Morgunblaðið - 07.12.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 21
ERLENT
Reuter
A
Astand
versnar í
N-Kóreu
MATVÆLASKORTURINN í
Norður-Kóreu versnar á næsta
ári að mati tveggja stofana
Sameinuðu þjóðanna, sem birtu
skýrslur um ástandið í landinu
í gær. Spá stofnanirnar því að
matarskortur verði viðvarandi
og meiri en í ár, komi ekki til
hjálp erlendis frá.
Kohl til
Rússlands
HELMUT Kohl, kanslari
Þýskalands, heldur til Rúss-
lands 4. jan-
úar á næsta
ári, til við-
ræðna við
Borís Jeltsín
Rússlandsfor-
seta. Munu
leiðtogarnir
ræða sam-
Kohl skipti ríkjanna
og ýmis alþjóðleg málefni. Kohl
er helsti bandamaður Jeltsíns á
Vesturlöndum en leiðtogarnir
hittust síðast í september. Búist
er við að Jeltsín, sem gekkst
undir hjartauppskurð í nóvem-
ber, snúi aftur til starfa undir
árslok.
Spillingar-
ákærur á
flokk Chiracs
RANNSÓKNARDÓMARAR í
Frakklandi framlengdu í gær
gæsluvarðhaldsúrskurð á skrif-
stofustjóra Gaullistaflokks
Jacques Chiracs, forseta lands-
ins. Þá er hafin rannsókn á
málum eiginkonu borgarstjór-
ans í París og einum svæðis-
stjóra flokksins, en fólkið er
allt sakað um spillingu. Er þetta
mikið áfall fyrir Chirac og
stjórn hans.
Þriðja fórn-
arlamb til-
ræðis
MAROKKÓSKUR námsmaður
lést á fimmtudagskvöld á
sjúkrahúsi í París og er hann
þriðja fórnarlamb sprengjutil-
ræðisins við Porte Royal-braut-
arstöðina á þriðjudag. Hin fóm-
arlömbin tvö voru kanadísk
kona og karl frá Kyrrahafseyj-
unni Nýju Kaledóníu.
Tilræðií
Slóvakíu
SPRENGJA sprakk snemma í
gærmorgun fyrir utan heimili
slóvakísks stjómmálamanns,
sem var fyrr í vikunni sviptur
þingsæti sínu eftir að hann sagði
sig úr stjórnarflokki landsins.
Manninn sakaði ekki en stjórn-
arandstaðan brást harkaklega
við í gær og sagði um pólitískt
hryðjuverk að ræða.
Lendingu
geimferju
frestað
LENDINGU geimfeijunnar
Colombia var frestað í tvígang
í gær vegna veðurs. Þar með
nær fimm manna áhöfn feij-
unnar að setja nýtt dvalarmet
geimferðamálastofnunarinnar,
NASA, í geimnum, en í dag eru
18 dagar frá því feijunni var
skotið á loft.
Sigur-
hátíð í
Belgrad
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR í
Serbíu fögnuðu í gær tilslökun-
um Slobodans Milosevic forseta
í deilunni um sveitarstjórnakosn-
ingarnar 17. nóvember og mót-
mælin í Belgrad, sem hafa staðið
í 19 daga, breyttust í sigurhátíð.
Um 150.000 manns komu sam-
an í miðborg Belgrad og hylltu
leiðtoga stjórnarandstöðunnar
sem sigurvegara eftir að hæsti-
rétti landsins var falið að útkljá
deiluna um kosningarnar. Búist
er við að dómstóllinn kveði upp
úrskurð sinn á morgun.
Heimildarmenn í sljórnar-
flokknum sögðu að Milosevic
kynni að viðurkenna sigra stjórn-
arandstöðunnar í Belgrad og iðn-
aðarborginni Nis, þar sem
Zajedno, bandalag stjórnarand-
stöðuflokka, fékk meirihluta.
Forsetinn hefur leyst nokkra
embættismenn frá störfum,
þeirra á meðal Aleksander Tij-
anic upplýsingamálaráðherra, tii
að sefa stjórnarandstöðuna og
freista þess að binda enda á
mótmælin. Tijanic neitaði því í
gær að afsögn hans tengdist
mótmælunum.
Deilan um kosningarnar virð-
ist hafa skaðað Milosevic og ný
viðhorfskönnun, sem birt var í
gær, bendir til þess að stuðning-
urinn við hann hafi minnkað úr
26% i 16,5%. Zoran Djindjie, leið-
togi Zajedno, nýtur stuðnings
10% landsmanna, ef marka má
könnunina.
Rússland
Afgreiðslu
fjárlaga
frestað
Moskvu. Reuter.
DÚMAN, neðri deild rússneska
þingsins, frestaði atkvæðagreiðslu
um fjárlagafrumvarp stjórnarinnar
til 15. desember eftir heitar umræð-
ur í gær.
Viktor Tsjernomyrdín forsætis-
ráðherra og fleiri ráðherrar vörðu
frumvarpið og efnahagsstefnu
stjórnarinnar. Gennadí Zjúganov,
leiðtogi kommúnista, gerði harða
hríð að Jeltsín og stjórninni og
hvatti hana til að breyta frumvarp-
inu til að bæta kjör fátækra Rússa,
sem urðu fyrir barðinu á markaðs-
umbótum stjórnarinnar.
„Ríkið er gjaldþrota, forsetinn
veikur, stjórnin er hjálparvana og
þingið valdalaust,“ sagði Zjúganov,
sem beið ósigur fyrir Jeltsín í for-
setakosningunum 3. júlí.
Jegor Strojev, forseti efri deildar
þingsins, skýrði frá því að Jeltsín
hygðist hefja störf að nýju í Kreml
25. desember.
ezz? ') C "Q) n=4~l C cfrg
Stabalbúnabur Civic VTi:
ABS-bremsukerfi, tveir öryggis-loftpúðar, 15" álfelgur, sóllúga,
sportinnrétting, 160 hestafla vél sem eyöir aðeins 6,31 í langkeyrslu,
rafdrifnar rúður og speglar, fjarstýrðar samlæsingar, hljómflutningstæki,
þjófavörn á ræsingu, vindskeið með bremsuljósi, fjórir höfuðpúðar,
ryðvörn og skráning.
staðgreitt
[0]
VATNAGARÐAR 24, S: 568 9900