Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FRÁ afhendingu viðurkenninganna, f.v. Markús Runólfsson, for- maður Veiðifélags Eystri-Rangár, Hinrik Þorsteinsson, sem tók við farandbikar fyrir Bretann dr. Peter Goodwin, Rúnar Guðjóns- son og Guðjón Árnason, framkvæmdastjóri Sælubúsins á Hvolsvelli. Bylting í seiða- sleppingum Alþjóðlegt knattspyrnu- mót á Akranesi Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson FRÁ undirritun samninga um alþjóðlega knattspyrnumótið á Akranesi. Talið frá vinstri: Gunnar Sigurðsson, formaður Knatt- spyrnufélags ÍA, Gísli Gíslason, bæjarsljóri Akraness og Hörður Hilmarsson hjá IT ferðum. Hellu - Á JÓLAFUNDI stjórnar Veiðifélags Eystri-Rangár voru fengsælasta veiðimanni og þeim sem veiddi stærsta fiskinn veittar viðurkenningar fyrir afrek síðasta sumars. í ávarpi Markúsar Runólfs- sonar, formanns veiðifélagsins, kom fram að mikil bjartsýni ríkir um veiði næsta sumars, þar sem magn sjógönguseiða sem sleppt var í ána sl. vor, var áttfaldað, en um tvö- hundruð þúsund seiðum var sleppt. Síðastliðið sumar veiddust alls 479 laxar í Eystri-Rangá, en heild- arveiði beggja Rangánna, þ.e. Ytri- og Eystri-Rangá varð 1.302 laxar. Góð samvinna er meðal veiðifélag- anna í ánum um kaup á sjógöngu- seiðum og full ástæða til að vonast eftir mjög góðri veiði næsta sumar í kjölfar aukningar seiðasleppinga. Flesta fiska veiddi Rúnar Guð- jónsson á Selfossi, tólf laxa og þijá silunga og fékk hann að launum grip til eignar, stóra eftirlíkingu af veiðiflugu sem gefin var af Sælubú- inu á Hvolsvelli, sem er söluaðili veiðileyfa í ána. Stærsta og jafnframt lengsta laxinn veiddi Bretinn dr. Peter Goodwin og fékk hann farandbikar sem gefinn var af Vesturröst og er veittur nú í fjórða sinn. Á fund- inum var dregið í happdrætti þar sem út voru dregnar innsendar veiðiskýrslur síðasta sumars og hlutu þeir heppnu veiðidaga í Eystri-Rangá. Akranesi - Iceland Football Festival, alþjóðlegt knattspyrnumót, verður haldið á Akranesi dagana 4.-8. ágúst á næsta ári og er búist við að þátttakendur verði fjölmargir bæði innlendir og erlendir. Ef vel tekst til má búast við um eitt þús- und keppendum. Samningar varð- andi þetta mótshald voru undirritað- ir á dögunum en það eru ÍT ferðir, fyrirtæki í eigu Harðar Hilmarsson- ar, Knattspyrnufélag ÍA og Akra- neskaupstaður sem standa að móts- haldinu. Undirbúningsvinna vegna móts- ins hefur staðið yfir að undanförnu og nú eftir að samningar hafa verið undirritaðir verður farið í að festa síðustu endana í þeirri vinnu og skráning í mótið er hafin. Ljóst er að áhugi erlendra aðila er mikill og hefur á fjórða tug fyrirspurna borist frá þeim. Auk nágrannalanda okkar hafa lið frá Brasilíu, Rússlandi og Bandaríkjunum beðið um uppiýs- ingar um mótið. Frábær aðstaða á Akranesi Að sögn Harðar Hilmarssonar hjá IT ferðum er hann bjartsýnn á að slíkt mót sé komið til að vera og hann segir það ekki tilviljun að Akranes hafi orðið fyrir valinu sem mótsstaður. Þar komi til bæði frá- bær íþróttaaðstaða og einstakur knattspyrnuáhugi í bænum. Hörður segir áhuga erlendra liða ekki koma á óvart því árlega ferðist §öldi slíkra liða yfir hafið bæði frá Evrópu og Ameríku. „Það gæti verið tilbreyt- ing fyrir þessa hópa að dvelja hér á landi í nokkra daga og leika knatt- spyrnu og kynnast landi og þjóð og raunhæft er að reikna með tíu er- lendum liðum í sumar,“ sagði Hörð- ur. Með íslensku liðunum má búast við 10-12 leikjum í hveijum flokki. Keppt verður í þremur aldursflokk- um drengja og stúlkna. Allir leikir á grasvöllum Allir leikir fara fram á grasvöllum og gist verður í skólum og féiags- heimilum á Akranesi. Glæsileg verð- laun verða í boði fyrir tvö efstu lið- in og ýmsar viðurkennigar verða í boði bæði fyrir einstaklinga og flokka. Fyrir utan knattspyrnu, sem verður að sjálfsögðu aðalatriðið, verður ýmis skemmtidagskrá í boði þar sem landskunnir skemmtikraft- ar koma fram og eins er stefnt að því að fá til landsins heimsþekktan knattspyrnumann til að afhenda verðlaun í mótslok. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjar- stjóra á Akranesi munu bæjaryfir- völd á Akranesi tengjast mótshald- inu með ýmsum hætti. „Við álítum þetta vera gott innlegg í uppbygg- ingarstarf okkar og við vonum að Iceland Football Festival verði ís- lenskri knattspyrnu til sóma og enn ein rós fyrir knattspyrnustarfið á Akranesi," sagði Gísli. Mývatnssveit Fjölmenni á aðventu Mývatnssveit - Aðventusamkoma var haldin í Reykjahlíðarkirkju að kvöldi sunnudagsins 15. desember. Kór kirkjunnar söng, stjórnandi Jón Árni Sigfússon, einsöngvarar Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Ásmundur Kristjánsson. Sigríður Þ. Einarsdóttir, Hildur Harðardóttir og Hanna Jóhannsson fluttu tónlistaratriði á fíðlur og píanó. Guðrún Jakobsdóttir í Reykjahlið flutti hugleiðingu á að- ventu og ræddi um bernskuár sín í Reykjarfirði á Ströndum. Séra Örn Friðriksson lék frumsamið lag á píanó. Athöfnin í kirkjunni var mjög hátíðleg, síðast fóru viðstaddir með Faðir vor og séra Örn með blessun- arorð. Að lokum almennur söngur, Heims um ból. Fjölmenni var. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson KRAKKARNIR úr Fimleikafélaginu Rán í Eyjum sem léku listir sínar á jólasýningu félagsins. Jólasýning Fimleika- félagsins Ránar Vestmannaeyjum - Fimleikafé- lagið Rán í Vestmannaeyjum hélt sína árlegu jólasýningu fyrir skömmu. Sýning þessi er orðin fastur liður í starfi félagsins og mætir ávallt fjöldi fólks til að fylgjast með krökkunum sýna fimi sina. Jólasýningin hefur skemmti- legt yfirbragð. Jólalög eru leikin undir sýningaratriðum og krakk- arnir sem sýna eru með jóla- sveinahúfur þannig að sérstök jólastemmning skapast í íþrótta- húsinu á sýningunni og allir kom- ast í jólaskap við að fylgjast með krökkunum úr Fimleikafélaginu Rán leika listir sínar af miklum áhuga og einbeitingu. NEW Cm^ellcxlLon 18k Gull og/eda stál. Hert saflrgler. Cíndy Crawford veit, hvcmig hún sameinar giæsileika og ímynd med stíl frá heimsins stærstu hönnudum. Hversdags og vid hátkdeg tækifæri velur hún Omega. “Trust your judgement, trust Omega” - Cindy Crawford meBáÍil KRINGLUNNI S 553-1199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.