Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚR VERIIMU Nýjungar úr vesturátt á norrænum smásölumarkaði Skanska og Ikano sam- einast á útsölumarkaði Morgunblaðið/Ámi Sæberg TJALDUR SH kom úr mettúr til hafnar í Hafnarfirði í gær. Hér er verið að landa heilfrystri grálúðu úr honum, en hún fer á markaði á Tævan og Japan. Tjaldur SH með grálúðu að verð- mæti 44 milljónir Aflinn sóttur á línu mjög djúpt úti á Reykjaneshrygg Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. TVÖ sænsk stórfyrirtæki munu taka saman höndum um innreið inn á nýtt viðskiptasvið. Risaverk- takafyrirtækið Skanska, sem er eitt af tíu stærstu verktakafyrir- tækjum Evrópu,, og Ikano, fjár- festingarfyrirtæki í eigu sona Ivar Kamprads, sem stofnaði Ikea, munu á næstu árum byggja svo- kallaðar „outlet“-miðstöðvar á Norðurlöndum og í Austur-Evr- ópu. Um er að ræða útsölumið- stöðvar, þar sem merkjavara frá árinu áður eða aðrir afgangar, er selt á hálfvirði miðað við nýja vöru sömu fyrirtækja. Hugmyndin kemur frá Bandaríkjunum, þar sem búðir af þessu tagi eru helsti vaxtarbroddur smávöruverslunar- innar. Norrænu fýrirtækinu verða þó ekki lengi ein á markaðnum, því sænskt-breskt fyrirtæki er einnig með miðstöð í undirbúningi í Svíþjóð. Miðstöðvar af þessu tagi liggja gjarnan utan miðborganna, þar sem húsnæðið er ódýrara en í miðborginni. Varan, sem helst er fatnaður, er ekki seld í ljótu og leiðinlegu umhverfi í vöruhúsastíl, heldur hefur hver framleiðandi sína búð, innréttaða í stíl við sína vöru og merki, svo umhverfið Útsölumarkaðir helsti vaxtar- broddur banda- rískrar smávöru- verslunar hæfi þeirri munaðarvöru, sem þarna er seld. Verðið er hins veg- ar miklu lægra en á nýjum vörum sömu fyrirtækja í miðborgunum, því í þessum útsölumiðstöðvum eru seldar vörur frá árinu áður, lítillega gallaðar vörur og afgang- ar eldri sendinga. Útsölubúðir ein- stakra framleiðenda eru þegar til, en nýjungin hér er að safna mörg- um slíkum búðum undir eitt þak. Verðið er líka lágt, því vörurnar eru seldar milliliðalaust. Ætlunin er að opna fyrstu mið- stöðina fyrir næstu jól í útjaðri Stokkhólms, þar sem Ikea er þeg- ar með stórverslun. Síðan eiga að fylgja miðstöðvar við Kaupmanna- höfn, Helsinki, Varsjá og Búda- pest. Miðstöðin við Kaupmanna- höfn verður úti á Amager í ná- grenni við Eyrarsundsbrúna og á bæði að þjóna Kaupmannahafnar- og Málmeyjarssvæðinu. í miðstöð- inni við Stokkhólm verða fimmtíu búðir á 15 þúsund fermetrum. Vorið 1998 opnar svo fyrirtækið Outlet Centers International mið- stöð af sama tagi við Arlandaflug- völl. Nokkur kvíði er í kaupmönn- um á Kaupmannahafnarsvæðinu, að sögn danska blaðsins Politiken, þar sem þeir óttast að miðstöðin muni koma illa við verslanir mið- svæðis. Kranar Skanska blasa við jafnt í Svíþjóð og afganginum af Evr- ópu. Fyrirtækið velti á síðasta ári 50 milljörðum sænskra króna. Eig- ið fé Ikano er þrír milljarða sænskra króna. Viðbrögð markað- arins við fréttunum voru jákvæð, því hlutbréf Skanska hækkuðu í verði. í Bandaríkjunum eru útsölu- markaðir í örum vexti og 1994 veltu rúmlega 300 miðstöðvar af þessu tagi um 80 milljónum sænskra króna, sem eru þijú pró- sent af sænskri smávöruverslun samkvæmt fréttum Svenska Dag- bladet. Búðum af þessu tagi hefur fjölgað ört undanfarin ár, jafnt á Norðurlöndum og í Evrópu, en hingað til hafa útsölumiðstöðvar þekkst í Evrópu, en ekki á Norður- löndum. LÍNUBÁTURINN Tjaldur SH 270 kom að landi í gær með mesta afla- verðmæti sitt frá upphafi eftir 38 daga túr. Aflinn var allur stór og falleg grálúða og var verðmæti hans um 44 milljónir króna. Bezti túr fram að þessu hafði skilað 36 milljónum króna. Grálúðuna veiddi áhöfnin undir stjórn skipstjórans Gunnars Gunnarssonar á línu á miklu dýpi á Reykjaneshrygg. Afla- verðmæti bátsins á árinu er komið nokkuð yfir 200 milljónir króna. Gunnar Gunnarsson segir í sam- tali við Verið, að aflinn í túrnum hafi verið um 170 tonn miðað við slægðan fisk, en grálúðan er öll haus- og sporðskorin og heilfryst um borð fyrir markaði í Japan og á Tævan. Ný slóð á Hryggnum „Við erum að taka þessa grálúðu á nýrri slóð úti á Reykjaneshrygg, bæði utan og innan lögsögu. Það er frekar erfitt að eiga við þetta, því við erum á allt að 850 faðma dýpi. Við erum með mjög svera línu, 11,5 millimetra og stóra króka, en grennri lína þolir ekki svona mikið álag. Grálúðan þarna er mjög stór, um 28% aflans voru fiskur 5 kíló og þyngri bæði haus- og sporðlaus og yfir 80% voru þijú kíló og meira. Við höfum mikið verið að leggja okkur eftir grálúðunni, þvi verð á henni er hátt. Hins vegar er lítið af henni á hefðbundinni slóð og þvi höfum við leitað út á hrygginn. Það hafa líka verið vandræði, til dæmis á Hampiðjutorginu, vegna hvala. Við hrökkluðumst þaðan í vor vegna búrhvals, sem var þar í miklum mæli, en hann étur af línunni. Há- hyrningurinn er reyndar enn skæðari við að éta af línunni. Hann bíður bara meðan verið er að draga og hremmir svo fiskinn um Ieið og hann kemur upp. Við urðum reynd- ar ekkert varir við hann í þessum túr fyrr en síðasta daginn. Þá fann hann okkur loks svo þetta slapp alveg, en það getur verið mjög erf- itt að eiga við hann. Reyndu sníkjulínu á karfann Norðmenn hafa sýnt að veiðar á grálúðu á miklu dýpi geta gengið mjög vel. Þeir voru á Hryggnum í vor rétt utan landhelgi og fiskuðu ágætlega, bæði grálúðu og karfa. Við reyndum einnig fyrir okkur á karfanum á hryggnum, en það gekk ekkert sérstaklega vel. Við reynd- um þá einnig nýja gerð af línu, sníkjulínuna, sem kölluð er, en það er lína sem liggur lóðrétt niður í sjóinn. Með því móti verður línutap- ið minna, því botninn á hryggnum er mjög erfiður fyrir botnlínuna. Það er þó fyllilega þess virði að reyna fyrir sér þarna eins og þessi túr sýnir,“ segir Gunnar. Rúmfata- lagerinn velur Fjölni RÚMFATALAGERINN hf. hefur ákveðið að velja upplýsingakerfið Fjölni frá Streng hf. fyrir alla starfsemi fyrirtækisins. Samstarfs- samningur þess efnis var undirritaður í vikunni og verður kerfið tekið í notkun nú þegar. Um er að ræða samtengingu allra verslana Rúmfatalagersins hf. í Hafnarfirði, við Smára- torg, Holtagarða, Skeifuna og á Akureyri ásamt póstverslun, lager og tengingu við Færeyjar. Pappírslaus viðskipti (EDI) eru nýtt til fulln- ustu, m.a. við birgja erlendis. Jón Heiðar Pálsson, sölustjóri hjá Streng, segir að Rúmfatalagerinn hafi valið Fjölni eftir nákvæma skoðun á þeim lausnum, sem standa til boða á hugbúnaðarmarkaðnum. Fyrirtækið hafi í senn leitað eftir öflugu upplýsingakerfi og traustu þjónustufyrirtæki en starfsmenn Strengs hafi mikla reynslu í uppsetningu á ein- földum lausnum fyrir flókin og yfirgripsmikil viðskipti hjá aðilum í verslunarrekstri. Með því að taka Fjölni í notkun muni flæði rekstrarupp- lýsinga til sljórnenda stóraukast, sem og hag ræðing og það skili sér í lægra vöruverði og betri þjónustu við viðskiptavini. Á myndinni handsala þeir Jón Heiðar (t.v.) og Jákup Jacobsen, framkvæmdastjóri Rúm- fatalagersins, samninginn en að baki þeim standa Matthías E. Matthíasson og Þór Jónsson. BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin 1 Myndlampi Black Matrix 150 stööva minni 1 Allar aögeröir á skjá ’ Skart tengi • Fjarstýring ■ Myndlampi Black Matrix ■ 100 stööva minni ■ Allar aögerðir á skjá 1 Skart tengi • Fjarstýring ■ Aukatengi f. hátalara ’ fslenskt textavarp ■ Myndlampi Black Matrix ■ 50 stöðva minni ' Allar aögerðir á skjá ' Skart tengi • Fjarstýring ■ íslenskt textavarp • Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring Á öllum tækjum er öryggi sem slekkur á sjónvarpinu þegar útsendingu lýkur! Lá g m ú I a Umbobsmenn um allt land Reykjavík: Byggt & Búiö, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Noröurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Pingeyinga, Húsavík. Austurland: KHB, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Kf. Stöðfirðimga, Stöövarfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.