Morgunblaðið - 20.12.1996, Síða 66

Morgunblaðið - 20.12.1996, Síða 66
ISf W¥3<tWf*,r' 66 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 I DAG MORGUNBLAÐIÐ LLSMIÐJA fTr 15 • SIMI55 , HANDSMIÐAÐ. OG . _ IN SPURN! . - 'if' -vH15* ' Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn Markmið sjóðsins er að efla sænsk-íslenska samvinnu og menn- ingarsamskipti og stuðla að upplýsingamiðlun um þjóðfélagamál og menningarlíf í Svíþjóð og á (slandi. I því skyni veitir sjóðurinn einstaklingum, félagasamtökum og stofnunum styrki til verkefna, einkum á sviði menningar-, vísinda- og menntamála. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum á árinu 1997 er til 28. febrúar 1997. Áritun á íslandi er menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Sérstök umsóknar eyðublöð munu liggja fyrir þar og hjá Norræna félaginu, Bröttugötu 3b, 101 Reykjavík, svo og í Norræna húsinu. Stjóm sænsk-íslenska samstarfssjóðsins. Ritgerðasafn byggt á samnefndri fyrirlestraröð er komið út! Hér eru birtar sex ritgerðir þar sem tekið er á nokkrum áleitnustu spumingum vísindanna með skýrum og aðgengilegum hætti: Eru vísindin traust? Er vísindaleg þekking fordómalaus og óyggjandi? Gefa vísindin okkur rétta mynd af heiminum og geta þau útskýrt allt sem hægt er að útskýra? Höfundar ritgerðanna eru: Atli Harðarson, heimspekingur Einar H. Guðmundsson dósent í stjameðlisfræði Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði Þorvaldur Sverrisson vísindaheimspekingur Sigurður J. Grétarsson dósent í sálfræði Þorsteinn Gylfason prófessor í heimspeki HASKOLAUTGAFAN i Litir: Svart, brúnt, blátt, grænt, rautt, gult. Olíuborió leður Frábær verð: Stærð 27-34 kr. 4.990. Stræð 35-39 kr. 5.990. Opið til kl. 22.00 Póstsendui samdægut Stærð 40-46 kr. 6.500. SKÓVERSLUN KBPAVOGS HSMRABORG 3 • SlMI 554 1754 BRIPS Umsjón Guðmundur I’áll Arnarson JAFNVEL einföldustu spil búa yfir leyndum töfrum. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ D109 ▼ G83 ♦ D6 ♦ ÁDG105 Suður ♦ 52 V K10764 ♦ ÁK8 ♦ K93 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 3 lauf Pass 4 hjörtu Allir pass Útspil: Spaðasexa. Austur tekur fyrsta slag- inn á spaðaás, spilar aftur spaða á kóng vesturs, og síð- an fær blindur þriðja spaða- slaginn á drottninguna. Vömin hefur tekið tvo slagi, svo ekki má gefa nema einn á tromp. í augum margra er þetta hversdagslegt spil, sem kostar ekki mikla hugs- un. Þeir hinir sömu spila ein- faldlega trompi og vona það besta. EN — hvort á að spila litlu trompi á tíuna heima eða leggja af stað með gosann? Frestum því að svara þess- ari spumingu og látum sagn- hafa spila litlu hjarta frá gosanum. Drottningin kemur úr austrinu og kóngurinn á slaginn. Hvað nú? Er austur virkilega með ÁD blankt? Eða kannski drottninguna blanka? Er einhver blekking í gangi? Líklega myndu fæst- ir taka blekkingamöguleik- ann inn í myndina og spila næst litlu hjarta á áttuna. Austur uppsker þá ríkulega ef hann hefur byijað með ÁD9: Norður ♦ D109 V G83 ♦ D6 ♦ ÁDG105 Vestur Austur ♦ KG63 ♦ Á874 V 52 V ÁD9 ♦ G7542 llllll ♦ 10963 * 84 * 762 Suður ♦ 52 ? K10764 ♦ ÁK8 ♦ K93 Víkjum þá aftur að spum- ingunni að ofan: Hvort á að spila gosanum eða litlu hjarta úr blindum? Blekking austurs með ÁD9 er ekki á valdi margra spilara, og því er ástæðulaust að taka þá stöðu inn í reikningsdæmið. Ef austur_ á drottningu blanka eða ÁD tvíspil, verður að spila smáu hjarta fyrst. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að byija á gosanum þegar austur er með D9x(x). Og líkur á því eru heldur meiri, svo það er betra að spila gosanum. HÖGNIHREKKVÍSI »<5liZ)ileý..hcncUtrc>Lfveskjnu...jóL. " VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Gerum góðverk SAMBORGARI hringdi og lagði til að í stað þess að kaupa jólagjafir og gefa sínum nánustu ætti fólk að leggja ákveðna upphæð inn á einhvem góðgerðar- reikning og gefa aðstandendum sínum síðan kvitt- unina í jólagjöf. Tapað/fundið Steinn í leðurfesti tapaðist HÁLSFESTI, leðuról með stórum steini, tapaðist aðfaranótt sunnudagsins 15. desember á leiðinni frá Sólon Islandus að leigubílabiðstöðinni við Lækjar- götu. Festarinnar er sárt saknað. Finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 551 7709. Með morgunkaffinu Ást er... aö vita aö þú ert hinn eini rétti fyrir hana. TM Reg U S Pat OH. — aii righis reserved (c) 1996 Los Angeles Times Syndicate COSPER NEI, konan mín er flutt að heiman. Víkveiji skrifar... NÚ ER SÁ tími að verða lið- inn, sem kallaður hefur verið jólagleðitími, þar sem vinnufélagar hafa oft og einatt sopið ótæpilega á svokölluðu glöggi. Satt að segja hélt Víkverji að þetta glögg heyrði fortíðinni til, en leigubifreiðastjóri, sem ók honum nú í vikunni kvað það nú öðru nær. Þegar menn væru á stjái í helgarlok á almanna- færi væru þessir „glöggu“ menn vafrandi um bæinn og þá oft selj- andi upp á götum og gatnamótum. Ljótt er að heyra! Þessi „glögg“-siður er kominn frá frændum vorum Svíum, því að á 19. öld tóku vestursænskir stúdentar í Lundi og síðar í Upp- sölum upp á því að halda Lúsíuhá- tíðir með piparkökum og glöggi, sem er að því er Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir, stytt- ing úr orðmyndinni glödgad og merkir „glæddur" eða hitaður drykkur. Raunar er það þýðing á franska orðinu brúlot um brennt koníak, sem lengi var notað í sænska glöggið. Sænsk félög víða um heim hafa síðan breitt þennan sið út og t.d. hefur íslenzk-sænska félagið haldið Lúsíuhátíðir, þar sem glögg hefur verið á boðstólum ásamt piparkök- um. Ámi Björnsson segir hins veg- ar frá því að á íslenzku einkaheim- ili í Breiðholti hafí þessi sænski siður stungið sér niður árið 1974, þar sem fjölskylda, sem dvalizt hafi í Svíþjóð hélt Lúsíuhátíð, fjöl- miðlar fréttu af og siðurinn barst í Fellaskóla, þar sem hann mun enn viðhafður á „litlu jólunum“. xxx ANNAR siður tengdur jólum er að borða skötu á Þorláks- messu, 23. desember. Þetta er síð- asti dagur jólaföstu og gjarnan var etið fiskmeti áður en jólamat- urinn var á borð borinn daginn eftir. Skötu eta menn einna helzt um vestanvert landið og er talið að upphaflega hafi náttúrulegar aðstæður valdið þar nokkru um. Skata virðist einkum á haustvertíð í sjónum frá Hornafirði vestur um og norður á Hornstrandir. Því hafa menn einna helzt skýrt skötu- átið á Þorláksmessu sem vestfirzk- an sið, en öllu heldur er þó stapp- an upprunnin þaðan. Stappa af kæstri skötu og mörfloti, sem er bræddur hnoðmör, er vestfirzkt fyrirbæri, sem þó mun þekkjast á norðanverðu Snæfellsnesi einnig. Þennan sið hafa svo Vestfirð- ingar flutt með sér um land allt og margur íslendingur gæðir sér nú á skötu á Þorláki eins og sagt er og á síðari áratugum hefur skata verið jafnvel aðalréttur fín- ustu veitingahúsa í höfuðborginni á Þorláksmessu. Loks fylgir hér lýsing úr „Sögu daganna" eða eigum við að kalla það mataruppskrift sé enga skötu að fá: „Þessi uppbleytti harðfiskur eða eitthvert annað fiskmeti, jafn- vel steinbítsroð eða vel úldin ýsa, var hituð upp í hangiketssoðinu til að fá í sig bragð. Þetta gat jafnvel borið við á Vestfjörðum ef skötu vantaði af einhverjum sök- um.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.