Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 35 Skortir al- þingismenn áræði og þor? HIN síðari ár og sér- staklega upp á síðkast- ið hafa birst ýmsar greinar í blöðum og tímaritum þar sem menn velta fyrir sér leiðum’ til að ná fram sparnaði í heilbrigðis- málum okkar íslend- inga, enda ekki van- þörf á þar sem það hefur sýnt sig, að nú- tíma læknisfræði er að sliga hagkerfi vest- rænna þjóða. Árið 1970 var kostnaður heilbrigðiskerfisins á hvern einstakling hér á landi u.þ.b. 38.000 krónur á ári en hefur ríflega þre- faidast síðan þá! Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort heilsufar þjóðarinnar hafi bæst í hlutfalli við aukinn kostnað en mörgum finnst erfitt að koma auga á það. í dag hækkar framlag til heilbrigðismála um eina tvo millj- arða á ári, u.þ.b. 4%, og sér sá sem vill, að sú þróun á eftir að keyra okkur í þrot ef ekki verður breyting á. Bent hefur verið á, að svokallað- ar „hátæknilækningar" og ný lyf valdi helst hinum síaukna kostnaði og ekkert bendi til annars en áfram- hald verði á þessum „framförum" nútíma læknavísinda. Núgildandi heilbrigðislöggjöf tiltekur sérstak- lega að íslendingar eigi rétt á full- komnustu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á hveiju sinni. Því miður eru þessi ákvæði ekki orðanna virði ef ekki er til íjármagnið. En hvað er til ráða? Með hvaða hætti er hægt að ná niður kostnaði eða a.m.k. að halda í horfinu? Tísku- orðið í dag eru forvarnir en ýmsir hafa bent á, að það hugtak hafi misst merkingu sína þar sem lítt er hægt að tengja notkun þess við sjáanlegan árangur, a.m.k. þegar heilbrigðismál eru annars vegar. Jónas Kristjánsson læknir, stofn- andi Náttúrulækningafélags ís- lands og Heilsustofnunar þess í Hveragerði, benti á nauðsyn þess að almenningur bæri ábyrgð á eigin heilsu. Hann hélt þvi fram að eina leiðin til þess að fólk bætti lífi við árin og árum við lífið væri heilsu- samlegt líferni. Hann var helsti tals- maður þess að almenningur neytti grænmetis, ávaxta og kornmetis á kostnað feitmetis en sagði aldrei að fólk skyldi ekki borða hitt eða þetta. Það eru ekki nema rúmlega íjörutíu ár síðan Jónas átti í sífelld- um blaðadeilum við kollega sína sem þá viðurkenndu ekki almennt að samband væri á milli lifnaðar- hátta og sjúkdóma. Stundum féllu stór orð í þessum deilum og var Jónas stundum kall- aður kuklari af kollegum sínum en hann benti hins vegar á, að ef ein- hveijum bæri slík samlíking, þá væru það þeir sem ávísuðu lyíjum til skjólstæðinga sinna án þess að hafa hugmynd um hvað að þeim amaði. Hann benti á, að orsakirnar þyrftu að vera þekktar til þess að hægt væri að taka á vandanum. Önnur vinnubrögð væru ekkert annað en tilraunastarfsemi þar sem sjúklingurinn væri tilraunadýrið. í þessu sambandi má benda á fróðlega frétt í Morgunblaðinu hinn 20. nóvember sl. þar sem fram kem- ur að kostnaður Tryggingastofnun- ar ríkisins vegna þátttöku í lyfseð- ilsskyldum lyfjum hafi aldrei verið hærri en í október sl. Haft var eft- ir deildarstjóra í sjúkratrygginga- deild stofnunarinnar að það hafi sýnt sig, að eftir því sem framboð eykst af lyfjum eykst eftirspurnin, öfugt við venjuleg hag- fræðilögmál. Þá kom fram, að eftir því sem lyijabúðum fjölgaði ykist eftirspurnin. Er furða að fólk velti því fyrir sér hvort þetta sé eðlileg þróun og þá hvað valdi þessu. Hefur heilsufar þjóðarinnar aldrei verið verra en í dag eða er eitthvað annað sem þarna býr að baki? Svari hver fyr- ir sig. Það er staðreynd, að stór hluti kostnaðar heilbrigðiskerfisins stafar af aðgerðum vegna sjúkdóma sem koma má í veg fyrir. En hvað er þá til ráða? Hvernig á að fá fólk til þess að bregðast við aukinni þekkingu og lifa í samræmi við hana? í sumar sótti sá sem þetta skrif- ar ráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem virtir læknir og vísindamenn veltu því upp hvers vegna vel upp- lýst fólk lifði óheilbrigðu líferni þrátt fyrir að vita betur. Ýmis sjónarmið komu fram en þýskur prófessor kvaðst ekki vera í neinum vafa um ástæðuna. Hann hélt því fram að fólk væri almennt ekki alið upp við holla og heilbrigða lífshætti heldur við forsjárhyggju. Þegar einstaklingurinn síðan væri búinn að ofgera líkamanum Ráðamenn hafa lítinn skilning, segir Gunnlaugur K. Jónsson, þegar fyrir- byggjandi aðgerðir eru annars vegar. ætlaðist hann til þess að heilbrigðis- þjónustan lagaði það sem úr lagi væri gengið. Þessi skýring er ekki verri en hver önnur og getur vel átt við okkur íslendinga eins og aðra. Stóraukin markviss fræðsla og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir eru ein helsta leiðin sem fær er til þess að bæta heilbrigðiskerfi þjóðarinnar og ná niður kostnaði. Þessar að- gerðir þarf að færa inn í grunn- skóla landsins í náinni samvinnu heilbrigðis- og kennsluyfirvalda auk foreldra. Þá gætu ýmis fijáls fé- lagasamtök komið að þessum mál- um með einum eða öðrum hætti í samvinnu við hlutaðeigandi. Það sem helst stendur í veginum í dag eru stjórnmálamenn og aðrir opinberir embættismenn sem að þessum málum koma. Reynslan hefur því miður sýnt okkur að ráða- menn liafa lítinn skilning þegar fyrirbyggjandi aðgerðir eru annars vegar. Sé árangur ekki sjáanlegur handan við hornið, eða a.m.k. á kjörtímabilinu, þá virðist áhugi þessara aðila takmarkaður. Stað- reynd málsins er hins vegar sú að yfirvöld þurfa að gera sér grein fyrir því að böndum verður ekki komið á þessi mál með öðrum hætti en að fjárfesta til framtíðar. Hér dugir ekki sýndarmennska. Alþing- ismenn verða að sýna þor og áræðni því mikilvægari málum eiga þeir ekki eftir að koma að. Taka verður til hendinni og setja sér markmið og marka leiðir að takmarkinu, sem tryggja þarf bæði í væntanlegri heilbrigðisáætlun sem kemur út á næsta ári og svo þarf fjárveitinga- valdið að lögfesta fjárveitingar til þessara mála. Gunnlaugur K. Jónsson Þá má ekki gleyma þeim stéttum sem vinna innan heilbrigðiskerfis- ins. Mörgum sýnist sem dýrmætum tíma sé oft sóað í innbyrðis deilur um völd og áhrif. Starfsmenn heil- brigðiskerfisins verða að átta sig á því að þeir eru fyrst og fremst heil- brigðisstéttir, síðan fagstéttir. Al- gjör samstaða verður að vera innan þessara stétta svo eitthvert vitrænt samhengi verði í störfum þeirra og þar eiga læknar að vera fremstir í flokki. Víða erlendis, og eins hér heima, eru menn farnir að átta sig á því að heilbrigðismál eiga að snú- ast um heilbrigði en ekki sjúkdóma. Starfsumhverfí lækna hefur alltof lengi snúist um afleiðingar, þ.e. sjúkdóma í stað þess að ástunda og viðhalda heilbrigði sem er meg- ininntak náttúrulækningastefnunn- ar. Að lokum vil ég geta þess, að allt það sem hér hefur verið rakið, hefur verið sagt áður, jafnvel fyrir áratugum síðan þegar hugsjóna- menn eins og Jónas Kristjánsson læknir og Vilmundur Jónsson fyrr- verandi landlæknir messuðu yfir kollegum sínum og öðrum lands- mönnum. Enn hefur ekki að neinu gagni verið brugðist við þeim meg- ináherslum sem þessir menn börð- ust fyrir, þ.e. að fyrirbyggjandi aðgerðir og markviss fræðsla væri það eina rétta þegar baráttan gegn sjúkdómum er annars vegar. Ætla ráðamenn nú að sjá til þess að ein- hver breyting verði á eða ætla þeir að halda áfram að velta sér upp úr ómerkilegum dægurmálum? Höfundur er stjórnarformaður Náttúrulækningafélags Islands. Er gert grín að þér? KONA nokkur kom eitt sinn að máli við mig og sagðist mega til að tilkynna mér það að hún hefði farið að lesa reglulega í Bibl- íunni sinni fyrir nokkr- um árum, svona rétt fyrir forvitni sakir, og sagðist hún svo sann- arlega ekki sjá eftir því. Hún sagðist hafa lesið stuttan kafla á dag. „Þessar lestrar- stundir hafa gefið mér svo mikið,“ sagði hún „svo mikinn frið, svo mikla huggun. Ég er meira að segja farin að sækja guðsþjónustur í kirkjunni minni á sunnudögum en það var Það er gott að sækja kirkju, hefur Signr- björn Þorkelsson eftir viðmælenda í þessari grein. ég ekki vön að gera og það var aldrei venja á mínu heimili, enda sé ég nú hversu mikils við höfum farið á mis. Það er gott að sækja kirkju, það er alveg ótrúlegt, ég hefði aldrei trúað þessu. Trúaráhuginn vaknaði fyrst eftir að ég fór að lesa í Bibl- íunni.“ Heimilisfólkið henn- ar gerir nú . stundum góðlátlegt grín að henni fyrir að vera að lesa í Biblíunni, en hún lætur það ekki á sig fá, því þetta eru henn- ar bestu stundir, eins og hún sagði sjálf, og bætti við: „Það er alveg ör- uggt að það besta sem fyrir mig hefur komið er að ég fór að lesa Biblíuna, finna frið Guðs og kær- leika og sækja styrk til hans.“ Þitt orð er Guð, vort erfðafé, þann arf vér bestan fengum. Oss liðnum veit til lofs það sé, að ljós við þess vér gengum. Það hreystir hug í neyð, það huggar sál í deyð. Lát börn vor eftir oss það erfa blessað hnoss. Ó, gef það glatist engum. (Helgi Hálfdanarson þýddi) Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á Islandi. Sigurbjörn Þorkelsson Blað allra landsmanna! - kjarm malsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.