Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 1
H2SIÐURB/C/D tt&mWUltíb STOFNAÐ 1913 281.TBL.84.ARG. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Yfirvöld á Italíu leggja til atlögu við Di Pietro 300 lögreglumenn ráðast inn í 50 hús Róm. Reuter. ÍTALSKA lögreglan réðst í gær- morgun til inngöngu í húsakynni Antonios Di Pietros, fyrrverandi rannsóknardómara, sem varð þjóð- hetja á ítalíu "vegna framgöngu sinnar við rannsókn spillingarmála sem tröllriðu ítölskum stjórnmálum á árunum 1992-94. Saksóknarar í bænum Brescia í norðurhluta landsins fyrirskipuðu aðgerðirnar vegna ásakana um að Di Pietro hefði gerst sekur um lögbrot þegar hann stjórnaði rannsóknunum. ítalskir fjölmiðlar sögðu að 300 lögreglumenn hefðu tekið þátt í aðgerðunum og ráðist til inngöngu í 50 hús, þar af ein tíu í Róm. Lögreglan fór á heimili Di Pietros og skrifstofur, auk þess sem að- gerðirnar beindust að nánum sam- starfsmönnum hans og lögfræðing- um. Di Pietro var ekki á heimili sínu þegar lögreglumennirnir létu til skarar skríða, en þeir vöktu eig- inkonu hans og tvö ung börn þeirra. Líkt við aðgerðir gegn mafíunni Stuðningsmenn Di Pietros sögðu aðgerðir lögreglunnar líkjast atlögu að mafíuforingja. „Ljóst er að slík- um aðferðum er aðeins beitt þegar lögregla fæst við hættulega glæpa- menn en ekki dómara sem gæti verið viðriðinn vafasöm mál," sagði þingmaðurinn Nando Della Chiesa. Elio Veltri, þingmaður og vinur Di Pietros, sakaði yfirvöld um að ofsækja hann. „Ég get aðeins sagt að Di Pietro hefur sagt mér að ásakanirnar séu fáránlegar og að hann hafi engar áhyggjur." Rannsóknin í Brescia hófst í síð- asta mánuði og hún varð til þess að Di Pietro sagði af sér ráðherra- embætti sem hann hafði gegnt frá því í maí. í afsagnarbréfi sínu gaf hann til kynna að rannsóknin væri runnin undan rifjum stjórnmála- manna og fjármálamanna, sem hann átti þátt í að lögsækja. Samkvæmt viðhorfskönnunum er Di Pietro enn vinsælasti maður ítalíu vegna baráttu sinnar gegn spillingunni. Hann sagði af sér sem rannsóknardómari í desember 1994, skömmu eftir að hann og samstarfsmenn hans ákváðu að rannsaka meinta spillingu Silvios Berlusconis, þáverandi forsætisráð- herra. Orðrómur var á kreiki um að Di Pietro hefði verið knúinn til afsagnar. Dýrasta jólatré heims ÍBÚAR Genfar í Sviss vonast til að það fari ekki fram hjá rits^jór- um heimsmetabókar Guinness að þar í borg stendur nú dýrasta jólatré heims. Tréð er skreytt þúsund karata demöntum og skartgripum með eðalsteinum, sem eru að andvirði rúmar átta ínilljónir dollara (um 530 milljón- iríslenskra króna). Trésins gæta öryggisvörður og lögregluþjónn. Löng leið heim HUNDRUÐ þúsunda flótta- manna frá Rúanda eru nú á leið til síns heima frá Zaire og Tansa- níu. Flóttafólkið, sem fer fót- gangandi mörg hundruð kíló- metra leið, er mjög misjafnlega á sig komið og hefur kóleru orð- ið vart í fólki á leið frá Zaire. Hafa yfir 30 manns látist á síð- ustu vikum og yfir 1.200 veikst. I bænum Kibungu í austur- hluta Rúanda eru að rísa gríðar- stórar flóttamannabúðir fyrir Rúandamenn sem eru á leið heim frá Tansaníu. Búist er við að allt að 600.000 manns muni koma yfir landamærin frá Tansaníu á næstu vikum og mánuðum. Þor- kell Þorkelsson ljósmyndari kom í búðirnar í Kibungu fyrir skömmu. ¦ Dagleiðin langa/26 Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Bretland Major án meiri- hluta London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar íhalds- flokkurinn missti meirihluta sinn á þinginu þar sem einn af þingmönnum íhaldsmanna, Sir John Gorst, sagði sig úr þingflokknum. Þingmaðurinn kvaðst hafa sagt skilið við þingflokkinn þar sem Stephen Dorrell heilbrigð- isráðherra hefði svikið loforð um að loka ekki slysadeild sjúkrahúss í kjördæmi hans. Tony Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins, notaði tæki- færið til að gera harða hríð að stjórninni en flokkurinn hyggst ekki leggja fram van- trauststillögu þar sem ekki er víst að hún yrði samþykkt. „Stjórnin er að sundrast fyrir augunum á okkur," sagði hann. „Hún skjögrar úr einni hremmingunni í aðra." Þetta er í fyrsta sinn sem minnihlutastjórn er við völd í Bretlandi frá því stjórn Verka- mannaflokksins féll árið 1979. Major þarf ekki að boða til kosninga þar sem hann getur stjórnað með stuðningi flokka mótmælenda á Norður-írlandi. Samið um olíuleiðslu Róm. Reuter. ÍTALSKA olíufélagið Agip lýsti yfir því í gær að undirritaður hefði verið samningur í Moskvu um að leggja olíuleiðslu, sem ráðgert er að kosti 1,5 milljarða dollara (um 100 milljarða íslenskra króna) milli Kazakhstans og Rússlands. Rússland, Kazakhstan, Óman og átta alþjóðleg olíufyrirtæki standa að Olíuleiðslufélagi Kaspíahafs. „Áætlað er að það muni taka tvö ár að leggja leiðsluna og í upphafi muni um 28 milljónir tonna af olíu verða fluttar eftir henni á ári frá Miðasíulýðveldunum til vestrænna markaða," sagði í yfirlýsingu Agip. Konur samfagna Albright London. Reuter. BANDAMENN Bandaríkjamanna í Evrópu og Mið-Austurlöndum fögnuðu því í gær að Madeleine Albright hefði verið tilnefnd næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mestur var fögnuðurinn þó meðal leiðtoga kvenna og töldu nokkrir að tilnefning Albright markaði söguleg tímamót fyrir bandarískar konur. Sagt hafði verið að Frakkar, sem hafa átt í þrætum við Bandaríkja- menn, meðal annars vegna and- stöðu hinna síðarnefndu við að Bo- utros Boutros-Ghali yrði áfram framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, yrðu lítt hrifnir, en Jacques Rummelhardt, talsmaður Herves de Charettes utanríkisráðherra, fagn- aði tilnefningunni í gær. írakar kölluðu Albright eitt sinn norn, en viðbrögðum þeirra í gær var mjög í hóf stillt. Kvaðst sendi- herra Iraka hjá Sameinuðu þjóðun- um vonast til þess að samskipti ríkj- anna bötnuðu. Hamingjuóskir frá Kína Kínverjar sendu Albright ham- ingjuóskir og kváðust vona að hún mundi stuðla að því að bæta sam- skiptin við Bandaríkin. Spenna hef- ur verið milli Bandaríkjamanna og Kínverja vegna viðskiptadeilna og ágreinings um Taiwan. Hlýjustu kveðjurnar til Albright bárust frá Prag. Vaclav Havel, for- seti Tékklands, sagði að Albright hefði rutt sér til rúms með framúr- skarandi frammistöðu og tilnefning hennar hefði áhrif um allan heim. Albright fæddist í Tékkóslóvakíu árið 1937 og flúði þaðan ásamt fjöl- skyldu sinni þegar kommúnistar rændu völdum árið 1948. Jesse Helms, formaður utanríkis- málanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagði að Albright væri „föst fyrir og hugrökk" og kvaðst vænta að þingið samþykkti tilnefningu hennar án málaleng- inga. Kvennaleiðtogar lögðu áherslu á að Albright hefði verðskuldað starf- ið, þótt þeir viðurkenndu að það hefði ef til vill hjálpað henni að vera kona. Listi lagður fyrir Gore Bill Clinton Bandaríkjaforseti tók í sama streng og kvaðst „stoltur af að hafa átt þess kost að tilnefna fyrstu konuna utanríkisráðherra Bandaríkjanna". Hópur kvenna gekk á fund Als Gores varaforseta í liðinni viku og afhenti honum lista yfir 40 konur, sem væra í stjórninni og ættu skil- ið að fá stöðuhækkun. Nafn Al- bright var efst á þeim lista. ¦ Atkvæðameiri/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.