Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR A MORGUN
Guðspjall dagsins:
Teikn á sólu og tungli
(Lúk. 21.)
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl 11. Börn úr I I I -starfinu sýna
helgileik. Guðsþjónusta kl. 14. Arni
Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Félagar
úr Oddfellowstúkunni Þórsteini að-
stoða við messuna. Ræðumaður
Jón Ólafur Ólafsson. Pálmi Matthí-
asson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Prestur sr. Jakob Á.
Hjálmarsson. Dómkórinn syngur.
Organleikari Marteinn H. Friðriks-
son. Fundur í safnaðarheimilinu eft-
ir messu. Helgistund á aðventu kl.
14. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars-
son. Fermingarbörn bjóða foreldr-
um og gestum til samkomunnar.
Barnasamkoma kl. 15. Prestur sr.
Jakob Á. Hjálmarsson. Dagur skírn-
arinnar. Allir, sem skírðir hafa verið
í Dómkirkjunni sérstaklega boðnir
velkomnir.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Lárus Halldórsson
messar. Organisti Kjartan Ólafsson.
Félag fyrrverandi sóknarpresta.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma
kl. 10.30. Vígsla Grensáskirkju kl.
10.30. Biskup íslands herra Olafur
Skúlason annast vígslu kirkjunnar.
Þjónusta við altari: Sr. Halldór S.
Gröndal, sr. Kjartan Örn Sigur-
björnsson, sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son, prófastur, sr. Guðlaug Helga
Ásgeirsdóttir, sr. Miyako Þórðarson
og sr. Hjalti Guðmundsson. Kórbæn
les Ásgeir Hallsson, formaður sókn-
arnefndar. Ritningalestur annast:
Herra Jónas Gíslason, vígslubiskup,
sr. Felix Ólafsson, frú Kristín Hall-
dórsdóttir, frú Kristrún Hreiðars-
dóttir og Árni Arinbjarnason, organ-
isti. Kirkjukór og Kammerkór Grens-
áskirkju syngja. Strengjasveit leikur
ásamt Lárusi Sveinssyni, Hjördísi
E. Lárusdóttur, llku Petrovu
Benkova og Halldóru Ingimarsdótt-
ur. Orgelleikari og stjórnandi Árni
Arinbjarnarson. Kórstjóri Kammer-
kórs Margrét Pálmadóttir. Vígslu-
tónleikar verða í kirkjunni kl. 17.
Atventutónleikar Fílharmóníukórs-
ins kl. 20.30.
HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam-
koma og messa kl. 11. Jónas Þóris-
son framkvæmdastjóri Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar prédikar.
Karlakór Reykjavíkur syngur. Stjórn-
andi Friðrik S. Kristinsson. Sr. Karl
Sigurbjörnsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Jón Bjarman.
HÁTEIGSKIRKJA: BarnLguðsþjón-
usta kl. 11. Messa kl. 14j. Organisti
Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía
Konráðsdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11.
Prestar sr. Jón Helgi Þórarinsson
og sr. Tómas Guðmundsson. Org-
anisti Jón Stefánsson. Kór Lang-
holtskirkju og Gradualekór syngja.
Hljóðfæraleikur. Fermingarbörn og
foreldrar þeirra hvött til að mæta.
Kaffisopi eftir messu. Barnastarf kl.
13 í umsjá Lenu Rósar Matthías-
dóttur.
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11.
Félagar úr Kór Laugarneskirkju
syngja. Organisti Gunnar Gunnars-
son. Barnastarf á sama tíma. Guðs-
þjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargarhús-
inu, Hátúni 12. Ólafur Jóhannesson.
NESKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Opið
hús frá kl. 10. Sr. Frank M. Halldórs-
son. Frostaskjól: Barnastarf kl. 11.
Húsið opnar kl. 10.30. Sr. Halldór
Reynisson. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Frank M. Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa
kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir. Organisti Viera Mana-
sek. Barnastarf á sama tíma í um-
sjá Hildar Sigurðardóttur, Erlu
Karlsdóttur og Benedikts Her-
mannssonar.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Aðventu-
kvöld kl. 20.30. Endurkomukvöld.
Zbigniew Dubik leikur á fiðlu og
Martial Nardeau á flautu. Kórsöng-
ur undir stjórn Péturs Máté organ-
ista kirkjunnar. Hátíðarræðu flytur
Ómar Ragnarsson, fréttamaður.
Kaffi og smakk á smákökum eftir
stundina.
ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Aðventuhátíð kl. 20.30. Þuríður Sig-
urðardóttir syngur einsöng. Barna-
kór Árbæjarkirkju syngur undir
stjórn Margrétar Dannheim. Sr.
Heimir Steinsson útvarpsstjóri flyt-
ur ræðu. Kirkjukórinn syngur undir
stjórn Kristínar G. Jónsdóttur org-
anista. Fermingarbörn lesa ritning-
arlestra. Stutt hugleiðing og að-
ventuljósin tendruð. Boðið verður
upp á veitingar í safnaðarheimilinu
að athöfninni lokinni. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altar-
isganga. Gerðubergskórinn syngur.
Kaffisala kirkjukórsins eftir messu.
Samkoma Ungs fólks með hlutverk
kl. 20. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Jólaball sunnu-
dagaskólans kl. 11. Aðventuhátíð
kl. 20.30 í umsjá sr. Hjálmars Jóns-
sonar. Kór Snælandsskóla og kór
Digraneskirkju syngja. Blikastelpur
lesa ritningarlestra. Organisti Sól-
veig Sigríður Einarsdóttir.
ÍSLENSKT MÁL
PRÓF. Baldur Jónsson sendir
mér þessa skemmtilegu og lær-
dómsríku dæmisögu:
„Ég var að taka til í óreiðu-
haugum hér í vinnuhorni mínu
og rakst þar á riss á blaði þar
sem ég hafði skrifað efst „Hvern-
ig menn eru hærðir“. Undir þeirri
fyrirsögn hafði ég hripað þetta:
„Eitt sinn hringdi maður til
málstöðvarinnar og kvartaði
undan því að hjá embætti lög-
reglustjórans í Reykjavík væri
nú skrifað í vegabréf að maður
væri „brúnhærður", þar sem
standa ætti „skolhærður" eða
„ljósskolhærður".
I helstu prentuðum orðabók-
um um íslenskt nútímamál,
orðabók Blöndals og orðabók
Menningarsjóðs, er ekkert
þessara orða að fínna, hvorki
brúnhærður, skolhærður né
ljósskolhærður, og þau eru
ekki heldur í fornmálsorðabók-
um Fritzners og Guðbrands
Vigfússonar.“
Lengra náði rissið ekki, en ég
man að þetta vakti með mér
nokkra undrun og forvitni, og
jafnframt rifjaðist upp gamalt
atvik frá viðskiptum sjálfs mín
við embætti lögreglustjóra. Mér
dettur nú í hug að þú getir e.t.v.
gert þér einhvern mat úr þessu
í Morgunblaðinu, og þér er það
þá velkomið.
Ég man ekki í svipinn eftir
neinu safni lýsingarorða um
háralit manna og hárafar, en það
gæti verið býsna fróðlegt, og
væri gott ef einhver legði í að
taka það saman. Samkvæmt
bakstöðuskrá sem ég lét gera
úr orðabók Blöndals eru þar 55
lýsingarorð sem enda á -hærð-
ur, líklega flest höfð um menn
en varla öll; ég hefí ekki athugað
það. En mér kom sérstaklega á
óvart að orðið skolhærður
skyldi hafa skotist undan bæði
við gerð orðabókar Blöndals og
Árna Böðvarssonar.
Nú kemur í ljós að þetta orð
virðist vera mjög ungt. Guðrún
Kvaran segir mér að í ritmáls-
safni Orðabókar Háskólans séu
135 lýsingarorð sem enda á
-hærður, en þar eru engin dæmi
um brúnhærður, né ljósskol-
hærður og aðeins tvö dæmi um
skolhærður, hið eldra úr bók
eftir Jónas Árnason, sem út kom
1954 (Fólk. Þættir og sögur).
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
878. þáttur
Eins og þú veist er ég orðinn
gráhærður fyrir löngu, og jafn-
vel hvíthærður, og enn lengra
síðan ég fór að verða hæruskot-
inn. Einhvern tímann þegar ég
var á því aldursskeiði þurfti ég
að endurnýja vegabréfið mitt,
eins og maðurinn sem hringdi
til málstöðvarinnar. Og mér fór
líkt og honum. Þegar ég fékk
nýja vegabréfið gat ég búist við
að vera sagður hæruskotinn og
hefði sætt mig við það. En það
var nú ekki svo vel; ég var grá-
sprengdur! Næstu árin gekk ég
um með opinber skilríki upp á
það að ég væri grásprengdur.
Ég sá fyrir mér að ég yrði látinn
fara gráskjóttur þegar ég kæmi
næst!
Mér féll þetta ekki vel og
hugðist afla mér samúðar með
því að segja kunningjum söguna.
En þá tók ekki betra við. Þeir
fáu sem þóttust þekkja orðið
hæruskotinn töldu að það
merkti eitthvað allt annað en
grásprengdur. Mér skildist að
hið síðarnefnda ætti svo ágæt-
lega við mig!
Nú skaltu ekki halda að ég
ýki söguna mjög. Hvernig held-
urðu að Blöndal þýði orðið hæru-
skotinn? Auðvitað með danska
orðinu grásprængt. Og Frey-
steinn vissi hvað hann söng.
Hann segir (1926): „graa-
sprængt hæruskotinn, úlfgrár,
gráýróttur" (einnig svo í útg.
1973). En í nýjustu dönsk-
íslensku orðabókinni (1992) er
aðeins ein þýðiiíg við danska
orðið grásprængt, sem sé „grá-
sprengdur"!
Er nokkur furða þó að ég sé
orðinn gráhærður?
Blessaður ævinlega."
Og kærar þakkir ævinlega,
segir umsjónarmaður.
★
Út spyrst um hauður
að Isfeld sé dauður,
allmargt sem kunni.
Snikkari var hann,
snoturt sig bar hann,
snar í viskunni.
Ektavíf kætti ’ann,
þótt erfiði sætti ’ann
af öllum lífs grunni.
Bækumar las hann
og brennivínsglas hann
bar sér að að munni.
(Hermann Jónsson í Firði, 1749-1837;
leónískur háttur.)
★
Á fyrra hluta þessarar aldar
tóku menn að skíra meyböm
„öldunöfnum“, svo sem Alda,
Bára, Bylgja, Dröfn, Dúfa og
Hrönn. Elst munu vera Bára
(frá 1901) og Dröfn (frá 1909).
Meira e.t.v. um þau nöfn síðar.
Fátítt mun vera að börn séu
skírð eftir ljóðabókum, en hér
kemur dæmi þess. Elsta Hrönn,
sem ég hef fundið, fæddist á
Siglufirði 4. janúar 1918. For-
eldrar hennar, Helga Jóhannes-
dóttir og Jón Gíslason, áttu þá
saman sín önnur jól, rétt áður
en mærin fæddist. Þau voru
bæði ljóðelsk og fengu í jólagjöf
bókina Hrannir eftir Einar
Benediktsson (frumpr. 1913).
Og þau ákváðu að nefna dóttur
sína eftir bókinni. Sr. Bjarni
Þorsteinsson tónskáld samþykkti
það fúslega.
Konum, sem báru nafnið
Hrönn, fjölgaði ekki mjög hratt.
Voru t.d. aðeins sjö skírðar þessu
nafni 1921-1930. En svo komst
nafnið í tísku, og í þjóðskrá 1989
voru 942. Meiri hluti þeirra heit-
ir svo að síðara nafni, enda fellur
nafnið vel inn í stuttnefnatísku
síðustu áratuga.
Ég þakka Hrönn Jónsdóttur
frá Siglufirði fyrir að mega segja
frá þessu. Ef einhver hefur eldri
dæmi, væri mér þökk á að fá
vitneskju um það.
★
Hlymrekur handan kvað:
Ef höfðu menn húsmynd með frú í,
ef höfðu þeir fjósmynd með kú í,
þeim var ekki vært,
ef veður var fært,
fyrir valdsmannaskríl í Bangui.
★
„Málfar hefur breyst, en það
sem mér finnst e.t.v. skipta
mestu máli er að við höldum
samhenginu, missum ekki þráð-
inn heldur tengjum unga fólkið
við eldri tíma - bókmenntir og
sögu þjóðarinnar. Það skiptir
höfuðmáli og það geta skólarnir
ekki ef heimilin gera það ekki
líka og allt samfélagið."
(Vilborg Dagbjartsdóttir.)
Auk þess fær Félag verslun-
ar- og skrifstofufólks á Akureyri
stig fyrir að auglýsa í fund-
arboði afgreiðslutíma, ekki
„opnunartíma", sjá og Akur-
eyrarsíðu þessa blaðs í gær.
FELLA- OG HOLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn
Hjartarson. Organisti Lenka Máté-
ová. Barnaguðsþjónusta á sama
tíma í umsjón Ragnars Schram.
Kirkjurútan gengur eins og venju-
lega. Prestarnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 í umsjón Hjartar og
Rúnu. Aðventukvöld kl. 20.30.
Ræðumaður: Davíð Oddsson for-
sætisráðherra. Kirkjubarna- og
unglingakór Grafarvogskirkju
syngja undir stjórn Harðar Braga-
sonar og Áslaugar Bergsteinsdótt-
ur. Ragnar Ingi Aðalsteinsson flytur
frumsamið aðventuljóð. Fermingar-
börn flytja helgileik. Nemendur úr
Tónlistarskóla Grafarvogs spila og
skólahljómsveit Grafarvogs leikur
undir stjórn Jóns Hjaltasonar. Emil-
iana Torrini syngur við undirleik
Jóns Ólafssonar. Eiríkur Örn Páls-
son leikur einleik á trompet og Guð-
laug Ásgeirsdóttir á þverflautu.
Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Krakkar úr Æsku-
lýðsfélagi og TTT-starfi Hjallakirkju
aðstoða. Barnaguðsþjónusta kl. 13
í umsjá írisar Kristjánsdóttur. Að-
ventuhátíð kórs Hjallakirkju kl.
20.30. Sigríður Gröndal syngur ein-
söng. Stjórnandi Oddný J. Þor-
steinsdóttir. Boðið verður upp á
kakó og smákökur. Sóknarprestur.
KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Litli- og miðkór
Kársnesskóla syngur undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra.
Einnig syngja börn úr barnastarfi
kirkjunnar. Örganisti Örn Falkner.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Ágúst Einarsson prédikar. Hanna
Björk Guðjónsdóttir syngur ein-
söng. Organisti Kjartan Sigurjóns-
son. Sóknarprestur.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug-
ardag: Messa kl. 8 og kl. 14. Sunnu-
dag: Hámessa kl. 10.30, messa kl.
14, messa á ensku kl. 20. Mánu-
dag: Maríumessa (flekklaus getnað-
ur Maríu). Kl. 8. messa. Kl. 18.
Hátíðarmessa. Messur kl. 8 og kl.
18. þriðjud. til föstud.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam-
koma á morgun kl. 17. Ræðumaður
Friðrik Hilmarsson. Aldursskiptar
samverur fyrir börn og unglinga.
Matsala eftir samkomuna.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa
kl. 11 á sunnudögum.
HVÍTASUNNUKIRKJAN FHadelfía:
Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu-
maður Friðrik Schram. Niðurdýfing-
arskírn. Allir hjartanlega velkomnir.
MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár-
stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta
sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl.
20. Altarisganga öll sunnudags-
kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn
Ragnarsson.
ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al-
menn samkoma kl. 11. Ræðumaður
Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna-
þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan-
lega velkomnir.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM-
ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Bænastund kl.
19.30. Aðventusamkoma kl. 20.
Katrín Eyjólfsdóttir talar.
MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í
Lágafellskirkju kl. 14. Altarisganga.
Kirkjukór Lágafellssóknar. Organ-
isti: Guðmundur Ómarr Óskarsson.
Barnastarf í safnaðarheimilinu kl.
11. Jón Þorsteinsson.
REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Að-
ventukvöld Reynivallasóknar verður
í Félagsgarði sunnudag kl. 20.30. Á
dagskrá verður m.a. söngur kirkju-
kórsins, lestur jólasögu og söngur
barna. Ólafur Magnússon syngur
einsöng, börn í Ásgarðsskóla flytja
helgileik og loks verður almennur
söngur. Aðventukvöldinu lýkur með
því að borið verður fram heitt súkk-
ulaði og piparkökur. Gunnar Krist-
jánsson.
BESSASTAÐAKIRKJA: Aðventu-
samkoma kl. 20.30. Æskufólk
ásamt Álftaneskórnum tekur þátt í
athöfninni. Bragi Friðriksson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Hofstaðaskóli tekur þátt í
athöfninni. Sunnudagaskóli í Kirkju-
hvoli á sama tíma. Sunnudagaskóli
kl. 13 í Hofstaðaskóla. Bragi Frið-
riksson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli í Hafnarfjarðarkirkju kl.
11. Umsjónarmenn: Séra Þórhildur
Ólafs, Katrín Sveinsdóttir og Natelia
Chow. Sunnudagaskóli í Hvaleyrar-
skóla kl. 11. Umsjónarmenn: Séra
Þórhallur Heimisson, Bára Friðriks-
dóttir og Ingunn H. Hauksdóttir.
Guðsþjónusta kl. 14. Prestar: Séra
Þórhallur Heimisson og séra Þór-
hildur Ólafs. Kirkjukaffi í Strand-
bergi eftir Guðsþjónustuna. Gunn-
þór Ingason, sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Aðventukvöld kl.
20.30. Barnakór og kirkjukór syngja.
Petrea Óskarsdóttir og María Ced-
erborg leika á flautur. Örn Arnarson
syngur einsöng. Sr. Árni Pálsson
flytur hugleiðingu.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa
sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl.
8. Allir velkomnir.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11 og fer hann
fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Börn
sótt að safnaðarheimilinu kl. 10.45.
Aðventusamkoma kl. 17 og mun
Kirkjukór Njarðvíkur syngja undir
stjórn Steinars Guðmundssonar
organista. Einsöngvarar eru: Birna
Rúnarsdóttir, Haukur Þórðarson,
Kristján Jóhannsson og Sveinn
Sveinsson. Barn borið til skírnar.
Ræðumaður er Jón Benediktsson
læknir.
YTRI-NJARÐVIKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Baldur Rafn Sig-
urðsson.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Aðventu-
samkoma kl. 17. Æskufólk ásamt
kór kirkjunnar tekur þátt í athöfn-
inni sem er í umsjá sr. Bjarna Þórs
Bjarnasonar. Bragi Friðriksson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Létt
jólasveifla kl. 20.30. Sr. Sigfús Bald-
vin Ingvason flytur hugvekju. Söng
og tónlistarflutning annast Rúnar
Júlíusson, María Baldursdóttir,
Baldur Þórir Guðmundsson, Einar
Júlíusson, Ólöf Einarsdóttir og Einar
Örn Einarsson, ásamt fleiri hljóm-
listarmönnum.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 14.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Barnaguðs-
þjónusta kl. 11, fjöískylduguðsþjón-
usta kl. 14. Barnakórinn syngur og
flytur helgispjall. Sigurður Helgi
Guðmundsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Heilsustofnun
NLFÍ. Messa kl. 11. Altarisganga.
Jón Ragnarsson, sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Úlfar Guð-
mundsson.
EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl.
14. Þorgils Hlynur Þorbergsson,
prédikar. Altarisganga. Úlfar Guð-
mundsson.
ÞORLÁKSKIRKJA: Aðventutónleik-
ar kl. 20. Ath. breyttan tíma. Fjöl-
breytt dagskrá með söng og hljóð-