Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 43 Gísla, Georgi og öllum öðrum úr fjölskyidu Annýjar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum al- góðan Guð að styrkja þau í mótlæti þeirra óvæntu atburða sem átt hafa sér stað. Ingibjörg, Steinar og fjölskylda. Anna María vinkona mín, ævin- lega kölluð Anný, lést aðfaranótt 11. desember. Ég kynntist Annýju fyrst 18-19 ára, þegar við höfðum það starf, að selja miða á fótboltaleiki, ýmist á Laugardalsvelli eða Melavelli. Okkar vinskapur hófst þó ekki fyrr en ég flutti í Fossvoginn 1983, en þar bjó hún einnig ásamt manni sínum og börnum. Hún var ein af þeim fyrstu, sem fór á flughræðslunámskeið hjá Flugleiðum, en hún hafði lengi þjáðst af þeim kvilla. Hún komst yfír flughræðsluna og miðlaði reynslu sinni til annarra. Fyrstu utanlandsferðina eftir námskeiðið fórum við saman til Lúxemborgar og seinna til Kaup- mannahafnar. Oft töluðum við um hve gaman var í þessum ferðum og langaði hana mikið aftur, þó sérstaklega til Kaupmannahafnar. Gjafmild var Anný og stórtæk og vildi öllum vel. Á afmælinu mínu í september varstu veik og gast ekki komið. En nokkrum dögum seinna birtist þú með dýrindis af- mælisgjöf. Síðsta kvöldið, sem þú varst í heimsókn hjá mér, sagði ég þér þau gleðitíðindi að þennan sama dag hefði ég keypt mér nýja íbúð, sem ég væri mjög ánægð með og hefði lengi leitað að. Eg hlakkaði til að sýna þér glæsi- legu íbúðina mína þar sem töfrandi fagurt útsýni blasti við til allra átta. Þú óskaðir mér hjartanlega til hamingju, en sagðist jafnframt kvíða fyrir að ég flytti burt úr Foss- voginum. Ekki óraði mig þá fyrir því, að strax næstu nótt tækist þú á hend- ur ferðina miklu og flyttist búferl- um, sem okkur öllum eru ætluð. Nú í skammdeginu gengur þú, elskulega vinkona, inn í birtu og fegurð hinna eilífu jóla í höll himn- anna. Og síðar þegar kall ástvina þinna og vina kemur muntu taka á móti þeim með bros á vör, sem var þér svo eiginlegt og bjóða þá vel- komna til hinnar eilífu jólahátíðar. Hrafnhildur Ármannsdóttir. Elsku Anný vinkona mín er látin. Eftir 20 ára kynni er margs að minnast en þau hófust í Dalselinu í Reykjavík. Vinátta okkar þróaðist í gegnum börnin okkar og varð smátt og smátt traust og trygg. Þetta fann ég svo vel þegar ég eignaðist þriðja barnið mitt hana Lovísu, því að það var alveg eins og hún hefði sjálf eignast barn. Hún kom til mín á hverjum morgni, fór beint inn í þvottahús meðan ég sinnti barninu, svo gekk hún frá tauinu eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Þetta lýsir vinkonu minni betur en nokkuð annað. Vinir njóta þess að gefa hvor öðrum af sjálfum sér og þannig var um okkur, hún leitaði til mín og ég til hennar. Á milli okkar var sönn vinátta, við vorum sannar vinkonur. Dóttir okkar hjóna, Helga, hefur átt við erfiðan sjúkdóm að stríða sem hefur reynt á fjölskyldu mína og í slíkum áföllum er ómetanlegt að eiga góða vini ekki síður en nána ættingja. í veikindum Helgu stóðu þau Anný og Óli þétt við hlið okkar og gerðu betur en það, því að þau stóðu fyrir „landssöfnun" eins og við kölluðum það á heimili mínu. Hún fékk sem sagt fjölskyldu sína og vini til að veita okkur stuðning þegar við fórum á sjúkrahús erlend- is. Minningar um stuðning á slíkum stundum eru sterkar og lifa lengi í hjartanu í bland við þakklætið og kærleikann sem maður finnur fyrir gagnvart slíkum vinum. Nú er ég þakklát fyrir það að ég fékk að faðma hana, þakka henni og sýna henni vináttu mína daginn áður en hún dó. Þá vissi ég ekki að ég var að hitta hana í síðasta sinn en svona er lífið, maður veit oft ekki hvað andartökin sem við lifum eru dýrmæt fyrr en eftirá. Það var eitthvað sem sagði henni að hún yrði að hitta mig þennan dag til þess að færa mér afmælis- gjöf. Hún hringdi heim til mín og frétti að ég hefði farið í Kringluna að versla. Þangað fór hún og leitaði að mér en fann mig ekki, þá fór hún heim, þáði hressingu hjá dóttur minni og beið stundarkom. Þegar henni fannst biðin orðin löng lagði hún enn af stað og tilviljun réð því að hún sá mig í Ástúninu og elti mig heim í Daltúnið þar sem ég á heima. Þar áttum við saman dýrmæta stutta stund en hvoruga okkar grun- aði að hálfum sólarhring síðar yrði Anný ekki lengur í tölu lifenda. Hún hefur átt við erfiðan sjúkdóm að stríða en að vinkona mín ætti svo skammt eftir, á því átti ég ekki von. Það er dýrmætt að geta sagt frá því að þegar ég kvaddi hana í síð- asta sinn sagði ég: „Við verðum alltaf bestu vinkonur." Elsku Óli, Jenný, Gísli, Georg, Bíbí og aðrir ástvinir. Ég og fjöl- skylda mín biðjum góðan Guð að styðja og styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns sins. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, - því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Guðný Helga Þorsteinsdóttir. Það var fyrir tæplega þremur árum að við hjónin kynntumst Annýju og Óla, við höfðum skellt okkur til Kanaríeyja og þegar rútan sem ók farþegum á hótelin stansaði fyrir okkur fór út aðeins eitt annað par. Þar voru þá Anný og Óli og það var eins og við manninn mælt, Anný tók okkur í fóstur frá fyrsta degi. Þarna áttum við yndislega 14 daga saman, lágum í sólinni og spjölluðum á daginn og fórum út saman að borða á kvöldin. Alltaf var Anný svo hress, lífleg og hrók- ur alls fagnaðar. Á hveijum degi, þegar öllum var orðið verulega heitt í sólinni, lá leiðin á sundlaugarbar- inn og við hátíðlega athöfn var pantaður „pina colada" sem var alveg í sérstöku uppáhaldi hjá okk- ur og alltaf þegar við hittumst eft- ir þetta var verið að spá í næstu ferð og hvenær við ættum að fara til Kanarí aftur og fá okkur „pínu“. Anný var mjög heilsugóð þessa daga, henni leið vel og þau hjónin hamingjusöm. Við vorum með 9 ára gamla dótt- ur okkar með okkur og bæði Anný og Óli voru einstaklega góð við hana og veittu henni mikla athygli, enda laðaðist hún fljótt að þeim. Við höfum haldið sambandi síðan og alltaf mjög notalegt að koma í heimsókn í Fossvoginn. Það er sorglegt þegar svo ung og glæsileg kona fer svo snögg- lega, en elsku Anný hafði oft verið mjög kvalin, en er nú í friði hjá Guði, og við kveðjum hana með trega og söknuði. Elsku Óli og börn, Guð gefi ykk- ur styrk í sorg ykkar. Linda og Ögmundur. Mín kæra vinkona, Anný, er lát- in. Þegar eg kom heim af nætur- vakt 11. desember fékk ég þær sorglegu fréttir að hún hefði látist um nóttina. Það þyrmdi yfir mig, ég átti erfitt með að sætta mig við þessa frétt. Hún sem hafði komið til mín daginn áður og við ákveðið að drífa okkur eftir hádegi næsta dag og baka okkar árlega laufa- brauð. Þegar hugurinn leitar aftur í tím- ann er margs að minnast. Mín fyrstu kynni af Annýju voru fyrir u.þ.b. tuttugu og fimm árum á árs- hátíð hjá Knattspyrnufélaginu Þrótti, þar sem eiginmenn okkar eru félagar. Hún kom brosandi til okkar hjóna, og bauð okkur sæti við borðið þar sem hún og maður hennar sátu ásamt vinum sínum. Mér hlýnaði um hjartarætur og í huga mínum var ég þakklát þess- ari hressu og alúðlegu konu. Upp frá þessu þróaðist kunningsskapur okkar í mjög góða vináttu. Anný var ein af þeim eiginkonum Þróttara sem tóku sig saman haust- ið 1978 og stofnuðu Kvennadeild Þróttar. Deildin starfaði í sex ár, og sat Anný um tíma í stjórn henn- ar. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur á föndurkvöldunum sem við vorum með, sérstaklega þegar Anný mætti, sem var oftast, með sína glaðlegu framkomu. Eitt af því sem við Anný höfðum mjög gaman af, var að skreppa saman í bæinn, kíkja í búðir og setjast síðan á kaffihús og rabba saman um heima og geima. Þessar stundir eru ógleymanlegar og þótti okkur báðum leitt hvað bæjarferð- unum fækkaði sl. ár vegna veikinda hennar. Eiginmanni sínum og börnum bjó hún fallegt heimili. Það var alltaf svo hreint og fínt hjá Annýju, og öllum hlutum svo smekklega komið fyrir að ekki var hægt annað en að dást að. Anný var mikill persónuleiki. Hún var einstaklega hress og kát í viðmóti, opinská og gat talað við alla, eiginleiki sem ekki er öllum gefinn. Það var engin lognmolla á mannamótum þar sem hún var. En hún var líka viðkvæm sál, full af hjartahlýju og fann til með þeim sem bágt áttu. Hún gaf mikið af sjálfri sér og var alltaf tilbúin að hjálpa þar sem hennar var þörf á meðan henni entist heilsa. Þessi fátæklegu orð eru skrifuð í minningu um kæra vinkonu, sem dó langt um aldur fram og er nú sárt saknað. Elsku Óli, Jenný, Gísli, Georg og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfíða tíma sem framundan er. Kær kveðja til vinkonu minnar. Fríða Guðjónsdóttir. í dag kveðjum við elskulega ná- grannakonu, vin og félaga, Önnu Maríu Georgsdóttur. Það er erfitt að setja á blað orð og tilfinningar á stundu sem þess- ari. Þau orð gætu orðið mörg eftir jafn góð og ánægjuleg samskipti sem verið hafa milli okkar nágrann- anna við Álftaland. Það var vart hægt að hugsa sér betri nágranna en Annýju og fjöl- skyldu. Anný kom gjarnan eins og ferskur vorboði í hús hjá okkur ná- grönnunum, einatt hress og kát í fasi, hvatti, gaf og þakkaði. Við eigum því margar og ljúfar minningar með okkar kæru Annýju, bæði frá þeim tíma er verið var að basla við byggingarnar við Álfta- landið og þær samverustundir sem við áttum saman í görðunum og á pöllunum við húsin okkar. Það var ánægjulegt að fyigjast með Annýju eftir dagsverk í garðin- um og heyra hana lýsa gróðrinum, framgangi hans og fegurð á fallegu sumarkvöldi. Þá var Anný í essinu sínu, brosið breitt og hláturinn hvellur og tær. Annýju var það mjög hugleikið að hafa hlutina í lagi hvort sem um var að ræða innan- eða utanhúss, enda mikil smekkmanneskja í einu og öllu og ber fallega heimili fjöl- skyldunnar þess glöggt merki. Heilsu Annýjar fór að hraka eftir að hún lenti í umferðarslysi fyrir nokkrum árum. Við hlið hennar hafa staðið traustur og kær eiginmaður, böm og aðrir vandamenn og gert það sem hægt var til að létta undir í hennar veikindum. Kallið kom skyndilega og óvænt þegar dagur ljóss og friðar er í nánd og von var á bata og betri heilsu. Kveðjustundin er erfið og þung- bær. Með djúpri virðingu og söknuði kveðjum við okkar kæru Annýju og geymum allar þær góðu og ánægju- legu stundir sem við áttum saman með þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig og verndi, kæra Anný. Óli minn, Jenný, Gísli og Georg og aðrir vandamenn. Við vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum al- góðan Guð að gefa ykkur styrk og ljós nú og um alla framtíð. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hiýjum. £ (H.I.H.) Ómar Gaukur, Ágústa og Tómas. Anný mín. Mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum, elsku vinkona mín. Ég vaknaði kl. 7 að morgni 13. þ.m. rétt eins og venjulega, þegar Mbl. kom inn um bréfalúguna hjá mér. Ég byija oftast að fletta í gegnum það áður en ég gef mér tíma til að lesa blaðið en hvað - ég sé mynd af þér og dánartilkynn- ingu. Ég varð felmtri slegin - ó, nei, þetta getur ekki verið satt. Þetta er einhver hræðilegur mis- skilningur. Anný, sem kom hér heim til mín á þriðjudeginum 10. þ.m., eða deginum áður en hún dó. Ég hringdi heim til þín, jú, þetta reyndist rétt, bara nokkrum klukkustundum eftir að þú komst hér heim, keyrandi á bílnum þínum var hjartað þitt hætt að slá. Svo ótrúlegt, svo óréttlátt. Spurningar hrannast upp í huga mér, en fátt er um svör, tíminn stóð skyndilega í stað, mitt í amstri jólaundirbúningsins gat ég ekkert gert þennan dag. Þessi dagur var svo sannarlega föstudagur þrett- ándi sem oft er talinn vera óhappa- dagur. Eg var búin að missa mína bestu trúnaðarvinkonu og vin. Áður en ég fór að sofa um kvöldið og las bænir mínar, bað ég guð um að taka vel á móti þér. Þá skeði það að ég var allt í einu farin að tala við þig í gegnum bænina, rétt eins og þú værir að svara mér. Þegar ég loks náði að sofna dreymdi mig okkur og gerði næstu 3 nætur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Okkar kynni hófust árið 1987, fyrir næstum því 10 árum. Þá vor- um við í einkatímum hjá Katý í World Class, með okkur voru t.d. Anna og Erla en áður hafði ég þekkt Erlu, sem var líka vinkona þín til margra ára. Þarna mynduðust okk- ar vinatengsl. Við fjórar vorum mættar þarna þrisvar í viku og púluðum í klukku- tíma, fórum síðan í gott gufubað, spjölluðum og ef tíminn leyfði eftir á fórum við eitthvað í kaffí, stund- um á morgunkaffistað eða heim til einhverrar okkar. Ég skildi um þetta_ leyti og allt breyttist hjá mér. Ég hætti að mæta með ykkur á morgnana en alltaf hélst okkar samband. Við bjuggum skammt frá hvor annarri, „í dalnum okkar“ eins og við sögð- um oft eða í Fossvoginum. Það var bara smá labb á milli okkar, bara yfir hólinn. Við hitt- umst oftast annaðhvort heima hjá þér eða mér og stundum var skropp- ið á Café Mílanó, alltaf var gott að vera í nálægð þinni. Þegar við vorum svo hjá Berglind í Trimm- forminu sátum við bara saman og drukkum vatn, já, mikið vatn, minnst tvo lítra á dag. Anný mín, þú varst minn mesti styrkur þegar ég var að ganga i gegnum erfið tímabil í mínu lífí, t.d. skilnaðinn og svo ég tali nú ekki um sl. eitt og hálft ár og öll þau áföll sem ég gekk í gegnum. Alltaf gat ég tekið upp tólið og rætt við þig þegar mér leið illa. Eg var líka þér við hlið þegar þú þurftir á mér að halda. Þú áttir við ýmsa kvöl að búa. Tvisv- ar með stuttu millibili varðst þú fyrir því að það var keyrt aftan á þig. Utfrá því þurftir þú að gang- ast undir uppskurði, margar ferðir á spítala og ótal sinnum að vera á Grensásdeild. Margir mjög kvala- fullir dagar, vikur, mánuðir og ár. Þegar við hittumst vorum við nú aldrei að tala illa um náungann. Við vorum nú líkar að því leyti, ekki skrítið, fæddar undir sama merki, sama ár, aðeins voru 20 dagar á milli okkar. Við höfðum nóg með okkur. Við gátum spjallað um t.d. breytinga- skeiðið, börnin okkar sem voru búin að finna sér maka og voru að flytja úr hreiðrinu og við að verða fímm- tugar eftir áramót. Við vorum ávallt sammála um hversu yndislegar fjöl- skyldur við áttum og hvað okkar nánustu stóðu alltaf við hlið okkar hvað sem á gekk, þú vildir alltaf öllum vel. Ég var svo lánsöm að kynnast þér, þú gafst mér svo mik- ið með þínum trúnaði og vináttu. Svona góð vinkona er ekki auðfeng- in. Ég er þakklát fyrir vináttu þína og tryggðina í gegnum árin og svo er víst um fleiri, sem munu sakna þín. Yfirleitt varst þú í jafnvægi, gast æst þig stundum þegar þér fannst ekki rétt breytt. Þú lést skoð- un þína í ljós, svo var það búið. Þú varst alltaf svo vel til höfð, fallega klædd og að öllu leyti glæsileg kona. Heimilið ykkar var líka glæsi- legt, bæði fallegt og snyrtilegt í alla staði og átti heimilisfólkið stór- an þátt í því. Umhyggjusemi og heiðarleiki ríkti á heimilinu og veit ég að söknuðurinn er mikill. Elsku Óla, Jennýju, Gísla, Georg, tengdabörnum og bamabörnum svo og öðrum aðstandendum og ástvin- um, vil ég votta mína dýpstu sam- úð. Ég bið almáttugan guð að styrkja ykkur öll í gegnum sorgina. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið ... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í móti til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu ...“ (Óþekktur höfundur.) Anný mín. Komið er að kveðju- stund, kveðjur frá sonum mínum James og Helga Þór, sem unnu þér svo heitt. Það var alltaf sérstök upplifun að hitta þig. Ég minnist þin með kærleik og þakklæti fyrir samveru- stundirnar okkar og um leið veit ég,_ _ í hjarta mínu að við eigum öll eftir að hittast aftur. Minningin um þig, Anný, mun lifa með okkur öllum. Megi kærleiki Guðs umvefja þig. Ég mun ávallt vera vinkona þín. Guðrún Pétursdóttir. Hún Anný er látin. Þetta var okkur tjáð í símann. Við trúðum varla að það væri rétt, okkur fannst það óréttlátt að guð tæki til sín góða konu á besta aldri frá góðum eiginmanni og börnum. Við vorum meðvituð um að Anný hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu ár, sér- staklega eftir slæmt umferðarslys^ sem hún lenti í fyrir fáum árum. Þegar litið er til baka koma margar góðar minningar í hug okkar. Sér- staklega þær ánægjulegu stundir sem við áttum erlendis og í sumar- ferðum innanlands. Þá varst þú, Anný okkar, svo kát, glöð og full lífsgleði. Anný var alltaf tilbúin að veita öllum þá hjálp sem voru hjálp- arþurfi, þannig minnumst við þín. Anný átti góðan lífsförunaut, Óla O. Olsen, og yndislega fjölskyldu sem nú syrgir góða eiginkonu, móð- ur og vin. Anný mín, við óskum þér góðrar ferðar sem þú hefur nú lagt uppí til austursins eilífa. Óli minn, Jenný, Gísli, Georg og fjölskylda, við vitum að guð almáttugur mun leiða ykkur í gegnum þá sorg sem þið eigið nú í þegar þið minnist hennar. Eysteinn, Auður og fjölskylda. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.