Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fréttir berast af ólgn í Líbýu Sjaldan heyrum við áreiðanlegar fréttir frá Líbýu, enda landið lokað og einangr- að. Upp á síðkastið hafa menn fyrir satt að til óeirða hafi komið, en mönnum ber ekki saman um hvort þær eru vegna aðgerða trúarofstækismanna eða vegna gremju yfir versnandi lífskjörum, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir. MEIRA hefur heyrst um átök og óeirðir í Líbýu síðustu vikur en allar upplýsingar eru lengi að berast og komast einkum leiðar sinnar með ferðafólki frá Líbýu yfir til Egyptalands. Stjórnarandstæð- ingar Muammars Gaddafis Líbýu- leiðtoga eru heldur ekki á eitt sáttir þegar að því kemur að skýra ástæðurnar fyrir ókyrrðinni. Hópur sem kallar sig Líbýsku mannréttindanefndina fullyrðir að á árinu hafi yfir 600 manns verið drepnir af því að þeir létu á einn eða annan hátt í ljós andúð á Gaddafi og stjórn hans. Segja talsmenn nefndarinnar að á knatt- spyrnuleik í ágúst sl. hafi lög- regla til dæmis skotið á menn sem æptu slagorð gegn Gaddafi. Þetta mun hafa bvijað þegar dómarinn í leiknum dæmdi gilt mark’ hjá fótboltaliði sem er að mestu leyti í eigu og undir stjórn sonar padd- afis, al-Saadis að nafni. í stað þess að hrópa út af með dómar- ann voru þeim feðgum sendar ófagrar kveðjur. Var þá skotið að mannfjöldanum. Opinberar tölur segja að 8 hafi látist en diplómata- heimildir segja að milli 20 og 50 hafi legið í valnum. Ekki vilja allir túlka þetta sem málefnalega andstöðu við stjórn Gaddafis heldur hafi geðshræring vonsvikinna knattspyrnuaðdá- enda komið þessu öllu af stað. En þó að þetta hafi ekki verið undirbúið andóf sýnir það kannski hve urgur með stjórnarherrann er nálægt yfirborðinu. Strangtrúaðir múslimar velta varla Gaddafi úr valdastóli Þá hafa flogið fyrir fregnir af óeirðum í Benghazi og sagt að þar hafí strangtrúaðir öfgamenn verið í fyrirsvari og hermenn og lögregla barið andspyrnu þeirra niður af hörku. Samtök sem kalla sig Islamska píslarvotta hafa til- kynnt að leiðtogi þeirra, Mo- hammed nokkur al Hani, hafi ver- ið skotinn til bana fyrir nokkru ásamt ýmsum dyggum stuðnings- mönnum sínum. Þeir segja að Gaddafí sýni strangtrúarmönnum enga miskunn og sé til alls líklegur. Einn fyrrverandi forsætisráð- herra Líbýu, Abdul Hameed Bako- ush, sem nú er búsettur i Kairó og þekktur andstæðingur öfgatrú- armanna hefur látið hafa eftir sér að þarna sé örugglega ekki rétt með farið: trúarhópurinn reyni að nota þetta í áróð- ursskyni. Og sann- leikurinn er sá að hvað sem hugmynd- um manna á Vestur- löndum líður viðvíkj- andi stjórnarfarið í Líbýu er erfitt að hugsa sér að öfga- trúarmenn eigi þar mikinn hljómgrunn. Líbýska samfélagið er einfaldlega ekki þess eðlis að þar sé jarðvegur fyrir slíka hópa, hafi svo verið er það ekki lengur. Ættbálkaveldi er aftur á móti það sem mun standa óhaggað í Líbýu og tíma- ritið The Middle East segir að Gaddafi hafi að margra höfðingja dómi hyglað ýmsum ættbálkum umfram aðra og það geti aftur á móti reynst miklu alvarlegra fyrir hann. Refsiaðgerðir og loftferðabann þrengja kost alþýðu manna Stjórnarandstaðan innan Líbýu er ábyggilega fyrir hendi en hún er sundruð og þar koma við sögu ólíkir hópar. Alþýða manna hefur án efa mestar áhyggjur af því að kjörin hafa stórversnað síðustu ár og jafnræði með þegnum sem Gaddafi boðaði löngum er að ijúka út í buskann. Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna hafa nú verið í gildi í nokkur ár með al- varlegum afleiðing- um og einnig er land- ið í loftferðabanni. Þá er bannað að selja til landsins varahluti í olíuvinnslustöðvar með augljósum af- leiðingum. Ekki batnaði ástandið þeg- ar Bandaríkjamenn settu ný lög sl. sumar þar sem kveðið er á um að héimilt sé að refsa fyrirtækjum - utan Banda- ríkjanna vel að merkja - sem fjár- festa í Líbýu. Mörg stórfyrirtæki fylgjast án efa grannt með hvern- ig og hvort Bandaríkin framfylgja þessum umdeildu lögum, en Evr- ópusambandið hefur m.a. for- dæmt harðlega þessa aðgerð Bandaríkjamanna. Óhjákvæmilegt er að slík al- þjóðaeinangrun skapi ekki glatt og gott andrúmsloft í landinu og vitanlega munu margir skella skuld á Gaddafi. Eftir að hann komst til valda var komið á mjög viðunandi heilbrigðisþjónustu og skólakerfi sem allir áttu ókeypis aðgang að. En auðvitað dugir það ekki ef ungt fólk fær ekki neitt að gera að námi loknu. Nú er talið að um 13% atvinnuleysi sé í landinu. George Joffe, sem er sérfræð- ingur um máiefni Afríku og Aust- urlanda íjær og starfar í London, segir í viðtali við The Middle East sem áður er vitnað til að það sem muni ráða mestu sé sá ójöfnuður sem er að verða meðal manna. Líbýumenn hafi búið við tiltölu- lega traustan efnahag og þar hafi ekki verið mikið um ríkis- menn og heldur ekki þekkst fá- tækt eins og víða annars staðar. Nú reyni hver að skara eld að sinni eigin köku, ríkir menn verði ríkari meðal annars á varahluta- smygli og gjaldeyrisbraski. Sam- tímis því finni allur almenningur æ meira fyrir refsiaðgerðum og afleiðingum þeirra og þúsundir hafi misst vinnu í olíuiðnaði vegna varahlutaskorts. Líbýuleiðtogi stórmóðgaði tyrkneska forsætisráðherrann Samt hefur Gaddafi verið að vingast við ýmsa Arabaleiðtoga sem litu hann hornauga og hann hefur sótt í að hafa samskipti við leiðtoga múhameðstrúarríkja. í október undirritaði hann sér- stakan öryggissáttmála við Pa- kistani og í sl. mánuði bauð hann nýjum forsætisráðherra Tyrkja, Necmettin Erbakan, í heimsókn. Þeir skrifuðu undir samning um samvinnu á efnahagssviðinu og þótti mörgum það hið jákvæðasta. En áður en heimsókninni lauk hafði Gaddafi snarmóðgað Erbak- an, eins og honum einum er svo lagið. Hann stakk upp á því að Tyrkir slitu allri samvinnu við Israela, segðu sig úr Atlantshafs- bandalaginu, NATO og klykkti svo út með því að hvetja Erbakan til að leyfa Kúrdum í Tyrklandi að stofna eigið ríki. Eftir þessu að dæma er sjálfs- traustið í góðu lagi hjá Gaddafi. Hann virðist að minnsta kosti ekki vinafærri en svo að hann hafi prýðilega efni á að missa vináttu tyrkneska forsætisráðherrans. MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu. Sambandsráð Rússa ögrar Úkraínu Segir Sevastopol tilheyra Rússlandi Moskvu. Reuter. VOLODYMYR Horbúlín, örygg- isráðgjafi Leoníds Kútsjma, for- seta Ukraínu, mótmælti í gær þeirri ákvörðun efri deildar rússneska þingsins, Sambands- ráðsins, að gera kröfu til hafnar- borgarinnar Sevastopol við Svartahaf. Sambandsráðið samþykkti á fimmtudag ályktun þess efnis að Sevastopol væri hluti af Rúss- landi og Ukraínumönnum bæri því að láta borgina af hendi. „Þetta er gróf íhlutun í innan- ríkismál nágrannaríkis," sagði Horbúlín, sem er yfirmaður Ór- yggis- og varnarmálaráðs Ukra- ínu. „Samþykktin verður til þess að samskipti ríkjanna snar- versna.“ Stefna stjórnar- innar óbreytt Samþykkt Sambandsráðsins er ekki bindandi fyrir Borís Jeltsín forseta eða stjórnina og talsmaður forsetans sagði í gær að afstaða stjórnarinnar hefði ekki breyst, Sevastopol heyrði undir Ukraínu. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Iandanna um Seva- stopol og Svartahafsflotann, sem er með bækistöðvar i borginni. Háttsettir embættismenn í Ukra- ínu sögðu nýlega að deilunni kynni að verða vísað til Samein- uðu þjóðanna og athygli hefur vakið að þeir hafa sagt að ekki sé hægt að útiloka að Úkraína sæki um aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Samkvæmt sljórnarskrá landsins mega erlendar hersveit- ir ekki vera á úkraínsku land- svæði nema sljórnin semji við önnur ríki um tímabundna und- anþágu frá því banni. Rússar og Úkraínumenn hafa náð sam- komulagi um að stjórnin í Moskvu leigi aðstöðu Svarta- hafsflotans í Sevastopol í 20 ár en enginn samningur hefur verið undirritaður. Gert var ráð fyrir að Viktor Tsjernomyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, færi til Úkraínu 15. nóvember til að ræða málið en ekki varð af heim- sókninni. ELDHUGIOG HUG Á vaktinni er saga Hannesar Þ. Hafstein. Hann segir frá á skemmtil lifandi hátt. 1 bókinni er víða komið við og nú segir Hannes í íyrsta aðdraganda starfsloka sinna hjá Slysavarnafélagi íslands. Bókin er 39 prýdd um 150 ljósmyndum og með ítarlegri nafnaskrá. Höfundur J. Lúðvíksson, er þjóðþekktur fyrir ritstörf sín, ekki síst hinn viðamikla bó Þrautgódir á raunastund, björgunar- og sjóslysasaga íslands. Bók fyrir alla sjótni slysavarnar- og björgu um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.