Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 17 Veitingarekstur í Hlíðarfjalli Tilboðum hafnað BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi í vikunni að hafna þeim tveimur tilboðum sem bárust í veitingarekstur að Skípastöðum í Hlíðarfjalli. Á fundinum var kynntur samanburður á tilboðunum og kostnaði bæjarins við veitinga- rekstur að Skíðastöðum á und- anförnum árum. Að sögn Guðmundar Stef- ánssonar bæjarfulltrúa var ætl- unin með því að bjóða út rekst- urinn að Skíðastöðum sá að spara peninga, en samkvæmt útreikningum virtist það mark- mið ekki nást. Líkur væru því á að bærinn myndi annast veit- ingasölu í Hlíðarfjalli áfram. Aðventu- tónleikar í Glerárkirkju KÓR Glerárkirkju heldur sína árlegu aðventutónleika í Glerár- kirkju sunnudaginn 8. desem- ber og hefjast þeir kl. 17. Á efnisskránni eru m.a. íslensk, ensk, pólsk og rússnesk jólalög en einnig verður frumfluttur texti Sverris Pálssonar, Jóla- gjöfin, við lag Gustav Holst. Barnakór Glerárkirkju kem- ur fram á tónleikunum og syngja kórarnir saman nokkur lög. Stjórnandi er Jóhann Bald- vinsson. Aðgangur á tónieikana er ókeypis. Sýning á verkum nemenda NÝLEGA lauk námskeiði sem staðið hefur yfir síðustu mánuði hjá Erni Inga myndlistarmanni. Nemendur koma víða af Norð- urlandi, sumir um alllangan veg til að sækja námskeiðið, sem hefur verið tvisvar í viku. Á morgun, sunnudaginn 8. des- ember, ætla nemendur að sýna verk sín í vinnustofunni í Klettagerði 6 á Akureyri og eru allir velkomnir á sýninguna, en myndin var tekin þegar verið var að undirbúa sýninguna fyrr í vikunni. Auðlindin okkar LÝÐVELDISKLÚBBURINN á Akureyri heldur opinn fund með yfirskriftinni Auðlindin okkar í Deiglunni, Kaupvangsstræti, í dag, kl. 16.30. Aðalgestur fundarins verður Ágúst Einarsson alþingismaður sem er eins og kunnugt er einn af helstu talsmönnum þess að útgerðin verði látin greiða þjóð- inni gjald fyrir afnotin af auðlind- inni. Fastlega er búist við að á fundinn mæti líka fulltrúar fyrir gagnstæð sjónarmið, en einnig verður fjallað um mismunandi aðferðir við stjómun fískveiða. Engla- dagskrá DAGSKRÁ um engla sem verið hefur í Deiglunni alla vikuna heldur áfram þar í dag, laugar- dag en kl. 15 verða tónleikar fyrir yngstu börnin, tveggja til fjögurra ára. Anna Richards stjórnar dansi barnanna, tónlist verður leikin, spilað á gítar og sungið. I Deiglunni eru til sýnis engl- ar sem leikfangasmiðurinn Ge- org Hollanders hefur gert. Flutningamiðstöð Norðurlands flyst í nýtt húsnæði við Tryggvabraut Skipa- og bílaafgreiðsla komin undir sama þak FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Norður- lands, FMN, dótturfyrirtæki Sam- skipa, hefur flutt starfsemi sína að Tryggvabraut 5 á Akureyri, þar sem skipa- og bílaafgreiðsla fyrirtækis- ins sameinast undir sama þaki. FMN keypti húsnæði Þórshamars af Kaupfélagi Eyfirðinga fyrr á árinu og að undanförnu hefur verið unnið að breytingum og endurbótum á húsnæðinu. FMN endurseldi hluta húsnæðisins en hefur yfir að ráða um 1.500 fermetrum undir starf- semi sína. „Kosturinn við þetta nýja hús- næði er hversu aðkoman og aðstað- an er þægileg fyrir viðskiptavininn. Með bættri aðstöðu er einnig hægt að útvíkka starfsemi fyrirtækisins til muna og bæta þjónustuna. Við erum með mjög gott dreifikerfi vest- ur frá Akureyri en stefnum nú að frekari uppbyggingu dreifikerfisins austur á land, allt til Vopnafjarð- ar,“ segir Þórarinn ívarsson, fram- kvæmdastjóri FMN. Ný og bætt þjónusta kynnt Þórarinn segir að FMN stundi al- hliða flutningastarfsemi og yfirtaka á rekstri feijunnar Sæfara hafi verið einn liðurinn í þeirri útvíkkun sem átt hefur sér stað hjá fyrirtækinu. „Við erum nú að bæta við nýrri áætlunarleið fyrir Sæfara en skipið mun sigla milli Dalvíkur og Norður- fjarðar, þriðju hveiju viku í vetur.“ FMN verður áfram með gáma- svæði á Togarabryggjunni, auk skipaafgreiðslu og togaralöndun. Hins vegar flyst öll vöruafgreiðsla Morgunblaðið/Kristján FRAMKVÆMDASTJÓRN Samskipa og framkvæmdastjórar flutningafyrirtækja á landbyggðinni sem Samskip er aðili að, komu saman til fundar á Akureyri í gær. A myndina vantar Ólaf Ólafs- FMN að Tryggvabraut. „Samhliða þessu munum við kynna nýja og bætta þjónustu, má þar nefna hrað- sendingar í flugi erlendis frá, toll- vörugeymslu, vörudreifingarfyrir- tæki og fleira," segir Baldur Guðna- son, framkvæmdastjóri flutninga- sviðs Samskipa og varformaður stjórnar FMN. Rekstur FMN gengið vel Rekstur FMN hefur gengið vel frá upphafi og fyrirtækið ávallt skil- að hagnaði. Starfsmenn eru um 50 son, forstjóra Samskipa. talsins og hefur fyrirtækið yfír að ráða um 20 flutningabílum og annað eins af flutningavögnum. „FMN er lang stærsta landflutningafyrirtæki landsins og reksturinn hefur gengið vel. Fyrirtækinu er stjórnað af heimamönnum, eins og öðrum dótt- urfyrirtækjum okkar á landsbyggð- inni, enda hafa þeir þá yfirsýn og þekkingu sem nauðsynleg er,“ segir Baldur. „Samskip er einnig aðili að flutn- ingafyrirtækjum í Vestmannaeyj- um, Selfossi og Reyðarfirði, ásamt heimamönnum á hveijum stað og um áramót verður stofnað flutn- ingafyrirtæki á Isafirði, í samstarfi við hcimamenn." Framkvæmdstjóm Samskipa og framkvæmdastjórar dótturfyrirtækj- anna á landsbyggðinni komu saman á Akureyri í gær, til að ræða frek- ari uppbyggingu í flutningum innan- lands. „Homsteinninn í okkar innan- landsuppbyggingu er á Akureyri og því þótti okkur vel við hæfí að halda þennan fund hér á þessum tímamót- um í starfsemi FMN,“ sagði Baldur. Enn eitt riðutilfellið hefur komið upp í Svarfaðardal Allur fjárstofninn á Bakka skorinn niður RIÐUVEIKI hefur enn einu sinni skotið upp kollinum í Svarfaðardal. í vikunni var staðfest riða í einni kind á bænum Bakka og hefur ver- ið ákveðið að lóga öllum fjárstofnin- um á bænum, alls rúmlega 30 kind- um. Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, segir að á þessari stundu hafi ekki verið ákveðið hvort fé.verður skorið á fleiri bæjum í dalnum. „Þetta er enn eitt áfallið sem menn verða fyrir og Bakki er sjötti bærinn þar sem riða kemur upp eftir að farið var í niðurskurð á öllu fé og tilheyrandi stótthreinsun, sem að mati færustu manna var talið að myndi duga til að losna við smit. Fjárstofninum á Bakka verður lógað einhvern næstu daga og hug- myndin er að taka sýni úr öllu því fé, til að kanna hvort þarna hafi verið um að ræða einstakt tilfelli eða frekari útbreiðslu.“ Mýs og skordýr hugsanlegir smitberar Ólafur segir að menn hafi verið að velta vöngum yfir hugsanlegum smitberum, sem þarna hljóti að vera til staðar. í því sambandi hafi mýs, heymaurar og jafnvel önnur skordýr verið nefnd sem hugsanleg- ir smitberar. „í síðustu riðutilfellum hefur verið prófað að nota sérstakt skordýraeitur við hreinsun. Einnig hafa menn reynt að eyða músum en það er ekki hlaupið að því enda eru þær mikið á flakki." Riða kom upp á fimm bæjum í Svarfaðardal á árunum 1994 og ’95, Þverá, Dæli, Hofsá, Ingvörum og Tjörn og var allt fé á bæjunum skorið niður. Riðuveiki hefur reynst bændum í dalnum erfið viðureignar og frá haustinu 1988-’89 var Svarf- aðardalur fjárlaus með öllu. Þeir bændur sem tekið hafa lífgimbrar keyptu þær frá Þistilfirði og Strönd- um og stofninn á Bakka var keypt- ur í kringum 1990. Ólafi er ekki kunnugt um hvort sýkta ærin hafi komið sem lífgimbur á sínum tíma eða hvort hún er fædd á staðnum. Hjálpræðisherinn Fata- úthlutun fyrir jólin HJÁLPRÆÐISHERINN hefur fataúthlutun næstkomandi fimmtudag, 11. desember, frá kl. 17-20, en þá gefst fólki kostur á að koma og velja sér þann fatn- að sem á markaðnum er sér að kostnaðarlausu. Herinn vantar tilfinnanlega spariföt, bæði á börn og fullorðna og því eru þeir sem eru að taka til í skúffum og skápum beðnir að senda fatnað sem ekki nýtist þeim lengur að senda hann til Hjálpræðishersins að Hvanna- völlum 10 á Akureyri. Tekið er á móti fatnaði alla daga í húsa- kynnum hersins, en fatnaður er einnig sóttur heim til fólks fram að fataúthlutuninni sé þess ósk- að. Viðurkenning fyrir gott aðgengi SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni og Þroska- hjálp á Norðurlandi eystra efndu til kaffisamsætis í Kjarnalundi i Kjarnaskógi á alþjóðadegi fatl- aðra fyrr í vikunni. Við það tæki- færi veittu félögin viðurkenningu fyrir gott aðgengi á gististaðnum, en ferlinefnd Akúreyrarbæjar hafði áður veitt slíka viðurkenn- ingu eftir að úttekt hafði verið gerð á staðnum. Náttúrulækn- ingafélag íslands á húsið, en þar hefur Hótel Harpa á Akureyri rekið hótel Kjarnalund síðustu ár. Fram kom í ávarpi formanna félaganna, Lilju Guðmundsdóttur frá Þroskahjálp og Snæbirni Þórð- arsyni frá Sjálfsbjörg að helstu baráttumál félaganna séu aðgeng- ismál, s.s. í skólum, hótelum og ýmsum opinberum stofnunum. Víða sé aðgengi ábótavant í skól- um, en það sé grundvallarskilyrði að sá jöfnuður náist að fatlaðir geti komist um skólana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.