Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Lífræn framleiðsla
fær vottun
ÍSLENSK vottorð fyrir lífræna
framleiðslu frá Vottunarstofunni
Túni voru veitt í annað sinn sl.
fimmtudag. Meðal þeirra sem
fengu vottorð að þessu sinni voru
Ágæti hf. fyrir pökkun og dreif-
ingu grænmetis, Mjólkurbú Flóa-
manna fyrir vinnslu og dreifingu
mjólkurafurða og SS afurðir ehf.
fyrir slátrun sauðfjár, meðferð
og dreifingu kindakjöts.
Að sögn Steinþórs Skúlasonar,
forstjóra Sláturfélags Suður-
lands, hefur vottunin markaðs-
legt gildi fyrir Sláturfélagið og
þá sérstaklega með tilliti til sölu
lambakjöts á erlenda markaði en
lífrænt vottað lambakjöt er
10-20% dýrara heldur en annað
kjöt í Danmörku.
Auk fyrirtækjanna þriggja
fengu eftirtaldir aðilar vottun:
Skaftholt fyrir nautgriparækt,
sauðfjárrækt, korn- og grænmet-
isrækt. Skógræktarstöðin Ölur
að Sólheimum fyrir ræktun
blómjurta og trjáplantna. Garð-
yrkjustöðin Sunna að Sólheimum
fyrir grænmetis- og kornrækt.
Ásgeir Eiríksson, Klettum, fyrir
grænmetisræktun og Kristján
Oddsson og Dóra Ruf, Neðra-
Hálsi, fyrir nautgripa-, grænmet-
is- og kornrækt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GUÐMUNDUR Bjarnason, landbúnaðar- og umhverfisráðherra, afhenti vottorð fyrir lífræna fram-
leiðslu fyrir hönd vottunarstofu Túns. Með honum á myndinni eru Aðalsteinn Guðmundsson frá Ágæti,
Birgir Guðmundsson, Mjólkurbúi Flóamanna, Guðfinnur Jakobsson, Skaftholti, Steinþór Skúlason, Slátur-
félagi Suðurlands, Ulfur Oskarsson, Skógræktarstöðinni Eli, Jóna Sveinsdóttir, Garðyrkjustöðinni Sunnu,
og Kristján Oddsson, Neðra-Hálsi.
isar
HðWm
og allt til málningarvinn
Öll íslensk málning, þúsundir C2;
lita. Litablöndun
og fagþjónusta.
Þjónustan er
löngu landsfræg.
Sýndu lit jMéjk
- það gerum við! *Y\;
Mikið úrval veggflísa j L :■;*vti
og gólfflísa í nýrri
og glæsilegri flísadeild.
ítalskar veggflísar frá GIRARDI
og gólfflísar frá PASTORELLI.
NýjaTECHNOSTONE-línan slær hvarvetna í gegn,- flísar
í fornaldarstíl - tugir lita - margar stærðir.
Öll hjálparefni. Hagstætt verð.
Spáðu í flísar til frambúðar.
Rúlluteppi - yfír 100 litir.
Margar gerðir af teppum á stofur
og herbergi. Slitsterk, mjúk
og áferðarfalleg teppi
í hólf og gólf á
heimilinu.
100% polyamid.
Breidd: 400 sm.
fnadeild
Landsins mesta úrval af veggfóðri,
veggfóðursborðum og veggdúk.
Nýir barnaborðar með
Disney-myndum: ,
UON KING,
MERMAID, XfgBþSj
ALLADIN,
POCOHONTAS,
MJALLHVÍTo.m.fl.
Fyrsta flokks vörumerki:
Vymura, Esta, Novo,
Crown.Wallco.Alkor. '
Verðið er ótrúlega hagstætt.
■ensk gæðamálning
Aðeins
kr. 448 pr. Itr.stgr.
Verð frá
kr. 990 m2
in frá SOMMER
Tvær gerðir filtteppa. Ótrúlega góð
reynsla af þessum filtteppum ^
hérlendis sl. 5 ár - bestu
meðmæli sem hægt
er að fá.
AZURA (þykkt) kr.455 m2. 1
FUN (þynnra) kr. 345 m^. ****%
400 sm breidd. Svampbotn. 15 litir.
-Mégltírog dyramottur
Full búð af allskonar dreglum og mottum. Margar
breiddir. Skerum í lengd að ykkar ósk.
Gúmmímottur og gúmmídreglar,
innan húss sem utan. Rykmottur og „slabb"-dreglar.
Stoppnet fyrir mottur og stök teppi
veita rétta oryggið. Jgfk
'fdúkar
SOMMER-heimilisdúkurinn
er þykkur, mjúkur og slitsterkur.
Fæst í tveggja, þriggja ját
og fjögurra metra ___
breidd og mörgum
litum og mynstrum.
Verð frá %
kr. 345 m2
íteppi
DÆMI um fullt verð:
60 x llOsm kr.2.658
. 80 x 150 sm kr. 4.838
jafc. I20xl70sm kr. 7.367
160 x 230 sm kr. 12.990
Nýjung í LITAVERI.
Eik, Beiki, Merbau, 14 mm þykkt.
Fyrsta flokks parket.
Verð frá
jÆm..Mottur i morgum
gerðum og stærðum, úr
°8 gerviefnum.
þgý mynstur - nýir litir.
* Mjög hagstætt verð.
íttu inn - það hefur ávallt borgað sig!
7. des. frá kl. 10 16
8. des. frá kl. 10-16
14. des. frá kl. 10 18
15. des. frá kl. 10 16
21. des. frákl. 10-16
Þorláksmessa
frá kl. 9-19
Góð greiðslukjörí
Raðgreiðslur ttl allt
að 36 mánaða
Opið: Mánudaga til föstudaga til kl, 18. Laugardaga frá kl. 10 til 16. Sunnudaga frákl. 10 til 16
Grensásvegi 18. Sími 581 24'
(inálningavörudeild)
JjjSL C
Spá lækkun
vaxta á
langtíma-
bréfum
VEXTIR af verðtryggðum skulda-
bréfum hafa nú náð hámarki að
sinni og er ávöxtunin farin að lækka
bæði á húsbréfum og spariskírtein-
um um leið og eftirspurn eftir löng-
um bréfum hefur aukist^ Líklegt
má telja að sú þróun haldi'eitthvað
áfram fram að áramótum, þar sem
lítið framboð bréfa er fyrirsjáanlegt
á næstunni.
Þetta kemur fram í nýjum Kaup-
hallarvísi Landsbréfa hf. þar sem
fjallað er um þróun á verðbréfa-
markaðnum. Að mati Landsbréfa
er útlit fyrir frekari vaxtalækkanir
ef horft er örlítið lengra, m.a. vegna
aukins aðhalds í ríkisfjármálum og
fyrirsjáanlegs minna framboðs rík-
istryggðra bréfa á næstunni.
Þá telur fyrirtækið kjör á
skammtímamarkaði hagstæð ef lit-
ið er til 2-3 mánaða, þar sem vext-
ir eru nokkuð háir og útlit fyrir að
verðbólga haldist lág. Víxiar
traustra fyrirtækja, sveitarfélaga
og ríkis, eru nú með 7-9% vöxtum
og útlit er fyrir að raunávöxtum
þessara víxla verði litlu lægri á
næstunni. Ef litið er til lengri tíma
eykst óvissa vegna kjarasamninga
sem eru lausir í upphafi nýs árs.
------» ♦ ♦-----
KLM kaup-
ir ríkis-
hlutabréf
Amsterdam. Reuter.
HOLLENZKA flugfélagið KLM
hyggst kaupa hlutabréf í eigu ríkis-
ins að verðmæti um einn milljarður
gyllina eða 571.4 milljónir dollara
til að vekja áhuga fjárfesta og hugs-
anlegra samstarfsaðila.
Samkvæmt sameiginlegri til-
kynningu hafa KLM og hollenzka
ríkisstjórnin samþykkt að KLM
kaupi um 17.3 milljónir almennra
hlutabréfa í eigu ríkisins þannig að
hlutur þess minnki í 25% úr 38,2%
nú.
Kaupin munu treysta stöðu KLM
í væntanlegum viðræðum við
bandarísk stjómvöld um endurskoð-
un á næsta ári á undanþágu frá
lögum um hringamyndanir, sem
bandalag KLM og Northwest flug-
félagið hefur notið síðan 1993, að
sögn talsmanns hollenzka flugfé-
lagsins.
Sérfræðingar telja einnig að Brit-
ish Airways og fleiri flugfélög, sem
ekki eru í ríkiseign, muni fá meiri
áhuga á samvinnu við KLM vegna
samkomulagsins. British Airways
reynir um þessar mundir að komast
að samkomulagi við American Airli-
nes.