullistaflokks Jacques Chiracs, forseta lands- ins. Þá er hafin rannsókn á málum eiginkonu borgarstjór- ans í París og einum svæðis- stjóra flokksins, en fólkið er allt sakað um spillingu. Er þetta mikið áfall fyrir Chirac og stjórn hans. Þriðja fórn- arlamb til- ræðis MAROKKÓSKUR námsmaður lést á fimmtudagskvöld á sjúkrahúsi í París og er hann þriðja fórnarlamb sprengjutil- ræðisins við Porte Royal-braut- arstöðina á þriðjudag. Hin fóm- arlömbin tvö voru kanadísk kona og karl frá Kyrrahafseyj- unni Nýju Kaledóníu. Tilræðií Slóvakíu SPRENGJA sprakk snemma í gærmorgun fyrir utan heimili slóvakísks stjómmálamanns, sem var fyrr í vikunni sviptur þingsæti sínu eftir að hann sagði sig úr stjórnarflokki landsins. Manninn sakaði ekki en stjórn- arandstaðan brást harkaklega við í gær og sagði um pólitískt hryðjuverk að ræða. Lendingu geimferju frestað LENDINGU geimfeijunnar Colombia var frestað í tvígang í gær vegna veðurs. Þar með nær fimm manna áhöfn feij- unnar að setja nýtt dvalarmet geimferðamálastofnunarinnar, NASA, í geimnum, en í dag eru 18 dagar frá því feijunni var skotið á loft. Sigur- hátíð í Belgrad STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í Serbíu fögnuðu í gær tilslökun- um Slobodans Milosevic forseta í deilunni um sveitarstjórnakosn- ingarnar 17. nóvember og mót- mælin í Belgrad, sem hafa staðið í 19 daga, breyttust í sigurhátíð. Um 150.000 manns komu sam- an í miðborg Belgrad og hylltu leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem sigurvegara eftir að hæsti- rétti landsins var falið að útkljá deiluna um kosningarnar. Búist er við að dómstóllinn kveði upp úrskurð sinn á morgun. Heimildarmenn í sljórnar- flokknum sögðu að Milosevic kynni að viðurkenna sigra stjórn- arandstöðunnar í Belgrad og iðn- aðarborginni Nis, þar sem Zajedno, bandalag stjórnarand- stöðuflokka, fékk meirihluta. Forsetinn hefur leyst nokkra embættismenn frá störfum, þeirra á meðal Aleksander Tij- anic upplýsingamálaráðherra, tii að sefa stjórnarandstöðuna og freista þess að binda enda á mótmælin. Tijanic neitaði því í gær að afsögn hans tengdist mótmælunum. Deilan um kosningarnar virð- ist hafa skaðað Milosevic og ný viðhorfskönnun, sem birt var í gær, bendir til þess að stuðning- urinn við hann hafi minnkað úr 26% i 16,5%. Zoran Djindjie, leið- togi Zajedno, nýtur stuðnings 10% landsmanna, ef marka má könnunina. Rússland Afgreiðslu fjárlaga frestað Moskvu. Reuter. DÚMAN, neðri deild rússneska þingsins, frestaði atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp stjórnarinnar til 15. desember eftir heitar umræð- ur í gær. Viktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra og fleiri ráðherrar vörðu frumvarpið og efnahagsstefnu stjórnarinnar. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, gerði harða hríð að Jeltsín og stjórninni og hvatti hana til að breyta frumvarp- inu til að bæta kjör fátækra Rússa, sem urðu fyrir barðinu á markaðs- umbótum stjórnarinnar. „Ríkið er gjaldþrota, forsetinn veikur, stjórnin er hjálparvana og þingið valdalaust,“ sagði Zjúganov, sem beið ósigur fyrir Jeltsín í for- setakosningunum 3. júlí. Jegor Strojev, forseti efri deildar þingsins, skýrði frá því að Jeltsín hygðist hefja störf að nýju í Kreml 25. desember. ezz? ') C "Q) n=4~l C cfrg Stabalbúnabur Civic VTi: ABS-bremsukerfi, tveir öryggis-loftpúðar, 15" álfelgur, sóllúga, sportinnrétting, 160 hestafla vél sem eyöir aðeins 6,31 í langkeyrslu, rafdrifnar rúður og speglar, fjarstýrðar samlæsingar, hljómflutningstæki, þjófavörn á ræsingu, vindskeið með bremsuljósi, fjórir höfuðpúðar, ryðvörn og skráning. staðgreitt [0] VATNAGARÐAR 24, S: 568 9900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.