Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 16
U|UJ|M IPunelS
16 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
• cRÐU góð l<AUP og spar^
5 20% afsláttur af öllum
vetra ryf i r höf n u m
■ Úrval af gæðaúlpum
■ Ullarfóðruðum regnkápum
■ Microkápum
■ Útöndunarjökkum
m/renndri flíspeysu
10% afsláttur af húfum,
lambhúshettum, sokka-
buxum, gammósíum og
peysum!
fóð&af
-j-jekifsen
KAMIK snjóstígvélin komin:
Með lausum sokk, stærðir, 24-35 kr. 2.990.
. Með föstu fóðri í stærðum 19-26 kr. 2.500
fyrir
alla
fjölskylduna
REGNFATABUÐIN
Laugavegi 21 • Sími 552 6606
AKUREYRI
Smásöluverslun Amaro
Fastráðnu starfsfólki
sagt upp störfum
ÖLLU fastráðnu starfsfólki í
smásöluverslun Amaro á Akur-
eyri hefur verið sagt upp störf-
um, alis rúmlega 10 manns.
Starfsfólkið hefur misjafnlega
langan uppsagnarfrest en allt
upp í 6 mánuði.
Sigurður Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri Amaro, segir fyrir-
hugað að fara í skipulagsbreyting-
ar hjá fyrirtækinu á næsta ári o?
til að þær nái fram að ganga hafi
verið nauðsynlegt að segja fast-
ráðnu starfsfólki upp störfum. Sig-
urður segir þó ekki á döfinni að
hætta verslun á vegum Amaro.
Aðspurður um hvort starfsfólkið
verði endurráðið eftir skipulags-
breytingarnar sagði Sigurður:
„Það eru allar líkur á að áfram
verði rekin verslun í Amaro og þá
þurfum við að hafa starfsfólk."
Dýrin í
Hálsaskógi
Fimm þús-
und gestir
FIMM þúsundasti gesturinn á
sýningar Leikfélags Akureyrar
á Dýrunum í Hálsaskógi eftir
Thorbjorn Egner er væntanleg-
ur í Samkomuhúsið í dag,
sunnudaginn 8. desember, en
þá verður 25. sýning á þessu
sívinsæla verk sem frumsýnt
var 19. október síðastliðinn.
Sýningin hefst kl. 14. og er sú
næstsíðasta á verkinu.
0
a
Kr 8.990
Casio-hljómborð
stgr
Ferðatæki m/geislaspilara
AZ 8052
Hársnyrtir
HS 015
»2.990
Úvarpsvekjaraklukka
RM 5080
<tö
HP 4362 AC 2300
________________Istgr
m/hleðsiu
HQ 4850
PHILIPS
SAXYO
iþ
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500
Umboðsmenn um land allt.
Matvöruverslun KEA í Sunnuhlíð
Morgunblaðið/Kristján
Á MYNDINNI eru smiðirnir Lýður Hákonarson frá vinstri og
Zophaníasson en þeir vinna hjá Pan hf.
Lyfjaversl-
un opnuð
eftir áramót
LYFJAVERSLUN verður opnuð í
verslun Kaupfélags Eyfirðinga í
verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í
Glerárhverfi eftir áramót. Lyfja-
verslunin verður á vegum
Sljörnuapóteks og lyfsali verður
Bergþór Haraldsson.
Nú standa yfir umfangsmiklar
breytingar á versluninni og sagði
Bergþór að þær tækju nokkurn
tíma þannig að eflaust yrði ekki
hægt að opna lyfjaverslunina fyrr
en í febrúar eða mars á næsta
ári. Lyfjaverslunin verður í um
90 til 100 fermetra rými inni í
versluninni, en um sérverslun
verður að ræða.
„Við verðum með lyf og hjúkr-
unarvörur en lítið af snyrtivör-
um,“ sagði Bergþór, en hann taldi
fulla þörf á slíkri verslun í Glerár-
hverfi og hefðu á síðustu árum
komið fram ítrekaðar óskir frá
íbúum hverfisins um apótek í
hverfinu. Um 5.000 manns búa í
Glerárhverfi og átti Bergþór því
von á að næg verkefni yrðu fyrir
starfsfólk verslunarinnar, en þeir
verða væntanlega fjórir.
Aðventukvöld í
Akureyrar-
kirkju
ÁRLEGT aðventukvöld í Akureyrar-
kirkju verður næstkomandi sunnu-
dagskvöld, 8. desember, kl. 20.30.
Fjölbreyttur tónlistarflutningur
verður á aðventukvöldinu, Jón Halldór
Finnsson leikur á básúnu og Sign'ður
Elliðadóttir syngur. Bama- og ungl-
ingakór kirkjunnar kemur fram. Fé-
lagar úr Æskulýðsfélagi Akureyrar-
kirkju flytja helgileik, en ræðurmaður
verður Trausti Olafsson, leikhússtjóri./
Messur
AKUREYRARKIRKJA: Fjöl-
skyldumessa og sunnudagaskóli
kl. 11. á morgun, sunnudag. Ath.
breyttan messutíma. Barna- og
unglingakór Akureyrarkirkju
syngur ásamt félögum úr Kór
Akureyrarkirkju. Föndur fyrir
sunnudagaskólabörnin í safnað-
arheimilinu. Munið kirkjubílana.
Biblíulestur í safnaðarheimili kl.
20.30 á mánudagskvöld.
Mömmumorgunn í safnaðarheim-
ili á miðvikudag frá 10 til 12.
Jólastund. Opið hús í Punktinum,
miðstöð fólks í atvinnuleit kl. 15
sama dag. Arna Yrr Sigurðar-
dóttir spjallar um aðventuna.
GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur
og bænastund í dag, laugardag
kl. 11. Allir velkomnir. Barna-
samkoma í kirkjunni kl. 11. á
morgun. Foreldrar hvattir til að
mæta með bömum sínum. Fund-
ur æskulýðsfélagsins kl. 20.30 á
sunnudagskvöld. Ath. breyttan
tíma.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun.
Unglingaklúbbur kl. 17. Bæna-
stund kl. 19.30. Almenn sam-
koma kl. 20. Heimilasambandið
kl. 16 á mánudag. Krakkaklúb-
bur kl. 17 á miðvikudag, biblíu-
lestur kl. 20.30. Ellefu plús mínus
á fímmtudag kl. 17. Allir vel-
komnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyr-
arlandsvegi 26: Messa kl. 18 í
dag, laugardag og kl. 11 á morg-
un, sunnudag.
KFUM og K: Samkoma kl.
20.30 á sunnudag. Ræðumaður
Jóhannes Valgeirsson. Bæna-
stund kl. 20 sama dag. Samskot
tekin til kristniboðsins.
SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga-
skóli á morgun, sunnudag kl.
13.30 í Lundarskóla. Almenn
samkoma á Sjónarhæð kl. 17.
Ástjamarfundur á mánudag kl.
18 á Sjónarhæð. Unglingafundur
á Sjónarhæð kl. 20.30 á sunnu-
dag. Allir eru velkomnir.