Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ríkisbankamir og greiðsluerfiðleikar einstaklinga og lögaðila Leystu til sín 500 fast- eignir á síðustu sex árum ANDRI Hrólfsson, markaðsstjóri Visa, Hilmar Sigurðssson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsmarkaðsins og Einar S. Einarsson, forstjóri Visa, við undirritun samningsins um léttgreiðslur Visa. Visa býður upp á nýtt greiðsluform RIKISBANKARNIR hafa leyst til sín tæpar 500 íbúðir á síðustu sex árum eða frá árinu 1991 til 1996 vegna gjaldþrota einstaklinga og lögaðila. Landsbanki íslands hefur leyst til sín 309 íbúðir á þessu ára- bili og Búnaðarbanki íslands 189 íbúðir. Af þessum sökum á Lands- banki íslands nú 76 íbúðir óseldar og Búnaðarbankinn 39 íbúðir. Þetta kemur fram í skriflegu svari viðskiptaráðherra við fyrir- spurn Ingibjargar Sigmundsdótt- ur, Alþýðubandalagi, um fasteign- ir sem ríkisbankarnir hafi leyst til sín vegna gjaldþrota einstaklinga og lögaðila. Fram kemur að í upphafi árs 1991 átti Landsbankinn 28 íbúðir og Búnaðarbankinn 19 íbúðir sem þeir höfðu leyst til sín á uppboðum eða við fijálsa samninga við við- skiptamenn sína. Fram kemur að gjaldþrotaskiptameðferð liggur ekki alltaf að baki eignayfirtök- unni heldur getur hún verið liður í skuldauppgjöri viðskiptamanna við bankann sem ekki hefur leitt til gjaldþrotaskipta. 188 eignir sem teljast atvinnuhúsnæði I fyrirspurninni er einnig spurt um hve margar fasteignir teljist atvinnuhúsnæði af þeim fasteign- um sem ríkisbankarnir hafi yfir- tekið. í svarinu kemur fram að á síðastliðnum fimm árum frá 1992- 1996 hafa bankarnir leyst til sín 188 eignir sem teljast atvinnuhús- næði, Landsbankinn 139 eignir og Búnaðarbankinn 49 eignir. í eigu Landsbankans nú eru 38 eignir sem teljast atvinnuhúsnæði og eru óseldar og í eigu Búnaðarbankans eru 12 eignir. VISA ísland kynnir um þessar mundir nýjan greiðslumáta á sviði greiðslumiðlunar sem ber markaðsheitið „Léttgreiðslur". Um er að ræða eins konar milli- stig milli boðgreiðslna fyrir reglubundnar greiðslur vegna fastagjalda heimila og rað- greiðslna til greiðsludreifingar vegna stærri innkaupa, en þau greiðslukerfi hefur fyrirtækið boðið í rétt 10 ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Visa Island. Með þessum nýja greiðslumáta sem ýtt er úr vör í samstarfi við Sjónvarpsmarkaðinn ehf., gefst korthöfum kostur á að skipta upp eða dreifa greiðslum vegna smærri innkaupa á jafnar mán- aðarlegar afborganir án vaxta. Ekki hefur verið heimilt að selja eða kaupa vörur á boðgreiðslum heldur einungis á raðgreiðslum. BRETAR hafa leyft 44 alþjóðlegum símafélögum að keppa við innlenda aðila og segja að langlínumarkaður þeirra verði gefmn fijáls 12 mánuð- um fyrr en í öðrum Evrópulöndum. Bandaríski fjarskiptarisinn AT&T, Eurotunnel, sem rekur Erm- ársundsgöngin, og Global One bandalag Deutsche Telekom, France Telecom og Sprint eru með- al þeirra sem er fijálst að keppa við brezku fjarskiptafyrirtækin British Telecommunications (BT) og Mercury. Hömlur á fjarskiptum í öðrum Evrópulöndum verða ekki afnumdar fyrr en 1998, en fjöldi nýrra keppinauta, aðallega frá Bandaríkjunum, mun geta boðið fyrsta flokks fjarskiptaþjónustu milli Bretlands og annarra ríkja heims frá 1. janúar 1997. Ódýrari og betri þjónusta „Bretar hafa sýnt heiminum fram á að afnám hafta lækkar verð og bætir þjónustu," sagði Ian Tayl- or vísinda- og tækniráðherra í yfir- lýsingu. Hið nýja greiðsluform er sniðið að ákveðnum markaðsþörfum og fyrirbyggja visst frávik frá regl- um sem viðgengist hafa, sem sé það að verið sé að skipta úttekt- um á margar sölunótur. I fréttatilkynningunni kemur fram að með léttgreiðslum Visa opnast söluaðilum jafnt sem kort- höfum ný og þægilegri leið til greiðslujöfnunar smærri upp- hæða með rafrænum, ódýrum og fyrirhafnarlitlum hætti. Mánað- arlegar greiðslur skulu vera á biiinu kr. 1.000-5.000 og upphæð eftirstöðva ekki hærri en kr. 30.000. Söluaðila er skylt að leita heimildar fyrir fyrstu greiðslu, sem gerð skal með kortinu sjálfu, en eftir það ábyrgist Visa hveija einstaka greiðslu sem berst um greiðslurásina, sé kortið í góðu gjldi þegar skuldfærsla á sér stað. „Símgjöld hafa í heild lækkað um 40% síðan 1984 og ég býst við að þessi nýju leyfi muni þrýsta nið- ur verði á samtölum milli landa,“ sagði Taylor, sem vill opnari fjar- skiptamarkað til að laða að erlendar fjárfestingar. Þar með hefur verið stigið stærsta skrefið í þá átt að opna hinn alþjóðlega fjarskiptamarkað, sem BT metur á rétt innan við 2,0 milljarða punda eða 3,33 milljarða dollara. Um leyfi sóttu 46 fyrir- tæki í júlí og þar af voru 44 sam- þykkt. Hingað til hafa alþjóðlegir keppi- nautar BT og Mercury — sem er í eigu annars stærsta fjarskiptafyrir- tækisins í Bretlandi, Cable & Wire- less — orðið að taka símastrengi á leigu hjá tveimur brezkum fyrir- tækjum. Breytingin kann einnig að draga úr mótspyrnu bandaríska fjarskipt- arisans AT&T gegn 20 milljarða dollara samruna BT og bandaríska fjarskiptafyrirtækisins MCI Com- munications. Flugleiðir Gengið frá sölu flugvélar FLUGLEIÐIR hafa gengið frá söiu á einni af Boeing 757-200 flugvélum sínum. Ákveðið var að selja vélina í haust og hafa samningaumleitanir um söluna staðið yfír undanfarnar vikur. Samningurinn kveður á um það að Flugleiðir endurleigi vélina næstu fimm árin. f frétt frá Flugleiðum kemur fram að það er fjármálafyrir- tækið Nomura, Babcock & Brown í Bandaríkjunum sem keypti þotuna. Söluhagnaður nemur 425 milljónum króna og batnar eiginíjárstaða Flugleiða sem því nemur. Þetta er þriðja flugvélin sem Flugleiðir selja og endurleigja með þessum hætti á síðustu þremur árum. Verðbólga innan við 1 % VÍSITALA byggingarkostnað- ar í desember reyndist vera 218,0 stig samkyæmt útreikn- ingi Hagstofu íslands. Þessi vísitala gildir fyrir janúarmán- uð. Vísitalan hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Síðustu þijá mánuði hefur vístalan hækkað um 0,2% sem jafngildir 0,9% hækkun á heilu ári Hækkunin nemur hins vegar 6,1% ef litið er til hækkunarinnar síðustu tólf mánuði og að meðaltali var vísitalan 4,9% hærri á árinu 1996 en hún var á árinu 1995. Hagstofan hefur einnig reiknað út launavísitölu miðað við meðallaun í nóvember. Vísi- talan sem gildir er 148,2 stig sem er óbreytt frá fyrra mán- uði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðl- ána er 3.239 stig í janúar næst- komandi. Leiga fyrir íbúðar- og at- vinnuhúsnæði sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu hús- næðiskostnaðar eða breyting- um meðallauna hækkar um 0,3% frá og með næstu mánað- armótum og helst þannig næstu þijá mánuði, þ.e. til loka mars- mánaðar. Fólk Nýr aðstoðar- dagskrár- stjón á Stöð 3 • Þóra Gunnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardagskrár- stjóri Stöðvar 3. Þóra var starfsmaður íslenska út- varpsfélagsins hf. frá stofnun þess árið 1986 þar til fyrir skemmstu. Á þessum 10 árum hefur Þóra haft með höndum marg- vísleg verkefni á dagskrársviði. Þóra tók þátt í dagskrárgerð stöðvarinnar, var aðstoðardag- skrárstjóri og staðgengill dag- skrárstjóra um skeið, og nú síð- ast deildarstjóri erlendrar dag- skrárdeildar Stöðvar 2. Einnig vann Þóra að ýmsum sérverk- efnum og tók þátt í mótun og hönnun dagskrárstefnu Sýnar. Þóra hefur þegar hafið störf á Stöð 3 og unnið að stefnumót- un og víðtækri endurskipulagn- ingu, sem nýlega hefur farið fram í kjölfar þess að íslensk margmiðlun hf. tók við rekstri Stöðvar 3. BARNASTIGUR BRUM’S 0-14 SÍÐAN 1955 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461 Skv. 2. mgr. 86. gr. laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi er vakin athygli á tiikynningu frá Vátryggingaeftirlitinu í Lögbirtingablaði 20. nóvember sl. (Lögbirtingablað nr. 127/1996), þar sem óskað er skriflegra athugasemda vátryggingartaka og vátryggðra, vegna beiðna Vátryggingafélags íslands hf. og Líftryggingafélags fslands hf. um yfirfærslu vátryggingarstofna og samruna VÍS vátryggingar hf. og Vátryggingafélags íslands hf. og VÍS líftryggingar hf. og Líftryggingaféiags íslands hf. Frestur lil að skila athugasemdum til Vátryggingaeftirlitsins er til 8. janúar 1997. Reykjavík, 19. desember 1996 Vátryggingafélag íslands hf. Líftryggingafélag íslands hf. Tugir símafélaga fá að starfa íBretlandi London. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.