Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■.iirmi;r.ir.u.TH Kvótaveðsetningm stendur í Framsókn Þjófnaður aldarinnar Innan tíðar mun ríkisstjómin frcista þcss að lögfesta í citt skipti i fGrfiAuldO JÁ en Davíð, þú varst búinn að lofa mér fagmanni . . . Lyfsali ósáttur við lyfjabúðir í næsta nágrenni Sýkna af kröfu um ógildingu lyfsöluleyfa HÆSTIRETTUR hefur sýknað heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra af kröfum Vigfúsar Guð- mundssonar, eiganda Borgarapó- teks, um ógildingu á tveimur nýj- um lyfsöluleyfum í Lágmúla og Skipholti. Ennfremur voru þau Ingi Guðjónsson og Guðríður Ein- arsdóttir, sem hlutu þessi leyfi, sýknuð af kröfum um að þau yrðu ógilt. Dómurinn staðfestir niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í júlí sl. Vigfús tók við rekstri Borg- arapóteks 1. janúar 1995. Haust- ið 1995 varð ljóst að áformað væri að stofna nýja lyfjabúð í Lágmúla, eða í innan við 200 metra fjarlægð frá Borgarapó- teki. Vigfús lýsti því yfir gagn- vart heilbrigðisráðherra að veit- ing nýs lyfsöiuleyfis svo nærri Borgarapóteki yrði til þess að kippa fótunum undan rekstri fyr- irtækisins. Borgarráð lagðist ekki gegn þessu lyfsöluleyfi á þessum stað né heldur að veitt yrði lyf- söluleyfi í Skipholti. Voru leyfin veitt í apríl sl. Vigfús höfðaði mál á hendur heilbrigðisráðherra og þeim Inga og Guðríði í júní og krafðist ógild- ingar á umræddum lyfsöluleyfum. Var málshöfðunin byggð á því að ákvarðanir heiibrigðisráðherra um veitingu lyfsöluleyfanna brytu í bága við það ákvæði lyfjalaga þar sem fjallað er um fjarlægð milii lyfjabúða. Engar leiðbeiningar í dómi Hæstaréttar segir, að í lyfjalögum sé ekki að finna sér- stakar leiðbeiningar er lúta að íbúafjölda að baki væntanlegri lyfjabúð og fjarlægð hennar frá næstu lyfjabúð. Sveitarstjórn geti mælt gegn veitingu leyfis á grund- velli slíkra sjónarmiða, ef hún telji þau einhveiju skipta. Ráðherra fari hins vegar með sjálfstætt mat og ákvörðunarvald. „Verður að telja að hann hafi við veitingu Elizabeth Arden kynning verður í dag í Top Class, Laugavegi 45. Kynntur verður nýi ilmurinn, Chloe Innocence. Spennandi tilboð og 20% afsláttur af öllum vörum frá Elisabeth Arden. Laugavegi 45, sími 551 2128 þeirra lyfsöluleyfa, sem hér um ræðir, litið til þess meðal annars, að borgarstjórn Reykjavíkur sá ekki ástæðu til að gera athuga- semdir við_ staðsetningu nýrra lyljabúða. Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á, að ákvarðanir ráð- herra hafi verið haldnar þeim ann- mörkum, að varðað geti ógildingu þeirra.“ Hæstiréttur dæmdi Vigfús til að greiða samtals 300 þúsund krónur í málskostnað. Dóminn kváðu upp hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Garðar Gísla- son, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Hjörtur skilaði sératkvæði, þar sem segir m.a. að umsögn borgar- stjórnar hafi farið fjarri að tæma þau álitaefni, sem skoða átti sam- kvæmt lögum og hafi ráðuneytinu mátt vera það ljóst. Veiting lyf- söluleyfanna hafi því átt sér stað án fullnægjandi undirbúnings og þannig farið í bága við ákvæði laganna. Því bæri að ógilda hana. Dalvíkur- prestakall auglýst BISKUP íslands hefur auglýst laust til umsóknar Dalvíkurprestakall, Eyjaíjarðarprófastsdæmi. Sóknir prestakallsins eru Valla-, Urða-, Tjarnar- og Upsasóknir. Sem kunnugt er mun sr. Jón Helgi Þórarinsson taka við embætti sóknarprests í Langholtsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsóknum um embættið ber að skila til biskups íslands fyrir 15. janúar 1997. Fyrirlestur um hjálparhugtakið Hvernig birtist hjálpsemin í velferðarkerfinu? SIÐFRÆÐISTOFN- UN og Framtíðar- stofnun boða til fyr- irlesturs fyrir almenning á mánudagskvöldið 9. des- ember klukkan 20:15 í stofu 101 í Odda, þugvís- indahúsi Háskóla íslands, um hjálpar- og velferðar- hugtakið. En á síðustu árum hefur borið á gagn- rýni á velferðarkerfin í Evrópu og jafnvel orð fallið um að þau hafí brugðist hlutverki sínu. Fyrirlesari er Jón Bjömsson fram- kvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála í Reykjavík. - Hvert er efni fyrirlest- ursins? „Hann er um hjálpar- hugtakið en ekki síður um velferðarkerfið. Víða hafa menn velt því fyrir sér hvort vel- ferðarkerfið virki eins og því var ætlað að gera. Margir efast um það og hafa komið með ásakanir á hendur því sem_ styðjast við raunveruleg dæmi. Eg mun í mín- um lestri koma með mögulega skýringu á því hvers vegna kerfið virkar ekki sem skyldi. Raunverulegt hjálparsamband milli tveggja einstaklinga byggir á alkunnum forsendum. Eg er hinsvegar að velta fyrir mér hvernig velferðarkerfið, sem skriffinnskukerfi milli hópa í sam- félaginu, standi gagnvart þeim þáttum sem era augljósir í hjálparsambandi einstaklinga. Ég mun líka skoða hjálparhug- takið og sögulega þróun sam- hjálpar, þ.e.a.s. á hveiju hún byggist núna og hefur byggt á hinum ýmsu tímum og til hvers menn hafa ætlast af samhjálpinni á þróunarskeiðum samfélagsins. - Getur þú nefnt dæmi um hvað þú átt við? „Já, til að einn hjálpi öðrum þarf hann að búa yfir viija til að hjálpa, það þarf að vera einhver hvöt sem liggur hjálpinni að baki, annars leggur hann ekki á sig orku og erfiði til þess að hjálpa öðrum manni. Menn greinir á um hvers konar hvati þetta er: Er það kærleikur eins og hjá miskunn- sama Samveijanum, mannúð eða er það bara dulbúin eigingirni? Hvatinn þarf nauðsynlega að vera fyrir hendi, hvers eðlis sem hann á hinn bóginn er. Spurningin er hvort þessi hvöt er jafnsjálfgefin þegar málið snýst um að greiða skatt til óper- sónulegs kerfis eins og t.d. al- mannatrygginga og heilbrigðis- þjónustu. Er það lík hvöt og mis- kunnsami Samveijinn fann til þegar hann hjálpaði manninum sem féll í ræningjahendur? Með öðrum orðum: Hvernig er hvatinn sem Ieiðir til hjálpsemi ------- tryggður í velferðar- kerfinu? Ég er að reyna að skoða tiltekna þætti í hjálparsambandinu og kanna hvernig það virkar. Getur sá sem hjálpar, til dæmis, verið viss um að það sem hann leggur til samfélagsins nýtist til góðs fyrir náungann? Erum við nógu viss um að skattgreiðslurnar komi að góðum notum og skili sér í velferð þeirra sem minna mega sín? Þarf maður að vita hvort svo sé til að geta haldið áfram að taka þátt í því?“ - Hvað með skylduna að hjálpa öðrum? „Við höfum ráðið fólk til að Jón Björnsson ► Jón Björnsson er Austur- Húnvetningur, fæddur árið 1947. Hann var nemandi í Menntaskólanum á Akureyri og stúdent þaðan árið 1966. Hann stundaði nám í sálar- fræði í Freiburg í Þýskalandi árin 1968-1974. Jón starfaði á Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar í rösk tvö ár að námi loknu, en tók síðan við starfi félagsmálasljóra á Ak- ureyri haustið 1976. Árið 1995 var hann ráðinn sem fram- kvæmdastjóri menningar-, uppeldis-, og félagsmála hjá Reykjavíkurborg. Hann er kvæntur Stefaníu Arnórsdótt- ur kennara við Kvennaskólann í Reykjavík. Vantar hvatn- ingu til hjálp- semi í kerfið? sinna vandræðum annarra og getum í siðmenntuðum vestræn- um samfélögum gengið skeyt- ingarlaus framhjá flestum vandamálum í vissunni um að það sé einhver á kaupi við að leysa þau. Skyldunni höfum við því að mörgu leyti bætt inn í kerfið með því að ráða fólk til að sjá um hana. Við borgum fyr- ir skylduna og þannig er eins og okkur komi bjargarleysi annarra ekki lengur við. Þetta er einmitt ein gagnrýnin sem sett hefur verið fram á velferðarkerfið, eða að það geri okkur hirðulaus um heill náungans. Með því að setja skriffínnsku- kerfi á milli okkar og náungans glatast sambandið á milli, segja sumir. Mörg okkar sakna hins beina hjálparsambands sem ríkti milli fólks en aðrir telja engan missi að því. í velferðarkerfinu er fé flutt frá þeim sem eru aflögufærir til þeirra sem eru hjálparþurfi. Menn voru upphaflega mjög bjartsýnir með kerfin en hafa orðið fyrir vonbrigðum. Ég er ekki að segja -------- að velferðarkerfið sé ónýtt, heldur að það þurfi að taka meira til- lit til sálfræðilegra raka í einstaklingnum ef það á að virka.“ - Viltu gera eins og Platón, að færa þekkinguna á mannssál- inni yfir á kerfið? „Þótt það sé glæfralegt að manngera kerfið eða ætla því eig- inleika fólks, held ég að ef kerfið sem fólk býr við stangast of mik- ið á við innri rök mannsins hætt- ir það að taka þátt í því. Það væri því vissulega í anda Forn- grikkja að segja að það þýddi ekkert að vera með kerfi sem stangaðist á við náttúru manns- ins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.