Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 8
1 8 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTUM llll I I1 Steinsson í !i 1111II1 ! skipaður | i| i •: 1 Þingralla- i prestur £>■ ÚFF, húsgagnið hefur aldeilis bætt á sig síðan við roguðumst með það síðast, Gummi. Formaður Apótekarafélagsins segir áhrif af samkeppni í lyfsölu ekki öll komin fram Samkeppni leitt til verri afkomu apóteka INGOLF J. Petersen, formaður Apó- tekarafélags íslands, segir að afkoma apóteka hafí versnað eftir að lyfja- dreifíng var gefín fijáls. Hann segist gera ráð fyrir að apótekin muni á næstu misserum leita allra leiða til að hagræða og ná niður kostnaði við reksturinn. Fjórtán apótek í Reykja- vík, sem hafa staðið saman að vakt- þjónustu á kvöldin og á nóttunni, hafa stofnað sameiginlegt fyrirtæki. Ingolf sagði að það segði sig sjálft að þegar apótekum flölgaði eins mik- ið á skömmum tíma og gerst hefði á þessu ári hefði það áhrif á rekstur þeirra sem fyrir væru í greininni. Þar að auki hefðu gömlu apótekin fallist á að veita Tryggingastofnun 85 millj- ón króna afslátt af lyfj'um á síðustu fimm mánuðum þess árs. Ingolf sagði að áhrifín af aukinni samkeppni í lyfsölu væru ekki öll komin fram. Apótekin myndu á næstu misserum leita leiða til að bregðast við þessari samkeppni. Nærtækast væri fyrir þau að hagræða í rekstri og lækka kostnað. Vafalaust yrði allt skoðað, m.a. breytingar á þjónustu, fækkun starfsfólks, lagerhald og breytingar á opunartíma. Sá mögu- leiki væri einnig fyrir hendi að apótek sameinuðust eða breyttu rekstrar- formi. Ingolf sagði að heilbrigðisyfír- völd hefðu ákveðið að lækka álagn- ingu á lytjum um 10% á næsta ári og það hlyti að hafa áhrif á rekstur apótekanna. 14 apótekarar stofna apótek Nýlega stofnuðu 14 apótekarar í Reykjavík fyrirtækið Apótek ehf. Hlutaféð er 9.750.000 kr. og skiptist jafnt á milli hluthafa. Tilgangur fé- lagsins er stofnun og rekstur apó- teka, verslun með lyf, heilsuefni, snyrtivörur og skyldan vaming. „Apótekarar hafa hug á því að mæta breyttum aðstæðum í lyfja- dreifíngu með því að standa betur saman. Með því að gera það teljum við að við höfum meiri möguleika á að bæta stöðu okkar. Apótekin hafa lagt sig fram um að veita viðskipta- vinum sínum góða þjónustu. Þau hafa leitast við að gera þessa þjónustu fjöl- breyttari, sem hefur að sjálfsögðu haft kostnað í för með sér og fleira starfsfólk. Við höfum áhuga á að komast hjá því að fækka starfsfólki eða leggja niður þjónustu sem fólk hefur sótt í og verið ánægt með,“ sagði Freyja M. Frisbæk, stjómar- formaður Apóteks. Freyja sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvemig þetta sam- starf apótekanna yrði útfært í ein- stökum atriðum. „Það eru margir möguleikar í sameiginlegri markaðs- setningu sem við munum skoða á næstu vikum og mánuðum. Við höf- um ekki séð fyrir endann á þessum breytingum í lyfsölu. Heilbrigðisyfír- völd hafa lýst því yfir að það þurfi að grípa til aðgerða til að spara í lyfjakostnaði hjá ríkinu. Við vitum að apótekarar þurfa að bera stóran hluta af því. Það eru að sjálfsögðu takmörk fyrir þvi hversu langt er hægt að ganga í þeim efnum ef apó- tekin eiga að geta starfað áfram,“ sagði Freyja. WRMffum al/ttil alls Gagnvegi * Skógarseli • Stórahjalla • Ægisíðu • Lækjargötu Hafnarfirði Eftirsóttur knattspyrnumaður Geri fljótlega upp hug minn Hinn ungi knatt- spyrnumaður Bjarni Guðjónsson vakti mikla athygli síðastliðið sumar er hann kom, sá og sigraði aðeins 17 ára gam- all. Hann vann sér sæti í meistaraliði Akraness og að keppnistímabilinu loknu stóð hann uppi sem annar marka- hæsti maður deildarinnar, hafði skorað 13 mörk í 1. deild og tekið þátt í því ásamt félögum sínum í Akranesliðinu að vinna Is- landsmeistaratitilinn fímmta árið í röð. Markheppni þessa unga knattspyrnumanns vakti áhuga erlendra félaga og á síðustu vikum hefur hann dvalið hjá fímm félög- um í fjórum löndum við æf- ingar, þar ber hæst ensku félagsliðin Liverpool og Newcastle. „Fyrst fór ég til Austurríkis og æfði hjá félagsliðinu LASK. For- ráðamenn þess buðu mér samning sem ég hafði engan áhuga á. Það- an fór ég til Bochum í Þýskaland þar sem Þórður bróðir minn er leik- maður og var þar í nokkra daga við æfíngar. Næsta skref var lands- leikur með 21 árs liðinu gegn írum í Dublin þar sem ég skoraði sigur- markið. Eftir hann buðu forráða- menn Newcastle mér að koma til sín og æfa í vikutíma með aðallið- inu sem ég og gerði. Að þeirri viku lokinni kom ég heim og var héma einn sólarhring áður en ég fór til Sviss og æfði hjá Grasshopper. Þaðan var haldið til Liverpool." Hefur ekki Liverpol verið þitt uppáhaldslið lengi? „Það hefur verið mitt uppáhalds- lið lengi en Newcastle er ekkert síðra. Hjá Liverpool æfði ég með varaliðinu og unglingaliðinu sem er ekkert sérstakt og síðan lék ég einn leik sem settur var upp fyrir mig þar sem búin voru til tvö lið úr unglingaliðinu og varaliðinu." / þeim leik gekk þér mjög vel. „Það er rétt, ég skoraði tvö mörk. Að lokinni þessari viku hjá Liverpool var mér boðið að koma strax út aftur. Ég átti að fá vikufrí til að fara heim og pakka niður og koma svo á æfíngar á ný í tvo mánuði. Að þeim tíma liðnum yrði mér boðinn samningur ef ég stæði mig. Það sama var upp á teningn- um hjá Newcastle, en ég tók ákvörðun um að gefa mér tíma til að athuga minn gang fram yfír áramót, en boðin standa." Hvemig leist þér á aðstöðuna hjá Grasshopper í Sviss? „Ég var þar í þijá daga, skoðaði aðstæður og ræddi við forráða- menn félagsins. Þeir buðu mér að koma aftur og æfa fram á sumar með hugsanlegan samning í huga.“ Hvert verður framhaldið hjá þér á nýju ári? „Það eina sem er víst er að ég fer út, en hvert hef ég ekki gert upp við mig ennþá." -------------- Þú sagðir fyrr að unglingaliðið hjá Liver- pol væri ekki neitt sér- stakt, hvað áttu við? „Liðið æfði á fullu en leikmennimir margir hveijir vom ekkert sérstakir. Æfíngamar voru góðar og talsvert lagt upp úr hlaup- um með bolta. Liverpool hefur það þannig að drengjum af svæðinu er boðið í æfíngabúðir þar sem æft er fímm daga vikunnar og síð- an fer einn dagur í bóklegt nám. Eftir tvö ár eru þeir bestu valdir úr og gerðir við þá atvinnumanna- samningar.“ Fannst þér mikill munur á starf- inu hjá Liverpool og Newcastle? „Það fannst mér ekki enda eru Bjarni Guðjónsson ► Bjarni Guðjónsson knatt- spyrnumaður á Akranesi er fæddur 26. febrúar 1979 og því 17 ára gamall. Hann er sonur Guðjóns Þórðarsonar og Bjarneyjar Jóhannesdóttur og á fimm bræður. I fyrravetur lagði Bjarni stund á nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands en ákvað að taka sér leyfi í vetur vegna anna við knatt- spyrnuiðkun. Það hefur ekkert tilboð borist í mig þrír fyrrum leikmenn Liverpool innstu koppar í búri hjá New- castle, knattspymustjórinn Kevin Keegan, Terry McDermott og Mark Lawrenson og Liverpool- hefðin er mjög sterk í þessum mönnum. Allar æfingar eru svipað- ar hjá félögunum svo og umgjörð- in.“ Hvemig kunnirðu við Kevin Keegan? „Hann er einstakur maður og það var sama hvað ég spurði um, hann svaraði öllu greiðlega. Hann gaf sér góðan tíma til að tala við mig og móður mína og útskýrði allt mjög vel. Síðan bað hann okk- ur að láta sig vita um hvaðeina sem okkur léki forvitni á að vita um.“ Hann er ekki konungur sem hefur ekkert viljað af þér vita? „Síður en svo. Vegna þess að hann er svo almennilegur og reiðu- búinn að tala við hvem sem er þá er hann goð í augum íbúa New- castle. Það er alveg sama hvert er komið í borginni, allstaðar er hann vinsæll og nýtur virðingar. Roy Evans knattspymustjóra Liverpool hitti ég ekki eins mikið en það litla sem ég hafði af honum að segja er gott. Hann virtist hins vegar vera mun uppteknari." Hafa fleiri félög sett sig í sam- band við þig? „Það hafa fleiri lið haft samband við mig en það er ekkert sem er spennandi eða tímabært að ræða um.“ Því hefur verið slegið upp hér _________ heima að ensku félögin séu tilbúin aðgreiða fyr- ir þig um 100 milljónir króna, hefur þetta verið rætt? “„Þetta á sér ekki stoð í raunveruleikanum og hefur engin áhrif haft á mig. Það hefur ekkert tilboð borist í mig frá neinu fé- lagi. Þessi saga er úr einhveiju ensku blaði og fyrir henni er eng- inn fótur.“ En býstu við því að komast á atvinnumannasamning erlendis á næsta ári? „Ég vona það, en það er ekkert öruggt. í fyrravor átti ég ekki von á því að vera í hópnum hjá LA, en komst í hann. Það er ekkert víst en ég vona samt það besta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.