Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 66
ISf W¥3<tWf*,r' 66 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 I DAG MORGUNBLAÐIÐ LLSMIÐJA fTr 15 • SIMI55 , HANDSMIÐAÐ. OG . _ IN SPURN! . - 'if' -vH15* ' Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn Markmið sjóðsins er að efla sænsk-íslenska samvinnu og menn- ingarsamskipti og stuðla að upplýsingamiðlun um þjóðfélagamál og menningarlíf í Svíþjóð og á (slandi. I því skyni veitir sjóðurinn einstaklingum, félagasamtökum og stofnunum styrki til verkefna, einkum á sviði menningar-, vísinda- og menntamála. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum á árinu 1997 er til 28. febrúar 1997. Áritun á íslandi er menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Sérstök umsóknar eyðublöð munu liggja fyrir þar og hjá Norræna félaginu, Bröttugötu 3b, 101 Reykjavík, svo og í Norræna húsinu. Stjóm sænsk-íslenska samstarfssjóðsins. Ritgerðasafn byggt á samnefndri fyrirlestraröð er komið út! Hér eru birtar sex ritgerðir þar sem tekið er á nokkrum áleitnustu spumingum vísindanna með skýrum og aðgengilegum hætti: Eru vísindin traust? Er vísindaleg þekking fordómalaus og óyggjandi? Gefa vísindin okkur rétta mynd af heiminum og geta þau útskýrt allt sem hægt er að útskýra? Höfundar ritgerðanna eru: Atli Harðarson, heimspekingur Einar H. Guðmundsson dósent í stjameðlisfræði Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði Þorvaldur Sverrisson vísindaheimspekingur Sigurður J. Grétarsson dósent í sálfræði Þorsteinn Gylfason prófessor í heimspeki HASKOLAUTGAFAN i Litir: Svart, brúnt, blátt, grænt, rautt, gult. Olíuborió leður Frábær verð: Stærð 27-34 kr. 4.990. Stræð 35-39 kr. 5.990. Opið til kl. 22.00 Póstsendui samdægut Stærð 40-46 kr. 6.500. SKÓVERSLUN KBPAVOGS HSMRABORG 3 • SlMI 554 1754 BRIPS Umsjón Guðmundur I’áll Arnarson JAFNVEL einföldustu spil búa yfir leyndum töfrum. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ D109 ▼ G83 ♦ D6 ♦ ÁDG105 Suður ♦ 52 V K10764 ♦ ÁK8 ♦ K93 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 3 lauf Pass 4 hjörtu Allir pass Útspil: Spaðasexa. Austur tekur fyrsta slag- inn á spaðaás, spilar aftur spaða á kóng vesturs, og síð- an fær blindur þriðja spaða- slaginn á drottninguna. Vömin hefur tekið tvo slagi, svo ekki má gefa nema einn á tromp. í augum margra er þetta hversdagslegt spil, sem kostar ekki mikla hugs- un. Þeir hinir sömu spila ein- faldlega trompi og vona það besta. EN — hvort á að spila litlu trompi á tíuna heima eða leggja af stað með gosann? Frestum því að svara þess- ari spumingu og látum sagn- hafa spila litlu hjarta frá gosanum. Drottningin kemur úr austrinu og kóngurinn á slaginn. Hvað nú? Er austur virkilega með ÁD blankt? Eða kannski drottninguna blanka? Er einhver blekking í gangi? Líklega myndu fæst- ir taka blekkingamöguleik- ann inn í myndina og spila næst litlu hjarta á áttuna. Austur uppsker þá ríkulega ef hann hefur byijað með ÁD9: Norður ♦ D109 V G83 ♦ D6 ♦ ÁDG105 Vestur Austur ♦ KG63 ♦ Á874 V 52 V ÁD9 ♦ G7542 llllll ♦ 10963 * 84 * 762 Suður ♦ 52 ? K10764 ♦ ÁK8 ♦ K93 Víkjum þá aftur að spum- ingunni að ofan: Hvort á að spila gosanum eða litlu hjarta úr blindum? Blekking austurs með ÁD9 er ekki á valdi margra spilara, og því er ástæðulaust að taka þá stöðu inn í reikningsdæmið. Ef austur_ á drottningu blanka eða ÁD tvíspil, verður að spila smáu hjarta fyrst. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að byija á gosanum þegar austur er með D9x(x). Og líkur á því eru heldur meiri, svo það er betra að spila gosanum. HÖGNIHREKKVÍSI »<5liZ)ileý..hcncUtrc>Lfveskjnu...jóL. " VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Gerum góðverk SAMBORGARI hringdi og lagði til að í stað þess að kaupa jólagjafir og gefa sínum nánustu ætti fólk að leggja ákveðna upphæð inn á einhvem góðgerðar- reikning og gefa aðstandendum sínum síðan kvitt- unina í jólagjöf. Tapað/fundið Steinn í leðurfesti tapaðist HÁLSFESTI, leðuról með stórum steini, tapaðist aðfaranótt sunnudagsins 15. desember á leiðinni frá Sólon Islandus að leigubílabiðstöðinni við Lækjar- götu. Festarinnar er sárt saknað. Finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 551 7709. Með morgunkaffinu Ást er... aö vita aö þú ert hinn eini rétti fyrir hana. TM Reg U S Pat OH. — aii righis reserved (c) 1996 Los Angeles Times Syndicate COSPER NEI, konan mín er flutt að heiman. Víkveiji skrifar... NÚ ER SÁ tími að verða lið- inn, sem kallaður hefur verið jólagleðitími, þar sem vinnufélagar hafa oft og einatt sopið ótæpilega á svokölluðu glöggi. Satt að segja hélt Víkverji að þetta glögg heyrði fortíðinni til, en leigubifreiðastjóri, sem ók honum nú í vikunni kvað það nú öðru nær. Þegar menn væru á stjái í helgarlok á almanna- færi væru þessir „glöggu“ menn vafrandi um bæinn og þá oft selj- andi upp á götum og gatnamótum. Ljótt er að heyra! Þessi „glögg“-siður er kominn frá frændum vorum Svíum, því að á 19. öld tóku vestursænskir stúdentar í Lundi og síðar í Upp- sölum upp á því að halda Lúsíuhá- tíðir með piparkökum og glöggi, sem er að því er Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir, stytt- ing úr orðmyndinni glödgad og merkir „glæddur" eða hitaður drykkur. Raunar er það þýðing á franska orðinu brúlot um brennt koníak, sem lengi var notað í sænska glöggið. Sænsk félög víða um heim hafa síðan breitt þennan sið út og t.d. hefur íslenzk-sænska félagið haldið Lúsíuhátíðir, þar sem glögg hefur verið á boðstólum ásamt piparkök- um. Ámi Björnsson segir hins veg- ar frá því að á íslenzku einkaheim- ili í Breiðholti hafí þessi sænski siður stungið sér niður árið 1974, þar sem fjölskylda, sem dvalizt hafi í Svíþjóð hélt Lúsíuhátíð, fjöl- miðlar fréttu af og siðurinn barst í Fellaskóla, þar sem hann mun enn viðhafður á „litlu jólunum“. xxx ANNAR siður tengdur jólum er að borða skötu á Þorláks- messu, 23. desember. Þetta er síð- asti dagur jólaföstu og gjarnan var etið fiskmeti áður en jólamat- urinn var á borð borinn daginn eftir. Skötu eta menn einna helzt um vestanvert landið og er talið að upphaflega hafi náttúrulegar aðstæður valdið þar nokkru um. Skata virðist einkum á haustvertíð í sjónum frá Hornafirði vestur um og norður á Hornstrandir. Því hafa menn einna helzt skýrt skötu- átið á Þorláksmessu sem vestfirzk- an sið, en öllu heldur er þó stapp- an upprunnin þaðan. Stappa af kæstri skötu og mörfloti, sem er bræddur hnoðmör, er vestfirzkt fyrirbæri, sem þó mun þekkjast á norðanverðu Snæfellsnesi einnig. Þennan sið hafa svo Vestfirð- ingar flutt með sér um land allt og margur íslendingur gæðir sér nú á skötu á Þorláki eins og sagt er og á síðari áratugum hefur skata verið jafnvel aðalréttur fín- ustu veitingahúsa í höfuðborginni á Þorláksmessu. Loks fylgir hér lýsing úr „Sögu daganna" eða eigum við að kalla það mataruppskrift sé enga skötu að fá: „Þessi uppbleytti harðfiskur eða eitthvert annað fiskmeti, jafn- vel steinbítsroð eða vel úldin ýsa, var hituð upp í hangiketssoðinu til að fá í sig bragð. Þetta gat jafnvel borið við á Vestfjörðum ef skötu vantaði af einhverjum sök- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.