Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Víkurhverfi - Reykjavík Nýjar 3ja og 4ra herb. íbúðir til sölu. íbúðirnar henta vel fyrir þá, sem eru að minnka við sig húsnæði. Stórar stofur, rúmgóð herb. og svalir á móti suðri. Upplýsingar gefur Örn Isebarn, byggingameistari, í síma 896 1606. J diinnk skaztcfúyh (zSi/fytr- og giillsknrtgrinir með ísloiskimt iiáltiiriistciiumi, perhnn og deiiiiiiihmi LARA LL S IÐ Skólavörðustíg I0 S: 56I I300 5521150-5521370 Til sýnis og sölu m.a. eigna: LARUS Þ. VALDIMARSSON, Efri hæð - allt sér - mikið útsýni Mjög góð 6 herb. efri hæð á vinsælum stað I austurborginni tæpir 150 fm. Allt sér. Innb. bílsk. 27,6 fm. Grindavík - góð atvinna - skipti Gott steinhús ein hæð 130,2 fm. Sólskáli um 30 fm. Góður bílskúr 60 fm. Lóð 875 fm. Vinsæll staður skammt frá höfninni. Margs konar skipti mögul. Skammt frá Hlemmi - endurnýjuð Góð rishæð 2ja herb. ekki stór. Nýtt eldhús. Nýtt sturtubað m. sér þvottakrók. Nýjar lagnir og leiðslur í húsinu sem er reisul. steinhús. Traustir fjársterkir athafnamenn m. góð umboð óska eftir verslunarhúsnæði við Laugaveg - Banka- stræti - nágrenni. Byggingarlóð eða gamalt hús til endurbygging- ar/niðurrifs kemur til greina. Rétt eign verður greidd v. kaupsamning. Farið verður með allar uppl. sem trúnaðarmál. • • • Opið í dag kl. 10-14 Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margs konar eignaskipti. Góðar greiðslur. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370 STEINAR WAAGE SKOVERSIUN „ Langur laugardagur irowiEl Tilboð Tegund: 1412 Verð: 1 «995 Verð áður: Litur: brúnn Stærðir. 23-34 Ath.: LoSfóðraðir Tegund: 1385 Verð: 1 «995 Verð áður: JM95" Litur: brúnn Stærðir: 23-30 Ath.: Loðfóðraðir Opið laugardag frá 10-18, sunnudag frá 13-17 Ath: Næg ókeypis bílastæði PÓSTSENDUM SAMDÆGURS V STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SÍMI 551 8519 i p - kjarni niákins! FRÉTTIR Málþing um frumvarp til laga um rétt sjúklinga Mikilvægt að mannrétt- indi sjúklinga séu virt Munu tryggingafélög í framtíðinni krefjast þess að erfðafræðilegar upplýsingar fylgi umsókn um tryggingu, þannig að hægt verði að sjá lífslíkur viðkomandi? Ama Schram sat málþing á dögunum um rétt sjúklinga þar sem þessi spuming ogmargar fleiri voru ræddar. RÆTT var um rétt sjúklinga á málþingi sem haldið var síðastlið- inn þriðjudag á vegum Siðfræði- stofnunar Háskóla Islands og Sið- aráðs landlæknis. Tilefnið var m.a. endurskoðun lagafrumvarps, sem farið hefur fram að undanförnu, um réttindi sjúklinga. Lagafrum- varp þetta var lagt fyrir Alþingi síðastliðið vor, en hlaut ekki af- greiðslu og var vísað til nefndar sem Össur Skarphéðinsson alþing- ismaður veitir nú forstöðu. í umsögn með lagafrumvarpinu kemur fram að þar séu lögfest á einum stað þau réttindi sem sjúk- lingar eru þegar taldir njóta sam- kvæmt ýmsum laga- og reglu- gerðarákvæðum. Til dæmis eru par ákvæði um rétt sjúklinga á jpplýsingum um heilsufar sitt og meðferð, um rétt sjúklinga um aðgang að sjúkraskrám og um rétt sjúklinga til að geta gert at- hugasemdir við meðferð, svo eitt- hvað sé nefnt. Markmiðið með títtnefndu frumvarpi er m.a. að tryggja sjúklingum tiltekin rétt- indi í samræmi við almenn mann- réttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagn- vart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber milli sjúklinga og heil- brigðisstarfsmanna. A málþinginu kom fram sú von margra fundarmanna að hægt verði að flytja endurskoðað frum- varp um réttindi sjúklinga fyrir Alþingi í desember, en jafnframt var haft á orði að víðtæk sam- staða um frumvarpið væri mikil- vægt. Þá var m.a. rætt um það hvort í frumvarpinu ætti að vera ákvæði um tryggingar vegna meintra mistaka í heilbrigðiskerf- inu, hvort ætti að vera ákvæði um neitun sjúklinga til að taka þátt í kennslu og fræðslu heilbrigðis- stétta og hvort ætti að vera ákvæði um það sem kallað er virkt líknar- dráp. Auk þess veltu ýmsir því fyrir sér hvort fólk ætti að eiga skýlausan rétt á upplýsingum, án undantekninga. Málshefjendur voru Ástríður Stefánsdóttir læknir og M.A. í heimspeki, Guðrún Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, Valgeir Pálsson lögfræð- ingur, Tómas Zoega læknir og Helgi Seljan félagsmálafulltrúi. Mannréttindum sjúklinga gæti verið ógnað Sigurður Guðmundsson, læknir og formaður siðaráðs landlæknis, var fundarstjóri málþingsins. Hann gaf tóninn í upphafi þings og sagði að nokkuð skorti á umræðu í þjóðfélaginu um ákveðin mál sem lúta að réttindum sjúklinga. Hann sagði að ýmis atriði bæri að hafa í huga þegar fjallað væri um siík mál og nefndi í því skyni forsend- ur sem lúta að verndun mannrétt- inda og virðingar þegar fjallað væri um nýjungar og þróun í líf- fræði og læknisfræði. „Það er auðvelt að misnota slíka þróun og rúa þannig einstaklinginn virðingu sinni og reisn,“ sagði hann. Ástríður Stefánsdottir, læknir og M.A. í heimspeki. ræddi um siðferðilegar forsendur þess að sett yrðu lög um réttindi sjúkl- inga. „Veik manneskja sem leita þarf á náðir heilbrigðiskerfisins er í þeirri stöðu að mannréttindum hennar gæti verið ógnað. Sér- stakra aðgerða er því þörf til að vernda mannréttindi hennar,“ sagði hún. Ástríður nefndi sem dæmi mikilvægi þess að sjúklingur taki þátt í ákvörðunum er varða hans eigin læknismeðferð. Það hjálpaði viðkomandi sjúklingi að halda virðingu sinni. Og „með því að virða vilja sjúklingsins virðir fag- maðurinn rétt hans til að ráða sér sjálfur," sagði hún. Guðrún Þorsteinsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu fór í erindi sínu yfir meginefni laga- frumvarpsins um réttindi sjúklinga og benti m.a. á nokkur ákvæði sem ekki er að finna annars staðar í íslenskum lögum og reglugerðum, en voru tekin inn vegna tillagna sjúklingahópa og með hliðsjón af yfirlýsingu Evrópuskrifstofu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar um réttindi sjúklinga sem sam- þykkt var vorið 1994. Sjúklingatryggingar I erindi sínu gerði Valgeir Páls- son lögfræðingur m.a. grein fyrir lagalegum réttindum sjúklinga til launa, bóta og til heilbrigðisþjón- ustu. Þá fjallaði hann um önnur réttindi svo sem réttinn til að kvarta telji sjúklingur að brotið hafi verið gegn rétti sínum gagn- vart heilbrigðisþjónustunni eða að samskipti sín við starfsfólk í heil- brigðisþjónustu hafí ekki verið sem skyldi. Valgeir studdi þá hugmynd að komið yrði á fót sérstökum sjúkl- ingatryggingum, þar sem sjúkl- ingar geta átt kost á bótum, verði þeir fyrir einhvers konar heilsu- tjóni vegna skakkafalla í tengslum við læknismeðferð eða rannsókn án þess að skilyrði bótaréttar skv. almennum skaðabótareglum sé fyrir hendi. „Er ekki að efa að með þess háttar bótakerfí yrði sjúklingum, sem yrðu fyrir heilsu- tjóni vegna læknismeðferðar, auð- veldað til muna að fá tjón sitt bætt.“ Tómas Zoega læknir fjallaði um réttindi sjúklinga út frá sjónarhóli læknis og kynnti lauslega þær breytingartillögur sem Siðfræðir- áð Læknafélags íslands hefur lagt fram að umræddu frumvarpi. I breytingartillögum þessum er m.a. lagt til að bæta við grein sem kveður á um verndun þeirra sem ekki eru hæfir til að veita sam- þykki fyrir íhlutun eða meðferð. Þá er lagt til að setja inn kafla um genamengi mannsins, þar sem m.a. er fjallað um íhlutun í gena- mengi mannsins og bann lagt við því að nota læknisfræðilega tækn- iaðstoð við æxlun, í því skyni að velja kyn þess barns sem í vændum er. Auk þess er lagt til að bæta við kafla sem tekur á vísindarann- sóknum á heilbrigðissviði, svo sem verndun sjúklinga sem gangast undir vísindarannsóknir og vernd- un sjúklinga sem ekki erú hæfír til að veita samþykki fyrir vísinda- rannsókn. Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ræddi um rétt sjúklinga út frá sjónarhóli leikmanns og sagði meðal annars að þegar um réttindi sé rætt verði eigin ábyrgð alltaf að vera með í för. „Kröfurnar um samfélagsþjónustu eru vissulega miklar, þær eiga að vera það. En um leið verðum við að gera kröfur til okkar sjálfra." Vefjasýni fari ekki í rangar hendur í almennum umræðum að loknu erindi Helga kom m.a. fram sú gagnrýni að ákvæðið um rétt sjúklinga til að fá sem fullkomn- asta heilbrigðisþjónustu skuli vera takmarkaður innan þess fjárhags- ramma sem heilbrigðisþjónustunni er sniðinn hveiju sinni. Þá voru vangaveltur um það hvort tryggja bæri með lögum að vefjasýni færu ekki í rangar hendur og að fyllstu leyndar yrði gætt um erfða- og læknisfræðilegrar upplýsingar er varða einstaklinginn. Þeirri spurn- ingu var til dæmis varpað fram hvort tryggingafélög ættu eftir að fara fram á það í framtíðinni að með umsókn um líftryggingu fylgdu erfðafræðilegar upplýs- ingar um viðkomandi svo hægt væri að sjá hvaða sjúkdóm hann væri líklegur til að fá og hve lengi hann myndi lifa. Og tryggingin færi svo eftir því. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir MÁLÞINGSGESTIR voru flestir sammála um mikilvægi þess að umræða um réttindi sjúklinga færi fram úti í þjóðfélaginu. ) I > > > \ \ I > » I I » ft I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.