Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 61 i i i < < I I j I BRÉF TIL BLAÐSINS Minningar frá liðnu sumri Frá Bryndísi Jónsdóttur: NÚ þegar skammdegið hellist yfir er gott að eiga ljúfar ferðaminning- ar frá liðnu sumri. Minningar sem hægt er að blása í lífi í hvert sinn sem myndir eru teknar fram, hlust- að á fagra tónlist og maður sér fyrir sér heimahéruð hlutaðeigandi tónskálda eða söngvara og jafnvel staðinn þar sem upptakan fór fram, eins og í La Scala í Mílanó. Og þegar dregnar eru fram lista- verkabækur; að uppgötva að maður hafi staðið fyrir framan tiltekin listaverk og bergt þau eigin augum. Gengið næstum í fótspor Dantes, Marco Polos, Galileos og staldrað við á torginu, sem Bruno var forðum brenndur. Farið um sömu göturnar, sem kynslóðir árþúsunda hafa gengið, allt frá Rómveijum fram til okkar daga. Ferðin sem er mér svo minnis- stæð, var farin til Ítalíu með Heims- klúbbi Ingólfs og spannaði allt frá Mílanó, umhverfis Gardavatnið, Veróna, Padúa, Feneyjar, Pisa, Flórens, San Geminiano, Siena, Perugia, Assisi, Róm og þaðan til baka með viðkomu í Bologna. Ítalía sem var mér ekki með öllu ókunnug áður, hefur nú breyst í vitund minni, því með góðri leiðsögn var landslagið klætt þeirri sögu sem hefur þróast þar í árþúsundir, allt frá dögum Etrúska. Menningar- straumum sem bárust í kjölfar valdabaráttu, hvort sem var milli þjóðflokka, höfðingja eða ríkja, með kaupmönnum, allt var útskýrt þannig að ferðin var ein samfelld söguslóð, sem við upplifðum bæði í fortíð og nútíð. Einstök og ómetanleg leiðsögn Leiðsögn Ingólfs Guðbrandsson- ar var einstök og ómetanleg og stundum göldrum líkust þegar við t.d. stóðum aftarlega í fólksmergð í kirkjum eða söfnum, en fyrr en varði vorum við orðin fremst, án átroðslu eða stimpinga. Gátum við því notið þess sem fyrir augum bar ósnortin af því margmála mannhafi sem umhverfis var, en hlustað sem Sjöljósa- stikan Frá Helga Sigfússyni: NÚ LÝSA jólaljósin óðum heimilin hvert af öðru. Sjöljósastikurnar eru farnar að loga í gluggum heimilanna. Og það er einmitt málið - það eru sjöljósastikur en ekki aðventuljós, eins og svo margir nefna þau. Að- ventuljósin verða tendruð eitt af öðru út aðventuna - hvern sunnudag. Eitt sinn var útlendingur hér á landi í desembermánuði. Hann furð- aði sig á því hvað margir gyðingar byggju í Reykjavík. Hann taldi það vera svo út af öllum „aðventuljósun- um“ í gluggum húsanna. Skoðum nánar sjöljósastikuna. Hún er eitt elsta tákn gyðingsdóms- ins. Á Títus-boganum í Róm er lág- mynd sem sýnir sigurreifa róm- verska hermenn árið 70 sem bera fjársjóði musterisins í Jerúsalem eft- ir herleiðinguna. Mest ber á stórri sjöarma ljósastiku á þessari lág- mynd. Þá er sjöarma ljósastikan ævinlega á borðum gyðinga á pásk- um ásamt ósýrða brauðinu. Þessi sjöarma stika táknar m.a. sjö daga sköpunarsögunnar hjá gyðingum. HELGI SIGFÚSSON, Austurvegi 25, Hrísey. í akademíu á orð_ leiðsögu-, lista- og fræðimanns. Á tveimur vikum lærði ég meira en á einni til tveim- ur önnum í listasögu, tónmennt og sagnfræði. Hér er aðeins stiklað á mjög stóru, því af mörgu er að taka. Hver dagur bauð upp á slíkan fjöl- breytileika að jafnaðist á við vikur ef ekki mánuði, a.m.k. hjá undirrit- aðri, því ýmsar spennandi og óvæntar uppákomur biðu okkar sumstaðar í leyni. Við lögðum upp í þessa viðburða- ríku ferð með gott vegarnesti, því Ingólfur bauð okkur væntanlegum ferðafélögum og áhugafólki tvisvar til fundar á Hótel Sögu, áður en ferðin var farin, til að kynna ferðina og okkur ferðafélagana innbyrðis og einnig til að kynna óperuna Nabucco eftir Verdi, sem við sáum í Arenunni í Veróna. Víst hafði ég heyrt mikið um Arenuna talað, óper- urnar og listamennina sem þær fluttu, en að sitja í mannhafinu í þessu stóra hringleikhúsi, sem byggt var fyrir um 2000 árum, sjá og heyra slíka snilld, sem þar fór fram, verður ekki með orðum lýst og ekki heldur að taka þátt í gleðibylgju um 25.000 áhorfenda þegar hljómlista- mennirnir birtust aftur eftir regnúða og séð var að óperan gat haldið áfram, sem hún og gerði allt til enda. Kveðjur og þakklæti Við hjónin sendum ferðafélögum okkar frá í sumar sem tóku þátt í ferðinni „Töfrar Ítalíu" bestu kveðj- ur og þakklæti fyrir allar góðu sam- verustundirnar og ekki síst þegar við hittumst á Hótel Sögu í okt. sl. þar sem hver miðlaði öðrum minn- ingum í máli og myndum úr ferðinni. Ingólfi Guðbrandssyni verður aldrei nógsamlega þakkað fyrir óeig- ingjarna leiðsögn, upplýsingar og glæsilegan aðbúnað, þar sem höfð- ingslundin sat hvarvetna í öndvegi. BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR, Ægisíðu 92, Reykjavík. Það er gaman að grilla á nýju „MÍNÚTU-SNERTIGRILLIINUM" Nýju „mínútu-snertigrillin" frá Dé Longhi eru tilvalin þegar þig langar í gómsætan grillmat, kjöt, fisk, grænmeti eða nánast hvað sem er. Þú getur valið um 2 stærðir á stórgóðu jólatilboðsverði, k, 7.990,-eðakr 8.990,- /?onix HÁTÚNI6A REVKJAVlK SÍMI 552 4420 IL Turtafjull r ' ■llársnyrtivörur^^^ ' J'l %/ Jólatilboð t3L-L IS«L Fjársjóður fyrir liárið úr náttúru íslands Útsölustaðir: Apótek, heilsuvöruverslunum og hársnyrtistofum um allt land. Staðreyndir miimingaima Frá Thor Vilhjálmssyni: VARLA var ég lentur eftir stutta Frakklandsferð, sat nóttina eftir flugið heim við dagblaðahrúgu sem hafði safnazt á meðan. Þá þeyttist að mér hnúta í Velvakandabréfi í Morgunblaðinu frá 27.11., og ber yfirskriftina: Rangfærslur Thors. Þar er lesendum Velvakanda bent á að ég sé að rangfæra fótar- mein Ása í Bæ og kalla að hann hafi haft berkla í fæti en hafi verið beináta. Ég vissi ekki betur, annars hefði ég sagt hitt. Ég veit að ýms- ir fleiri sameiginlegir vinir okkar Ása voru í þessari sömu trú. Ég held að það sé óþarft að leikmenn séu að þrasa um læknisfræðilegar skilgreiningar, ég var í góðri trú en legg til að bréfritari beri það undir læknisdóm hvort það sé rangt hjá mér að beináta verði iðulega rakin til berkla. Upphaf sé oft að berklagerlar komist á viðkvæman stað og valdi beinhimnubólgu sem snúist við ólinnandi ertingu í bein- átu. Einnig hafi ég yerið helzt til fljót- fær að taka af Ása fótinn fyrr en verið hafi og gefið í skyn að hann hafi einfættur orðið aflakóngur. Ég var ekki að semja annála heldur reyna að sýna þá mynd sem Ási á í huga mér. Aflakóngur varð Ási þrátt fyrir bæklun, hver sem hún var og hefði hvort heldur var haml- að minni mönnum. Ég vissi af hans eigin frásögnum hve langkvalinn hann var af þessu fótarmeini sem hófst í æsku, hver æviraun var og ögrun til dáða, að fara fram úr öðrum í stað þess að láta hefta sig. í örum minningastraumi kann að hafa víxlast eitthvað með tímasetn- ingu á því hvenær hann varð afla- kóngur og hvort hann fékk gervifót- inn áður eða síðar. Ég man hann ljóslifandi hvort var með gervifót eða það sem hefur verið kallaður staurfótur sem þýðir að honum nýttist ekki sem öðrum liðamót um hné, og ætti að vera fljótséð hver hemill slíkt væri flestum skapminni mönnum en Ása. Ég man að annar fóturinn var styttri svo hann hafði sérsmíðaða skó og staf, ég sé hann fyrir mér hvernig hann hoppaði til þegar var staurfóturinn og hnéð stíft eða kominn gervilimur fyrir hinn sem angraði hann og kvaldi löngum. Mig langaði einfaldlega að sýna Ása einsog ég sá hann. Bréfritari getur þess ennfremur til að hnekkja mínu máli að Ási hafi ekki sagt sér neitt frá draum ■ konu sinni. Eg get ekki tekið þátt í því máli hans né bætt honum það frekar upp en ég gerði með frásögu minni. Ég veit ekkert hvað þeir töluðu saman. Ég veit bara hvað Ási talaði við mig um þau mál. Og sé hann ennþá fyrir mér í ham þeg- ar þetta og margt annað kom upp á okkar fundum. Sú mynd er mér svo kær að ég reyndi að bregða upp fyrir aðra. Og Ási var mjög sann- færandi sögumaður. THOR VILHJÁLMSSON, rithöfundur. Efni og tæki fyrir wíieé járngorma innbindingu. KÓPAVOGSBÚARí 4 iótetrénu ***■ zTJ "nabæiar i Hamraborg, 84 ð N . 15.00. VERSLANIRI HAMRABORG VERÐA OPNAR SUNNUDAGINN 8. DESEMBER MEÐ ÝMIS SÉRTILBOÐ í GANGI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.