Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 13 FYRIR ALLA, ALLTAF, ALLSTAÐAR AKUREYRI Amtsbókasafnið á Akureyri Hugmyndir um að byggja nýja geymslu GERT er ráð fyrir í fjárhagsá- ætlun bæjarsjóðs Akureyrar fyr- ir næsta ár að 10 milljónum króna verði varið til viðbygging- ar við Amtsbókasafnið á Akur- eyri. Jakob Björnsson bæjarstjóri segir að hugmyndin sé að reisa um 300 fermetra viðbyggingu vestan við safnið en þar yrðu bókageymslur og þá yrði aðstaða starfsmanna bætt. Hluti af fjár- veitingunni verður notaður til að undirbúa verkefnið og segir Jak- ob að ef fýsilegt reyndist að fara út í þessar framkvæmdir þyrfti að fylgja fjárveiting upp á 25 milljónir króna sem gert væri ráð fyrir í áætlun fyrir árið 1998. Fyrri hluta þess árs ætti bygg- ingin að vera komin í gagnið „og aukið geymslurými safnsins um- talsvert sem er mjög brýnt og þá er ekki síður nauðsynlegt að bæta aðstöðu starfsfólksins," segir bæjarstjóri. Hann tók skýrt fram að ekki væri um að ræða hluta af viðbyggingu þeirri sem bæjarstjórn færði bæjarbúum á 125 ára afmæli bæjarins fyrir 9 árum. „Þetta er áfangi sem við ráðum við núna og bætir úr brýnni þörf.“ Þrengstí Húsakostur Amtsbóka- og Héraðsskjalasafna hefur um langt skeið verið af skornum skammti og eru bækur og skjöl geymd á nokkrum stöðum í bæn- um, m.a. eru bækur í geymslu í húsnæði aldraðra við Víðilund Morgunblaðið/Kristján MIKIL þrengsli hafa lengi verið á Amtsbókasafninu á Akureyri og bækur og skjöl geymd víða um bæinn. Katrín Ríkarðsdóttir er hér innan um blöð, bækur og skjöl sem fá ef til vill betra geymslupláss í nýrri byggingu sem fyrirhugað er að reisa við safnið. og skjöl í kjallara leikskólans Lundarsels.. Hólmkell Hreinsson amtsbóka- vörður sepst ánægður með að hreyfing er komin á málefni safnsins, en 9 ára bið eftir við- byggingu hefði gert fólk von- daufara með hveiju ári. Sú bygg- ing væri ekki í sjónmáli en miklu fé verið varið til hönnunar henn- ar. „Ef eitthvað verður gert sem leysir vandamál okkar verð ég kátur,“ sagði hann en benti á að þegar væri þörf fyrir um 500 fermetra húsnæði til að geyma bækur og skjöl safnanna. Morgunblaðið/Kristján Miðasala á heimsmeistaramótið HSI krefur bæinn um greiðslu ábyrgðar LÖGMAÐUR Handknattleikssam- bands íslands hefur farið þess á leit við Akureyrarbæ að hann inni af hendi greiðslu vegna ábyrgðar sem veitt var Halldóri Jóhannssyni sem hafði einkaleyfi á aðgöngumiðasölu á heimsmeistaramótið í handknatt- leik sem fram fór hér á landi í maí á síðasta ári. Bú hans var fyrr í haust tekið til gjaldþrotaskipta og telur lögmaður HSI að skilyrði ábyrgðarsamningsins um greiðslu séu þar með uppfyllt. Akureyrarbær veitti 20 milljóna króna ábyrgð vegna miðasölunnar og hefur HSÍ nú farið þess á leit við bæinn að hann greiði ábyrgðina. Fjallað var um málið á fundi bæj- arráðs í gær og þar var bæjarlög- manni falið að vinna að lausn þess. Guðmundur Stefánsson, bæjar- fulltrúi, sagði að fyrsta skrefið yrði að ræða við stjóm HSÍ. Akureyrar- bær neitaði því ekki að ábyrgðin væri fyrir hendi, en menn vildu skoða alla fleti málsins og sjá á hvaða rök- um krafan væri reist áður en féð yrði reitt af hendi. Litla húsið LITLA húsið nefnist verslun sem Jón Oddgeir Guðmundsson rekur að Strandgötu 13a, en hún er opin frá kl. 16 til 18 síð- degis. I versluninni er á boðstól- um fjölbreytt kristilegt efni, bækur og gjafavara. Meðal ann- ars eru þar seldar bækur frá Hinu íslenska Biblíufélagi, Skálholti og fleiri kristilegum útgáfum. Friðarganga á Þorláksmessu FRIÐARGANGA verður á Akur- eyri á Þorláksmessu, næstkomandi mánudag, 23. desember, en gang- an hefst kl. 19.30. Sú breyting hefur verið gerð á skipulagi göngunnar í ár að safn- ast verður saman á Eimskipafé- lagsplaninu við Strandgötu kl. 19.15 en þar verður hægt að kaupa kyndla gegn vægu gjaldi og fá lampaolíu á þá kyndla sem fólk kemur með. Gengið verður sem leið liggur upp á Ráðhústorg. Þar mun Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur flytja stutt ávarp og að lokum syngja allir saman sálminn Heims um ból. Fyrir göngunni standa kórar Glerár- og Akureyrarkirkju og sjá þeir um allan undirbúning með aðstoð lögreglu. Bæjarráð Akureyrar Aukin fjárveiting vegna fjárhagsaðstoðar BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að veita auka- fjárveitingu til fjárhagsaðstoðar ráð- gjafadeildar Félagsmálastofnunar Akureyrar á þessu ári að upphæð allt að ein milljón króna. Aukafjár- veitingin var veitt í kjölfar upplýs- inga frá félagsmálastjóra um fjár- hagsaðstoð á árinu. Bæjarráð vísaði erindi stjórnar húsfélags verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnuhlíð til umhverfisnefndar og veitustjórnar, en stórnin hefur farið þess á leit að Akureyrarbær komi upp skrautlýsingu við verslun- armiðstöðina og í nágrenninu í lík- ingu við það sem sett hefur verið upp við Glerárgötu og í miðbæ Akur- eyrar. Miðar stjórnin við að slík lýs- MESSUR LAUFÁSPRESTAKALL: Aftan- söngur í Svalbarðskirkju á að- fangadag kl. 16. Hátíðarguðs- þjónusta annan dag jóla, 26. desember kl. 14. Aftansöngur kl. 22 á aðfangadagskvöld í Greni- víkurkirkju. Aftansöngur á gaml- ársdag í Grenivíkurkirkju kl. 18. ing verði sett upp fyrir næstu jól. Á fundinum var einnig lagt fram bréf frá ferðaskrifstofunni Saga Reisen þar sem leitað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ til að unnt megi verða að halda áfram beinu flugi frá Sviss til Akureyrar yfír sumarmánuðina. Erindið er til umfjöllunar hjá atvinnumálfulltrúa og atvinnumálanefnd. Bæjarráð fjallaði um lista yfir gömul bæjargjöld sem bæjargjaldkeri hefur tekið saman og reynst hafa óinnheimtanleg m.a. vegna gjaldþrota. Upphæðin er rúmar tvær milljónir og gerði bæjarráð ekki athugasemd við að gjöldin yrðu felld niður. Akureyrarkirkja Hugsað til þeirra sem kvíðajólum GUÐSÞJÓNUSTA í Akur- eyrarkirkju næstkomandi sunnudag kl. 14 verður tileink- uð þeim sem kvíða jólunum. Beðið verður fyrir þeim, fjallað um jólakvíða í prédikun og huggun og styrkur sóttur I helga texta og söngva. Eftir messu verður boðið upp á kaffísopa í safnaðarheimilinu þar sem umræðuefnið verður „Kvíðvænleg jól“. Kvíðaefni jólanna eru jafn margbreytileg og tilhlökkun- arefnin, segir í frétt frá kirkj: unni, en hátíðin magnar upp tilfinningar hjá fólki sem t.d. hefur misst og fínna þá sjaldan sárar fyrir missi sínum en á jólum. Sumir eru aldrei meira einmana en yfir hátíðardagana og aðrir kviða því að geta ekki veitt sínum það sem þeir vildu vegna fjárhagsörðugleika. Heilsugæslustöðin Bærinn tek- ur við rekstri STEFNT er að því að undirrita samning þess efnis að Akur- eyrarbær taki við rekstri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri af ríkinu nú fyrir ára- mót. Drög að þjónustusamningi milli Akureyrarbæjar og rikis- ins var kynntur á fundi bæjar- ráðs í gær. Heimilaði meirihluti bæjarráðs bæjarstjóra að ganga frá þjónustusamningnum að teknu tilliti til athugasemda sem fram komu á fundinum. Sigríður Stefánsdóttir, Al- þýðubandalagi bókaði á fund- inum að hún hafí fyrirvara á ýmsum þáttum samningsdrag- anna eins og þau liggja nú fyr- ir og Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki telur sig ekki geta samþykkt drögin eins og þau eru. Vill hann að ákvæðum um stjórn og skipulag verði breytt svo skýrt komi fram að Akureyrarbær skipi stjóm. „Jafnframt tel ég nauðsynlegt að íjárveiting ríkisins vegna áranna 1998 og 1999 taki hlut- fallslegri hækkun (1,5% á ári) í samræmi við aukna þjónustu- þörf,“ segir í bókun Sigurðar. Ferskur, kraftmikill. Nýr ilmur fyrir ykkur stelpur og strákar. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.