Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Góð byijun á jólavertíðinni Jólabækur seldust vel í nóvember JÓLAVERTÍÐIN er farin af stað hjá kaupmönnum í höfuðborginni og á Akureyri. Mest hreyfíng virð- ist vera í bókum og gjafavöru en fatakaup ekki hafin að ráði. Mikið seldist af bókum í Máli og menn- ingu í nóvember og segir Ami Ein- arsson verslunarstjóri að viðbrögð kaupenda við jólabókunum hafí ekki verið jafn jákvæð lengi. Ámi segir að tekið hafí verið saman yfírlit um verslun fyrstu fímm daga í desember og sam- kvæmt því sé salan álíka mikil og í fyrra, kannski ívið meiri. Hann segir að mikið hafi selst í nóvember og að bækur hafi gengið sérstak- lega vel. „Bækumar vora fyrr á ferðinni en vant er og ég hef grun um að það hafi haft sitt að segja. Fólk var aðallega að kaupa jólabæk- ur handa sér sjálfu til að lesa. Við höfum ekki fengið svo jákvæð við- brögð í upphafi jólavertíðar lengi," segir Ámi. Eldra fólk sýnir fyrirhyggju Unnur Magnúsdóttir verslunar- stjóri í Habitat í Borgarkringlunni segist merkja aukna sölu, sérstak- lega seinni part dags, en telur að fólk sé að bíða eftir nýju greiðslu- kortatímabili. Verslunin tekur yfír- leitt kipp þá og mér heyrist á kaup- mönnum í kringum okkur, að sama sé á döfmni þar,“ segir Unnur. Viðskiptavinir Pennans era famir að huga að jólainnkaupum, segir Rannveig Pálsdóttir verslunarstjóri. „Fólk er farið að versla heilmikið. Við urðum vör við það strax fyrir helgi. Það byijaði að huga að gjafa- kaupum undir lok síðasta mánaðar en eiginleg verslun hófst upp úr mánaðamótum,“ segir hún. Rann- veig segir jafnfraint að eldra fólk sé aðeins fyrr á ferðinni en hið yngra. „Eg á von á að verði spreng- ing þegar nýtt kortatímabil hefst," segir hún jafnframt. Páll Ársælsson verslunarstjóri hjá Hagkaupi segir að verslun hafí vaxið jafnt og þétt í haust og tekur undir að fullorðna fólkið sé fyrr á ferðinni. „Þetta dæmigerða jóla- stress byijaði síðan fyrir um það bil hálfum mánuði. Fólk er farið að átta sig á því að ef dregið er of lengi að versla er úrvalið minna og mér fínnst meira að gera en í fyrra,“ segir hann. Marta Bjamadóttir eigandi Evu, Gallerís, Company og Centram segir jólaverslunina varla byijaða við I FRETTIR Morgunblaðið/Ásdís HÖFUÐBORGIN var klædd í jólabúning um síðustu helgi og hér er hugað að skreytingu í búðarglugga á Laugavegi. Laugaveg, nema í húsgagna- og gjafavöraversluninni. Svo virðist sem fólk bíði með fatakaupin. „Það var mjög gott á laugardaginn var en síðan hefur verslunin verið svipuð og venjulega. Fólk er auðvitað að- eins byijað að spá en ég held að þetta fari ekki af stað fyrr en um helgina, eða þegar nýtt kortatímabil byijar. Mér fínnst hins vegar hafa verið meira að gera í Kringlunni, eins og svo oft áður,“ segir Marta. Bjartsýn á framhaldið Ragnar Sverrisson kaupmaður í JMJ og formaður Kaupmannafélags Akureyrar segir að jólaverslun í bænum hafi farið vel af stað og er mjög bjartsýnn á framhaldið. Undir þetta taka þau Þórhalla Þórhalls- dóttir verslunarstjóri Hagkaups og Jón Lárasson kaupmaður í Bókvali. Sigurður Steingrímsson fram- kvæmdastjóri Amaro segir að jóla- verslun sé að fara af stað en frekar rólegt hafí verið í nóvember og fram undir mánaðamót. Hann segist þó farinn að fínna fyrir aukinni verslun nú. „Þróunin hefur verið sú að versl- un er að færast á færri daga nær jólum og ég hef trú á að þannig verði það einnig í ár. Samgöngur eru það góðar að fólk getur komist til bæjarins án mikillar fyrirhafr.ar fram að jólurn," segir Sigurður. Kaupmannafélag Akureyrar gef- ur út fjögur auglýsingablöð fyrir þessi jól, sem dreift er í 14.000 ein- tökum á Norður- og Austurlandi. Fyrsta blaðið kom út fyrir síðustu helgi og segir Ragnar Sverrisson að það hafi skilað góðum árangri og sé helsta ástæðan fyrir góðri byijun á jólaversluninni nú. „Að- komufólk, bæði að austan og vest- an, hefur verið mikið á ferðinni. Enda er færðin góð og verður von- andi áfram,“ segir Ragnar. Þórhalla Þórhallsdóttir og Jón Lárasson segjast einnig hafa orðið vör við mikið af aðkomufólki í versl- unum sínum. Þau eru ánægð með byijunina og jafnframt bjartsýn á framhaldið. I 1 ft ft ft ft ft ft í Könnun Félagsvísindastofnunar á áhrifum sameiginlegs framboðs jafnaðarmanna Verður sameining- arsinnum hvatning Könnun, sem sýnir að sameinaður jafnaðar- mannaflokkur gæti orðið álíka stór og Sjálf- stæðisflokkurinn, verður sameiningarsinnum á vinstri væng líklega hvatning, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. Margt er þó ólíkt með þessum niðurstöðum og þeim, sem hvöttu til stofnunar Reykjavíkurlistans. SENNILEGT er að niðurstaðan í skoðanakönnun, sem Félagsvís- indastofnun gerði fyrir þingflokk jafnaðarmanna, verði flokkum á vinstri vængnum hvatning til sam- vinnu eða sameiningar fyrir næstu þingkosningar. Ekki má gleyma því að niðurstaða úr svipaðri skoðana- könnun hafði mikil áhrif á tilurð Reykjavíkurlistans fyrir síðustu borgarstjómarkosningar. Margt er þó ólíkt með stöðunni nú og þá. Skoðanakönnun, sem einn af stuðningsmönnum sameiningar jafnaðarmanna í Reykjavík og á landsvísu, Hrannar B. Amarson, fékk Félagsvísindastofnun til að gera í nóvember 1993, sýndi að sameiginlegt framboð vinstriflokk- anna í Reykjavík myndi fá 55% atkvæða, en Sjálfstæðisflokkurinn 45%. Flestum kom saman um að þetta hefði verið forystumönnum þáverandi minnihlutaflokka hvatn- ing til að sameina kraftana, en áður höfðu margir haft á orði að ekki væri stuðningur við sameigin- legt framboð. 4,4% nefndu .jafnaðar- mannaflokk" að fyrra bragði í könnuninni, sem nú hefur verið gerð fyrir jafnaðarmenn, sögðust 39,5% myndu kjósa lista samein- aðra jafnaðarmanna ef aðeins þrír listar væra í framboði, þ.e. Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokk- ur auk sameinaðra jafnaðarmanna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk miðað við þessar forsendur 37,5% og Framsóknarflokkurinn 23%. Sam- kvæmt þessu er raunar ekki mark- tækur munur á fylgi Sjálfstæðis- flokksins og sameiginlegs lista jafn- aðarmanna. Könnunin var gerð um leið og reglubundin stjómmálakönnun fyr- ir Morgunblaðið og notazt við sama úrtak. Það er vísbending um áhrif þeirra umræðna, sem hafa farið fram að undanfömu um sameigin- legt framboð eða kosningabandalag jafnaðarmanna, að í könnuninni fyrir Morgunblaðið sögðust 4,4% kjósenda að fyrra bragði myndu kjósa ,jafnaðarmannaflokk“ í næstu þingkosningum, þótt enn sé enginn slíkur samfylkingarflokkur til. Þessir kjósendur koma einkum úr röðum þeirra, sem í síðustu kosn- ingum kusu Alþýðuflokk, Alþýðu- bandalag, Þjóðvaka og Kvennalist- ann - sem kemur ekki á óvart. Lítið flæði á milli flokka Samanlagt fylgi núverandi stjórnarandstöðuflokka og .jafnað- armannaflokksins" í stjórnmála- könnuninni er 39%, eða mjög svipað og fylgi „sameinaðra jafnaðar- manna“ þegar spurt er miðað við þá forsendu að aðeins verði þrír list- ar í boði. Fylgi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er sömuleiðis nær óbreytt þótt gert sé ráð fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir sam- einist. Hlutföllin eru aukinheldur ósköp svipuð og í síðustu þingkosn- ingum. Þetta sýnir að stjórnarandstöðu- flokkarnir muni hvorki græða né tapa fylgi við sameiningu. Þegar áðumefnd könnun um sameiginlegt framboð til borgarstjómar var gerð, var niðurstaðan hins vegar sú að minnihlutaflokkarnir myndu auka fylgi sitt með samvinnu. Sumir stuðningsmenn núverandi stjórnarandstöðuflokka virðast ekki vilja styðja sameiginlegt framboð, en í staðinn myndi slíkt framboð fá eitthvað af því fylgi, sem Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokk- ur fá við núverandi aðstæður. Þessi skipti eru þó ekki mikil. Þetta sést þegar skoðað er hvað þeir, sem lentu í úrtaki Félagsvísindastofnun- ar, kúsu í seinustu kosningum og borið saman við það, sem þeir myndu kjósa ef nú væra þrír listar í boði. Samanburður af þessu tagi er ekki tölfræðilega marktækur, vegna þess hvað búið er að bijóta úrtakið upp í marga litla hópa, en gefur engu að síður nokkra vísbend- ingu um fylgissveiflur. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda flestra núverandi stjórnarandstöðu- flokka myndi kjósa sameinaðan lista jafnaðarmanna. Þetta hlutfall er þó ekki nema um helmingur hjá kjósendum Kvennalista. Af þeim segjast 20% myndu kjósa Fram- sóknarflokk, ef aðeins þrír listar væru í boði, og nærri 27% segjast óvissir um það hveraig þeir myndu ráðstafa atkvæði sínu. Þá er athygl- isvert að af kjósendum Alþýðu- flokks frá því í síðustu kosningum segjast 8,6% myndu kjósa Sjálf- stæðisflokkinn ef jafnaðarmenn sameinuðust um framboð. Þetta era væntanlega margumtalaðir „hægri- kratar", sem ekki gætu hugsað sér að kjósa Svavar og Hjörleif. Tæplega 10% af kjósendum Sjálf- stæðisflokksins í síðustu kosningum gætu hins vegar hugsað sér að kjósa hinn sameiginlega jafnaðar- mannalista og það gætu 15% af þeim, sem kusu Framsóknarflokk- inn fyrir hálfu öðru ári, líka hugsað sér. Þetta svarar til um sjö pró- sentustiga af fylgi sameinaðs jafn- aðarmannalista. Skekkir aðferðafræðin myndina? Velta má fyrir sér hvort aðferða- fræði Félagsvísindastofnunar dragi úr sveiflum á milli flokka og fylk- inga og skekki hlutföllin. Könnunin fyrir Morgunblaðið var framkvæmd með þeim hætti að spurt var hvað menn myndu kjósa, yrðu þingkosn- ingar haldnar á morgun. Segðust menn ekki vita það var spurt hvað væri líklegast að menn kysu. Segð- ust menn enn ekki vita, var spurt nvort líklegra væri að menn kysu B Sjálfstæðisflokkinn eða „einhvern vinstri flokkanna". Þeim, sem sögð- ^ ust ætla að kjósa „einhvern vihstri w flokk“ var síðan dreift niður á aðra flokka en Sjálfstæðisflokk. Þetta er aðferð, sem hefur til þessa gefízt vel til þess að meta fylgi Sjálfstæð- isflokksins rétt. Hins vegar má spyija hvort ein- hveijum, til dæmis „hægrikrata", sem var búinn að svara því til að hann myndi kjósa „einhvem vinstri- flokk" hafi fundizt erfítt að segja |; að hann myndi kjósa Sjálfstæðis- ^ flokkinn, þegar spurt var í beinu ™ framhaldi fyrir þingflokk jafnaðar- manna, hvað menn myndu kjósa ef þrír listar væru í boði. Fræði- menn telja að áhrifín af þessum spumingamáta séu ekki mikil, en þau gætu þó verið einhver. Oddaaðstaða framsóknar Svörin við spurningunni, sem Félagsvísindastofnun bar upp fyrir (, þingflokk jafnaðarmanna, sýna að Framsóknarflokkurinn gæti komizt í eftirsóknarverða oddaaðstöðu á milli tveggja álíka stórra flokka, gengi sameiginlegt framboð jafnað- armanna eftir. Staða Sjálfstæðis- flokksins til að velja sér samstarfs- flokk myndi að sama skapi þrengj- ast. Loks má velta fyrir sér einni hlið ^ á málinu með hliðsjón af fordæminu ... frá 1993. Flestum kemur sainan um að niðurstöður skoðanakönnun- f arinnar, sem þá var gerð, hafí sýnt að sameiginlegt framboð hafí átt möguleika á sigri, en að hann hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna þess að það framboð eignað- ist sterkan leiðtoga, sem var lítt umdeildur innan hópsins, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur. Hvar er jafnoki hennar, sem gæti gert ( sameinaðan jafnaðarmannaflokk g sterkari en Sjálfstæðisflokkinn? j'jj Getur einhver annar en kannski 'l Ingibjörg Sólrún sjálf sameinað jafnaðarmenn á landsvísu? -L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.